Vísir - 22.02.1974, Síða 12
12
Visir. Föstudagur 22. febrúar 1974.
Geir R. Andersen:
Vanefndir og
vöruskortur
Eru fréttatilkynningar um
viðskiptaþvinganir staðleysa?
1 grein undirritaðs þ. 14. jan.
,sl. var vikift litillega að orku- og
oliumálum og þeim vanda, sem
við munum eiga við að etja i
framtiðinni i þeim málum.
Þar sagði m.a. „Við skyldum
ekki halda, að þrátt íyrir hinn
marglofaða oliusamning við
Rússa, sem gerður er af núver-
andi stjórnvöldum til þess að fá
eins konar (h)rós i hnappagatið
frá almenningi, sé allri hættu
bægt frá. Hvenær sem er, getur
verið klippt á þennan samning,
og vist er um það, að við fylgj-
um i öllu eftir venjulegu heims-
markaðsverði á olium og ben-
sini við hverja hækkun þess”.
Ekki þurfti lengi að biða. Hinn
8. þ.m. var fregnum frá hinum
þekktu fréttastofum NTB og
UPI dreift til fjölmiðla um, aö
Sovétstjórnin hygöist beita is-
lendinga takmörkunum á af-
hendingu umsamins oliumagns,
ef bandariska varnarliðið yrði
ekki látið fara af landinu.
Einnig var i sömu fregnum látið
að þvi liggja. að sú tregða, sem
Sovétmenn hafa sýnt íslending-
um gagnvart áframhaldandi
kaupum á islenzkum útflutn-
ingsvörum, væru runnin undan
sömu rótum.
Mismunandi skýring-
ar:
Ekki höfðu ofannefndar frétt-
ir fyrr birzt i islenzkum blöðum
en tveir ráðherrar okkar gáfu
yfirlýsingar um, að fregnir um
rússneskar hótanir af þessu tagi
væru ,,markleysa” og ,,allt úr
lausu lofti gripið”. Einn ráð-
herrann kvað þessar fregnir
staðlausar og sagði, að slikar
staðhæfingar væru aðeins til
þess lallnar að skaða hin þýð-
ingarmiklu oliuviðskipti við
Rússa.
Utanrikisráðherra fullyrti (i
Timanum 9. feb. sl.), að ,,engin
slik hótun hefði borizt frá Rúss-
um, hvorki fyrr né siðar, — en
sá dráttur, scm orðið hefði á af-
greiðslu oliunnar stafaði af
tæknilegum ástæðum”,og enn-
fremur, að ,,óvitað væri með
öllu, hvernig þessi flugufregn
hefði komizt á kreik.” Við-
skiptaráðherra fullyrti hins
vegar á blaðamannafundi dag-
inn eftir. að „engar glöggar
skýringar á þessum drætti
liefðu komið fram af hálfu
Kússa”.
En einkennilegustu ummælin,
sem islenzkum fjölmiölum bár-
ust (einnig frá NTB) varöandi
það að bera fréttina til baka,
voru höfð eftir sendiherra okkar
i Washington. Hann upplýsti, aö
„þessi frétt ætti við cngin rök að
styðjast, oliuflutningnum frá
Sovétrikjunum hefði seinkað á
siðustu mánuðum, en orsökin
væri einungis tæknileg”.
Hér virðist þvi komin sú skýr-
ing, sem vantaði svo sárlega,
þegar hérlendir blaðamenn
gengu eftir nánari upplýsingum
frá islenzkum ráðherrum.
Sendiherrann fullyrti sem sé,
að fréttin ætti viö engin rök aö
styðjast, hvernig svo sem fjöl-
miðlum og þar með almenningi
gengur að kyngja þeim rök-
semdum.
Staðleysur fréttastota
— Iláðherraskýringar:
Hver er þá skýringin á þvi, að
þekktar og virtar fréttastofur
birta og dreifa slikum fréttum,
ef engin heimild er fyrir þeim?
