Vísir - 25.01.1974, Blaðsíða 16
VISIR
Föstudagur 25. janúar 1974.
INNFLUTNINGUR 1973:
bílar
Innflutningur fólksbifreiða til
landsins jókst á siðasta ári um
nær 20 prósent frá þvf sem var
árið áður. Voru fluttar inn sam-
tals 6.332 nýjar fólksbifreiðar og
liðlega eitt þúsund notaðar.
Var eftirspurnin eftir nýjum
bilum slik, að sumir bifreiðainn-
flytjendurnir gátu ekki annað
eftirspurninni og eru meö frá
siðasta ári langa biölista og eru
þess dæmi, að á slíkum biðlistum
séu allt að 300 kaupendur.
brjár tegundir bifreiða virðast
njóta mestra vinsælda, að þvi er
mark má af skýrslu Hagstofunn-
ar yfir bifreiðasöluna á siðasta
ári. Eru það Fiat, Ford og Volks-
wagen. Mest var flutt inn af Fiat
eða samtals 1001 bíll.
Af einstökum gerðum þessara
tegunda seldist mest af Fiat 127
(380 bilar), Ford Escort (320 bil-
ar) og Volswagen 1300 (260 bilar).
Langmestur hluti notaðra bif-
reiöa, sem komu til landsins á ár-
inu, kom frá Bandarikjunum.
Má telja tvær bifreiðategumdir,
sem voru þar efst á blaði: Dodge
Dart (61 bill) og GM-Chevrolet
Nova (60 bilar). Báðir frá Banda-
rikjunum. —ÞJM
Barn brenndist
Barn á fimmta ári brenndist
talsvert i gær, er það hellti yfir
sig sjóðheitu vatni.
Slysið varð i Kópavogi. Pottur-
inn með sjóðheitu vatninu stóð á
eldavél. Barnið teygði sig i pott-
inn, og við það steyptist hann yfir
það. Vatnið fór ekki i andlitið á
þvi, heldur yfir likamann, aðal-
lega framan til.
Móðir barnsins brá skjótt við,
og gerði þær ráöstafanir, sem
hægt var að gera heimavið. Hún
tók fötin utan af barninu og kældi
þaö, meðan beðið var eftir
sjúkrabil. — ÓH.
Arkitektar hugsi meira
um jarðskjálftahœttuna
„Það eru mörg
grundvallaratriði
varðandi jarðskjálfta,
sem þyrfti að bénda
arkitektum á, þegar
þeir teikna hús og
byggingar, sem
kannski er ekki lögð
nógu mikil áherzla á,”
sagði Óttar P.
Halldórsson, forstöðu-
maður Rannsóknar-
stofnunar byggingar-
iðnaðarins i viðtali við
Visi.
Eins og fram kom i blaðinu i
gær, telur Guðmundur Sig-
valdason jarðeðlisfræðingur, að
þær milliveggjaplötur úr vikri,
sem mest eru notaðar hér á
landi, geti verið lifshættulegar i
jarðskjálfta. Geti veggir þessir
hrunið og fólk lent undir þeim.
ÓttarP. Halldórsson sagði, að
þetta atriði hefði ekki komið
sérstaklega hjá Rannsóknar-
stofnuninni. Hann benti á, að
ýmis efni húsa gætu verið
hættuleg, svo sem gler, sem
gæti brotnað og slasað fólk.
,,Ég tel æskilegt, að þeir aðil-
ar, svo sem arkitektar, verk-
fræðingar og aðrir, sem teikna
og hanna byggingar, hefðu jarð-
skjálftahættu og tryggingu gegn
honum meira i huga við grund-
vallargerð bygginga,” sagði
Óttar. „önnur atriði mætti
siðan meta út frá því, sem
ákveðið er að gera til varnar
jarðskjálftatjóni.”
í þessu sambandi væri auðvit-
að margt að athuga. Sem dæmi
mætti nefna, að gera yrði sér
grein fyrir, hve mikilli verð-
hækkun aukin' jarðskjálftavörn
ylli.
Nýlega var Islandi skipt i
svæði, eftir því hvar jarð-
skjálftahætta var mest. 1 þvi til-
efni benti Óttar P. Halldórsson
á, að Reykjavik væri á mörkum
þess að vera á 1. og 2. áhættu-
svæði.
Hvort byggingar ættu að vera
reistar eftir kröfum 1. eða 2.
svæðis væri llklega borgaryfir-
valda að ákveða.
ÓttarP. Halldórsson sagði, að
jaröskjálftamál væru ofarlega á
baugi I heiminum um þessar
mundir. Væri það ekki sizt
vegna jarðskjálftanna, sem orð-
ið hafa I Bandarikjunum að
undanförnu og annars staðar I
Amerlku. —ÓG
Byggingar þar sem framhliðin
er borin uppi af súlum með gieri
á milli, en burðarveggir aðrir
heilir, eru vinsælar verzlunar og
þjónustustofnanir bæði hér á
iandi og annars staðar. Ef
mikiii jarðskjálfti verður getur
hreiniega snúizt upp á þessi hús
og þá geta súlurnar kubbast i
sundur. Þá er oft á tiðum Htið
gagn af mikiili járnabindingu,
þvi járnunum hættir til að
brotna i sundur um sam-
setningar. Myndin er af einni
súlu I byggingu i San Fernando I
Kaliforniu eftir jarðskjálftana
þar 1971. Um þá jarðskjálfta
gáfu Bandarikjamenn út heila
bók og miklum tima og fjár-
munum var varið tii rannsókna.
