Vísir - 25.01.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 25. janúar 1974.
3
Svono œtla þeir að
byggja í Eyjum
— Hœgt að komast að verzlunum og leiksvœðum ón þess að fara yfir
umferðargötur
Allar götur i nýja hverfinu i
Vestmannaeyjum hafa nú verið
undirbyggðar og lóðir settar i þá
hæö, sem gert er ráð fyrir i skipu-
lagi.
A meðfylgjandi mynd er
hverfið eins og það er ráðgert, en
undirbúningur að byggingu þessa
hverfis hefur staðið í nokkur ár,
og var áætlað, að byggingafram-
kvæmdir gætu hafizt þar nú
siðastliðið sumar, en öðruvisi fór
en ætlað var.
Ýmsu hefur þurft að breyta, en
þegar hreinsun kaupstaðarins
hófst i sumar, var byrjað að aka
fyllingarefni í götustæðin og á
byggingarlóðir á svæðinu. Stefnt
er að þvi að byggja 350 ibúðir
i mismunandi húsagerðum, og á
hverfið að risa á næstu tveimur til
þremur árum á þvi gamla hrauni
sem er rétt við Herjólfsdal.
Þegar hverfið er fullbyggt, er
gert ráð fyrir að þar verði rúm-
lega 600 ibúðir. Um 280 þeirra
verða i 2ja og 3ja hæða sambýlis-
húsum, um 200 i 1 og 2ja hæða rað-
og keðjuhúsum og ca. 150 ibúðir i
stakstæðum einbýlishúsum. Ekk-
ert hús verður hærra en þrjár
hæðir.
Gert er ráð fyrir leiksvæðum i
miðju hverfinu, og verða þau
tengd byggðinni með gangstig-
um. Auk þess eru nærliggjandi
iþrótta- og útivistarsvæðin við
Hástein, Herjólfsdalur og golt
völlurinnsem áformað er að
stækka og bæta verulega frá þvi
sem nú er. Ein verzlunar- og
þjónustumiðstöð verður i
hverfinu, og er gert ráð fyrir, að
þar verði hægt að verzla með
allar daglegar nauðsynjavörur.
Einnig er gert ráð fyrir barna-
heimili og húsnæði fyrir
tómstunda- og félagsstarf.
Frá flestum húsum á svæðinu
er unnt að komast að verzlunr-
miðstöðinni eftir gangstigum, án
þess að þurfa að fara yfir um-
ferðargötu, en gangfjarlægð frá
ibúð til verzlúnar er mest um 400
metrar. Þegar hverfið er svo
fullbyggt, eða nálgast það, er gert
ráð fyrir að þar verði reistur
barnaskóli.
Reyna þarf að hraða
uppbyggingu ibúðarhverfa sem
mest, þvi að skortur á ibúðarhús-
næði er einn örðugasti tálminn i
vegi margra þeirra, sem vilja
drifa sig heim á ný.
-EA.
STYRKIR GREIDDIR TIL
LOÐNUFLUTNINGA
— en brœla á miðunum og aðeins fjórir fengu loðnu í nótt
þrœr yfirleitt kjaftfullar
Bræla er nú á miöuni
loðnubátanna og fengu fáir afla i
nótt.
Þrær eru yfirleitt fullar eða að
fyllast i höfnum á Austurlandi.
Fjórir bátar fengu þó sæmilegan
afla i gærkvöldi og nótt, og stima
þeir með hann á Austfjarða-
hafnir, þar eð í gær var hafið að
greiða flutningastyrki úr loðnu-
flutningasjóðnum.
Gisli Arni fór með 500 tonn á
Seyðisfjörð. Albert fór með 180
tonn, Hrafn Sveinbjarnarson með
180 tonn— þessir þrir allir á
Seyðisfjörð, en Faxi GK og Haf-
berg fóru til Eskifjarðar. Faxi er
með 170 tonn og Hafberg 80 tonn.
Hjá Loðnulöndunarnefnd fékk
Visir þær upplýsingar i morgun,
að þróarrými væri alls staðar tak
markað, einna helzt að pláss sé á
Seyðisfirði. Hafsild þar hefur
rými fyrir 3500 tonn og S.R. rými
fyrir 6000 tonn.
