Tíminn - 04.01.1966, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 1966
TlMJLNN
MINNING
HELGI HJORVAR
F. 20. ágúst 1888.
D. 25. des. 1965.
Helgi Hjörvar rithöfundur lézt
s. L jóladag. Hann er fyrir löngu
þjóðkunnur maður, bæði sem
kennari, rithöfundur og þulur. Þó
að mér sé kært að skrífa minn
ingargrein um Helga Hjörvar lát
inn, finn ég vel þann vanda, sem
að mér beinist eigi minningargrein
mín að verða slíkum afbrags-
manni er Helgi Hjörvar var, til
þeirrar sæmdar, sem hann verð-
skuldar. En vegna þess að vinátta
okkar var bæði löng og traust
rita ég þessar línur af glöðu geði,
en með söknuð í huga.
Helgs minnist ég fyrst Þegar
hann Kom í Kennaraskólann á
miðjum vetri 1910 og lauk hann
Kennaraprófi um vorið.
fíg man vel eftir þeim degi þeg
ar Helgi kom og gekk inn skóla
ganginn. Okkur nýliðunum þótti
mikið til hans koma, þessa ókunna
manns, sem gekk rakleitt til sætis
í efsta bekk skólans.
Þó að Helgi værí ekki hár vexti
var hann þéttur á velli og svaraði
sér vel. Hann var manna bezt til-
fara, frjálsmannlegur svo að af
bar, svipurinn hreinn og gáfuleg
ur. Síðar veíttum við því athygli,
að þessi nýliðí var einlægt í sam
ræðum við féiagana eða kennar-
ana í frístundum, sí kátur og
spaugsamur, en græzkulaus og góð
látur. Síðar kynntist ég Þessum
kostum Helga nánar og ekki síður
því hversu kurteisin var honum í
blóð borin, enda hefi ég engan
mann þekkt, sem hafði aðra eins
andstyggð á framhleypni manna,
hranaskap og þó sérstakiega á
klúryrðum. Hann sóttt það fast,
að þjóðin varðveitti siði og venj
ur. sem beindust að því að rækja
og þróa holla og fagra umgengnis
hætti manna á milli. Eg held, að
Helgi Hjörvar hafi talið, að fyrstu
og veigamestu einkenni sannrar
menningar væru fagrir siðir og
hverskonar gát í samskiptum
manna. Hann var mjög andvígur
Því, að þéringar yrðu lagðar á
hilluna. Ekki kom hér til stæri
læti. Helgi var einkar aðlaðandi
maður. Skoðun þessi átti rætur í
þeim kenndum hans, sem að fram
an var lýst og því, að hið form
fasta og hátíðlega orðalag þér-
inganna leiddi á vissan hátt til
meiri háttvísi.
Helgi Hjörvar var rúmlega 77
ára þegar hann dó. Hann hafði átt
víð vanheilsu að etja sjö síðustu
árin og þó mesta síðasta missirið,
sem hann lifði- Hann fæddist að
Drápuhlíð í Helgafellssveit á
Snæf. sonur Salómons bónda
Þar, d. 1908, Sigurðssonar bónda
að Miklaholti í Hraunhreppi á
Mýrum, Salómonssonar. Móðir
Helga var Guðrún Sigurðardóttir
d 1892, bónda á Gríshóli í Helga
fellssveit. Þórðarsonar. Helgi tók
upp ættamafnið Hjörvar 1916.
Hann nam í skólanum á Hvítár
bakka árin 1906 — ‘08, lauk kenn
araprófi 1910 eins og fyrr segir,
var kennari næstu 24 árin, öll
nema eitt við Miðbæjarskólann í
Reykjavík. Jafnframt var hann
námsstjóri við kaupstaðaskólana
utan Reykjavíkur um skeið Á
Þessum árum dvaldi hann oft
erlendis og kynnti sér kennslu
mál bæði á Norðurlöndum og í
Þýzkalandi eitt sinn með ríkis-
styrk, gegndi tvisvar störfum
fræðslumálastj. Árin 1915 — 1930
var hann starfsmaður á skrifstofu
Alþingis og jafnframt lengi þing
fréttamaður. Leysti hann það
starf af hendi með miklum ágæt
um svo sem alþjóð veit. Helgi var
form. útvarpsráðs 1929—‘35 og
síðan skrífstofustjóri ráðsins til
sjötugsaldurs.
