Vísir - 22.02.1974, Qupperneq 8
8
Visir. Föstudagur 22. febrúar 1974.
íslandsblað hjá Courier
Febrúarhefti timarits Menn-
ingarmálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, Unesco Courier, er að
mestu leyti helgað Islandi. Er
þetta gert i tilefni af 1100 ára af-
mæli byggðar landsins. Rit þetta
kemur út á 15 tungumálum, og er
heildarupplag þess hátt á fjórðu
milljón eintaka. Er vart hægt að
hugsa sér betri landkynningu,
enda fer ritið mest i hendur
manna, sem sifellteru á ferðinni.
Ýmsir þekktir tslendingar leggja
blaðinu til efni og myndir.
HVER ER
SINNAR
ÆFU SMIÐUR
0SAMVINNUBANKINN
Þá byrjar ballið aftur...
í byrjun vikunnar eyddu margir
dýrmætum tima við bensin-
stöðvar landsins i biðröð, sem
virtist næstum endalaus. Þá átti
verkfall að koma til fram-
kvæmda. Enn stendur þjóðin
frammi fyrir verkfallshættunni —
á miðnætti i nótt á verkafall að
skella á og fari svo að verkfall
verði, þá verður ekki deigan
dropa að fá á bensinstöðvum
nema fyrir þá ljónheppnu, sem
ganga með undanþágukort upp á
vasann, en þau eru venjulega
gefin út af verkfallsstjórnum til
þeirra, sem nauðsynlega eru
taldir hafa þörf fyrir slikt.
Hjúrkunarnámið
verður endurskoðað
Frumvarp til laga um hjúkrunar-
nám á að leggja fyrir næsta
reglulega alþingi, en tillögur eiga
þá að hafa borizt nægilega
snemma til menntamálaráðu-
neytisins frá nefnd, sem skipuð
hefur verið til að endurskoða
gildandi löggjöf um nám
hjúkrunarfólks. 1 nefndinni eiga
sæti borbjörg Jónsdóttir, skóla-
stjóri Hjúkrunarskóla tslands,
sem er formaður, læknarnir Arin-
björn Kolbeinsson og Snorri Páll
Snorrason, skipaðir skv. tilnefn-
ingu háskólans, Elin Eggerz
Stefánsson, hjúkrunarkona, skv.
tilnefningu H júkrunarfélags
tslands, Ingibjörg Magnúsdóttir,
deildarstjóri, skipuð af heii-
brigðisráðuneytinu og Sigurður
H. Jónsson, hjúkrunarnemi,
samvk. tilnefningu Hjúkrunar-
nemafélags Islands.
&
HEIMDALLU
SAMTÖK U'NGRA SJÁLFST/EÐISMANNA í REYKJAVÍK
Stefnuskrárróðstefna
Heimdallar, seinni hluti
Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna, efnir til siðari hluta
ráðstefnu um stefnuskrá Heimdallar á Hótel Loftleiðum (Leifs-
búð) föstudaginn 22. febrúar, kl. 17:30.
Lagðar verða fram álitsgerðir eftirtalinna starfshópa:
1. Starfshópur um þjóðmál.
Málshefjandi: Pétur Kr. Hafstein.
2. Starfshópur um utanrikismál.
Málshefjandi: Jón Magnússon.
3. Starfshópur um menntamál.
Málshefjandi: Gústaf Nielsson.
4. Starfshópur um borgarmál:
Málshefjandi: Gunnar Hauksson.
5. Starfshópur um skipulagsmál Heimdallar.
Málshefjandi: Jón Zoé’ga.
6. Starfshópur um Sjálfstæðisstefnuna.
Málshefjandi: Kjartan Gunnar Kjartansson.
Álitsgerðir starfshópanna liggja frammi fjölritaðar á skrifstofu
Heimdallar, Siðumúla 8 og á ráðstefnunni.
HEIMDALLUR S.U.S.
„Blésu þeir í sönglúðra..."
Þessir snaggaralegu lúðra-
þeytarar eru úr Kópavogi, til-
heyra lúðrasveit skólanna þar og
hafa oftlega vakið athygli fyrir
góðan hljóm. Eflaust eiga mörg
þessi ungmenni eftir að láta enn
frekar að sér kveða annaðhvort
sem einleikarar eða góðir liðs-
menn hljómsveita.
Kaffistofu lokað/ — nem-
endur sátu þar að spilum
Skólastjóri Iðnskólans i
Reykjavik hefur látið loka kaffi-
stofu nemenda skólans að þvi er
segir i nýútkomnu hefti af Iðn-
nemanum. Ástæðan segir blaðið,
að sé talin sú, að nemendur hafi
setið þar að spilum i stað þess að
sækja tima. Segir blaðið þetta fá-
sinnu. „Stundaskrá skólans er
svo gloppótt og mætingar
kennara svo stopular, að iðulega
verða nemendur að eyða óeðli-
legum tima þar upp frá og er þá
ekki verra að hafa einhvern
samastað, þó ekki sé nema til
þess að menn geti leyft sér þann
munað að vera þyrstir”. Segir
Dlaðið óánægju nemenda vegna
lokunarinnar á kaffistofunni
mjög megna.
Námsmenn hræöast
söluskattshækkun
t þeim hópi fólks, sem ekki óttast
háa tekjuskatta, er námsfólkið. I
ályktun stjórnar stúdentaráðs frá
i fyrradag segir m.a.: ,,t þessu
sambandi getur verið um geysi-
lega hagsmuni islenzkra náms-
manna að ræða. Svo sem al-
kunnugt er orðið, munu náms-
menn, samkvæmt þeim nýju hug-
myndum um skattakerfi lands-
manna, sem nú eru i deiglunni,
greiða 5 stigum hærri söluskatt en
ella, en hljóta upp til hópa engar
ivilnanir frá tekjuskatti, vegna
þess að hann er oftast enginn”.
Telur stjórn SHt að ekki sé unnt
að leysa skatttilfærslur þessar
nema i samráði við samtök
námsmanna hér á landi.
HJONARUM
Vorum að fá ný hjónarúm úr álmi,
mahogny og palesander
Falleg og vönduð rúm
BÚSLÓÐ
Borgartúni 29 - Sími 18520