Tíminn - 04.01.1966, Side 5
ÞRB>JUDAGUR 4. janúar 1966
TÍMINN
Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórt: Krtstján BenedBctsson Rltstjórar: Þórartnn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og tndriðl
G. Þorstetnsson FuUtrúl rttstjóraar Tómas Karlsson Ang-
lýsingastj.; Steingrlmtir Gíslason Ritstj.skrifstofnr i Eddn-
búsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323 Auglýsingaslml 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Ásikriftargjald kr. 95.00 á mán. ínnanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan ETDDA b.t
Hert á höftunum
Nýársboðskapur ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar var
sá -ð iierða enn að mun á framkvæmda. og framleiðslu-
höituin þeim, sem hún hefur beitt landsmenn. Þetta er
enn ein yfirlýsingin í verki um gjaldþrot „viðreisnar”-
stefmumar, enn ein tilraun til þess að bjarga gróða-
frelsi peningainannanna með illvígum höftum á kostnað
einstaMings- og félagsframtaks almennings í landinu.
Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, kenndi
hún sig umfram allt annað við „frelsi” og kvað höft
ekki til í sinni biblíu. En hún setti þó á illvígustu tegund
hafta, sem til er, okurvaxta- og lánsfjárhöft, sem styrkt
voru með frystingu á verulegum hluta sparifjár lands-
manna. Þessum aðgerðum lýstu ýmsir oddvitar fram-
leiðslunnar sem eitri og lömun í þjóðarlíkamanum, enda
komu hin skaðvænu áhrif fljótt í ljós. Áhrif þessara
hafta megnuðu ekkert gegn dýrtíð og verðbólgu nema
gerðu aðeins illt verra Fjölbragðamenn peningagróðans
höfðu einir hag af þeim. Eftir harða gagnrýni Framsókrv
armanna voru okurvextirnir loks léttir lítið eitt, en
sparifjárfrystingunni haldið áfram sem áður og frost-
rós sparifjárbindingarinnar hefur verið eitt helzta skraut-
blóm „viðreisnarinnar” fram á þennan dag.
Á s.l. ári snaraðist enn á ógæfuhliðina fyrir „viðreisn-
inni” og hin gömlu húsráð hnnar stækustu íhaldsstefnu,
meira vaxtaokur og meiri frysting, eru enn hið eina úr-
ræði, sem stjórnin sér, af því að það eitt tryggir hag sér-
gróðaspekúlantanna, en það er æðsta boðorð ríkisstjórn-
arinnar.
Því er nú enn við þessi áramót hert mjög á hinum ill-
vígu framkvæmdahöftum, þar sem skynlaust vald pen-
inganna skal eitt ráða ferðinni. Skynsamleg áætlunar-
gerð og val verka eftir þýðingu þeirra fyrir þjóðina
kemur ekki til greina af því að gróðagámarnir fá þá
ekki nóg- Þeir, sem þurfa að fá lán til nytsamlegra
framkvæmda, bygginga og framleiðslu, skulu borga
hærri okurvexti og fá minna þrátt fyrir stórauknar þarf-
ir. Aðra jafnvægisleið þekkir ríkisstjórnin ekki.
Ríkisstjórninni er nú nauðsynlegt að færast enn meira
í fang en áður í þessari hatrömmu haftapólitík, vegna
þess að hún þarf nú ekki aðeins að hugsa um hag hins
innlenda sérgróðalýðs, heldur brjóta hinu erlenda fjár-
magni leið í samkeppninni um framkvæmdaaflið í land-
inu. Þess vegna verða nú framkvæmdir inlendra manna
að víkja enn betur og til þess er hert á okurvaxta- og
lánsfjárhöftunum.
Ýmsir fyrirmenn þjóðarframleiðslunnar t.d- Haraldur
Böðvarsson á Akranesi, hafa lýst því skorinort, hvernig
vaxta- og lánapólitík ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyr-
ir, að lífsnauðsynleg vinnuhagræðing og framfarir verði
í fiskiðnaði landsmanna Þann róður skal enn þyngja til
þess að hliðra til fyrir gróðaframkværpdum erlendra
aðila í landinu. Með því að hækka nú vexti og auka
frystingu sparifjár er verið að tryggja útlendingum for-
gangsrétt að framkvæmdaafli þjóðarinnar
Ríkisstjórnin hefur nú sitt eftirlætisbarnið á hvorum
handlegg. Á öðrum situr innlendi sérgróðalýðurinn, og
á hinn er komið erlent gróðafjármagn Nú þarf mikils
við til að ala bæði kjörbörnin. og því eru höftin hert að
framtakssemi og uppbyggingu almenmngs í landinu. Það
er og helzta von íhaldsins, að kjörbörnin styðji hvort
annað til gagnkvæmra hagsbóta, þegar þeim vex fiskur
um hrygg.