Þegar formaður útvarpsráðs
minntist Helga Hjörvars látins
sagði hann, að með Helga væii
horfinn einn áhrifamesti braut-
ryðjandi útvarps á fslandi. Svipuð
ummælí hafði útvarpsstjóri í ára
mótaræðu sinni.
Störf Helga Hjörvars í þágu
félagsmála voru mjög fjölþætt,
væri Því margt um þau að segja
ef góð skil kæmu til. Fyrst nefni
ég það, sem mér finnst mest um
vert til almanna heilla, en það
er hlutur hans í sameiningu bama
kennara í eina félagsheild.
Nýtir kennarar og æskulýðsvin
ir höfðu lengi verið hraktir og
hrjáðir. Um langt skeið höfðu
margir ráðandí menn, sýnt með
ráðsmennsku sinní, að vart voru
tíl svo vesælir menn, að ekki
mætti nota þá sem fræðara þarna.
Þetta tímabil var allt of langt og
sorglegt á margan hátt.
Ýmsir merkir og víðsýnir kenn
arar áttu frumkvæði að því, að
barnakennarar voru kvaddir til
fundar voríð 1921 í því augnamiði
að stofna stéttarfélag barnakenn
ara.
Mótun þessa félags var veiga-
mesta atriðið. enda var mjög hart
um það deilt hvort stofna bæri
hreint stéttarfélag eða félag
manna, sem voru velviljaðir barna
fræðslunni.
Helgi Hjörvar var burðarásinn
i Því heillaspori, sem í fyrstu var
stigið og síðar reyndist haldgott
svo sem þróun Sambands ísl.
barnakennara ber gleggst vitni.
Helgi var því mjög lánsamur í
forustu þessa málefnis, að sjálf
sögðu var sá málstaður um hreint
stéttarfélag, studdur af mörgum
framsýnum kennurum, sem fund
þennan sóttu.
Helgi var í stjórn sambandsins í
rúman áratug, form. um skeið
og síðar fyrstt heiðursfélagi S.f.B.
Félagsmál Iistamanna lét Helgi
mjög til sín taka. Hann var form.
Rithöfundafélags fsl. 1951—1956
að einu ári undanskildu og í
stjórn Bandalags islenzkra rit-
höfunda á þeim árum. Helgi
Hjörvar ritaði melra en ég get
skyndilega greint frá.
Helztu rit hans eru: Sögur lozö
Þetta eru fimm sögur, ein þeirra
Kitlur komu út í Eimreiðinni 1919
og hlaut verðlaun.
Margir merkir menn rituðu um
þessar sögur. Dr. Guðmundur
Finnbogason ritaði j Vísi meðal
annars þetta: „Helgi Hjörvar geng
ur rakleitt og rólega til sætis
síns á hinum æðra bekk þeirra,
er sögur hafa skrifað á íslenzku.“
Tíminn segir: „Smekkvísi Helga
er óskeikul.“ í fslendingi er rit-
dómur ritstjóranna: „Þessum höf-
undi tekst sérstaklega vel að lýsa
olnbogabörnum hamingjunnar,
hefur sennilega enginn síðan Gest
ur Pálsson leið að Einari H. Kvar
an undanteknum, gert Það bet-
ur.“ Aftur komu út sögur 1951,
alls eru sögurnar tólf. Þá ritaði
Helgi Alþingismannatal, ásamt
Jóni Sigurðssyni, skrifstofustjóra
Alþingis.
Auk þess, sem þegar er talið,
ritaði Helgi fjölda blaðagreina,
og ritgerða, þar á meðal í þýzk
og sænsk rit. Svo sem alþjóð
veit, las Helgi Hjörvar í útvarpíð
fjölda skáldverka, sem hann sjálf-
ur þýddi. Menkust þeirra eru:
Gróður jarðar (Hamsun), Kristin
Lavranzdóttir (Undset), Bör Börs-
son (Falkenberget). Þótti hér fara
saman ágæt þýðing og frábær
flutningur. Þá tók Helgi mikinn
þátt í útgáfu skólablaðsins og var
um tíma ritstjóri þess.
