Vísir - 22.02.1974, Side 9

Vísir - 22.02.1974, Side 9
Vísir. Föstudagur 22. febrúar 1974. cTVlenningarmál Bannfœrð orð útvarp: Það kom nokk- uð á óvart, hversu fróð- legur hann var, um- ræðuþátturinn um varn- armálin, sem útvarpað var á sunnudagskvöldið. Það verður að teljast skynsamleg ráðstöfun af útvarpsmönnum að láta þá, sem hæst hafa vegna varnarmálanna, halda hin stuttu erindi, tvö á kvöldi flest kvöld siðustu viku. Og svo komu þeir saman á sunnudaginn, kapparnir, og börðust næsta prúðmannlega. Mest gagn var af viðræðum þeirra Styrmis Gunnarssonar ritstjóra og Ólafs Ragnars Grimssonar prófessors. Ólafur Ragnar á reyndar heið- urinn af þvi að hafa beint umræð- unum i skynsamlega átt, þvi hann bar ekki við að hefja eitthvert til- finningum blandið rifrildi um meginstefnur. Og svo einkennilegt sem það nú er, þá benti Ólalur á það einna fyrstur þeirra sem talað hafa i útvarp um varnarmálin, að það er svo til útilokað fyrir fólk að koma sér upp skoðun á þessu her- liðsmáli af umræðum i blöðum eða annars staðar. Um leið og einhver opnar munninn um varn- armálin, þá byrjar sá hinn sami yfirleitt á einhverju gamalkunnu áróðurssifri. Þeim Styrmi og Ólafi Ragnari tókst að beina umræðu sinni inn á málefnalegan grunn — og svo varð Kristján Friðriksson. hægri- framsóknarmaöur til að hleypa dulitlu púðri i þáttinn með þvi að vekja athygli á hinu loðna orðalagi, sem flokkur hans jafnan hefur uppi. þegar fyrir dyrum stendur að taka ákvörðun. Hvers vegna að útiloka óperur? Ég hjó eftir svolitið undarlegu máli i fréttaauka á sunnudaginn. Viðtal var við Árna Kristjánsson tónlistarstjóra útvarpsins um verðlaunaveitingu Norðurlanda- ráðs i ár. Árni talaði vitanlega um veitingu tónlistarverðlaunanna. Þeir Árni Kristjánsson og Páll Kr. Pálsson voru dómendur i tónlistarsamkeppninni fyrir ís- lands hönd, eins og verið hefur um langt árabil. Og islenzki þátttakandinn i samkeppninni var Jón Nordal, eins og verið hefur um langt árabil. Jón lagði fram nýtt verk sitt, ..Leiðslu”, sem er sinfóniskt verk. í ár fór það svo, að verðlaunin komu i hlut Dana nokkurs, en sá lagði fram óperu. Árni Kristjánsson skýrði frá þvi, að það væri eins og tilhneig- ing fyrir þvi i dómnefndinni, að veita verðlaunin siður höfundum, sem legðu fram sinfónisk verk eða kammerverk. Og þess vegna mun Páll Kr. Pálsson hafa borið fram tillögu, sem hlaut góðar undirtektir i dómnefndinni — nefnilega að útiloka óperur frá þessari samkeppni. Þetta er mjög merkileg tillaga. Það vill svo til. að islendingur hefur aldrei hlotið téð tónlistar- verðlaun Norðurlandaráðs. Enda mun islenzk ópera aldrei hafa verið send eða boðin til sam- keppninnar. Auk Jóns Nordals, tónskálds, hafa aðeins tvö tón- skáld héðan sent verk i sam- keppnina, þeir Leifur Þórarins- son og Þorkell Sigurbjörnsson. Nú vill svo til, að brátt kemur fram á sjónarsviðið islenzkt óperuverk, sem þegar hefur hlot- ið verðlaun hér heima. Það er vitanlega Þrymskviða 'eftir Jón Ásgeirsson. Jón Ásgeirsson er að verða mjög áberandi tónskáld hér á landi, og það hlýtur að liggja fyrir að kynna hann erlendis. Anzi