Áróður, myndu einhverjir
segja, hreinn áróður. Reyndar
hafa islenzkir ráðherrar þegar
fullyht, að tittnefnd frétt sé
„markleysa” og „staðleysa” og
undir venjulegum kringum-
stæðum ættu vist slikar
fullyrðingar opinberra ráða-
manna að gilda sem endanleg
niðurstaða.
En þvi miður er ekki um
venjulegar kringumstæður að
ræða i þetta skipti. tsland hefur
um alllangt skeiö verið áhrifa-
rikur vettvangur fréttnæmra
atburða fjölmörgum fréttastof-
um viöa um heim. Fyrst var þaö
eldgosið i Vestmannaeyjum og
sú uppbygging og aðstoð, sem
önnur riki urðu aðilar að, þá
landhelgisdeilan og sú barátta
eða kalt strið, sem háð var
hennar vegna bæði á opnu hafi
og i ráðstefnusölum, og nú sið-
ast vegna hinnar ósammála
afstöðu islenzku rikisstjórnar-
innar i varnarmálunum, og sem
gert hefur okkur að viðundri i
hinum vestræna lýðræðisheimi.
Það er þvi vel skiljanlegt og
eðlilegt. að erlendar fréttastofn-
anir, sem hafa á að skipa hundr-
uðum sérfræðinga i hinum ýmsu
málefnum, fylgist náiö með sér-
hverju máli, sem upp kemur og
forvitnilegt þykir eða fréttnæmt
er, og reyni með aðstoð sér-
fræöinga sinna að finna orsök
fyrir og samhengi á milli hinna
ýmsu atburða, sem i gangi eru.
Þess vegna er það harla
óliklegt, þegar á allt er litið, að
forsendur lyrir þeirri fregn,
sem fréttastofurnar NTB og
UPI dreifðu til fjölmiðla. og
þeirri fregn, sem birtist i þvi
þekkta timariti Newsweek um.
að varnarmál lslands og við-
skipti þess við Sovétrikin séu
samtvinnuð, hafi ekki verið
rannsakaðar gaumgæfilega af
sérfræðingum þessara frétta-
miðla.
En jafnvel, þótt engin frétt
hefði birzt frá erlendum frétta-
stofum um tengsl milli varnar-
mála tslands og viðskipti þess
við Sovétrikin, fer ekki hjá þvi,
að þetta samhengi er mörgum
ofarlega i huga, ekki sizt þegar
þær aðstæður hafa skapazt i
reynd, að sala á fiskafurðum til
Sovétrikjanna er öll i óvissu, —
og vanefndir hafa orðið á af-
greiðslu oliu frá Rússlandi.
Tilgangslaust er þvi með öllu
fyrir islenzka ráðherra að koma
þvi inn hjá almenningi, að um
þessi mál megi ekki ræða, þvi
það geti haft hættulegar
afleiöingar fyrir okkur.með til-
liti til oliuviðskipta okkar við
Rússa! Ef svo væri komið,
mætti likja aðstööu okkar og
möguléikum til frjálsra
viðskipta viö Finna, sem i reynd
eru orðnir mjög háðir Sovétrikj-
unum, svo sem alkunnugt er, og
nægir að nefna f þvi sambandi
afturkipp Finna um aðild þeirra
að NORDEK, efnahagssam-
starfi Norðurlandaþjóða, vegna
tilstuðlan Rússa.
Enn sem komið er, munu þvi
ráðherraskýringar vinstri-
stjórnarmanna á lslandi ekki
duga landsmönnum. varðandi
það, hvernig tala eigi eða
hvernig túlka skuli einstaka
þætti efnahagslifs landsmanna.
Þeir munu telja sig frjálsa að
bollaleggja um þá hluti i ræðu
og riti, óþvingað og tæpitungu-
laust.
Vöruskipti eöa frjáls
verzlun?
