Vísir - 22.02.1974, Síða 3

Vísir - 22.02.1974, Síða 3
Visir. Föstudagur 22. febrúar 1974. 3 Kópavogur: TÖLUVERÐAR BREYTINGAR í EFSTU SÆTUM D-USTANS Töluverðar breytingat- hafa orðið á framboðslista Sjálfstæðis- manna i Kópavogi frá þvi, er var i siðustu kosningum. Axel Jónsson bæjarfulltrúi fer nú í „baráttu- sætið” á listanum, hið fjórða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk i sið- ustu kosningum 1521 atkvæði og 3 menn kjörna. í 1. sæti er Sigurður Helgason hæstaréttarlögmaður, sem verið hefur bæjarfulltrúi, en nýir menn koma i 2. og 3. sætið. Richard Björgvinsson viðskiptafræðingur er i öðru sæti og Stefnir Helgason framkvæmdastjóri i þriðja sæti. Eggert Steinsen verkfræðingur, sem var kjörinn fulltrúi siðast, er nú ekki á listanum. t siðustu kosningum fékk „Félag óháðra kjósenda og Al- þýðubandalagið” 1252 atkvæði og 2 menn kjörna. Framsókn fékk 881 atkvæði og 2 fulltrúa. Hanni- balistar fengu 615 atkvæði og 1 mann, og Alþýðuflokkurinn 493 atkvæði og 1 mann. Listi Sjálfstæðismanna er þannig: 1. Sigurður Helgason hæstaréttarlögmaður, 2. Richard Björgvinsson viðskiptafræðingur, 3. Stefnir Helgason fram- kvæmdastjóri, 4. Axel Jónsson bæjarfulltrúi, 5. Bragi Michaels- son húsgagnasmiður, 6. Helgi Hallvarðsson skipherra, 7. Árni Örnólfsson rafvirki, 8. Ingimund- ur Ingimundarson bifreiðarstjóri, 9. Kristófer Þorleifsson cand. med., 10. Ásthildur Pétursdóttir húsfreyja, 11. Guðmundur Gisla- son bókbindari, 12. Erlingur Hansson fulltrúi, 13. Guðfinna Helgadóttir nemi, 14. Kristinn Skæringsson skógarvörður, 15. Torfi Tómasson framkvæmda- stjóri, 16. Ólafur E. Einarsson framkvæmdastjóri, 17. Björg Pétursdóttir húsfreyja, 18. Stein- ar Steinsson tæknifræðingur. 19. Sigurður Steinsson framkvæmda- stjóri, 20. Ólafur St. Sigurðsson héraðsdómari, 21. Jósafat Lindal sparisjóðsstjóri, 22. Kjartan J. Jóhannsson héraðslæknir. Prófkjör fór fram, en röðin á listanum er ekki alveg hin sama og úrslit þess. —HH Þjóðverjar senda fleiri eftirlits- skip hingað segir þýzkt blað Þjóðverjar ætla að senda fleiri eftirlitsskip á Islandsmið og auka „verndina” á togurum sinum, segir vestur- þýzka blaðið VDI Nachrichten. Blaðið segir, að matvæla- ráðuiieytið i Bonn ætli enn að taka á leigu tvo togara og láta breyta þeim i eftirlitsskip. Málið sé i nefndum þingsins, og kostnaður verði 6,3 millj- ónir marka, sem eru riflega 220 milljónir islenzkra króna. Blaðið segir, að aðgerðir islenzkra varðskipa gegn þýzkum skipum hafi aukizt mikið siðan i júli 1973, og þvi þurfi að fjölga eftirlitsskipum frá þvi, sem þá hafi verið. —HH „Ekki er ég verkfalls- brjótur" „Við erum engir verkfalls- brjótar hér hjá bílaleigu Loft- leiða”, sagði Kristján G.R. Tryggvason, forstöðumaður bila- leigunnar, en verkfallsverðir V.R. sögðu Vísi í gær, að þeir hefðu vakandi auga á téðri bila- leigu vegna hugsanlegra verk- falisbrota þar. „Við vinnum hérna þrír. Tveir okkar eru i V.R. og þeir vinna ekki”, sagði Kristján, „ég er hins vegar forstöðumaður bilaleig- unnar, og ég er ekki i V.R. Þess vegna get ég alveg unnið hér einn — þótt erfitt sé. Það kæmi aldrei til greina, að ég færi að bendla mig eða fyrir- tækið við verkfallsbrot. Vesenið út af þessu er nóg fyrir”. Kristján vildi koma þessari yfirlýsingu á framfæri vegna ummæla verkfallsvarða V.R. i Visi á miðvikudaginn. -GG „Út með alki íbúana fyrír klukkan tólf" — þrjátíu íbúar í bragga í Keflavík settir út í fyrradag að skipan fjögurra eftirlita hins opinbera . ,,Það verða allir að vera fluttir