Tíminn - 04.01.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.01.1966, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUK 4. janúar 1966 TÍMINN 37 Azrak, dróg Lawrence að fara á fund Allenbys og tilkynna honum um ófarirnar. Hann friðaði sjálfan sig með því að álykta, að framsókn brezku herjanna myndi stöðvast vegna votviðra, og ^því væri honum hentast að dvelja í Azrak ásamt Ali og hvetja ættflokkana á þessum slóðum til þátttöku í uppreisninni. En ályktanir hans reyndust rangar og það munaði mjóu að hann missti traust Allenbys fyrir þessar sakir. Allenby var einmitt að framkvæma þær snilldarlegu aðgerðir sem luku upp leiðinni til Jerúsalem. Hann hafði ruglað Tyrki, með því að láta sem hann hyggðist gera aðal- árásina við Gaza, vestast á vígstöðvunum, en aðalsóknin vaTð við Beersheta, austast. Fjandmennirnir uggðu ekki að sér og brezkar riddaraleiðssveitir brutust gegn um skarðið, sem myndaðist þarna í varnarlínu Tyrkja og flæddu inn í Júdeu. Newcombe hafði aflað sér hinnar mestu herfrægðar, með því að loka leiðinni milli Jerúsalem og Beersheba og hindra með því að Tyrkir gætu sent liðsauka til að fylla upp í skarðið. Hann varðist Tyrkjum þarna með fámenn- um herflokki, og hélt út í tvo daga, en þá var hann tekinn höndum, þegar skotfærabirgðir voru þrotnar. Lawrenre hafði ekki hugmynd um þetta, þar sem hann sat -heikum úr nágrenninu, sem leituðu frétta hjá honum um gang uppreisnarinnar. Hann kunni því vel að leika áróðursmanninn. Hann naut hvíldarinnar eftir átök og spennu undanfarinna vikna og samvistir hans og Alí voru houm ánægjulegar. Ali var glæsilegur fulltrúi Araba, hann var stoltur af ætt sinni og þjóð, og var leikinn í öllum þeim listum, sem Arabar dáðu mest, ágætur hermað- ur, snarráður, sfcerkur og þolinn. Eftir nokkurra vikna dvöl þarna, tók samvizkan að angra hann og honum fór að leiðast aðgjörðaleysið. Lawrenre hafði nú komizt að því af eigin raun að líkast til hefði Allenby haft á réttu að standa um möguleika á uppreisn Araba umhverfis Deraa. Hann fékk þetta staðfest í viðtöl- um sínum við sýrlenzku sheikana, þeir voru albúnir til alls með aðstoð Breta. Hann hafði fengið ágætan liðsmann, sem var sheikinn í Tafas, Talal var frægur útlagi, og sagan sagði að hann hefði drepið tuttugu og þrjá Tyrki með eigin hendi og þeir höfðu iagt mikið fé til nöfuðs honum Hann þekkti þetta landsvæð öllum betur. Lawrence ætlaði nú að athuga allar aðstæðúr á þessu svæði, Talal átti að vera fylgdarmaður hans. 16. Handtaka og pyntingar. Lawrence og Talal héldu nú af stað í rannsóknarleið- angur til svæðisins umhverfi Deraa. Þeir ferðuðust um svæð- ið, sem lá umhverfis borgina og áttu viðræður við ýmsa sheika og Lawrence ákvað að fara sjálfur inn í borgina. Hann fór einn, því að Tala lvar of vel þekktur til þess að hann færi með honum. Hann var ekki kominn langt, þegar hann var stöðvaður af tyrkneskum varðmanni, sem áléit að hann væri liðhlaupi úr her Tyrkja. Lawrence reyndi að blekkja hann með því að halda því fram að hann væri frá Kákasus, en íbúarnir þar voru undanþegnir herþjónustu. En vörðurinn hirti ekki um mótmæli hans og skipaði honum að koma með sér: „Nahi Bey vill sjá þig, komdu með mér.“ Varðmaðurinn gerði honum ljóst hvað beyinn vildi, þeg- ar þeir voru komnir inn í varðstöðina. Ef Lawrence lét hann fá vilja sínum framgengt myndi honum líkast til verða sleppt, ef ekki, yrði hann settur í herinn. Samkvæmt frásögn Lawrence sjálfs var farið með hann til aðsetursstaðar beys- ins og inn í svefnherbergi hans. Þar var honum skipað að setjast á gólfið. Beyinn lét varðmanninn fara og fór að drasla honum upp í rúmið. Lawrence reif sig af honum og gekk til dyranna. Beyinn reyndi þá að freista hans með því, að hann myndi gera hann að Þjóni sínum með góðum laun- um ef hann léti að vilja hans. Nahi klappaði saman lófun- um og þegar varðmennirnir komu inn, lét