er það skritin tilviljun, að okkar menn skuli þá bera upp til- lögu um að útiloka óperuverk frá verðlaunum Noröurlandaráðs. Góö lina Þátturinn Bein lina hefur svo sannarlega unnið sér tilverurétt i útvarpsdag-skránni, og er reyndar einhvér hinn þarfasti fréttaþáttur, sem upp hefur kom- ið lengi. Það setur hins vegar svolitinn blett á téðan þátt, að margir þeirra, sem hringja i þáttinn, geta ekki áttað sig á þeirri nauðsyn að vera stuttorðir og gagnorðir — og fyllikarlar eru slæmir með að rjúka i simann þyljandi loðmæltir speki sina. Það verður varla skilið við út- varpsdagskrá vikunnar. svo ekki sé minnzt á ..Hljóðbergið” hans Björns Th. Sá þáttur var einkar skemmtilegur á þriðjudaginn, og kannski ástæða til að taka upp i þáttinn það erlenda efni, sem fram er borið hér i Reykjavik. Dreifbýlisfólk fer illa á mis viö sitthvað. sem gerist i menning- unni syðra, og þá er raunar sjálf- ÚTVARP EFTIR GUNNAR GUNNARSSON sagt að reyna að nota útvarpiö eins og hægt er til að bæta úr. Sjónvarp: Ef þjóðhöfðingjar lita inn Það var merk mynd, sem sjónvarpið sýndi á miðvikudag- inn um hinn ævintýralega njósn- ara, Kim Philby. Heimildamyndir af þessu 'tagi eru oft mjög spennandi á að horfa, og Philby-myndin var verulega góð. Sá merki maður, Philby, verður sennilega ráðgáta sagnfræðingum og sálfræðingum um langa framtið. En það var ,,Krunk”-þátturinn hans Magnúsar Bjarnfreðssonar, sem ég ætlaði enn einu sinni að minnast á. Ég er nú farinn að hallast að þeirri skoðun, að Magnús sé svo mikill húmoristi, að hann geti ekki á sér setið og hafi þess vegna sifellt hin viðamiklu matar- og borðstússatriði i þætti sínum. Ef maður á von á vinum i heim- sókn, vill maður koma vel fram við þá, gera vel við þá i mat og drykk, sagði Magnús. Þaö er nú svo. Eflaust er þetta rétt hjá Magnúsi, en menn taka fjanda- kornið ekki á móti kóngapakki daglega. Sýnikennsla i þvi að leggja á veizluborð? Ég kalla þetta ekkert annað en hreinrækt- aða lágkúru. Það er hægt aö hlæja hæðnislega nokkrum sinnum (eins og Magnús hlýtur að gera). en svo fer aö lokum, að manni blöskrar og ekki er annað hægt en að snúa sér undan. En Magnús náði i tvo gesti i þátt sinn á miðvikudaginn. Páll Ásgeirsson talaði um kynlifs- fræðslu — þegar Magnús var bú- inn að þylja prédikunarkenndan formála um. að fólk talaði allt of mikið um kynferðismál. Páll benti fljótt á, að á islenzku eru menn i vandræðum með að tala um kynferöismál vegna skortsá orðum m.a. fyrir kynfæri manneskjunnar. Ég held. að það sé ekki með öllu rétt. Eins og oft áður er hægt að sækja m.ikinn oröasjóö i fornar bækur — og mér finnst nú. að orð-. in, sem Páll kom með, séu ekki likt þvi eins brúkleg og ýmis önn- ur orð, sem brúkuð voru hér á öldum áður, þegar kirkjunni haföi enn ekki tekizt að útrýma uppréttri hugsun. En Páii Ásgeirsson á án efa heiðurinn af þvi að hafa fyrstur islenzkra manna komið i sjónvarp og sagt typpi og pika eins og ekkert væri. Svona erum við nú litlir karlar. Ég er h.umb. viss um. að hefði verið sjónvarpað i lit. hefðum við séð Magnús Bjarnfreðsson roöna. Og svo kom Rolf