A Neskaupstað var rými fyrir
1200 tonn og á Eskifirði þróar-
rými fyrir 100 tonn. A Hornafirði
geta þeir tekið við 2500 tonnum,
en þar biða reyndar 1250 tonn.
Enginn bátur hefur farið með
loðnu til Vestmannaeyja, nema
Harpan i fyrradag. Hún var með
100 tonn.
Spáð er stormi á miðunum við
Suður-og Suðvesturland, þannig
að væntanlega verður áfram
bræla á miðum loðnubátanna, en
þeir halda sig langflestir eða allir
við Hrollaugseyjar. Þar hefur
loðnan yfirleitt fengizt siðustu tvo
sólarhringa og er hún þar á
grunnu vatni.
132 loðnubátar höfðu tilkynnt að
þeir ætluðu að stunda loðnuveiði i
vetur, en aðeins munu um 60 vera
komnir til veiða ennþá.
Væntanlega hækkar sú tala nú
kringum helgina.
-GG.
Það myndu vfst lika fæstir fúlsa við þessu glæsilega trogi hans Ib
Wessmanns, sem boðið er upp á f Naustinu þessa daga, en f dag
hófst þorrinn.
Síld og þorramatur
ó Esju og Naustinu
i Naustinu standa barmafuli
trog af þorramat og á Hótel
Esju hlaðiðborð af fjölbreyttum
sildarréttum. Það ætti þvi að
vera hverjum manni hægðar-
leikur að verða scr úti um smá
tilbreytingu frá sinu vcnjulega
mataræði.
Það er i annað skipti, sem
Esja fer af stað með sildarborð-
ið, en hótelið hefur i starfi fær-
eyska smurbrauðsdömu, Sylviu
Jóhannesdóttur, sem var i fjög-
ur ár að læra sitt fag i Dan-
mörku, en þar eru sildarveizlur
á borð við þær sem nú eru á
hverjum virkum degi á Esju,
sérstakt fag.
„Við ætlum að vera með
sildarborðið i hádeginu hvern
virkan dag fram til vorsins og
verður sildarmatseðillinn mis-
munandi frá degi til dags,” upp-
lýsti veitingastjórinn, Pétur
Sturluson. Kvað hann vera átta
til tiu tegundir á hverju borði,
en þar mætti telja tii nýjunga
færeyska sild, hvannarótar-
sild og norskt sildarsalat.
— ÞJM.
Þorrinn í Nausti
Það væri gaman að sjá
Ásatrúarmenn blóta þorrann,
en hvað um það, nógu vel tekst
þeim til á Naustinu að uppi-
halda þessum heiðna sið. Þetta
er i 17. sinn sem Naustið bvður
mönnum upp á þorramat, og þó
að útlendingar séu ekki beint
hrifnir af sviðahausunum og þvi
sem tilheyrir, þá kunna lands-
menn þeim mun betur að meta
matinn.
Og fyrst það er nú
þjóðhátiðarár, þá er kannski
mun skemmtilegra að geta
fengið að finna næstum þvi upp-
runalegt bragð þessa matar.
1 haust verður gestgjafinn,
þ.e. Naustið, 20 ára.
— EA.
Hver fær ekki vatn i munninn þegar hann litur þetta giæsilega
sildarborð, sem Esja býður hádegisveröargestum sínum uppá?
Verð: 550 krónur fyrir manninn....
r
r
EIGNARDOMSMALIÐ AÐ
ÁKVÖRDUN LÖGMANNSINS
í grein um Mývatnsmálið i
blaðinu i gær, kom fram.að setu-
dómurinn i málinu hefði gert það
að tillögu sinni að máiið yrði gert
að eignardómsmáli.
Páll S. Pálsson, lögfræðingur
hafði samband við blaðið, og
sagði að það hefði verið hann en
ekki setudómurinn sem tók þessa
ákvörðun. Hann gerði það á eigin
ákvörðun og á eigin ábvrgð.
Þegar ákvörðun var tekin um
að gera málið að eignardóms-
máli, var aðeins búið að skipa
setudómara i ináiið, en ekki með-
dómendur hans.
— ÓH.