úr þessum húsakynnum fyrir klukk- an tólf á'mlðnætti næsta miðvikudags," var ákveðin skipun, sem Karvel Ögmundssyni út- gerðarmanni J Keflavík var gefin, þegar ýmsir eftirlitsmenn hins opin- bera höfðu skoðað bragga við Borgarveg í Njarðvík- um sem Karvel á og leigði sem íbúðarhús. Eftirlitsmenn frá ekki færri en fjórum aðilum hins opinbera úrskurðuðu braggann óhæfan sem ibúðarhúsnæði og gáfu ofangreinda skipun. Voru það eftirlitsmenn frá rafmagnseft- irlitinu, byggingareftirlitinu, heilbrigðiseftirlitinu og eld- varnaeftirlitinu. Börnin syðra kalla þessa braggaþyrpingu gjarnan „draugaborg- ina”. Þarna var mannabústaður þar til siðastliðinn miðviku- dag. .. Sjálfur fær Karvel ekki séð, að neitt sé athugavert við braggann, en þar hafði hann innréttað átta ibúðir, og var bú- ið I þeim öllum, þegar fyrr- nefndir eftirlitsmenn gripu inn i málið. Þarna voru samtals um 30 manns á öllum aldri, og voru það bæði Færeyingar og Banda- rikjamenn. „Hér sérðu pappirana frá þessum herrum.” Og Karvel ögmundsson (t.v.) sýnir fréttamanni VIsis, Magnúsi Gíslasyni, fyrirskipanir embættismannanna. Það, sem húsnæðinu var helzt fundið til foráttu af hálfu eld- varnaeftirlitsins, var það, hversu gluggar eru fáir, en þeir eru ekki manngengir. Þá eru aðeins einar litlar dyr i hvorri álmu, en ibúðirnar eru fjórar á tveim hæðum i hvorum enda braggans. Er augljóst, að það gæti orðið miklum erfiðleikum háð að komast út úr braggan- um, ef eldur kæmi þar upp. „Maður frá heilbrigðiseftirlit- inu skoðaði hér húsakynnin fyr- ir nokkuð löngu siðan og fann þá ýmislegt að, sem ég svo bætti strax úr,” sagði Karvel i stuttu spjalli við fréttamann Visis i fyrradag. „Ég var lika búinn að mála allt i hólf og gólf og gera ýmsar aðrar lagfæringar, sem bættu útlitið. Það er viða óþrifa- legra en hér.” — ÞJM/EMM. Tveir ibúar braggans flytja út. Þeir vildu engu svara spurning- um Visis. Ovarkárir spreng- ingamenn — sleppa yfirbreiðslum á sprengistaði til að spara tíma Framrúða I bil sprakk i fyrra- dag, er stór steinn lenti á rúðu- karminum. Ástæðan fyrir stein- fluginú var sú, að i 130 metra fjarlægð voru menn að sprengja klappir. Þeir höfðu sleppt þvi að breiða yfirbreiðslur yfir sprengistaðinn, og þvi fór svo að grjótflug var i allar áttir. Þetta var i nýja hverfinu i Breiðholti. Að sögn lögreglunnar i Árbæjarhverfi, þá kemur það iðulega fyrir að sprenginga- menn sleppa þvi að breiða yfir- breiðslur yfir sprengistaðina. Það er lögreglustjóri á hverj- um stað, sem sér um að veita sprengingaleyfi, og þá um leið að svipta menn þeim. „Það kemur mjög oft fyrir að fólk hringir hingað vegna sprengingamanna sem fara ógætilega”, sagði Vilberg Helgason, öryggisskoðunar- maður hjá öryggiseftirlitinu, i viðtali við blaðið. „Við visum öllu sliku til lög- reglunnar. Við getum ekkert eftirlit haft með þessu, þar sem það er annar aðili sem sér um veitingu leyfanna”. Vilberg sagði, að þeim öryggiseftirlitsmönnum virtist sem þekkingu hjá sprenginga mönnum virtistyoft ábótavant. Iðulega er kvartáð til öryggis- eftirlitsins út af slikum mönn- um. „Þar sem verktakar eru að vinna við sprengingar, vill stundum brenna við að menn sleppi að breiða yfir sprengi- staðinn til að spara tima. En þeir ættu að reyna að fara ekki hraðar en það, að þeir fari ekki yfir i eilifðina”, sagði Vilberg að lokum. óH. GJAFAVÖRUR í mjög miklu úrvali ★ OPIÐ TIL KL. 7 4 TÉKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 simi 13111

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.