Kristinn dómur og íslenzkt þjóö-
erni dafni hlið við hlið í landi
Góðir fslendingar, nær og fjær!
Ég þakka öllum gamla árið,
sem nú er liðið í skaut aldanna,
og óska yður öllum góðs og far-
sæls nýs árs! Gleðilega hátíð!
Ávarp forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar
1. janúar 1966.
Ásgeir Ásgelrsson
Eg á þar við, að nýjársdagur-
inn, sem nú er talinn, var raun-
ar áður um miðbik jólanna, sem
náðu frá aðfangadagskvöldi til
þrettánda.
Jólin eru upphaflega ævafom
miðsvetrarhátíð, sem kristin
kirkja hefur helgað frá kristni-
töku. Enn eru um jólin sagðar
sögur frá fomeskju, og rifjuð
upp gömul minni frá heiðni,
án þess að nokkur amist við.
Hinn mikli fagnaðarboðskapur
jólanna er þó engu að síður
jólaguðspjallið, María og Jósep,
jatan og Jesúbarnið, jólastjam-
an, friður á jörðu og velþóknun
með mönnunum. Þrettándinn
var og áður haldinn heilagur,
ýmist í minningu vitringánna
frá Austurlöndum eða skírnar
Jesú og opinberunar Heilags
Anda í dúfulíki.
Jólaguðspjallið er oss í blóð
borið, og það skiptir ekki öllu
máli, hvort menn líta á það sem
sannsögulega frásogn eða tákn
og helgisögu að einhverju leyti.
Um slíkt er varla lengur deilt,
og sízt á jólum. Helgisögur geta
verið sannar á sinn hátt eins og
allur hinn hæsti skáldskapur.
Upp úr jólum fer sólin aftur að
hækka á lofti, daginn að lengja.
„Hið sanna ljós, sem upplýsir
hvern mann, var að koma í
heiminn." „Orðið varð hold, og
hann bjó með oss, fullur náðar
og sannleika“. Það er því meiri
helgi yfir jólunum en öllum öðr
um hátíðum, nema vera skyldi
páskunum, hátíð upprisunnar.
Það er skammt milli jólatrés-
ins og krosstrésins, og þó er
það hin helgasta og háleitasta
saga, sem gerzt hefur hér á
jörð. Hún fyllir hug vorn friði
og velþóknun enn þann dag í
dag, þó stutt vilji á stundum
verða í vopnahléum eins og
dæmin sýna. Jólaboðskapur-
inn ætti þó að ná til alls árs-
ins;
Á áttunda dag jóla, eins og
nýjársdagurinn var áður nefnd-
ur, er venjan að minnast sér-
staklega sögu hins nýliðna árs,
og framtíðarvona. Það gerum
vér öll í hjörtum vorum. Ára-
mótagreinar og ræður svo
margra annarra hafa það aðal-
viðfangsefni, svo ég mun á fátt
minnast í þessu stutta ávarpi.
Gamla árið var góðæri, ein-
munatíð og afli, nema hvað
helzt grasbrestur á Austurlandi.
Metafli var á sjó og verðíag
á útflutningsafruðum hag-
stætt. í slíku góðæri má ekki
gleyma hörðu árunum. f vorri
sögu hafa jafnan skipzt á góð-
æri og hallæristímabil. Og þó
hallæri sé máske fullsterkt orð
á vorri tækniöld, þá mun svo
enn verða, að árferði og afla-
sæld gangi í öldum. Ekki hefur
síldin reynzt árviss, síðan þær
veiðar hófust að nokkru ráði.
Hátekjur þjóðarinnar verður að
nota til að brúa yfir lágtekju-
kaflana, bæði með því að safna
sjóðum og skapa fjölbreyttari
og vaxandi afkomumögu-
leika. Gildir það jafnt um þegna
sem þjóð. Til þjóðfélagsins eru
gerðar miklar kröfur og vaxandi
og gott að heyra úr ýmsum átt-
um viðurkenning á því. að ekki
sé unnt að gera allt í senn.
