Vísir - 25.01.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 25.01.1974, Blaðsíða 9
Knattspyrna vinsœl í háskólanum „Mér þætti lifið illbærilegt ef ég gæti ekki brugöið mér í knattspyrnu- skóna og hlaupið út í góða veðrið, eftir að námstíma lýkur i háskólan um og iðkað knattspyrnu með félögum mínum mér til hressingar eftir inniveruna," sagði Róbert Magnússon, sem numið hefur um nokkurra ára skeið við Georgia Institute of Technology i Atlanta, en Róbert var á sínum menntaskólaár- um á Akureyri mjög góður knatt- leiksmaður. Einnig lék hann knatt- spyrnu með liði heimabyggðar sinnar, Viði í Garði, þegar hann gat því við komið vegna námsins. Róbert kom heim i jólaleyfi, en við náðum tali af honum skömmu áður en hann hélt i vesturveg að nýju og báðum hann að segja okkur frá iþróttaiðkunum sinum og námi. „Knattspyrna er mjög vinsæl i háskólanum og er þar margt liðtækra leikmanna. Við æfum þrisvar i viku undir leiðsögn austurrisks þjálfara og helzti vandinn er sá hvað margir mæta, allt að 50 manns, á æfingu. Völlurinn er einstaklega góður, gervigras, hvergi misfella, ég held að slikir vellir hljóti að vera framtiðin. Við keppum alltaf einu sinni i viku að minnsta kosti. Nýlega tókum viö þátt i tveggja daga móti i Mobile. Leiknir voru samtals fjórir leikir, tveir á dag, og bárum við sigur úr být- um. Stærstan þátt i sigrinum átti mark- vörðurinn, sannkallað tigrisdýr á milli stanganna, enda fyrrverandi atvinnumaður frá Equador. Allt i lagi strákar,” sagði hann, ,,ef vörnin bregst þá góma ég knöttinn’” — og það gerði hann sannarlega. Við fengum ekkert mark á okkur. Áhugi fyrir knattspyrnuiþróttinni virðist mér fara hægt og bitandi vaxandi, en hún á langt i land með að ná sömu vinsældum og körfuknattleikurinn og „ameriski fótboltinn.” Háskólarnir kappkosta að fá i sinn nemenda- hóp, sem allra snjöllustu leikmenn i þeim greinum. Eigi að siður verða þeir að stunda nám sitt af kostgæfni og ná lágmarkseinkunn, til að mega stunda iþróttir i nafni skólans. T.d. misstum við bezta tengiliðinn okkar, frábæran Mexicana, úr liðinu, rétt fyrir jól. Við vonum bara, að hann hafi spjarað sig i friinu. 1 háskólanum eru 8500 nemendur, þar af að- eins 500 kvenkyns. Ég bý i húsi rétt við há- skólann, sem ég leigi i samfélagi við Grikkja, Bandarikjamann, Kinverja (Tævan) Puertorikana og Argentinumann. Fæðis- kostnaður er ódýr — við eldum til skiptis — en fjölbreytt er mataræðið kannski ekki, nema hjá Kinverjanum. Hann kann að útbúa kynstrin öll af hrisgrjónaréttum i öllum regn- bogans litum. Matseldin hefur gengið vel, nema hjá Grikkjanum. Hann setti kjúklinga i poka, sem hann stakk inn i ofn og fór siðan á knattspyrnuæfingu, meðan þeir voru að bakast, en þeir hurfu að mestu og enginn hafði lyst á öskunni.” Þótt iþróttir skipi verulegan sess i lifi Róberts, er námið hans æðsta boðorð. Hann hefur nú þegar lokið meistaragráðu i tveimur verkfræðigreinum, orkufræði og rafeinda- fræði, og jafnan hlotið hæstu einkum þeirra sem þreytt hafa próf samhliða honum, eða 3,9 af 4 mögulegum. Auk þess hefur hann kennt við skólann og þannig unnið fyrir skólagjöld- um. Ástæðan til þess, að ég held áfram námi er einfaldlega sú, að mig langar til að spryeta mig á „ljósminnisfræði”, sem er mitt áhuga- mál. Þær greinar, sem ég hef lokið