Tíminn - 04.01.1966, Síða 13

Tíminn - 04.01.1966, Síða 13
ÞRIÐJTJDAGUR 4. janúar 1966 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 íslandsmótið byrj- ar á laugardaginn 1 og 2. deild í kvennaflokki. Áhorfendurn- ir voru fáir Búlgaría og Belgía leku, fyrir skemmstu aukaleik um sæti í loka keppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Fór leikurinn fram á hlutlausum velli, í Florence á Ítalíu, og sigraði Búlgaría með 2:1 og varð því 16. og jafnframt síð- asta landið til að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Myndin hér að ofan er frá leikn- um í Florence og sést Búlgari skora sigurmarkið. f baksýn má sjá auða áhorfendapalla, en áhorf- endur voru aðeins um 10 þús. tals- ins. Þannig vill það oft verða, þeg- ar leikið er á hlutlausum velli. Áhorfendur koma aðeins til að sjá sína menn leika. Alf-Reykjavík, mánudag. 1. deildar keppnin í handknatt- leik mun hefjast n.k. laugardag með tveimur leikjum. Fram og Valur leika í öðrum og Ármann og KR í hinum. Nefnd, sem skipuð var af HSÍ og IIKRR hefur nú íkipulagt í.iiandJWWitift'-Tit.1 -rsíSað öllum leikjum niður. Taldar voru litlar líkur til þess, að hægt yrði að hefja 1. deildar keppnina fyrr en um mánaðarmótin jan.-feb., en þar sem nú er ákveðið, að mótið fari fram að Halogalandi en ekki í íþróttahöllinni, hefur þetta breytzt. Það verður því mikið um að vera í handboltanum um næstu helgi. Á föstudaginn leikur FH fyrri leik sinn gegn Fredensborg í Evrópubikarkeppninni, á laugar- daginn byrjar íslandsmótið, og á sunnudaginn leikur FH síðari leik sinn gegn norska liðinu. Næstu leikir í Íslandsmótinu eru svo fyrirhugaðir n.k. þriðjudag. Eins og skýrt var frá hér á fþrótta síðunni, munu stúlkur frá Vest- mannaeyjum úr félögunum Þór og Tý taka þátt í 2. flokks mótinu. Við þetta má bæta, að stúlkur frá Þór munu einnig taka þátt í meist araflokki kvenna. Þátttaka í meist Kristinn sigraði Skálamót Skíðaskálans var hald- ið 2. janúar við Skíðaskálann í Hveradölxun. Mótið hófst kl. 1.30, og voru keppendur allmargir frá skíðafélögunum í Reykjavík og fleiri félögum. Veður var gott, frost um 4 stig, bjart veður og logn. Jóakim Snæbjörnsson ræsti. Úrslit urðu þessi: 1. Kristinn Benediktsson, fsaf. 61.5 2-2 Guðni Sigfússon, Í.R. 65.0 2-3 Þorbergur Eysteinss., Í.R. 65.0 4. Leifur Gíslason, K.R. 68.0 5. Sigurður Einarsson, Í.R. 70.0 Drengjaflokkur: 1. Eyþór Haraldsson, Í.R. 67.0 2. Tómas Jónsson, Ármanni 67.0 Benediktsson í Skálamótinu 3. Hörður Harðarson, Í.R. 97.5 4. Haraldur Haraldsson, Í.R. 116.0 Eftir keppni afhenti formaður Skíðasambands íslands Stefán Kristjánsson verðlaun. í karla- flokki var keppt um þrjá bikara, sem vinnast til eignar þeim þrem, sem höfðu beztan brautartíma sam anlagt. Guðni Sigfússon og Þor- bergur Eysteinsson höfðu sama tíma samanlagt. og komu í mark- ið sem annar og þriðji maður og var varpað hlutkesti um, hvor þeirra skildi verða nr. 2. í drengja flokki var keppt um bikar og hlaut sá drengur hann til eignar, er bezt an tíma hafði samanlagt. Eftir tvær umferðir voru þeir Eyþór Haralds- son og Tómas Jónsson jafnir, en þar sem þeir eru svo ungir og sprækir, eins og Stefán Kristjánss. komst að orði við verðlaunaaf- hendingu, létu þeir sig ekki muna um að fara enn einu sinni í braut ina, og