Það hefur komið i ljós af við-
skiptum okkar við Rússa og
Austur-Evrópu, aö vöruskipta-
verzlun við þær þjóðir eru okkur
ekki hagstæð. Þaö er þvi ærin
ástæða að huga að þvi, hvort við
getum ekki losað okkur undan
áðurnefndri vöruskiptaverzlun
með þann hluta útflutnings-
verðmæta okkar, sem henni er
háð. og beina viðskiptum meira
til nálægra þjóða i Vestur-
Evrópu og Bandarikjanna. Þar
sem öll okkar viðskipti viö
Sovétrikin eru byggð á vöru-
skiptaverzlun, eru það ekki þeir
verzlunarhættir, sem bjargað
hafa þjóðarbúi okkar og efna-
hagslifi á siðustu árum, heidur
sú staðreynd, að mikii verð-
hækkun hefur orðið á fiskafurð-
um okkar i Kandarikjunum og
Vestur-Evrópulöndum eða þeim
löndum, sem hafa svipaða
stefnu og við i verzlunarrétti.
Liftaug islenzks efnahagslifs
svo og utanrikisverzlunar
landsins er tengd þeirri for-
sendu, að verzlunarlög þeirra
þjóða, sem við skiptum við, séu
sem likust. Það gilda ekki sömu
lögmál i vöruskiptaverzlun og
frjálsri verzlun. Nú hafa orðið
vanefndir á af hálfu Rússa viö
afgreiðslu til fslands á oliu
þeirri, sem pöntuð haföi verið
samkvæmt vöruskiptasamning-
um.
Slikur afturkippur þarf
engum að koma á óvart, þegar
tekið er tillit til þess, að Sovét-
rikin hafa lengi átt við gjald-
eyrishungur að etja eins og við,
en standa þó vel að vigi með
eftirsótta vöru.þar sem er olian,
sem getur gefið þeim miklar
tekjur i beinum gjaldeyri, hvar
sem er á hinum frjálsa markaði
Vestur-Evrópu. Samningar um
áframhaldandi vöruskipti (olia
— fiskur) við fsland eru þvi
ekkert sérstaklega eftirsóknar-
verðir frá þeirra sjónarmiði,
eins og nú stendur á. Dæmið um
tregðu Rússa til nýrra fisksölu-
samninga við fslendinga er
áþreifanlegt i þessu sambandi,
og gætiorðiðþaðsvoum munar,
ef málin taka ekki aðra stefnu
von bráðar, ekki sizt þar sem
islenzkt efnahagslif er svo
viðkvæmt fyrir vanefndum á
oliuafgreiðslu einmitt nú.
Einnig má hafa i huga, að það
eru fleiri riki i Evrópu, sem
finnst þau eiga tilkall til
umframoliumagns Rússa, ekki
hvaðsizt þau lönd, sem beinlinis
eru i tengslum við þá eins og öll
Austur-Evrópurikin.
Það er þvi sannarlega timi til
kominn, að fslendingar reyni
eftir megni að ná fastara
sambandi við Bandarikin, svo
og næstu nágrannariki i
Vestur-Evrópu með tilliti til
langtima viðskipta um allar
útflutningsafurðir okkar.
Atburðir siðustu vikna og daga
hafa ekki dregiö úr mikilvægi
þess. að slikar tilraunir verði
gerðar svo fljótt, sem verða
má. Enginn getur sagt um,
hvenær muni verða orðið of
seint að gera slikar tilraunir, en
mikið skal til mikils vinna, og
l'rjáls verzluner eitt af þvi, sem
verður að telja undirstöðu fyrir
tilveru þessarar þjóðar. Eöa er
ef til vill svo komið nú þegar. að
sendiráð erlendra rikja
hérlendis geta koinið i veg fyrir
með mótmælum einum saman,
að við tökum upp aðra verzlun-
arhætti, likt og reynt hefur verið
varðandi tal- og hugsunarhætti?
