Tíminn - 04.01.1966, Side 16
Bóksala ald rei jaf n
ari og betri en nú
Myndin var tekin skömmu eftir að v. s. Þór fór á hliðina i Slippnum i
Reykjavlk. Greinilega sézt hvernig skipið hefur lagzt út í uppistöður
dráttarsleðans. (Tímamynd K. J.)
SJ—Reykjavík, mánudag.
Þrátt fyrir miki'ð vöruúrval í
verzlunum var góð sala í bókum í
desembermánuði og bóksalar, sem
Tíminn ræddi við ánægðir með
sinn hlút.
Helzta einkennið var jöfn og
góð sala í mörgum bókatitlum.
Nokkrir bókatitlar seldust alveg
upp, og ljóst er. að allir helztu
bókaútgefendurnir mega vel við
una, enda eru margir þeirra furðu
vissir í sinni sök. Af vandaðri
bókum er bókin um Davíð Stefáns
son efst á blaði, en margir bóka
titlar fylgja fast á eftir. Bóksalarn
ir töldu að mjög fáir útgefendur
hafi farið verulega halloka, mun
færri en í fyrra.
Talið er að Setberg hafi selt
barnabækur einna jafnast og
bezt. en sala í barnabókum var
mjög mikil. Bók Ármanns Kr.
Einarssonar seldist mjög vel og
endurútgáfa Sögunnar af Hjalta
litla seldist einnig ágætlega, enn-
fremur bækur eftir Enid Blyton.
Þegar í desemberbyrjun komst
góður skriður á bókasöluna og
var salan jöfn allan mánuðinn.
Meðal þeírra bóka sem þraut
h.iá bóksölum var Káinn. Ævin-
týrabrúðurin eftir Höllu Linker,
Vilhjálmur Stefánsson og Myndir
daganna eftir séra Svein Víking.
Aðalfundur fulltrúa
ráðs Framsóknar-
félaganna í Rvík
verður haldinn föstudaginn 7. jan
úar næst komandi, að Tjarnar
götu 26. Hefst hann kl. 20.30. Dag
skrá: 1. venjuleg aðalfundarstörf,
2. lagabreytingar, 3. önnur mál.
ÞÓR FOR A HLID-
INA í SLIPPNUM
KJ—Reykjavík, mánudag
Það óhapp vildi til skömmu fyr
ir klukkan fjögur í dag, þegar
verið, var að taka varðskipið Þór
upp í slipp hér í Reykiavík, að
skorður fóru undan skipinu bak
borðsmegin og valt skipið við
það á hliðina á uppistöður
dráttarsleðans.
Nokkurt hvassviðri var á þegar
taka átti skipið upp, og þegar
Eyja úr sæ
HZ—Reykjavík, mánudag.
Mikið gos var í nýju eld
stöðvunum við Surtsey í
dag og var gosið slitrótt
framan af en síðan stöðugt.
Ný eyja er risin úr sæ, er
það ca. 100 metra langt rif
og gýs aska og reykur upp
úr tveim gígum, sem mynd
ast hafa- Blaðið hringdi í
Sigurð Þórarinsson, jarð-
fræðing og spurði hann
frétta um eyjuna.
Framhald á bls. 14.
þar við bættíst að ekki hafði verið
gengið nægjanlega vel frá skorð
unum bakborðsmegin féll skipið
til hliðar þegar stefnið var komið
nokkuð upp úr sjónum. í mestu
rokunum rambaðti skipið allt til,
og forðuðu því flestír starfsmenn
irnir sér frá borði. áður en skip
ið valt. Einn af starfsmönnum
Slippsins stóð á brú, sem er á
uppistöðum dráttarsleðans, og
þegar hann sá skipið bókstaflega
koma yfir sig, tók hann á það ráð
að henda sér í sjóinn, og varð að
synda nokkra vegalengd út í
Slippsbryggjuna, í gæruúlpu og
öðrum hlífðarfötum. Honum mun
ekki hafa orðið meint af volkinu.
Brú skipsins lagðist utan í uppi-
stöður dráttarsleðans, og skekkt
ist sleðinn allur. auk þess sem
brúin og skipsskrokkurinn dælduð
ust, en leki mun ekki hafa komið
að varðskipinu.
Framhald á bls. 14.
Fannst látinn
HS—Akureyri, mánudag.
