Vísir - 22.02.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 22.02.1974, Blaðsíða 1
64. árg. —Föstudagur 22. febrúar 1974. — 45. tbl. „Blessaðir, farið þið að semja" Þrir ráðherranna hafa varla vikið úr Hótel Loftleiðum siðustu daga. Þeirganga á milli „viglina” og hvetja menn til að semja. Hér er Lúðvik með flokksbræðrum sinum, Eðvarð Sigurðssyni og Snorra Jónssyni. ASÍ felldi sáttatillöguna einróma undirbýr nýja tillögu—hugsanlega lögð fyrir félögin Flóðin í Þorlákshöfn: Kjallarinn fylltist á klukkutíma — baksíða • • Omurlegu húsnœði lokað! „Án þess að ég vilji vera að blúsa þetta mál nokkuð upp, verð ég að segja, að húsnæð- ið, sem við vorum að reka fólkið út úr i Njarðvik á mið- vikudaginn, er það ömurleg- asta, sem Brunamálastofnun in hcfur haft afskipti af,” sagði Bárður Danielsson, þegar Visir hafði tal af hon- um i morgun. Tilefnið var lokun fbúðarhúsnæðis sem Karvel Ögmundsson út- gerðarmaður hafði leigt út, en dæmt var óibúðarhæft af fjórum eftirlitsstofnunum hins opinbera. — Sjá bls. 3. ¥ Forsœtisráðherra segir álit sitt á undirskrifta- söfnuninni — sjá bls. 6 ★ JÓLATRÉÐ, SEM VILDI EKKI DEYJA Þessir brumsprotar eru ekki á neinu venjulegu greni- tré. Þeir eru nývaxnir á jóla- tré sem var höggvið i Dan- mörku einhvern tima i októ- ber, og flutt hingað til landsv Það bar jólaskraut um jólin, og stóð i jólatrésfæti með vatni i. En þá fór húsbóndinn á hcimilinu að taka eftir svo- litlu i sambandi við tréð...Um það lesum við á bls. 2 lögu sinni/ og var taliö, að ný sáttatillaga kæmi frá henni, þegar fundir byrja aftur upp úr hádegi. Hugsanlega lætur sáttanefnd bera málamiðlunartillögu undir almenna atkvæðagreiðslu i ein- stökum félögum verkafólks og vinnuveitenda, ef hún verður felld af samningamönnum. Þó verða aðrar leiðir þrautreyndar fyrst. Tillaga sáttanefndar gekk út á, að hin almenna kauphækkun yrði 1100 krónur á mann á mánuði til viðbótar 7 prósent kauphækkun strax og tvisvar sinnum 3 prósent siðan á tveggja ára timabili. Þetta er töluvert langt frá sið- ustu tilboðum ASt, sem gengu út á 1500 krónu hækkun á mann á mánuði til viðbótar prósentu- hækkun, söm yrði samtals 28% á tveggja ára timabili. I tillögu sáttanefndarinnar felst, að lægsta kaup mundi hækka um nálægt 19%, þegar framangreind hækkun bætist við tilfærslu taxta hjá þeim launa- lægstu. Hjá öðrum yrði hækkun þvi minni að hundraðshluta, sem kaup þeirra er hærra, þar sem þá verða 1100 krónurnar þvi minni hækkun i prósentum og ekki um að ræða færslur milli flokka. Talsvert ber þvi enn á milli, og timinn rennur út. Allsherjarverk- fall er boðað á miðnætti næstkom- andi. Þvi verður ekki frestað, segja ASl-menn, nema þvi að- eins, að búið verði að ná saman þá en aðeins eftir að ganga endanlega frá málum. Þá yrði hugsanleg sólarhrings frestun eða svo. Helgarverkfall? „Vonirnar minnka,” sagði Björn Jónsson ráðherra um mið- nættið. „Þó er ekki útséð um mál- in. Menn eru að vona að verði verkfall þurfi það ekki að standa nema um helgina.” VR-menn voru kampakátir og sögðu, að vel hefði unnizt i þeirra málum i gær. Þeir eru nú mikið einir á báti i samningunum og taldi Magnús L. Sveinsson og Guðmundur Garðarsson, að það hefði gefið góða raun. Þrir ráðherranna, Björn, Hall- dór og Lúðvik