Vísir - 25.01.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 25.01.1974, Blaðsíða 6
6 Visir. Föstudágur 25. janúar 1974. VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Eitstjóri: Fréttastjóri: Auglýsipgastjóri: Auglýsingar: AfgreiOsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Símar 11660 86611 Ilverfisgötu 32 (Simi 86611) Siöumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 360 á mánuði innanlands. i lausasölu kr. 22.00 eintakið. Biaðaprent hf. Ótti við ábyrgðarleysi Kjósendur Framsóknarflokksins hafa löngum verið klofnir i afstöðunni til varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. Sumir telja ekki timabært, að varnarliðið fari, en aðrir telja komið fram á elleftu stund. Svo eru þeir margir, sem ekki geta gert upp hug sinn, einkum forustumenn flokksins, sem vilja halda flokknum og rikisstjórninni saman og hafa alla góða. Jón Skaftason alþingismaður lýsti vanda þess- ara manna i grein i Timanum á miðvikudaginn. Þeir ,,hafa itrekað gefið undir fótinn með, að nú skuli herinn fara á næstunni, en geta svo ekki efnt loforðin”. Samstarfið við Alþýðubandalagið i rikisstjórn hefur þó leitt til þess, að flokkurinn er smám saman að renna i átt til bandalagsins á svelli varnarmálanna. Almenningur hefur tekið eftir þessari þróun siðustu mánuðina. Mönnum finnst Einar Ágústsson vera að linast i vörninni gegn Alþýðubandalaginu og þeir taka lika eftir þvi, er Steingrimur Hermannsson alþingismaður fer næstum alla leið yfir á linu Alþýðubandalagsins i varnarmálunum. Óbeitin á þessu hefur verið að hlaðast upp i flokknum. Þess vegna kemur nú i ljós, að herferðin fyrir ,,Vörðu landi” nýtur mikils stuðnings meðal íramsóknarmanna. Þeir eru framarlega i söfnun undirskrifta á Akureyri og eru byrjaðir að láta að sér kveða i söfnun undirskrifta á Reykjavikur- svæðinu. Lita má á Jón Skaftason sem eins konar oddamann þessara hópa og þvi er Timagrein hans einkar athyglisverð. Um stjórnarsáttmálann segir hann: ,,Sum ákvæði hans hefðu vafalaust þurft meiri at- hugunar og rannsóknar við en raun varð á”. Um slælegan undirbúning ákvæðis sáttmálans um varnarmálin: ,,Ég var undrandi á þessum vinnubrögðum”. Um sinn þátt i málinu: ,,Ég hef aldrei gefið neitt drengskaparloforð um að standa að þvi að gera landið varnarlaust á kjörtimabilinu”. Um röksemdir talsmanna flokksins fyrir upp- sögn varnarsamningsins: ,,Ennþá hafa þau rök ekki verið færð, að minu viti”. Siðan lýsir Jón stefnu sinni i varnarmálunum og fer hún alveg saman við stefnu annarra lýðræðissinna. Eins og þeir telur hann ekki, að varnarliðið eigi að vera hér um aldur og ævi. Ástandið i heiminum gefi hins vegar ekki tilefni til brottfarar að sinni. Æskilegast væri, að brott- förin væri i tengslum við fjölþjóðasamninga um gagnkvæma afvopnun i heiminum, ef friðarvið- ræður austurs og vesturs i Vin og Genf bera árangur. Að lokum varar hann við trúgirni af hálfu vestrænna þjóða og vitnar i sovézka visinda- manninn Sakkarof: „Vestrið verður að skilja, að leyfi land mitt ekki aukið frelsi fólksins, þá verður hver samningur óviss. Hann verður aðeins i gildi svo lengi, sem valdhafar okkar neyðast til að þola hann af efnahagslegum og stjórnmálalegum ástæðum”. Þessar skoðanir og svipaðar skoðanir breiðast ört út um þessar mundir, þvi að menn eru i alvöru farnir að óttast ábyrgðarleysi af hálfu ráðherra Framsóknarflokksins. Þess vegna er þátttakan i undirskriftasöfnun „Varins lands” gifurlega mikil. —-JK Bandarikjamenn eru stærstir á vopnasölumarkaönum, en við þá reyna Frakkar að keppa með Mirage- þotum sinum gegn Starfighter, eins og þessari F-104S-þotu, sem sést hér á myndinni með vopnum sin- um. Frakkar selja Arðbum vopn Frakkland keppist nú við að auka sölu sina á Mirageþotum og þróaðri vopnum til Arabarikj- anna i Suðurlöndum nær, en þau gera nú æ stærri pantanir, eftir því sem þau efnast meir og meir af oliusölunni. Franskir vopnasalar i harðri samkeppni við ameriska og brezka tryggðu sér nýlega pant- anir