Tíminn - 04.01.1966, Side 9

Tíminn - 04.01.1966, Side 9
ÞMÐJUDAGUR 4. janúar 1966 TfMINN ? Gestur með kunningjum í Wlnnipeg, síðasta árið, sem hann lifði. Frá vlnstri: Daníel Laxdal lögmaður, Halldór Oddsson tónlistar- maður, og Gestur. manns íslendingar áttu ágæta formæl- endur meðal þýzkumælandi þjóða fyrir og um aldamótin þar sem voru Philipp Schweitz- er, Carl Kiichler og sá ágæti Vínarmaður Joseph C. Poestion að ógleymdri Margarete Leh- mann-Filhés o.fl. o.fl. í kjöl- far þessara þýzku þýðinga komu svo aðrar, og flestar voru þýðingarnar gerðar á síðasta áratugi 19. aldarinnar. Af sög- um Gests held ég, að Kærleiks- heimilið hafi birzt á flestum útlendum. málum. Ég veit um þýzka, hoílenzka, danska tékkn- eska, enska, gríska og rússn- eska þýðing. Svo hafa sögur komið eftir hann á sænsku, norsku, nýnorsku, og á frönsku kom Grímur kaupmaður deyr. Auðvitað geta verið til marg- ar þýðingar, sem ég veit ekki um. Skrár bókasafna um útgáf- ur í tímaritum og blöðum hafa verið mjög ófullkomnar fram á síðustu ár og eru reyndar enn. Það ber líka oft litinn árangur að leita til blaðanna eða tímaritanna sjálfra. — Telurðu, að þeir, sem um Gest hafa skrifað á undan þér, hafi getið rétt til um þá er- lendu höfunda, sem hafi haft veruleg áhrif á skáldksap hans? Hefur þú fundið nýja? — Ef ég á að reyna að benda á, að ég hafi í ein- hverjum verulegum atriðum aðra afstöðu til erlendra bók- menntaáhrifa á Gest en ýmsir þeir, sem áður hafa skrifað um það efni, myndi munurinn helzt vera fólginn í því, að áður hafa menn bent á einstök verk ákveðinna höfunda sem beinar fyrirmyndir Gests og áhrifa- valda. Prófessor Gunnar Tide- ström í Uppsölum hefur ein- hvern tíma talað um tíðarand ann sem áhrifavald í bókmennt um og listum. Eitthvað í þá átt- ina vildi ég túlka hin erlendu áhrif á Gest. Við getum ekki mænt á Kielland einan sem norskan áhrifavald, þegar benda má á fleiri hliðstæður hjá Ibsen. Svo er nú öll danska raunsæisfylkingin með höfð- ingja sínum Brandesi og Frakk- arnir, að ógleymdum meistar- anum Túrgenéf, sem allir hafa bent á. Annars skal ég geta þess til gamans, að Túrgenéf hefur i einni sagna sinna tekið upp minni úr Heimskringlu, svo að gagnvart honum hafa íslenzkar bókmenntir ekki ein- vörðungu verið þiggjendur. Nei, þeir kenndu evrópskum skáldum það nú einu sinni Goethe og Schiller, að þau ættu að vera frumleg. Ég trúi því þess vegna ekki, að alvar- legur höfundur á tíma Gests hafi setið og kópíerað einn eða tvo útlenda höfunda. En tíðar andi raunsæisstefnunnar var sterkur, og þeir voru víðlesn ir gömlu Hafnarstúdentarnir. — Notaði Gestur mikið lif- andi persónur sem fyrirmyndir sögupersóna sinna? — Það held ég. Slíkt verð- ur þó aldrei sannað, en það má færa mismunandi sterkar og veikar líkur fyrir þeim vinnubrögðum hans. Reyndar var þetta aðferð natúralistanna. Zola sat með vasabókina og skrifaði upp það, sem hann sá og heyrði í veitingahúsum, járn brautarvögnum og víðar og við- ar. Kielland vann á svipaðan hátt. í þessu sambandi vil ég bara vitna til Gests sjálfs, þess sem hann sagði í ávarpsorðum sínum í 1. tbl. Suðra: „Horfið í kringum yður, lít- ið á mennina og mannlifið, dylj ast þar ekki ótalmörg gullkorn, aragrúi af hinum fegurstu perl- um, sem einungis verkfæri lista mannsins eða orð skáldsins þurfa að snerta við, til þess að úr því verði hin fegursta listasmíð eða hið dýrmætasta skáldverk?" Einnig getur verið skemmti- legt að minna á orð nútíma- höfundar, sem nýlega stóð i Tímanum, en þar segir 26. nóv. s.l.: „Skáldsögur eru aldrei skrif- aðar án fyrirmyndar," sagði Ingimar Erlendur Sigurðsson." Ég vænti þess, að þið Tíma- menn hafið haft þetta rétt eft- ir. — Telurðu Gest hafa mætt miklum fjandskap þess vegna? — Það veit ég ekki. Ég held varla, a.m.k. hefur þá sá fjandskapur alls ekki gengið í arf til barna þeirra manna, sem nokkrar líkur benda til, að Gest ur hafi að einhverju leyti haft til hliðsjónar við sköpun sumra miður geðfelldra sögupersóna sinna. Sum þeirra hafa verið meðal hispurslausustu og glögg skyggnustu heimildarmanna minna., — Heldurðu, að blaða- mennskan hafi verið Gesti hjart ans