Tuttugu og níu ára gamall Ak
ureyringur Jón Hjaltalín drukkn
aðí í Akureyrarhöfn á gamlárs
kvöld eða á nýársnótt. Hafði
hann farið að heiman frá sér
klukkan um 10 á gamlárskvöld, og
þegar hann kom ekki heim til sín
um nóttina var farið að leita hans.
Um morguninn fannst l£k hans í
flæðarmálinu við niðursuðuverk
smiðjuna.
Dauðaleit að manni
KJ—Reykjavík, mánudag.
í nótt voru leitarflokkar kallað
ir út til að leita vistmanns af
Reykjalundi í Mosfellssveit, sem
ekki hafi sézt síðan um klukkan
níu i gærkveldi. Fannst maður
inn látinn í dag við Álafoss.
Hér er um að ræða 53 ára gaml
an mann, sem hafði dvalizt að
FramhaW á Ms. 14.
FRAMSÓKNARVISTIN Á SÖ6U
Annað spilakvöldið í fimm verðlaun. Miðapantanir í sím
kvölda keppninni verður að um ^55'64 16066. °S á skrif
Hotel Sogu sunnudaginn 9. jan Tjarnargötu 26 Tryggið yður
úar, n. k. og hefst klukkan 8.30. miða tímanlega.
Munið hin glæsilegu heildar Framsóknarfélag Reykjavíkur
534 brunaútköll
KJ-Reykjavík, mánudag.
Gunnar Sigurðsson varaslökkvi-
liðsstjóri gaf Tímanum þær upplýs-
ingar í dag að á árinu 1965 hefði
slökkviliðið í Reykjavík verið
kvatt út 534 sinnum, og hafa aldr-
ei verið jafn mörg brunaútköll á
einu ári hjá slökkviliðinu. Næst
kemur árið 1959 með 475 útköll.
Þessi 534 brunaútköll skiptast
þannig að í 93 skipti var um grun
um eld að ræða, 56 sinnum var
slökkviliðið gabbað og fimm sinn-
um var um mikið tjón af völdum
elds að ræða. Þessi fimm skipti
eru eldsvoðar í Trésmiðju Birgis
Ágústssonar í Brautarholti, Rör
steypunni í Kópavogi, vélbátnum
Kára er lá við Grandagarð, að
Kringlumýrarbletti 5 þar sem gam
alt timburhús gjöreyðilagðist - af
eldi og bruninn að Setbergi fyrir
ofan Hafnarfjörð. í hin 380 skipt-
Framhald á bls. 14.
BÍLLI HÖFNINA Á AKUR-
EYRI - MAÐUR DRUKKNAR
HS—Akureyri, mánudag
I.aust fvrir klukkan hálfníu á
gamlársdagsmorgun var hringt til
lögregluniiar og tilkynnt að vöru
bifreið htfði ekið fram af Torfu
nesbryggju. Var látið fylgja með
að óvíst væri hvort maðu.r hefði
verið í bifreiðinni, en það uppgötv
aðist um klukkustund síðar að svo
hafði vcrið, er froskmaður fann
Heimi Baldvinsson látinn í bílnum
í höfninni.
Lögreglan fór þegar á staðinn,
en yfirlögregluþjóninn Gísli Ólafs
son settí sig í samband við kaf
arann Jóhann Gauta Gestsson, sem
brá skjótt við og kafaði niður að
hinum sokkna bíl. Erfitt var um
köfun þar sem þykkur ís er á
höfninni, og því dimmt niðri, auk
þess sem benzín úr bifreiðinni fór
í sjóinn. í fyrstu tilraun fann
kafarinn ekkert, en í annarri til-
raun fann hann Heimi í bílnum,
og hafði hann skorðazt undir
mælaborðinu hægra megín. Frá
því látið var vita um slysið og
þar til búið var að ná manninum
upp, leið um ein klukkustund.
Heimir heitinn var starfsmaður
Olíuverzlunar íslands á Akureyri,
og fór til vinnu á venjulegum tíma
um morguninn. Var hann að koma
úr viðgerðarferð ofan af brekku
Framhald á 14. síðu.
Á myndlnni til vinstrl er kafari að fara niður af bryggjunni 4 Akur-
eyrl, en til hagri er verlð að draga vörubílinn upp úr sjónum.
(Tímamyndr HS)