Vísir - 25.01.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 25.01.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Föstudagur 25. janúar 1974. visnsm-- Teljið þér að áfengisneyzla unglinga sé að aukast? Halldóra Halldórsdóttir, nemandi i Langholtsskóla: — Ég veit varla. Ég hef ekki mikið orðið vör við áfengisneyzlu meðal félaga minna. A sumum skólaböllum er einhver áfengisneyzla, en á öðrum engin. Asta Arnadóttir, öryrki: — Hún er örugglega fyrir hendi og jafnvel að aukast, að minu áliti, einnig neyzla eiturlyfja. T.d. sá ég stúlku, svona 13 til 14 ára, i gær, sem var áberandi undir einhverjum áhrifum. Ég tel að það eigi strax að taka fyrir þetta, og þá frekar eiturlyfin. Þorgrímur Hermannsson, bátasmiður: — Ég held það sé alveg öruggt. Það getur ekki hjá þvi farið, að svo sé. Arpi Þór Kristjánsson, banka- maður: — Ég held ekki. Ég held, að þessi mál gangi með svipuðum brag og áður fyrr. T.d. er ég alls ekki sammála góðtemplurum um það, hvernig þeir telja ástandið i þessum efnum vera. Lárus Hagalinsson, vélstjóri: — Tvimælalaust ber meira á áfengisneyzlu unglinga en verið hefur undanfarin ár. Það var t.d. óþekkt fyrirbæri fyrir ekki meira en tiu árum að sjá unglinga 12 til 14 ára undir áhrifum, eins og algengt er i dag. Kristin Gunnarsdóttir, nemi: — Já, ég held það. T.d hef ég mikið orðið vör við áfengisneyzlu unglinga undir sextán ára aldri á sveitaböllum fyrir austan. Og mér finnst ölvun 13 til 14 ára krakka á skólaböllum vera farin að aukast mikið. Leikhús í „Kjallaranum" Fyrsta frumsýningin á sviði í Þjóðleikhúskjallaranum — Leikrit eftir Pinter sýnt á nýju leiksviði Nýtt leiksvið hefur verið tekið i notkun i Reykjavik. Þjóðleikhúskjallaranum hefur verið breytt nokkuð, þannig að eftirleiðis verður hægt að hafa þar leiksýningar. 1 fyrrakvöld var fyrsta frum- sýningin i ,,Kjallaranum”, sýnt var leikrit eftir brezka leikskáldið Harold Pinter, „Liðin tið” i þýðingu örnólfs Árnasonar, en leikstjóri var Stefán Baldursson. Aður en sýning hófst á þriðju- dagskvöldið, flutti Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri stutt ávarp og opnaði „Kjallarann” formlega sem leikhús. Sveinn sagði, að langt væri siðan hugmyndir komust á loft varðandi leiksvið i kjallara Þjóðleikhússins, en atvik hefðu valdið þvi, að þetta húsnæði hefði ekki verið nýtt i þágu leik- hússins fyrr en nú. Eftirleiðis verður veitinga- sala i kjallaranum eins og verið hefur, en leikið er á gólfinu, eða hluta þess sviðs, sem yfirleitt er Sveinn Einarsson þjóðleik- hússtjóri opnar formlega nýtt „leikhús” I Reykjavik. Á myndinni sjást m.a. Jökull Jakobsson, Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra og Magnús Torfi ólafsson menntamálaráðherra. Á æfingu á „Liðinni tið”. Stefán Baldursson ræðir við lcikarana, sem eru þrir- talsins: Þóra Friðriksdóttir, Erlingur Gislason, og Krist- björg Kjeld. Leiktjöld gerði Ivar Török. oansao a. roiium er Komio meo- fram veggjum og til hliðar við sviðið, þannig að áhorfendur sitja i hálfhring kringum sviðið. Slikt „hringleikhús” hefur ekki þekkzt áður hér á landi — en er reyndar frægt úr leiklistarsögunni. Þjóðleikhússtjóri sagði, að eftirleiðis yrði reynt að nýta þetta húsnæði sem bezt, t.d. væri það upplagt fyrir hvers konar kabarett-sýningar, og mundi enda ein slik væntanleg bráðlega. Þá er hugsanlegt, að áhorfendur þurfi ekki að sitja i bekkjaröðum, eins og al- gengast er, heldur verður hægt að koma borðum, þannig að fólk geti haft hjá sér kaffi eða eitt- hvað annað, enda verður barinn starfræktur i kjallaranum eins og hingað til. -GG. SKRIFAÐI EKKI BREFIÐ TIL VISIS „Ég undirritaður vil gjarnan koma þvi á framfæri við lesendur blaðsins, að sú grein er birtist i dálkinum „Lesendur hafa orðið” á miðvikudaginn 16. jan. undir yfirskriftinni „Vildu pressa á iþróttasiður”, sé alls ekki eftir mig, og llt ég á slikt sem slæmt athæfi af þess hálfu, sem gerði slikt, þar sem þeir KR-ingar, er rituðu nafn sitt undir lyftingalist- ann alkunna, eru sama sinnis og þá.” Virðingarfyllst, örn ómar Glfarsson. Komið hefur I ljós, að bréfið var sent VIsi af einum samstarfs- manna Arnar I KR, en honum hafði Örn falið að stílfæra og vélrita fyrir sig bréfið. — Sýnist sem einhver misskilningur hafi orðið hjá þeim félögum um, hvort Örn hafi verið búinn að leggja blessun sina yfir bréfið eða ekki. Bankastjóramálið hjá saksókn- ara ríkisins Hér i þættinum birtist á dögunum lesendabréf frá Þórhalli Þorgeirssyni um skyldur og kvaðir, sem fylgja því að gegna starfi bankastjóra. Skýrði bréfritari svo frá, að hann hefði kært einn af bankastjórum lands- ins fyrir sakadómi Reykjavíkur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sina til þcss að láta banka sinn kaupa vixla af fyrirtæki úti i bæ, sem hann var eigandi að. Blaðið hefur kynnt sér, að kæra þessi var af sakadómi send embætti saksóknara ríkisins til ákvörðunar um, hvort höfða ætti mál á hendur viðkomandi banka- stjóra. Er þó reyndar um að ræða fyrrverandi bankastjóra, en engan þeirra, sem nú eru við störf hjá bönkum landsins. 4 sjálfur ódýran símsvara, en verður að leigja annan dýrari — -rViljum róða yfir þvi sem tengt er inn 6 okkar línukerfi/' segir Bœjarsíminn Vill spara símsvara IIGF skrifar: Ileyrin kunnugt öllum er, ekki er leyft að spara. Nota unnt er ekki hér eigin simasvara. Vegna þess að ofstjórn er I bæjarsimamálum. Þeir vilja halda i hendi sér heimsins aurasálum. Lýðræðisins liggur á lausnar og frelsis Tíminn, á meðan óáreittur má einoka oss slminn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.