námi i, ættu að veita mér atvinnumöguleika hér heima á tslandi, til þess læri ég. En það, sem ég hyggst glima við næstu tvö árin, eru tilraunir með „lithium mobate” kristal. Reyndar er þessi kristall notaður á mörgum sviðum, en hug- myndin er að gefa honum aukið gildi, finna aðferð til að geyma i honum upplýsingar, með aðstoð „lasers.” Takist það, verður um algera byltingu að ræða i tölvugerð. T.d. kæmist allur fróðleikur háskólabókasafnsins i Georgiu, það er sex hæða bygging, i kristal, sem væri 3 cm á kant. En hvort tekst að gera slikt „ljósminnis- kerfi” þvi sker framtiðin úr um enn”. ★ RÆTT VIÐ RÓBERT MAGNÚSSON, ★ SEM STUNDAR NÁM í ATLANTA Vísir. Föstudagur 25. janúar 1974. Visir. Föstudagur 25. janúar 1974. Tékkar unnu norska með einu marki! Fjögurra landa keppnin i handknattleik milli Vestur-Þýzkalands, Tékkóslóvakiu/ Júgó- slaviu og Noregs hófst í Munchen i gær. í fyrsta leiknum léku Tékkar við Norðmenn og sigruðu með eins marks mun, 17- 16/ og mátti ekki tæpara standa fyrir tékkneska liðiö, sem hafði um tima sjö mörk yfir— 14-7 — en á fjórum minútum tókst Norðmönnum að minnka muninn niður í tvö mörk. Skoruðu þá sex mörk gegn einu marki tékk- neska liðsins. * tslenzka landsliðið er i riðli með Tékkum, Vestur-Þjóðverj- um og Dönum i heimsmeistara- keppninni i Austur-Þýzkalandi, sem hefst eftir rúman mánuð. Þessi úrslit Tékka og Norö- manna i gær — svo og úrslit i leik tslendinga og Tékka i Aust- ur-Þýzkalandi i desember en þá varð jafntefli, sýna vel hve mik- ið jafnræði er með landsliðum tslands og Tékkóslóvakiu — silfurliðsins frá Olympiuleikun- um i Munchen. Fyrst i haust gerðu tsland og Noregur jafn- tefli i Noregi. t gær i Munchen leit lengi vel út fyrir öruggan sigur tékk- neksa silfurliðsins. t hálfleik stóð 11-7 fyrir Tékka og þeir skoruðu svo þrjú fyrstu mörkin i siðari hálfleiknum, 14-7, já, þá var útlitið vissulega svart fyrir Norðmenn. En þá fóru Norðmenn að láta að sér kveða — vel studdir af 5200 áhorfendum áhorfendum i Olympiuhöllinni i Munchen. Nær allir voru á bandi Norð- manna — og spöruðu ekki radd- böndin. Mundurinn minnkaði — sex mörk Norðmanna á fjórum minútum, þegar Tékkum tókst aðeins að skora eitt á sama tima — gerði það að verkum, að leik- urinn varð aftur spennandi. 15- 13 stóð þá — en norska liðinu tókst ekki alveg að vinna upp muninn. Eitt mark skildi i lokin, 17-16 fyrir Tékka. Samkvæmt frásögn norsku fréttastofunnar NTB höfðu Tékkarnir yfir mun betri tækni að ráða — voru öruggari með knöttinn og meiri fjölbreytni var i sóknarleik þeirra. I fyrstu virtist sem Tékkar tækjuleikinn sem hreinan æfingaleik — en þeir fengu svo ýms vandamál við að striða lokakafla leiksins. Þá börðust norsku leikmennirn- iraf miklum krafti — gáfu mót- herjum sinum aldrei frið til að byggja upp leik sinn með þeim árangri, að munurinn stór- minnkaði. Úrslit i leik Vestur- Þjóðverja og Júgóslaviu hafa ekki borizt. Ertu byrjaður? Byriaður með hvað? %0 Byrjaður Byrjaður að spara! Spara fyrir hverju? Spariláni, auðvitað! Landsbankinn gefur allar upplýsingar um reglubundinn sparnað og sparilán. Lesið bæklinginn um Sparilán Landsbankans Heimsmeistarinn I þungavigtinni I hnefaleikum, George Foreman (til hægri) hitti Ken Norton, þann, sem braut kjálka Muhammeö Ali f fyrra, sl. laugardag og gengið