„Beðið eftir nauðsynjum. Þurfum viö að búast við siikum aðstæð
um i framtiðinni?
SLAGUR
UNl
VINSÆLDIR
MILLI
SINATRA,
MINELLI
OG
PRESLEY
&
Elvis Fresley — hefur lítið
breytzt i tiu ár — samt alltaf
vinsæll
Sinatra — veiktist eftir drykkju-
veizluna
Það eru engar smástjörnur,
sem skína við aðalgötuna i Las
Vegas þessa dagana. Idza Min-
elli, Elvis Presley og Frank
Sinatra syngja þar og skemmta
kvöld eftir kvöld með aðeins
nokkur hundruð metra miilibiii.
Slagurinn stendur milli
þessara þriggja um að draga að
sér tilheyrendur. Hingað til hef-
ur þá ekki skort, og kvöld eftir
kvöld er útúrfullt á öllum stöð-
um.
Vinsælust er þó Liza Minelli,
enda er hún nýtt nafn á staðn-
um. Sinatra hefur sungið og
trallað þarna i áratugi og
Presley i tiu ár.
Presley skemmtir á Hilton
hótelinu, og þykir mönnum
sýning hans og söngur likur þvi
sem verið hefur undanfarin ár.
Sinatra hefur mörgum sinnum
haldið lokaskemmtanir eftir
yfirlýsingar um að hætta nú i
„sjóbisniss”. Hann hættir þó
ekki. Eftir frumsýninguna á
„sjói” sinu. hélt hann heljar-
mikið trall. Til að skapa meira
umtal um trallið lét hann dóttur
sina Tinu og tónlistarmanninn
Wes Farrell giftast á staðnum
þá um nóttina. Daginn eftir var
hann svo fárveikur eftir allt
hafariið.
SNOWDON SEM ÞJONN
TIL AD VINNA VEDMÁL
Snowdon lávarður, sem er
giftur Margréti Englands-
prinsessu, „sjokkeraði” marga
finu frúna i New York á dögun-
úm. Ilann kom i stóra og fina
veizlu, sem haldin var i
góðgerðarskyni. Þar var fínasta
fólkið samankomið. Snowdon
kom hins vegar i veizluna sem
þjónn og starfaði sem slikur
allt kvöldið ásamt vini sinum.
— Þetta byrjaði á þvi að ég hitti
blaðamanninn Susie
Knickerbocker, sem skrifar um
fina fólkið fyrir New York
blöðin. Hún vildi ekki trúa þvi,
að ég hefði verið i viku i Detroit
án þess að þekkjast. Við veðjuð-
um áttatiu pundum um það, að
ég gæti gert hvað sem er i New
York án þess að þekkjast,”
segir Snowdon.
Hann fékk starf sem þjónn, og
einnig vinur hans Peter Schub.
sem er ljósmyndari. Og þeir
stóðu sig svo vel i þjónsstarf-
inu, að margir gestanna
hringdu daginn eftir i Jane
Langley, sem hélt veizluna, og
þökkuðu henni fyrir sérlega
góða þjónustu.
„Ég sagði þeim þá frá,
hverjir höfðu þjónað, og það lá
við, að liði yfir margar
frúrnar,” sagði Jane.
Snowdon vann veðrnálið og
gaf peningana til þeirrar vel-
gjörðarstarfsemi, sem veizlan
var haldin fyrir.
Til að þekkjast ekki breytti
Snowdon útlitinu aðeins. Hann
skipti hárinu í miðju og setti á
sig litil gleraugu. Hann og
Peter Schub töluðu svo enskuna
með frönskum hreim.
— Þetta er eitthvert skemmti-
legasta kvöld, sem ég hef átt,
saeði Snowdon.
V
Snowdon — skipti i miðju og setti upp gleraugu til að
verða óþekkjanlegur.