Eitt merkra verka Helga er enn
ónefnt, íslandskortið, sem Sam-
band ísl. bamakennara gaf út á
fyrstu árum félagsins. Enginn mað
ur lagði meid vinnu í kortið til
undirbúnings í hendur Eggerts
Samúelssonar, sem annaðist prent
un þess, en Helgi Hjörvar.
Útgáfa kortsins var mjög vanda
samt verk og þótti takast með
ágætum.
Ég sleppi hér að minnast á hið
stórmerka starf Helga í þágu ís-
lenzku glímunnar, það gerir ann-
ar maður, en þó vil ég aðeins
geta þess, að enn er óséð og
óreynt, hver fullur hlutur Helga
Hjörvars verður í þeirri grein,
þegar fram líða stundir.
Ég minnist með óblandinni
gleði samstarfs okkar Helga að
stofnun Sambands ísl. barnakenn
ara og þróun þess, fyrstu og erfið-
ustu árin, íslandskortinu og ísl.
glímunni.
Síðustu æviárin vann þessi
mikli unnandi íslenzku glímunnar
að snotru verki, sem úr varð lítið
kver, sem hann skírði „fslenzk
glímulög." Um það verk áttum
við tveir fundi saman og mörg
bréf gengu milli okkar um fram-
tíð glímunnar. Glímumenn, 54
að tölu, bundust heitum um það í
sumar að koma þessum glímulög-
um í framkvæmd, sem allra fyrst.
Fleira mætti nefna, sem við unn-
um að saneiginlega, beint og
óbeint, en ég sleppi því núna.
Sumum mönnum fannst Helgi
Hjörvar ekki alltaf nógu þjáll í
samstarfi. Ég skil vel, hvað oili
þessu viðhorfi manna.
- Jafnan hafði Helgi mörg járn í
eldinum samtímis, sum þeirra
voru háð samvinnu við aðra menn
önnur hans eigin verk. Engum
hefur dulizt, að Helgi var sérstak-
lega vandlátur maður, þess vegna
hefur stundum dregizt að full-
gera eitt og annað, sem á prjón-
unum var eins og ætíð verður um
þau verk, sem vel skal vanda.
Bæri hann aðalábyrgð á verki,
þýddi engum að ætla sér að skerða
hans ráð. Undanbrögð voru hon-
um fjarri skapi, hreinskilni og
drengskapur voru hans sérkenni.
Réttur skilningur á vinnuháttum
Helga leiddi alltaf til góðrar sam-
vinnu, þannig var mín reynsla.
Helgi Hjörvar var stórbrotinn
maður og vinfastur, hann var vel
menntur og fjölfróður. Móðurmál-
ið mun þó hafa verið honum kær-
ast og helgast allra fræðigreina. Á
öllum ritverkum hans, frumsömd-
um og þýddum, er málið allt í
senn, látlaust, hreint og fagurt.
Aldrei slepptí hann sinni högu
hönd af nokkru verki fyrr en það
var þrauthugsað og vinnan fág-
uð.
Rödd hans í útvarpinu var hrein
og hlý, upplestur hans var þjóð-
inni geðþekkur og hugstæður,
enda mun Helga Hjörvars lengi
minnzt og íslendingar njóta íestr-
ar hans um langa framtíð.
Árið 1917 kvæntist Helgi Sigur-
rósu Daðadóttur, f. 1892, bónda í
Vatnshomi í Haukadal, í Dalas.
og konu hans Guðbjargar Jóhann
esdóttur.
Rósa, en svo er hún ætíð kölluð,
og Helgi eignuðust átta böm, tvær
dætur og sex syni. Tveir bræðr-
anna, Daði og Egill, dóu í blóma
lífsins, hin systkinin eru öll bú-
sett í Reykjavík. Ég minnist litlu
systkinanna með óblandinni gleði
frá þeim tíma, sem fjölskyldan
bjó í Aðalstræti 8 og við Helgi
áttum nánasta samvinnu. Hjónin
voru bæði smatímis mér í Kenn-
araskólanum og við Rósa sam-
bekkingar. Síðan hefur þráðurinn
haldizt milli okkar óskertur með
öllu. Eigi það við um nokkurt
heimili, að það væri opið og allir
velkomnir, þá var það sannmæli
um Aðalstræti 8 í tuttugu ár. Síð-
ar fluttist fjölskyldan í Suðurgötu
6 og eru tuttugu ár síðan. Þykir
mér sennileg, að heimilishollust-
an hafi haldizt óbreytt þar, þó að
ég gæti sjaldnar komið þangað
og notið vinsemdar hinnar góðu
fjölskyldu. Litlu börnin sáu mig
stundum daglega í Aðalstræti og
komu þá hlaupandi á móti mér
með bros á vör eins og góðum
vini. Þetta gleymist ekki, þó að
tímar líði. Umsvif húsfreyjunnar
voru mikil, eigin barnahópur stór
og síðar barnabörnin sem vildu
njóta ömmu og afa. Barnabörnin
eru nú átján og barnabarnabörn-
in þrjú.