hann þá halda honum meðan hann færði hann úr fötunum og tók að strjúka nakinn líkama hans. Hryllingurinn og viðbjóðurinn, sem þetta kák vakti með Lawrence varð til þess, að hann gerði það eina, sem hanil gat gert við þessar aðstæður, hann rak kreppt hnéið í maga Tyrkjans, sem lagðist stynjandi og emjandi upp í rúmið. Þegar Tyrkinn var búinn að jafna sig, rauk hann í ofsareiði á Lawrence og lamdi hann í and- litið með inniskó, beit hann síðan í hálsinn og greip byssu- C Tha New Amerlcan Llbrary í LEIT AÐ ÁST ELANORFARNES 57 Það er á vegum flóttamannahjálp- ar, hún hefur áður unnið svipað starf i Þýzkalandi. Mömmu hennar er þetta sjálfsagt á móti skapi en ég held hún þarfnist þessa einmitt nú. Hún er eirðar- laus og óhamingjusöm. Ekki veit ég hvað því veldur en ég hygg að hún telji að vinnan hjálpi henni að vinna bug á þunglynd- inu. Hann kveikti í vindli og gaf sér nægan tíma. Svo spurði hann. — Nú, hvað segið þér um að koma, Petsr. Má segja það komi gestur í viðbót? — Ef þér haldið ég verði ekki fyrir, herra minn. — Þá er því slegið föstu, svar- aði Chard. Peter vissi á hverju hann átti von en Fíóna varð þrumu lostin. Hún og Elísabet höfðu skipulagt matseðilinn af mikilli gaumgæfni og Fíóna hafði pantað blóm og skrejdt borðið. Borðið hafði verið dregið út og vinnukonurnar báru á það allt postulín og silfurtau hússins í stórum kertastjökum loguðu ,jós Fíóna var ífærð bleik j rósóttum kjól, hafði demanta um | hálsinn. i — Ég sona pabbi verði nú ekki seinn, sagði Elísabet. Hann hefur verið svo mikið á skrifstofunni 1 upp á síðkastið að mamma er orð- ■ in hrædd um hann. Og mér þætti j gaman að vita hver þessi leynd- I ardómsfulli gestur hans er. S — Kannski það' sé gamall kær- asti mömmu, sagði Fióna og hló. Faðirinn kom einn, fremur í snemma. i — Hvar er egsturinn? spurði i Elísabet föl. Þú ættir ekki annað ; eftir en segja hann kæmi ekki eft- ir allt saman. — Hann kemur, sagði Chard — en í eigin bíl. Peter kom á tilsettum tíma en á undan honum voru komnir fleiri gestir svo Fíóna var í samræðum við einhvern þegar hann gekk inn í stofuna. Hún vissi ekki fyrri til en hann snart öxlina á henni og sagði: — Fíóna Þegar hún sneri sér við gat hún ekki dulið geðshræringu sína. Hún varð náföl og andartak virtist ætla að líða yfir hana. Kannski var Peter líka hræddur um það, því hann stakk hendinni undir handlegg hennar meðan hún jafn- aði sig. — Peter, hvað ertu að gera hér? — Pabbi þinn bauð mér, sagði hann og leit í augu hennar. — En hvernig liggur í þessu? Hún var trufluð í miðju samtali og einhver sagði: — Fíóna, mikið líturðu vel út, mamma vill fá að heilsa upp á þig. Fíónu var vikið til hliðar til að heilsa upp á fleiri gesti. Við borðið sat Peter milli frú Chard og gamallar konu því Elísa- bet hafði ekki haft hugmynd um hver gesturinn var. Hann hvarfl- aði augunum til Fíónu sem sat ekki fjarri honum. Hún leit á hann á móti með spum í gráum augum. Þau áttu erfitt með að halda uppi samræðum við það fólk sem sat næst þeiin. Eftir matinn fengu þau ekki heldur tækifæri til að tala sam- an, Fíóna varð að hjálpa til við kvikmyndavélina. Peter kom á vettvang og bauðst til að hjálpa. Fíóna titraði öll begar hann kom nálægt henni. - Jafnskjótt og allir hafa feng ■ið kaffi, þá byrja ég sagði Elísa- bet. Fyrstu filmurnar eru frá ' Portofino í ár en síðan förum ' við aftur í tímann. Hún deyfði jljósin, myrkur ríkti í salnum, göt- urnar og ströndin í Portofino kom i Ijós á tjaldinu og Elísabet flutti hnyttnar skýringar. Peter velti þvi fyrir sér hver hann væri þessi Guy, sem svo oft sást og i þurfti ekki að bíða lengi eftir skýr jingu. Skýr rödd Elísabetar hljóm- aði um salinn. — Og þarna sjáum við Fíónu og Guy eftir að við komum heim. — Og þama eru þau aftur . . . fjölda margar myndir af Guy og Fíónu birtust á tjaldinu og Peter varð hugsað til unga mannsins, sem hafði beðið eftir