Johansen. Þá var Magnús öllu hressari og kunni greinilega betur við félags- skapinn. En hvert orð, sem Rolf sagði. hafði hann nýlega sagt i blaðaviðtali. þannig að viðtaiið hafði næsta litið gildi. — SIFELLT SAJI/IA SAGAN KVIKMYNDIR KÓPAVOGSBÍÓ „Camille 2000” NÝJA Bió: „Hello-Goodybe” Það er margt likt með myndunum, sem Kópa- vogsbíó og Nýja Bíó hafa til sýningar þessa dagana. Báðar eru þær um hinn margþvælda þrí- hyrning. i þessum tilvikum eru það ungar stelpur, sem eru á fram- færi aldraðra auðkýfinga og hafa unga stráka sé að tóm- stundagamni. Og annað, sem er likt með þessum myndum: þær eru ósköp lélegar báðar tvær. Það er svona lagaö, sem á að draga að myndinni „Camilie 2000”, en myndin er annars gerð með hliðsjón af sögu Alexandre Dumas „The Lady of the Camellias." „Camille 2000" Það sem er athugavert við myndina i Kópavogsbiói er leikurinn, en það fyrirfinnst ekki i allri myndinni ein einasta persóna, sem sýnir snefil af leikhæfileikum og það er heldur dapurlegt. Svo virðist sem valið hafi verið i hlutverkin úr röðum sýningarfólks, en ekki leikara. Þetta er alltsaman snoppufriðasta fólk, en það nægir ekki til Oscars-verðlauna að geta tekið niður um sig og sýnt lögulegan bossa. Eigi myndin að ná raunverulegum tökum á áhorfandanum þarf góður leikur lika að koma til. „Camille 2000” segir frá ungri stúlku, sem er háð fiknilyfjum, sem draga hana að lokum til dauða. Áður en hún skilur við, á hún að hafa orðið ástfangin af ungum millasyni, Armand, og hann er yfir sig ástfanginn af henni. Og svo deyr hún, og allir eiga að gráta ur sé augun. En það bara skeður ekki. Áhorfend- urnir hafa ekki hinar minnstu tilfinningar til ástarsögunnar. Lélegur leikur i myndinni verður þess valdandi, að þegar Camille deyr i örmum Armand skeður ekki annað en það, að áhorfendurnir standa á fætur. Myndin er bara búin. Punktur. En áður en við látum útrætt um þessa kvikmynd, er rétt að geta þess, að myndatakan er vel af hendi leyst. Sömu sögu er að- segja af tónlistinni, sem ereftir Ennio Guarnieri. Myndataka og tónlist fara oft vel saman i myndinni. „Hello-Goodbye" Það sem kannski má segja, að myndin i Nýja biói hafi helzt tilaðbera Iram yfir myndina i Kópavogsbiói, er heldur skárri leikur — og „happy end”. Bilasalinn Harry England mótmælir hér með miklum fyrirgangi meðferö barónsfrúarinnar á hon- um. Agætur leikari, Michael Crawford.... Michael Cráwford er hreint ekki svo slæmur i þessari mynd. Hann er hér sami spjátrungur- inn og bókarinn, sem hann lék i myndinni „Hello Dolly.” „Hello-Goodbye” er við burðasnauð alveg fram að hléi. Siðan fer hún af stað eftir hlé með miklu brauki og bramli. Maður fær það þá á tilfinning- una, að handritahöfundurinn hafi þá rifið sig upp úr værðinni verkinu með nógu miklum lát- um t restina. Samt sem áður stendur maður óánægður upp að sýningu lokinni. Finnst maður hafa farið illa með þessa tvo klukkutima, sem sýningin stóð. Rétt eins og myndin um Camille, er myndin „Hello Goodbye þokkalega kvikmynd- uð og notkun tónlistar sömuleiðis góð á köflum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.