Tíminn - 04.01.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.01.1966, Blaðsíða 14
TÍMINN Áramót á Ólafsfirii BS—Ólafsfirði, mánudag. Áramótafagnaður fór hér fram í allgóðu veðri. Stuítu eftir hádeg ið á gamlársdag lék Lúðrasveit Ólafsfjarðar hjá félagsheimilinu undir stjórn Magnúsar Magnússon ar söngstjóra. Nokkru seinna hvessti á austan með miklum renn ingi, voru horfur á að ekkert gæti orðið úr áramótabrennunni, en úr þessu rœttist þó. Um kvöldið kl. 6 messaði sóknarpresturinn, sr. Ingþór Indriðason, við ágæta kirkjusókn. Þegar fólk kom úr kirkju var hann heldur farinn að hægja og kl. 8 um kvöldið var kveifct í margra metra háum bál kesti hér á sandinum vestan við bæinn, sem félagar úr íþróttafélag inu Leiftri höfðu undirbúið dag ana áður. Va,. þetta mikil og stór- fengleg brenna. sem fjöldi fólks skemmti sér við að horfa á fram eftir kvöldi. Kl. 12 á miðnætti kveiktu skátar á áramótablysum uppi ' hlíðinni fyrir ofan bæinn og mynduðu þau ártalið 1966 fag urlega. Skemmtu margir bæjarbú ar sér við að horfa á þetta sér- kennil. fyrirbæri í rúml. klukku tíma. Áramótadanslekur hófst um miðnætti og lauk kl. fjögur um nóttina, hljómsveitin Skuggar og Sigvaldi léku o gsungu fyrir dans inum, var hann fjölsóttur og fór hið bezta fram. Nýja árið heilsaði okkur með leiðindaveðri, norðaustan hríð, sem hélzt einnig í gær en þá var hann mun hvassari og mikil snjó koma. í nótt birti hann upp, og í dag hefur verið heiðskírt veður með 13—15 stiga frosti. Menn hyggja nú á að hefja sjóróðra að nýju. Fer Guðbjörgin nú út í kvöld í sinn fyrsta róður á þessu ári. Hinir bátarnir. Anna, Þorleif ur og Sæþór munu hefja róðra annað kvöld eða næstu daga. Snemma í morgun fór mótorbát- urinn Ármann með fjörutíu manns inn á Akureyri. Meirihlutinn af þessu fóliki er að fara í atvinnu- 1-eit suður á land, en nokkrir til náms. Vetrarvertíð brást gersam- lega hér í fyrravetur, svo að fólk hér þorir auðsjáanlega ekki að eiga allt sitt undir duttlungum Ægis og fer því heldur að freista gæfunnar í allsnægtunum fyrir sunnan. Hræðsla í blokk KJReykjavík, mánudag. Slökviliðið var kvatt út þrívegis í kvöld. Fyrst skömmu fyrir klukk an níu að íbúðablokkinni Ljós- heimar 16—18 en þar er talið, að böm hafijcveikt í haug af einangranarefni í kjallara, og komst eldurinn í einangrun utan um rör er lágu upp á hæðimar. Mikill reykur varð af þessu, og greip um sig ótti meðal kvenna og bama í blokkinni vegna reyks- ins. Slökkviliðið var á staðnum í klukkutíma, en síðan kvatt að Háveg og Reykjanesbraut í Kópa vogi. Var þetta skúr, sem átti að fjarlægja fullur af drasli Þá kom brunakall frá Austurbrún 2, vegna eldflyksa, sem komu úr reykháfi hússins, en kviknað hafði í sóti- Gjafir í Heimilissjóð taugaveiklaðra barna Heimilissjóði taugaveiklaðra barna hafa borizt höfðinglegar gjafir. Gefnar voru kr. 20.342.10 til minningar um Guðrúnu Björns dóttur ljósmóður frá Dýrafirði. Gefandinn óskar, að nafns hans verði ekki getið. Rétt fyrir jól barst Heimilis- sjóði önnur gjöf, 60 þúsund krón- ur, sem gefin eru til minningar um hjónin Þorstein Jóhannesson og Lovísu Loftsdóttur og son I þeirra Svavar. Gefandinn óskar i að nafns hans verði ekki getið. Stjórn Heimilissjóðs þakkar þessar stórmannlegu gjafir. f Heimilissjóði eru nú nálega 11 hundruð þúsund krónur, sem safnazt hafa af gjöfum einstakl- inga og framlögum Barnaverndar- félags Reykjavíkur. Þess má geta, að gjafir í Heimilissjóð tauga- veiklaðra bama eru undanþegnar skatti. Gjaldkeri Heimilissjóðs er séra Ingólfur