hafði Eyþór þá betri tíma, og vann hann því bikarinn sem um var keppt. Mótið fór vel fram og var keppendum og gestum til ánægju. Margir Reykvíkingar fóru í Skíðaskálann eftir hádegi á sunnudag til að fylgjast með skemmtilegri keppni og fá sér kaffisopa í hinum vistlegu veitinga sölum Skíðaskálands og var hvert sæti skipað þar allan síðari hluta dagsins. Á nýársdag fóru þessir leik- ir fram á Englandi: I. deild. Aston Villa—Newcastle 4:2 Blackbum—Burnley 0:2 Blackpool—Chelsea 1:2 Fulham—Arseal 1:0 Leeds—Sheff. W 330 Leicester—Stoke 1:0 Liverp—Manchester Utd. 2:1 Sunderland—WBA 1:5 Sheff. Utd.—Northampt. 2:2 Tottenham—Everton 2:2 West Ham—-Notthingh. F. 0:3 Leikur Liverpool og Manch- 'ster Utd. var að sjálfsögðu á sviðsljósinu. Troðfullt var á Andield Road í Liverpool, og þremur stundarfjórðungum áð- ur en leikurinn hófst, varð að loka vellinum. Er þetta í 6. eða 7. skipti á keppnistímabil- inu, sem Liverpool fær fullan völl. Dennis Law skoraði eina mark Manch. á 2. mín., en Smith og Milne skoruðu mörk Liverpool, og var sigurmark Liverpool skorað á síðustu mín útu leiksins, en þá hafði liðið sýnt yfirburði allan síðari hálf leikinn. Þess má geta, að fyrir þennan leik. hafði Manchester Utd. leikið 11 leiki án taps- Einn leikur fór fram í gær i 1. deild: Sunderland—Newcastle 2:0 Staða efstu liða er þá þessi: Liverpool 25 16 4 5 51:22 36 Burnley 24 15 4 5 55:29 34 Tottenham 24 12 6 6 50:36 30 Leeds 21 12 5 4 39:16 29 Manc.Utd 23 11 7 5 46:32 29 2. deild. Bristol—C. Palace 1:1 Bury—Ipswich 1:1 Cardiff—Plymouth 5:1 Carlisle—Charlton 3:1 Coventry—Preston 5:1 Derby—Portsmouth 3:1 Manchester C.—Huddersf. 2:0 Norwich—Birmingham 2:2 Rotherham—Middlesbro 4:1 Southamton—Bolton 5:1 Wolves—Leyton 2:1 Á nýársdag urðu úrslit þessi á Skotlandi: Clyde—Celtic 1:3 Dunfermline—Morton 2:J Hamilton—Mortherwell 1:4 Hibernian—Hearts 2:3 Rangers—Partick 4:0 St. Mirren—Kilman.ock 4:7 Og í gær fór fram umferð á Skotlandi, og þá skeði það. að Rangers fékk slæma útreið, tapaði 1:5 fyrir Celtic. Úrslit Frannrfio a ni> araflokki kvenna er þá orðin svo mikil, að það ráð hefur verið tek- ið upp, að leika i tveimur deild- um, 1. og 2. deild. í 1. deild leika öll liðin, sem tóku þátt í mótinu í fyrra, þ.e. Valur, Víkingur, Ár- mann, Fram, FH og Breiðablik. En í 2. deild leika KR, Keflavík og Breiðablik. Námskeið I jucio Hið nýja félag judomanna hér. Jodokwai, efnir til námskeiðs fyr- ir byrjendur og stendur það ti) janúarloka, ‘ en þá er von á er- lendum judoþjálfara til félagsins og er miðað við, að þátttakendur í þessu námskeiði hljóti nægan undirbúning til þess að geta farið í framhaldsæfingar til hans. í at- hugun er að efla til kepþni í byrj- un febrúar og síðan aftur í byrj- un maí og veita þá stig fyrir kunn- áttu og getu í judo. Stigveitingar Judokwai eru viðurkenndar hvar [ sem er í heiminum, svo að það er eftirsóknarvert fyrir þá, sem áhuga hafa á að hljóta frama í judo að hljóta stig innan Judo- kwai. Innritun í námskeiðið fer fram í ■Langager,ði.lJ..fösliuiag.ioii.7^1a.