var þá frá keppni kappanna, nema hvað dagur var ekki ákveðinn. Myndin var tekin í Los Angeles við þaö tækifæri af þeim. Heimssambandiö haföi tilkynnt Foreman, aö hann'. yrði sviftur heimsmeistaratitilinum ef keppni um titilinn yröi ekki ákveðin fyrir 21. janúar. Fjórði sigur Önnu Maríu er í höfn! — Hefur nú hlotið 223 stig eða 100 stigum meira en nœsti keppandi í keppninni um heimsbikarinn Skíðadrottning þeirra Áusturrikismanna, Anna Maria Pröll-Moser hefur nú svo gott sem tryggt sér sigur i keppninni um heims- bikarinn fjórða árið i röð. í gær varð hún i sjötta sæti i svigi i Badgastein i Austurriki og hefur 223 stig i keppninni — 100 meira en Maria Theresa Hún er i sérflokki — Anna Maria Pröll-Moser, þegar hún sigraöi i brun- keppninni i Badgastein I Austurriki núna á miðvikudaginn og var þar i algjörum sérflokki. Það var siöasta brunkeppnin fyrir HM i St. Moritz I næsta mánuöi. Nadig, Sviss.sem er i öðru sæti. Sá möguleiki— reyndar aðeins á pappirnum — er fyrir hendi, að ef Anna Maria fær ekki stig í þeim fimm mótum, sem eftir eru I keppninni um heimsbikarinn, en svissneska stúlkan sigri i fjórum af þeim, að hún komist upp fyrir önnu Mariu i stigakeppninni — og þá þarf hún einnig að hljóta stig i þvi fimmta! Keppnin var afar erfið i Badgastein i gær. Aðeins 24 keppendur — af 67, sem byrjuðu — luku keppni. Litla Christa Zechmeister frá Vestur-Þýzka- landi sigraði örugglega — fjórði sigur hennar i röð f svig- keppninni. Hún var næstum sekúndu á undan þeirri, sem varð I öðru sæti. Anna Maria varð i sjötta sæti — en fátitt er, að hún hljóti stig I svigkeppni. Með þess- um sigri i gær hefur hin 16 ára Zechmeister sannað svo ekki verður um villzt, að hún er lang- fremsta og öruggasta svigkona heims. Úrslit i keppninni urðu þessi - en meðal þeirra, sem féllu úr var Maria Theresa Nadig og allar norsku stúlkurnar, fjórar að tölu. 1. Zechmeister, V-Þ 72.46 2. F. Serrat, Frakkl. 73.41 3. M. Kaserer, Aust. 73.63 4. R. Mittermaier, V.-Þ 74.34 5. B. Cochran, USA. 74.70 6. Pröll-Moser, Aust. 74.91 7. S. Patterson, USA. 75.76 8. B. Clifford, Kanada, 75.83 9.I.Epple, V-Þýzk. 77.94 10. L. Kreiner, Kanada, 78.46 Brautin var afar erfið — Isi lögð — og ýmsar misfellur, sem gerðu keppendum erfitt fyrir. Hinar efstu i stigakeppninni eru nú: 1. Moser-Pröll, Aust. 223 2. M.T. Nadig, Sviss 123 3. Zechmeister, V-Þ. 122 4. H. Wenzel, Lichtenst. 112 5. M. Kaserer, Aust. 104 6. F. Serrat, Frakkl. 91 7. W. Drexel, Aust. 70 7. K. Kreiner, Kanada, 70 9.1. Lukasser, Aust. 54 Hin 16 ára Christa Zechmeister er svigdrottning I keppninni um heimsbikarinn. t gær sigraði hún i fjóröa skipti Irööisviginu. Myndin var tekin, þegar hún sigraöi I svigi I Les Diablerets íSviss 16. janúar Toppur gegn botni! — Tveir leikir fyrirhugaðir í Hafnarfirði í kvöld Efsta liðið i 1. deild- inni i handboltanum, FH, ætti að bæta við tveimur stigum i stiga- safnið mikla, þegar það mætir botnliðinu, Þór, i Hafnarfirði i kvöld. Það verður siðari leikurinn i kvöld. Kl. 8.15 leika Haukar og 1R og ætti það að geta orðið skemmtileg viðureign. Leikur FH og Þórs var færður aftur fyrir þennan leik svo áhorfendur þurfi ekki að biða ef Þór getur ekki mætt til leiks. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikjaskrá i næstu viku. A þriðjudag 29. janúar leika KR- FH, Fram-Valur i 1. deild kvenna i Laugardalshöll — en þessum leikjum var frestað 16. desember sl. Fyrri leikurinn hefst kl. 7.30. Að kvennaleikjunum loknum leika KR-Breiðablik á 2. deild karla. Á fimmtudag, 31. janúar, kl. 8.15 leika Þróttur-Grótta i 2. deild karla og siðan Armann-Þór i 1. deild karla. Umsjón: Haílur Símonarson TALE OF THE TAPE FRAZIER . ALI 30 age 32 5 n’j HEIGHT 6 3 205* WEIGHT 215 17'2 neck !7L 42 CHEST 42 15 BICEPS 15 73’2 REACH 80 13 f'ST 13 .26 THIGH 25 13 CALF 17 IVeðmálin standa Muhammeð Ali og Joe Frazier keppa í Las Vegas aðfaranótt nk. þriðjudags Kapparnir kunnu. Muhammeð Ali og Joe Frazier, fyrrum heimsmeistarar í þungavigt í hnefaleikum, mæt- ast í hringum í Las Vegas aðfaranótt næstkomandi þriðju- dags. Ali er talinn mun sigur- stranglegri — veðmálin standa honum nú 9-5 í hag — í tólf lotu leik þeirra. Hins vegar má geta þess/ að það var hann einnig, þegar hann keppti við Joe Frazier 1971 og tapaði á stigum í 15 lotu leik. Það var fyrsta tap Ali — og Joe hélt heims- meistaratitlinum. Köppunum lenti illa saman i sjón- varpsupptöku — eins og við sýndum mynd af i gær — og það upphófust slagsmál, þegar Ali kallaði Joe fávita. t gærræddust þeir einnig við — og stór orð féllu þá einnig — en nú gátu þeir ekki tekizt á, þvi mikil virgirðing hafði verið sett upp á milli þeira. En „hatrið” leiftraði úr augum beggja. Eins og flest annað nú á timum er leikurinn kallaður i Bandarikjunum, „bardagi aldarinnar” og áhugi er gifur- legur á honum. Ekki aöeins I Banda- rikjunum — heldur flestum löndum heims. Blaðamenn úr nær öllum heims- hornum flykkjast til Las Vegas til að skýra lesendum sinum frá þvi, sem þar er að gerast — og þeir hafa fengið nóg af fréttum, þegar kapparnir hafa hitzt. Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir kappana. Joe Frazier tapaði sem kunnugt er heimsmeistaratitlinum, þegar Joe Foreman lék sér að honum. Foreman hefur ákveðið að keppa við Ken Norton, sennilega i marz, en hann hefur verið afar tregur til að leggja titil sinn að veði. Ekki gefið Ali eða Frazier tækifæri — en verið með stór orð eins þeir, og sagt þá allt of lélega til að mæta sér i hringnum. Ef Foreman sigrar Norton — Ali vann hann nýlega, en i fyrrdvor kjálkabraut Norton Ali og vann hannþáá stigum—verður hann keppa við sigurvegarann i leiknum i Las Vegas. Nú er stóra spurningin. Fær Muhammeð Ali aftur tækifæri á að næla sér i heimsmeistaratitilinn — eða verð- ur það JoeFrazier, sem mætir Foreman ööru sinni i hringnum? Ali hefur aldrei keppt við Foreman. Breiðholtshlaup ÍR 1. Breiðholtshlaup 1R 1974, það er fara átti fram sl. sunnudag, en fresta varð vegna færðar, svell- bunka og foræðis á hlaupabraut- inni, mun fara fram, ef færð leyf- ir, sunnudaginn 27. jan. og hefst það kl. 14.00. Skrásetning hefst kl. 13.30. Ákveðið hefur verið að koma á keppni i hlaupinu milli bekkjar- deilda skólanna i Breiðholts- hverfi. Sigurvegari i þeirri keppni verður sú bekkjardeild, sem fær bezta þátttökuhlutfall miðað við stærð deildarinnar. En auk þessa verður keppnin eins og undanfarin ár einstaklings- keppni, opin öllum, sem vildu reyna sig, þar sem allir hljóta viðurkenningu eða verðlaun, sem ljúka 4 hlaupum af sex hlaupum vetrarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.