Ástmarsson biskupsritari. (Frá stjórn Heimilissjóðs). BÍLL Í HÖFNINA Framhald af 16. síðu. og ók vömbíl sem Olíuverzlunin á, niður Þingvallastrætl og Kaup vangsstræti. Lenti bíllinn á homi hússins þar sem áður var verzlun in Heba, klippti þar niður út- byggingu, og síðan áfram niður á hús Eimskipafélags íslands, sem dældaðist og þaðan fram af Torfu nesbryggju. Talið er að Heimir hafi fengið aðsvif undir stýri. Bílnum var síðan náð upp með aðstoð kafara og kranabíls. Heimir Baldvinsson átti heima að Ásbyrgi í Glerárhverfi og var hann rúmlega þrítugur að aldri. Fluttist til Akureyrar í fyrrahaust lir Bárðardal. REKl AF ARLIS Framhald af bls. 1. það er skoðun margra hér. Á undanförnum árum hefur ekki verið mikið um það að rekavið hafi borið á land, hefur það jafnvel verið tal inn viðburður, ef ein og ein spýta hefur slæðzt hingað- Er þessi rekaviður þvi mjög vel þeginn hér. ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar þakkir til ykkar allra, fiær og nær, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu, með heimsóknum, höfðinglegum gjöfum og heillaóskum. Jón Jónasson, Reykjum. Hjartans þakklr fyrir auSsýnda samúS oci vináttu viS andiát og jarSarför móSur okkar og tengdamóSur Jóhönnu Þór Einnig þökkum viS þeim, sem önnuSust hana og glöddu meS heim- sóknum f veikindum hennar. Kristín Hulda Þór, Ólöf Þór, Gunnar H. SigurSsson Sverrir Þór, Ebba B. Þór, EiginmaSur minn, faSir okkar tengdafaSir og afi Jóhannes Jónsson ÞorlelfsstöSum, andaSist á sjúkrahúsi SkagfirSinga 31. desember MálfríSur Benediktsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 1366 Hestamannafélag á SuBurnesjum GS-Keflavík. Stofnað hefur verið hestamanna félag hér og standa að því áhuga- menn hvaðanæva af Suðurnesjum. Stofnfélagar voru 40 og var for- maður félagsins kjörinn Hilmar Jónsson og meðstjórnendur þeir Birgir Scheving ritari, Maríus Sig urjónsson gjaldkeri og Þórður HANOI SVARAR EKKI Framhald af bls. 1. áður ræddi hann við Shastri, for- sætisráðherra Indlands. Frá Pakis- tan fór Harriman til Teheran til viðræðna við ráðamenn þar, en á morgun hittir hann Nasser Egypta landsforseta í Kairó. Aðstoðamtanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mennen Williams, átti í dag fund með Haile Se- lassie, keisara Eþíópíu, í Addis Ab- eba, og fór síðan til Mombasa í Kenya. Hanoi-blaðið Nhan Dan skrifaði í dag, að aðgerðir Johnsons væru sviksamlegar og falskar. f hvert skipti, sem Bandaríkin töluðu um friðarviðræður, ykju þau styrj- öldina í Víetnám. Hið sama ætti sér stað nú, skrifar blaðið. Phan Van Dong, forsætisráð- herra N—Víetnam, sagði í dag að Bandaríkin kæmust ekki hjá því að tapa í Víetnam. Hann sagði að árásarstefna Bandaríkjanna væri hið eina, sem kæmi í veg fyr- ir frið í Víetnam. Franski diplómatinn Jean Chau- vel, sem var í Peking og Hanoi í síðasta mánuði, skrifar í Parísar- blaðið Le Figaro, að Víetnamdeil- an sé átök milli Kína og Banda- ríkjanna, og að Peking-stjórnin telji ekki enn þá kominn tíma til lausnar þeirrar deilu. Johnson hefur, í gegnum ríkis- stjórnir nokkurra kommúnista- ríkja, komið þeim skilaboðum til Peking og Hanoi, að Bandaríkin setji engan ákveðinn frest, en þó verði ríkisstjórnir þessara ríkja að taka ákvörðun bráðlega um það, hvort þær vilji friðarviðræður. Bandaríska þingið kemur saman eftir viku, og þar munu koma fram kröfur um aukin útgjöld vegna styrjaldarinnar í Víetnam vegna hugsanlegrar útvíkkunar styrjaldarinnar. Wilson kallaði í dag sovézka sendimanninn í London á sinn fund og tilkynnti honum, að brezka stjórain styðji friðarumleitanir Bandaríkjanna, og er talið, að Wil- son hafi sent Kosygin einkabréf, þar sem lagt er til, að ný Genfar- ráðstefna verði haldin um Víetnam. Wilson hittir Kosygin í Moskvu 21.