Vissulega var Rósa hugstæðust
öllum i fjölskyldunni. Hún er göf
uglynd kona. æðrulaus, glaðleg og
góðlát ekki einungis við fjöl-
skyldu sína, heldur og alla, sem
að garði bar. Ekkert lét hún held
heldur ógert til að búa eiginmann
inum góð vinnuskilyrði heima. en
barnahópurinn leit öðrum aug-
um á umhyggjusaman, nærgætinn
og elskaðan föður en svo, að hon-
um bæri fyllsta næði.
Þegar ég lít nú yfir farinn veg,
og hugsa um minn kæra horfna
vin, Helga Hjörvar, finn ég það,
að ég hef engan mann þekkt
sem minnir mig á hann, svo fannst
mér hann sérstæður maður. Skap-
gerð hans var allt í senn, næm,
tilfinningarík og karlmannleg. Ég
votta konu hans, börnum þeirra
hjóna og skylduliði hjartanlega
samúð og sendi þeim öllum inui-
lega kveðju og þakklæti.
Bjami Bjarnason.
Helgi Hjörvar er látinn. Sérstæð
ur persónuleíki og ógleymanlegur
maður öllum vinum hans og kufm
ingjum er genginn fyrir ættemis
stapa. Hann var einn í fylkingu
hinna fyrstu ungmennafélaga sunn
anlands, einn af vormönnum fs-
lands á merkilegum vakningartím
um í sögu þjóðarínnar. Hann unni
íslenzkum þjóðararfi heils hugar,
fomum siðum, líkámshreysti og
íþróttum, og ást hans á fegurð
og snilli tungunnar var takmarka
laus, svo sem alþjóð er kunnugt,
og sýndi hann það bæði f ræðu
og riti.
Helgi vann míkið að uppeldis
málum og vildi koma hverjum
og einum til nokkurs þroska.
Sjálfur var hann alger reglumað
ur og neytti aldrei víns né tó-
baks.
Eg ætla aðeins að minnast nokkr
um orðum á störf hans að íÞrótta
málum, en Helgi var góður íÞrótta
maður og sérstaklega fimur skauta
og glímumaður. íslenzka glíman
stóð honum huga næst allra
íþróttagreina og mat hann hana
sem fagra, karlmannlega og drengi
lega íþrótt.
Á yngri árum glímdi Helgi mikið
og tók oft þátt í kappglímu við
góðan orðstír, síðast í konungs
glímunni á Þingvöllum 1921. Hann
þoldi illa að horfa á Lióta glímu,
en gladdist þá vel var glímt.
Helgi Hjörvar var oft dómari í
kappglímum og dæmdi þá eink
um um fagra glímu.
Árið 1916 gaf íþróttasamband
fslands út Glímubókina. Vann
Helgi mjög að samningu þeirrar
bókár en aðrir í und-
irbúningsnefndinnj voru þeir
Hallgrímur Benediktsson, Magnús
Kjaran Sigurjón Pétursson og
undirritaður.
Þá tók Helgi Hjörvar saman fyr
ir f.S.Í. ýmsar reglur um glímuna.
Efttr útkomu Glímubókarinnar
var áhugi Helga sívakandi á því
að safna fróðleik um eftirlætis
íþrótt sína. Hann viðaði að sér
bæði innanlands og utan mikbrm
fróðleik um glímuna. rítaði -xw
hana margar ritgerðir og greinar
og birti í blöðum og flutti erindi
í útvarp.
Framhald a bls. 12