áhugamál? — Gestur var skáld og vann m.a. fyrir brauði sinu sem rit- stjóri. Ég hygg, að hann hafi aldrei beitt sér verulega í nokkru máli nema af fullkom- inni sannfæringu. Ég skal bara benda á málefni sem raunsæis- stefnuna í bókmenntum og list- um, menntun almennings, við- reisn alþýðu — sjómanna, verka manna og bænda — í bágind- um níunda áratugarins, verka- mannamálið, eins og hann kall- aði það, eftir að hann kom til Kanada, umburðarlyndi og kredduleysi í trúarefnum. Hann var sízt af öllu nokkurt viljalaust handbendi eða ving- ull. — Það er ekki hlutlæg söguskoðun að halda því fram Hitt dreg ég í efa, að blað- stjórn eða blaðaútgáfa hafi ver- ið honum nokkurt takmark í sjálfu sér. — Hvaða samtíðarmönnum hans og kunningjum kynntist þú peráónulega eða bréflega, eftir að þú hófst þetta verk? — Feiknamörgum. Fleiri en nokkur kostur er að nefna. Hjálp heimildarmanna hefur verið mér ómetanleg. Það er ekki þeirra sök, þótt ég hafi ekki skrifað betri bók. Ég kynntist óskaplega mörgu gáf- uðu, minningu og elskulegu fólki. Margir þessara heimildar manna eru nú látnir, og með flestum, sem deyja, hverfa firn ómetanlegs fróðleiks. Sá, sem lengst hafði þekkt Gest, var Hafliði í Mýrarholti, bróðir sér Bjarna. Þeir voru gamlir drykkjubræður Gestur og hann. Hafliði var 22 ára, þegar Gestur fór til Ameríku. Hann var bæði gáfaður og minnugur og sérlega óljúgfróð- ur. Það getur margt skrýtið komið í ljós, þegar staðreyna á munnlegar frásagnir og bera saman við varðveitt skjalleg gögn. Frásagnir Hafliða stöng- uðust aldrei á við þær skjal legu heimildir, sem ég þekkti. Slikt vekur traust á heimildar- manni. Það var eins og reness- ance að hitta hann Hafliða. Þá mun ég heldur aldrei gleyma þeim frú Ragnhíldi Hjartardótt ur Wiese og frú Guðrúnu Ind- riðadóttur. Aldrei hefði ég trú- að því, að gamlar konu gætu verið svo fallegar, og svo sá sjarmi lífsreynslunnar og gáfn- anna, sem yfir þeim hvíldi. — Ýmsir hafa búizt við því, að þetta ætti að verða doktors ritgerð. Hafðirðu eða hefurðu það í hyggju? — Það _ hefur aldrei komið til mála. Ég hef aldrei svo mik- ið sem ýjað að því við nokfc- urn kennara minna, hvort bók- in væri tæk sem doktorsrit. Ef slíkur orðrómur er á sveimi, sem mér er ókunnugt um, er Það hrein kjaftasaga og af lít- illi góðgirni samin. Það kom upphaflega til orða, að ég sæi um heildarútgáfu á verkum Gests fyrir Menningarsjóð, en á því hafði Menntamálaráð síð- an ekki áhuga, og þá varð að samningum að gefa ritgerðina út sér sem bók. Það er sagan öll. Hugmynd mín var sú, að þetta yrði bók, sem allur sæmi- lega menntaður almenningur gæti haft af not og einhverja ánægju til lestrar. Þrír þeirra fjögurra ritdóma, sem ég hef séð um bókina, eru sammála um að sjaldan hafi meiri vinna verlð lögð í misheppnaða bók. Ég nenni þó ekki að íklæðast neinni píslarvættiskápu af þeim sökum. Því miður eru margar íslenzkar bækur í þessari grein þess konar bastarðar, sem hvorki eru áreiðanleg vísinda- rit né læsileg dægradvöl, í senn ómerkileg fræðirit og lélegur skáldskapur. Til þess að forð- ast allan misskilning vil ég þó taka rækilega fram, að öll þessi skáldlega, en dapurlega bók- rýni og hugdetturíka sagn- fræði stendur himinhátt yfir það bókarusl um andatrú, draumfarir, ættir drauga, hrúta og graðhesta, eldsvoða, mann- skaðaveður, sjóslys o.s.frv., eða hvað hann fjallar nú um allur þessi gróðahnykkslitteratúr, sem dembt ér á jólaborð bók- menntaþjóðarinnar. f ritgerð minni um Gest hef ég reynt að yrkja sem minnst og segja sem fæst ósannindi, en svo er bókin svona óskaplega löng, og hver má nú vera að því að lesa langa bók, þegar allir eru að flýta sér til að missa ekki af næstu sjónvarpsdagskrá? G.B. SéS yfir miðbæinn í Reykjavík. Sjást tvö hús þar, sem Gestur bjó á Reykjavíkurárum sínum og standa bæði enn: Stærsta húsið fremst á myndinni er Egilshús (nú Suðurgata 8), þar sem Gestur bjó, er myndin var tekln og unz hann fluttist vestur um haf 1890, og við norðurenda Tjarnarinnar sér á gaflinn á Jakobshúsi (nú Kirkjutorg 6) þar bjó Gestur fyrstu Reykjavikurárin. Jl

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.