—24. febrúar n.k. og mun m.a. ræða um Víetnammálið. Bretland og Sovétríkin skiptu með sér for- mannsstörfum á Genfarráðstefn- I unni um Indókina árið 1954. j Miklir bardagar voru í Suður- j Vietnam í dag á hrisgrjónaekrun- I um í Mekong-dalnum, og segir bandarískur talsmaður, að Viet Cong hafi mistekizt að ná í hrís- grjónauppskeruna á þessu svæði og misst marga menn, eða á annað hundrað. Sagt er, að Viet Cong hafi neytt bændur til þess að af- henda sér hrísgrjónauppskeruna, sem þegar er komin í geymslur, en þá hófu Bandaríkjamenn og stjórnarhermenn árás á Viet Cong- menn og hröktu þá á flótta. Tára- gas var m.a. notað. Köstuðu fall- hlífarmenn, sem voru um borð í þyrlum, táragasinu yfir stöðvar Viet Cong-manna í því skyni að hrekja þá upp úr felustöðum sín- um, en það þar ekki tilætlaðan árangur. Guðmundsson og Valgeir Guð- mundsson. Félagið hlaut nafnið Máni, og er því ætlað það hlutverk, að sam- eina hestaeigendur um bætta að- stöðu og einnig að vekja áhuga Suðurnesjabúa almennt á hesta- mennsku. Ekki er enn afráðið, hvar að- stöðu skal fá til byggingu hests- húss, en hún mun víða vera mjög góð hér í nágrenninu. ÞÓR VALT Framhald af 16. síðu. Strax var hafizt handa um að ná Þór á flot aftur, en það gekk ekki sem bezt og í kvöld hafði það ekki tekist Þrátt fyrir ítrekaðar tllraunir. Varðskipið Ægir fór á hliðina í Slippnum í hitteðfyrra. einmitt þegar verið var að taka bann upp, og sömu sögu er að segja um afla skipið Sigurpál. Er Þór því að mínnsta kosti þriðja skipið sem fer á hliðina í þessum sama drátt arsleða, og virðist þetta vera lang alvarlegasta tilfellið, þar sem ekki er hægt að hreyfa skipið til né frá. Sjópróf munu væntanlega fara fram í þessu máli eins og öðmm skipsskaðamálum. DAUÐALEIT Framhald af 16. síðu. Reykjalundi um hálfsmánaðar tíma. Sást hann síðast Þar um klukkan níu í gærkveldi, en þegar hans var leítað þar um kvöldið fannst hann hvergi, svo lögregl unni var gert viðvart. Sporhund urinn Bangsi úr Hafnarfirði var fenginn til að leita mannsins. og kom hann leitarmönnum á slóð- ina. Jóhannes Briem hjá Slysav. félagínu hafði stjóm leitarinnar með höndum, og munu um 60 manns hafa tekið þátt i leitinni Voru það piltar úr hjálparsveit úm skáta úr Reykjavík og Hafn arfirði og Björgunarsveit Ingólf.s Maðurinn fannst svo látinn um miðjan dag í dag. 534 ÚTKÖLL Framhald af 16 síðu. in var um minna tjón að ræða. Sjúkraflutningar á árinu 1965 voru 7160 sem er mjög svipað og á árinu 1964, þar af 556 slysaflutn- ingar, sem er um 60 slysaflutning- um fleira en 1964. Þótt brunaútköll hafi verið svona mörg á liðna árinu, þá hafa tjón af völdum bruna ekki aukizt að sama skapi. EYJA ÚR SÆ Framhald ar 16. síðu. Þegar Sigurjón Einarsson flugmaður flaug þarna yfir í dag tók hann eftir því að gosið við Surtsey hafði aukizt mikið og gaus úr tveim gígum, sem voru með fimmtíu metra millibíli. Aska og reykur komu úr báðum gígum og auk Þess hraunslettur úr þeim syðri. Taldi hann eyjuna vera orðna 100 metra langa og 50 m breiða. Eg hafði enga aðstöðu til þess að fara og kanna málið í dag og á morg un er spáð roki svo ósenni legt er, að flogið verði á morgun. Það er ekkí ólík legt að eyjan sökkvi, þegar sjórinn fer að sleikja eyj una óblíðlega í storminum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.