Byggingar úr strengjasteypubitum eru orðnar mjög
algengar hér á landi, sérstaklega i iðnaðarhúsum og vöru-
skálum. Þessi mynd er af skáia úr strengjasteypu sem
skemmdist mikið I jarðskjálfta i San Fernando i Kaliforniu 1972.
TÍU ÞÚSUND UNDIRSKRIFTIR
KOMNAR HJÁ VÖRÐU LANDI
— og herstöðvarandstœðingar farnir að vígbúast
„Okkur hafa borizt rúmlega tiu
þúsund undirskriftir nú þegar og
hingað á skrifstofuna er stöðugur
straumur fólks, sem er að skiia
listum eða að ná I lista,” sagði
Hreggviður Jónsson á skrifstofu
samtakanna „Varið land” I við-
tali við Visi.
Hreggviður sagði, að mjög
mikið af undirskriftalistum væru
i gangi og hefði þetta starf borið
mun meiri og betri árangur en
forráðamenn þess hefðu þorað að
vona i fyrstu. Þeir settu sér það
mark að ná I það minnsta fimm
þúsund undirskriftum, en nú hef-
ur sú tala náðst strax tvöföld i
Reykjavik einni og væri þó i
fullum gangi enn.
Víðast hvar úti á landi væri
undirskriftasöfnun hafin og
undirtektir alls staðar, þar sem
Hreggviður hafði fregnir af, m jög
góðar.
Samtök „herstöðvarand-
stæðinga” hafa tekið fjörkipp við
undirskriftasöfnun „Varins lands
og boða til almenns fundar i
Háskólabiói á sunnudaginn. Hjá
þeim stendur greinilega mikið til,
þvi i auglýsingu hafa þeir óskað
eftir sjálfboðaliðum til starfa.
— ÓG.
Kominn aftur ó Ingólf
„Ég er mjög ánægður með að
vera kominn aftur á skip með
nafni Ingólfs Arnarsonar, og
eftir þvi sem ég hef kynnzt skip-
inu á heimleiðinni er ég mjög
bjartsýnn á framtiðina,” sagði
Sigurjón Stefánsson skipstjóri i
viðtali við Visi i gær.
Þá kom hinn nýi skuttogari
Bæjarútgerðar Reykjavikur til
landsins. Hann er eins og hinir
skuttogarar Bæjarútgerðarinn-
ar, tæplega eitt þúsund lestir að
stærð.
Sigurjón Stefánsson var um
árabil skipstjóri á Ingólfi
Arnarsyni elzta nýsköpunartog-
aranum. Var hann alltaf
happaskip mikið og undir stjórn
Sigurjóns sýndi hann ár eftir ár
bezta rekstrarafkomu BÚR
togaranna, þrátt fyrir háan ald-
ur.
Vonandi fylgir gifta nafni
fyrsta landnámsmannsins
áfram.
— ÓG.
SPÁNVERJAR KOMA OG
RÆÐA SKAÐABÆTUR
Skemmdarverk eða slakt eftirlit flokkunarfélags
eru hugsanlega orsakir tjónsins ó Bjarna Ben.
Fulltrúar spænsku skipasmíða-
stöðvarinnar, sem smlðaði skut-
togarann Bjarna Benediktsson og
aðra þá togara, sem smiðaðir
hafa verið fyrir tslendinga hafa
fallizt á að koma hingað tii við-
ræðna við islenzk stjórnvöid um
vanefndir á smiðasamningum
Bjarna Benediktssonar.
Togarinn tafðist vegna þessa
frá veiðum hátt I fimm mánuði á
siöasta ári. Hefur Reykjavikur-
borg nú gert kröfu um 40 milljóna
króna bætur vegna þessa, eins og
Visir sagöi frá i gær.
Sveinn Benediktsson, formaður
Útgerðarráðs Bæjarútgerðar
Reykjavikur, sagði VIsi i gær, að
megintjónið heföi orðið vegna
óhreininda, sem verið hefðu i
oliutönkum. Þar var um oliusvarf
að ræða og einnig hinir ólikleg-
ustu hlutir, svo sem járnbútar og
jafnvel plankar.
„Það fer ekki hjá þvi, að manni
þyki heldur litiö til skirteina
flokkunarfélaga svo sem Lloyd’s
og annarra koma, þegar svona
nokkuð kemur fyrir,” sagði
Sveinn. En Lloyd’s var beðið um
að hafa eftirlit með smiöinni og
gaf siðan út vottorð um, að smiðin
væri samkvæmt kröfum þeirra.”
„Ég vil þó taka skýrt fram, að
hér er ég ekkert að fullyrða neitt,
ekki er til dæmis hægt að útiloka
þann möguleika að unnin hafi
verið skemmdarverk um borð i
skipinu,” sagði Sveinn Benedikts-
son ennfremur. Baskarnir, sem
eru fjölmennir þarna á Norður-
Spáni eru herskáir, og þó að þeir
séu ekkert á móti okkur Is-
lendingum, þá eru þeir á móti öll-
um stjórnvöldum og visir til
alls.”
„Eftir þvi sem ég hef fregnað,
þá koma Spánverjarnir liklega
hingað til viðræðna eftir
mánaðartima. Munu þeir ræða
við fulltrúa rikisins. Reykja-
vlkurborg hefur aftur á móti gert
kröfur um bætur úr rikissjóði,
sem hún keypti bv. Bjarna Bene-
diktsson af.
Annars er mál þetta allt mjög
flókið og margbrotið og hafa sér-
fræðingarnir skrifað um þetta
heilar bækur,” sagði Sveinn
Benediktsson að lokum.
—ÓG