Þarfimar eru miklar, og vart
hægt að fullnægja á hverjum
tíma nema forgangskröfum.
En áróðurinn er áleitinn, og
flokkskapp fer oft fram úr hófi.
Áróðurstækni hefur e kki síður
færzt í aukana en önnur tækni
vaxandi blaðakostur, útvarp o.s.
frv. Flokkaskipting er að visu
nauðsynleg og samvaxin lýð-
ræðisskipulagi. Flokkur er sjald
an betri en meðaltal þeirra, sem
flokkinn fylla. Og þó hver flokk
ur og sé góður fyrir sinn hatt, þá
eiga allir að baki og fyrir hönd-
um samstarf við aðra, enda sjálf
ir samsteypa ólíkra hags-
muna og sjónarmiða. Fullkomið
eða svokallað „vísindalegt
skipulag, sem sé óháð mannlegu
eðli, kostum þess og göllum,
fyrirfinnst ekki. Það er enginn
kolsvartur né drifhvítur eins
og í riddarasögum, heldur allt
líkara mannlýsingum fslendinga
sagna, þar sem ágætum mönn-
um getur yfirsézt og engum þó
alls varnað.
Þó jólafriðurinn sé skammær,
þá er engin nauðsyn, að áróður-
inn sé daglegur og árlangur.
Skylt er þó að játa, að minni
bejzkja og fjandskapur virðist
nú manna á meðal en stundum
hefur áður verið í íslenzkum
stjórnmálum. Og innan skefja
þarf að halda öllum átökum, ef
lýðræði og þjóðareining á að
varðveitast.
Ég læt ekki undir höfuð leggj
ast að minnast eins höfuðatburð
ar frá íslenzku sjónarmiði á
Iiðnu ári, en það er samþykki
Þjóðþings Dana á afhending ís-
lenzkra handrita til vor, sem
eigum þar geymda mikla sögu
og mestu bókmenntaafrek for-
feðranna. Þau eru kjörgripir og
helgir dómar þessarar þjóðar.
Það verður aldrei ofmetið.
hvem þátt hinar einstöku og
heimskunnu fornbókmenntir
eiga í endurreisn og fullveldi
vorrar fámennu þjóðar. „Norður
landaþjóðir eru náskyldar og
um margt áþekkar,“ segir einn
af þekktustu sagnfræðingum
vorra tíma, Arnold Toynbee,
„en það var fámennasta þjóðin,
íslendingar, sem um langt skeið
ortu Ijóðin og rituðu söguna.
Þetta fæ ég hvorki skýrt né
skilið.“ Vér getum sjálfir rakið
ýmis rök, og fært fram ástæður,
en þó hygg ég, að ekki
verði komizt hjá því að telja, að
fslendingar hafi að eðlisfari
verið öðrum hneigðari til skáld-
skapar og bóklegrar iðju, enda
hefur þráðurinn ekki slitnað til
þessa dags. En slíkt þjóðareðJi
verður erfitt „að skýra og
skilja“, eins og Toynbee komst
að orði.
Það er mikið drengskapar
bragð af Dana hálfu að gera
slíka samþykkt, og binda þann-
ig endahnút á langa viðuriegn.
f þeirri sjálfstæðisbaráttu á öll-
um sviðum, sem nú er lokið,
hafa fslendingar þroskazt til
sjálfstjómar og fullveldis.
Það er aðdáunarvert, að Jón
Sigurðsson setur í upphafi mark
ið svo hátt, að það þuriti meira
en mannsaldur umfram hans
eigin ævi til að ná þvi marki.
Það ber allt að sama brunni
um hans stórhug og réttdæmi
um sögu þjóðarinnar frá upp-
hafi og framtíðarstefnu. Þaff
er vissulega samband milli sögu
og samtíðar, og nú er það vort
að" sýna og sanna, að íslenzk
þjóð sé enn, og verði áfram,
samboðin fornu þjóðveldi og
trausti Jóns Sigurðssonar.
Og víkjum nú sögunn hingað
til Bessastaða. Það er langur
ferill og heldur óskemmtilegur,
Framhald á bls 12