eru nær öllum stundum á Hótel Loftleiðum og reyna að koma endunum saman. „Við höldum, að við látum gott af okkur leiða,” segir Björn Jóns- son. Sáttasemjurum fjölgar stöðugt, og eru þeir nú orðnir sex. —HH Samninganef nd ASI felldi einróma um mið- nættið tillögu sáttanefnd- ar, og fundir stóðu til morguns. Sáttanefndin vann að því að breyta til- Og Þorbjörn togaði í Þorbjörn.... — Björgunarsveitin Þorbjörn var ekki kvödd á staðinn Báturinn Þorbjörn frá Grindavik strandaði I innsiglingunni þar i nótt, er hann var að leggja upp i linuróður. Þorbjörn annar gerði tilraunir tilaðná honum út, en festist lika og gat sig ekki hreyft dágóða stund. Aldrei kom þó til, að björgunarsveitin Þorbjörn yrði kölluð út. „Klukkan var rétt rúmlega fjögur i nótt, þegar ég var vakinn upp með fréttunum af strandi Þorbjarnar,” sagði Tómas Þorvaldsson út- gerðarmaður i viðtali við Visi. „Ég fór á staðinn og fylgdist með björgunaraðgerðum Þor- bjarnar II, hélt Tómas áfram. „Bátinn hafði borið upp i grjótið og það fjaraði mjög íljótlega undan honum. Hann stóð að lok- um á þurru og þvi litið hægt áð gera annað en að biða eftir flóð- inu i kvöld.” Björgunarskipið Goðinn er komið á vettvang og mun freista þess að ná Þorbirni út. Ekki var búið að kanna skemmdirnará bátnum, en þær munu hafa orðið óverulegar. Skipverjarnir á Þorbirni hafa hafzt við um borð. Veður hefur verið gott þar syðra og litil hætta á að báturinn laskist meira en orðið er. -ÞJM. Skipsstrand í nótt: Þannig stóð Þorbjörn á þurru við innsiglinguna I morgun. Búizt er við, aðhann náist út aftur á flóöinu i kvöld. — Ljósm.: Visis BG. Hvað stöðvast í verkfalli ? — miklar líkur eru á allsherjarverkfalli — og þar með þurrð á neyzluvörum Líkur eru á verkfalli frá og meö miðnætti í nótt. Ef til þess verkfalls kemur, er naumast um annað að ræða en alls- herjarverkfall. Svo til öll félög innan ASt standa að verkfallsboðun, þannig að lif manna verður að taka allmiklum breytingum um helgina, ef til verkfalls kemur. Bensinstöðvar loka, svo og verzlanir sem selja nauðsynja vöru, svo sem mjólk. Mjólk verður ekki flutt til þéttbýlissvæða, þvi mjókur- fræðingar, bilstjórar og fleiri aðilar, sem við mjólkina vinna, verða i verkfalli. Verzlunarmenn eru nú þegar i verkfalli, en margar búðir eru þó opnar, þar eð eigendur geta gegnt störfum afgreiðslufólks. Með allsherjarverkfalli er hætt við, að erfiðara verði um útveg- un á varningi frá heildsölum og innflutningsaðilum, þannig að vörur hlýtur að þrjóta snemma i búðum. Dagblöðin halda áfram að koma út, ef að likum lætur, þvi prentarar klufu sig frá ASI- blokkinni, og hafa ekki enn boð- að verkfall, hvað sem verður. Hugsanlega lenda dagblöðin þó i erfiðleikum með að pakka blöðum og dreifa. Samgöngur leggjast að mestu niður m.a. vegna lokunar bensinstöðva. Sjúkrahús hljóta að lenda i miklum erfiðleikum, þvi allt hreingerningafólk er inn an vébanda ASt. Vitanlega er útilokað að segja fyrir um, hve lengi verkfall muni standa, og einnig er vont að sjá fyrir allar afleiðingar allsherjarverkfalls, þar eð þær koma ekki þegar i stað i ljós all- ar, en við verðum bara að vona, að samningar takist i dag, eða i siðasta lagi um helgina. — GG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.