á þrjátiu og átta Mirageþotum og hundr- að skriðdrekum af gerð- inni AMX-30. Það var hjá Saudi-Arabiu. Aðra þrjátiu og tveggja flug- véla pöntun kræktu þeir sér i hjá olíusmá-rikinu Abu Dhabi. Nú eru þeir á höttunum eftir nýjum og stærri pöntunum. Frakkar hafa boðið Kuwait Mirageþotur i samkeppni við Bandarikin, sem bjóða falar Star- fighter-vélar. Kuwait og Frakk- land sitja um þessar mundir að samningagerð um skipti á oliu og vopnum, eða sams konar samningum og Frakkland og Saudi-Arabia gerðu i siðasta mánuði. Er búizt við þvi, að Michel Jo- bert utanrikisráðherra skrifi undir samning um þetta efni, þegar hann fer i heimsókn til landanna við Persaflóa núna i lok vikunnar. Saudi-Arabia fær fyrstu flug- vélarnar, sem verða af gerðinni Mirage II-E, i sumar, en Feisal konungur mun einnig hafa mikinn hug á að eignast hundrað nýjustu orustuflugvélar Frakka — nefni- lega Mirage F-I. Auk þess ágirn- ist hann eldflaugakerfið, Crotale og eldflaugina Exocet, en það eru þau tvö vopn Vesturlandamanna, sem svara til sovézku eldflaug- anna SAM-7 og Styx. Til endurgjalds býður Saudi-Arabia Frökkum átta hundruð milljónir smálesta af óunninni oliu á næstu 20 árum. Það er mjög freistandi tilboð, sem Frakkar munu eiga erfitt með að standast, enda er nú unnið að þvi að ganga frá þvi i smáat- riðum. Franska stjórnin litur á vopna- sölur til útlanda sem lögleg og tekjurik viðskipti, og hún hefur tekið þaö skýrt fram, að hún muni tryggja sér sinn hluta af oliu- markaðnum. Eina skilyrðið fyrir þvi, að hún selji vopnin, er það, að viðkomandi land fær ekki vopn, ef það er i striði við nágrannariki sitt. Þvi er allt til sölu: herskip, flugvélar, þyrlur, eldflaugar og handbyssur. Verðið er frá þrjátiu og fimm milljónum franka (560 milljónir isl. kr.) niður i sextán þúsund krónur minnsta eining. Vopnasala Frakklands til út- landa i fyrra nam sjö milljörðum franka, og var það 4,7 milljarða aukning frá þvi árið áður. Arið 1973 var vopnasalan 4% af heildarútflutriingi Frakka, en takmarkið á næstu þrem árum er að tvöfalda þessa sölu. Samkvæmt bandariskum markaðskönnunum verður á næstu tiu árum þörf fyrir herflug- vélar, sem samtals mundi nema að verðmæti 8.700 milljónum króna, og Frakkar stefna að þvi að sölsa undir sig drjúgan hluta þess markaðar. Franska stjórnin vinnur núna að samningagerð við Pakistan um að hefja framleiðslu á Mirage-I-þotum þar i landi i umboði Frakka. Stjórnin vill hjálpa Pakistönum við að endur- reisa herinn, en hefur um leið hug á að koma þar upp miðstöð vopnaframleiðslu, birgða- geymslu og þjónustustöð fyrir Austurlönd nær og suðaustur Asiu. Takist samningar mun Pakist- an leggja til flugmenn til flutning- anna, en jafnframt þjálfa upp flugmenn annarra múhameðstrú- arrikja, sem kaupa Mirage-þotur. Þetta gæti létt af frönskum flug- kennurum og ögn dregið úr hæstu gagnrýnisröddunum heima fyrir. Spánn, Belgia, Suður-Afrika og Astralfa framleiða öll um þessar mundir Mirageþotur með umboði Frakka. Bandarikin eiga 40% af vopna- markaði heimsins. Af þvi renna 75% vopnanna til bandamanna i NATO, en afgangurinn til landa i Suður-Ameriku, Asiu og Afriku, sem hallast á sveif með vestur- veldunum. Sovétrikin og bandamenn þeirra hafa náð undir sig nær 30% af markaðnum, og Frakkland og Stóra-Bretland keppa um þriðja sætið. önnur riki, sem flytja út vopn, eru Vestur-Þýzkaland, Sviþjóð, Sviss, Belgia, Italia, Klna, Tékkóslóvakia, Suður-Af- rika og Israel. Heima i Frakklandi er vopna- salan gagnrýnd mjög af stjórnar- andstööu vinstri manna og einnig kirkjunni. En Georges Pompidou forseti ver stefnu stjórnarinnar með þvi, að Arabaríkin muni kaupa vopn sin frá Bandarikjun- um og Sovétrikjunum, ef Frakk- land dregur sig út af markaðnum. Franska Miragc-þotan af G-gerð, sem var ein sú fyrsta af Miragefjölskyld- unni. Efri myndin sýnir liana i flug- taki, en á ncöri myndinni sést hún á lofti. Þetta er tvisæta, eins og myndin ber meö sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.