Vísir - 27.12.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 27.12.1973, Blaðsíða 5
Visir. Kimmtudagur 27. desember 197;!. Séð inn i ráðstefnusal hailar Sameinuðu þjóðanna I Genf, þegar friðarráðstefna Austurlanda nær hófst þar 21. des. Auðu stólarnir á vinstri hönd voru ætlaðir Sýrlendingum, sem ekki tóku þátt I ráðstefnunni, þegar til kom. Friðarsamningar bíða fram yfir kosningar í ísrael Raunverulegir friðar- samningar og prúttið um afturköllun herjanna frá Súezvígstöðvunum verða að bíða fram yfir næstu kosningar, sem fara skulu fram i israel um áramótin, eða svo telja sendimenn israels, sem eru í Genf til friðarviðræðna. Jólatré marijúanaplanta i Trenton í New Jersey fann lögregian þetta sakleysislega jólatré, skreytt tiu rauðum glitkúlum. Sakleysislegt og sakleysislegt ekki. — Þetta reynd- ist vera fjögurra feta há marijúanaplanta, sem eiturlyfjaagentar lögðu hald á við rannsókn eiturlyfjamáls. „OLÍUVOPNIÐ ÁVALLT TIL TAKS," segja Arabar, þrótt fyrir framleiðsluaukninguna Akvörðun arabisku oliufram- lciðslulandanna um að auka á nýjan leik framleiðslu sina um 10% táknar ekki, að þau geti ekki hert á oliuþvingun gegn Vestur- löndum siðar meir, skrifar Kairóblaðið A1 Ahram, sem er málgagn egypzku stjórnarinnar. „Allt veltur á skjótri lausn deilunnar i Austurlöndum nær, lausn sem leiðir til þess að Arab- arnir fái aftur hernumdu svæð- in,” skrifar blaðið um leið og það segir oliuvopniö enn til taks. En þar til kosningarnar eru af- staðnar geta nefndirnar, sem byrjaðar eru störf i Genf, litið annað gert en skipzt á sjónarmið- um. Nefnd hershöfðingjanna, sem sett var á laggirnar á fundi utan- rikisráðherra Egyptalands, ísra- els, Sovétrikjanna og Bandarikj- anna i siðustu viku, átti sinn fyrsta fund núna á jólunum. Tahal E1 Magdoub, hershöfðingi Egypta, og Mordechai Gur, hershöfðingi fsraelsmanna, sem sátu þennan fyrsta fund, sögðu eftir hann, að þeir hefðu rætt möguleika á þvi aö kalla aftur heri sina frá Súez- viglinunni. Töldu báðir, að þær viðræður mundu siöar koma þeim að haldi, þegar til framkvæmda kæmi. ísraelsk blöð, sem hafa skrifað, að tsraelsmenn muni ekki hnika frá kröfu sinni um, að Egyptar verði á brott af austurbakka Súezskurðarins með herlið sitt, skrifuðu i morgun, að stjórn Goldu Meir muni leggja til, að byrjað verði með þvi að skiptast á svæðum beggja megin viö skurðinn. — Það er sama tillagan og þeir lögðu fram i viðræðunum i tjaldi gæzlusveitanna við þjóðveginn milli Kairó og Súez. Frá Egypta hálfu hefur heyrzt, að ekki verði tekið til við viðræður um pólitiska lausn þræt- unnar, fyrr en aðilar hafa orðið sammála um að kalla herina burt af hernumdu svæðunum. Þessar sömu raddir telja útilokað, að til- laga Israfclsmanna um að hvor fyrir sig hörfi frá Súezvig- stöðvunum, verði tekin til greina. Mikill öryggisbúnaöur var viöhafður IGenf vegna friöarráöstefnunnar, og hér sést svissneskur lögregluþjónn grannskoöa jólatré til öryggis. Ætluðu að | myrða Kissinger? Arabisku hryðjuverka- mennirnir, sem myrtu 33 manneskjur á flugvöllum Kómar og Aþenu i vikunni fyr- ir jól, höfðu upphaflega á prjónunum ráðagerðir um til- ræði við Henry Kissinger, ut- anrikisráðherra Bandarikj- anna. Norska fréttastofan hefur það eftir heimildum innan leyniþjónustunnar i Brussel, að það hafi verið yfirvöld i Libýu, sem íengið hafi skæru- liðunum það verkéfni að ráð- asl á Kissinger. Samkvæmt þessu átti til- ræðið að hal'a verið skipulagt i sambandi við opinbera heim- sókn Kissingers, sem hann ráðgerði i Beirut 16. des. En öryggisvörðum i Libanon var gert viðvart i t'æka tið, og flug- vél Kissingers lenti á flugvelli i norðurhluta landsins öllum að óvörum. Þegar þessi áætlun fór úr skorðum, fengu skæruliðarnir fyrirmæli um að láta til skarar i, skriða á flugvellinum við Kóm, segir norska fréttastof- an. Koníaksór Frakkar sjá fram á, að þetla ætli að verða ágætis koniaksár Segja þeir.aðþaðeigi bæði við gæðin, þvi að koniakið sé gott i ár, og einnig hvað viðvikur i'ramleiðslumagninu. Þeir ætla, að 276 milljón flöskur hafi verið framleiddar á ár- inu. Pílagrímar i Um 4000 pilagrimar og ferðamenn minntust fæðingar l'relsarans i fæðingarbæ hans, Betlehem, með sálmasöng og bænagjörð á jóladag, en yfir þeim stóðu israelskir hermenn vörð. Ylirvöld viðhöfðu slrangar varúðarráðstafanir af ótta við 1 hryðjuverk Falestinuskæru- liða. Fékk enginn að l'ara til Betlehem öðruvisi en að fá lil þess sérstakan passa. Milljónir kristinna manna 1 annars staðar héldu jólin há- / tiðleg. 1 I jólaboðskap sinum óskaði L Fáll páfi VI heiminum ,,bless- i aðra jóla i sæld og l'riði I Krists.” Orðum sinum beindi hann til ,,ykkar, bræðra okk- ar, sem kunna að búa við mæðu, sorg, þjáningar eða synd, til ykkar, þjóða alheims- ins.” GEIMFARAR SKOÐUÐU KOHOUTEK Tveir af þrein geimförunum uppi i geimstöðinni Skylab fóru út úr stöðinni á jóladag til þess að geta sem bezt virt fyr- ir sér halastjörnuna Kohou- tek. Sýndist þeim, eins og reynd- í ar hafði sézt i stjörnukikjum J neðan af jörðu, að halastjarn- k an væri tæpir 40 km i þvermál. I Hiti sólarinnar, sem hala- / stjarnan nálgast jafnt og þétt, 1 hefur leitt til uppgufunar á L halastjörnunni, en lofttegund- / irnar, sem þannig myndast, J hafa lengt halann upp i 40 milljónir kilómetra. Kohoutek er talin vera Ígrjót, sem afgangs hafi orðið, þegar þetta sólkerfi varð til Þvi þykir stjarnfræðingum / liklegt, að myndavélar Sky- \ labs gætu fundið eitthvað hjá i Kohoutek, sem varpað gæti frekara ljósi á uppruna sólar og plánetanna. Halastjarnan mun sjást skýrast hér hjá okkur tslend- ingum i fyrstu vikunni i janú- ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.