{L., kl. ,8 k.d. og laugardaginn 8. jan. kl. 4’s.d. Þar fer einnijl fram á sama tíma innritun í „old boys æfingar."1 í Judokwai er lögð áherzla á það, að judo er ekki að- eins fyrir keppnismenn, það er raunverulega alhlíða líkamsræktar- kerfi fyrir unga sem gamla. Það, sem nefnt er hér ,,old boys æfing- ar“ er aðeins til þess að undir- strika, að ekki er lögð áherzla á að búa menn undir keppni í þeim tímum, heldur verða léttari en þó alhliða æfingar til að auka þol og mýkt, auk þess, sem kennd verður sjálfsvörn. Stjórn Jodokwai vill minna á, að í Judobókinni eftir R. Bowen og Hodkinson er mikinn fróleik að finna um judo, og mælir með að judomenn kynni sér hana vel til þess að efla sem bezt þekkingu sína, og árangur sinn í judo. BRIDGE Miðvikudaginn 5. janúar hefst að nýju landsliðskeppni Bridgesam bands íslands, en 6 efstu karla- pörfn og þrjú efstu kvennapörin koma til með að spila fyrir íslands hönd á norræna brigdemótinu. Spilað verður að Hótel Sögur og hefst keppnin kl. 17.30. Eftir er að spila í þrjú kvöld til að ljúka keppninni og verður spilað þrjá fyrstu miðvikudaga í janúar. Kven- fólkið á eftir að spila einu sinni auk þessara þriggja kvölda og verð ur auglýst nánar síðar. hvenær sú keppni fer fram. Þrátt fyrir það, að þetta langt sé liðið á keppnina, er alveg óvíst ennþá hvaða spilarar koma til með að skipa þessi sæti. Keppnin er það jöfn, að fjöldi spilara hefur möguleika á því að hreppa sætin. Þeir svara TÍMA- spurningu Kom ákvörðun um að halda enga mótaleiki í íþrótta höllinni í vetur á óvart? Fréttin um það, að engir mótleikir verði háðir í íþrótta- höllinni í Laugardal í vetur, hefur vakið mikla athygli, enda var fastlega reiknað með, að 1. deildar keppnin, bæði í handknattleik og körfuknatt- leik, færi fram í hinu nýja íþróttahúsi. Þessi ákvörðun ger ir það að verkum, að einn vetur til viðbótar verður Há- logalandssalurinn vettvangur þessara íþróttagreina. Íþróttasíðan hefur snúið sér til þeirra Ásbjarnar Sigurjóns- sonar, formanns Handknattleiks sambands íslands, og Boga Þor steinssonar, formanns Körfu- knattleikssambands fslands, og lagt eftirfarandi spurningu fyr- ir þá: Kom ákvörðun um að halda enga mótaleiki í íþróttahöllinni í vetur á óvart? Ásbjörn SigUrjónsson: „Nei, ég get ekki sagt, að ákvörðun um þetta hafi komið á óvart, því á s.l. hausti vor- um við í HSÍ látnir vita, að erfitt yrði að vinna við húsið, ef mótaleikir færu fram til við- bótar þeim leikjum við.erlend lið, sen, fyrirhugaðir væru. Um þessa ákvörðun vil ég annars segja, að það er vissu- lega slæmt, að við skulum enn einu sinni þurfa að halda 1. deildar keppni okkar að Há- logalandi, en við þessu er ekk- ert að segja, því þetta gengur jafnt yfir alla. En ég vil undir- strika, þrátt fyrir nokkur von- brigði, að ég er mjög ánægð- ur með það, að nú verður kapp kostað að ljúka við bygginguna. Það verður ennþá ánægjulegra fyrir handknattleiksmenn að leika fslandsmót sitt í fullklár uðu húsi, og bót er í máli, að í vetur getum við þó notað íþróttahöllina fyrir milliríkja- leiki." Bogi Þorsteinsson: „Ákvörðunin um að halda enga mótaleiki í íþróttahöllinni í vetur kom mér algerlega á óvart, og ég varð fyrir vonbrigð um, þegar ég heyrði um hana, því svo lengi hefur verið beð- ið eftir þessari nýju aðstöðu fyrir innanlandsmót. Þegar ég hef slitið fslandsmótinu í körfuknattleik s.l. tvö ár, hef ég í bæði skiptin látið í ljós þá von mína, að ekki Þyrfti að leika á Hálogalandi aftur Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.