Fíónu fyrir utan skrifstofuna. Hann leið mikl- ar afbrýðiskvalir, meðan mynd- irnar vom sýndar. Svo kom Elísabet með nokkrar eldri myndir, sumar stuttar og i svo gamlar að þær voru ekki í : litum. Þar var Fíóna aftur, tíu ára gömul með langar fléttur — ríðandi á hesti — með hvolp í fanginu — klifrandi í trjám með Elísabetu. Seinna sáu þau dálítið eldri Fiónu með stutt hár og feimnislegt bros. Þegar þessar myndir brostu við honum, hvarf öll afbrýðisemi frá Peter og hann fann aðeins til innilegrar ástar á úngu stúlkunni. Hann stóð fyrir aftan stólinn hennar og beygði sig niður og hvíslaði að henni: — Getum við farið fram? — Já, hvíslaði hún. — Þegar myndin er búin. Kannski liðu tíu mínútur enn, en fyrir Peter var það sem ei- ________________________________n lífð. Þegar Ijósin voru kveikt, sagði Fíóna — Ég sæki nýjustu litmyndina, Elísabet. Peter komdu og hjálpaðu mér að finna hana. Elísabet opnaði munninn til að andmæla, en augnaráð Fíónu þagg aði niður í henni. Hún leit áhuga- söm á systurina, þegar hún hvarf út úr herberginu ásamt Peter. Fyrir utan dyrnar hikaði Fíóna augnablik. — Við förum hingað inn, sagði hún og tók í hönd Peters og dró hann með sér inn í vistlegt herbergi, þar sem eldur skíðlogaði í arni. Jafnskjótt og þau höfðu lokað dyrunum voru þau í faðmlögum. Þau þrýstu sér fast hvort að öðru og kossar þeirra voru langir og innilegir, eftir að þau höfðu bæði orðið að þreyja svo lengi. Loks losaði hann takið um hana og horfði á andlit hennar. — Peter, þetta hafa verið lang- ar vikur, sagði hún. — Já, ég vei. það. —- Hvers vegna reyndirðu ekki að hafa upp á mér. - — Hvers vegna hljópst þú á brott frá mér? — Ég útskýrði það fyrir þér í bréfinu. Ég gat ekki verið um kyrrt, eftir það, sem hafði farið á milli okkar. — Hvernig heldurðu að mér hafi orðið við sð koma aftúr og ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 4. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegís útvarp. 13.00 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum Dagrún Kristjánsdóttir húsmæðrakennari ræðir um reikningsskil. 15.00 I Miðdegis- útvarp. 16.00 I Síðdegisút varp 18.00 Tónlistartími bam- anna Jón G. Þórarinsson stj. 18. 20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20. 00 Norskir gestir 1 tónleikasal: Bíandaður kór samtakanna ,,Bondeungdomslaget“ syngur með Sinfóníuhljómsveit íslands kórverkið. 20,30 Hinn eini og hinir mörgu. Hendrik Ottósson fréttamaður flytur fyrsta erindi sitt 21.00 Þriðjudagsleikritið: ,Hæstráðandi til sjós og lands“ 21.50 Flautukonsert í G-dús eftir Tartini. 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.15 Átta ár i Hvíta hús inu. Sigurður Guðmundsson skrif stofustjóri flytur kafla úr end urminningum Harrys Trumans fyrrum Bandaríkjaforseta (6). 22. 35 „Hvítar rósir og rauðar“ þýzkir listamenn syngja lög við ljóð eftir Hermann Löns. 23.00 Á hljóðbergi. 23.35. Dagskrárlok. í dag Miðvikudagur 5. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Við vinnuna; Tón leikar. 14.40 Við sem heima sitj um Sigrún Guðjónsdóttir les skáldsöguna „Svört vom ____seglin“ etfir Ragnheiði Jónsdóttur (14) 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síð degisútvarp. 18.00 Útvarpssaga bamanna: ,,Á krossgötum" eftir A. Sommerfelt. Guðjón Ingi Sis urðsson leikari les. 18.20 Veður fregnir. 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir. 20,00 Daglegt mál Ámi Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Efst á baugi. Björgvin Guðmunds son og Björn Jóhannsson tala um erlend málefni. 20.35 Raddir lækna Snorri Páll Snorrason tal ar um háan blóðþrýsting. 21.00 Lög unga fólksins. Gerður Guð mundsdóttir kynnir. 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. 22.15 Bertold Brecht: Erindi og ópera. Krlstj án Árnason menntaskólakennari talar um Brecht. 23.55 Dagskrár lok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.