Tíminn - 09.01.1966, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
SUNNUDAGUR 9. japúar 196.7
.
Frumsýning í Þjóðleikhúsinu í dag
flaugar-
svona sé öll sagan, hún er ekki
einu sinni hálfsögð hér. Auk þess
er Ferðin til Limbó full af fjör-
ugum söngvum og dönsum. Leik-
ritið sjálft er eftir Ingibjörgu
Jónsdóttur, lögin eftir Ingibjörgu
Þorbergs, Fay Werner stjómar
dönsunum og Klemenz Jónsson er
leikstjórinn.
Fay Werner dansstjóri og Klemenz Jónsson leikstjóri.
í dag verður loks frumsýnd í
Þjóðleikhúsinu margþráða Ferðin
til Limbó, og hér birtast nokkrar
myndir, sem Guðjón ljósmyndari
Tímans tók á næstsíðustu æfingu
fyrir helgina. Söguhetjurnar eru
Maggi mús og Malla systir hans,
sem hafa stolizt að heima og á
vegi þeirra verður vísindaprófess-
or, sem er búlnn að smíða eld-
flaug en vantar mýs til að senda
með henni til tunglsins. Prófess-
Maggi mús stekkur yfir aðstoSar-
mann prófessorsins.
Kóngurinn á Limbo gefur Magga ostinn áður en hann stígur upp í eld flaugina
Tímamyndir—GE
orinn skipar aðstoðarmanni sín-
um að fanga Magga og Möllu,
hann reynir að góma Magga, sem
tekur undir sig stökk og hoppar
yfir karlinn, sem þá verður svo
hræddur, að hann skríður' inn í
rannsóknartækið og kíkir þaðan
út um gluggagat. Maggi og Malla
koma auga á fallegan ostbita inni
í stóru opnu búri, ganga á lykt-
ina og vara sig ekki, búrhurðin
skellur aftur á hæla þeim. Pró-
fessorinn fer að tala um tungl-
ferðina við þau, og þau hafa í
sjálfu sér ekkert á móti því að
fara til tunglsins, því að mamma
þeirra hefur sagt þeim, að tunglið
sé ekki annað en risastór ostur.
Svo þau fara inn í eldflaugina,
og það kemur ógurlegur hvellur,
þegar hún 'skýzt út í geiminn. En
svo tekst til, að hún lendir á reiki-
stjörnunni Limbó, en ekki á tungl
inu. íbúarnir þar nefnast Boltar,
þeir eru allir eins og boltar í
bak og fyrir, með svaka stóra
bumbu. Ekki Tízt þeim á gest-
ina og læsa þá í tukthúsi. Boltar
verða æðigamlir að árum, sem eru
miklu styttri en árin á jörðinni.
Nú heldur slökkviliðsstjórinn upp
á 500 ára afmælið sitt, býður upp
á stórfallega tertu, kann ekki við
að músagreyin horfi aðeins úr búr-
inu á tertuveizluna, lætur hleypa
þeim út og býður þeim í afmæl-
ið. Slökkviliðsstjórinn hefur gegnt
embætti i 200 ár, og nú verður
eldsvoði í fyrsta sinn síðan hann
tók við embætti. Magga mús tekst
að afstýra miklum voða. Borgar-
stjórinn og kóngurinn eru
'honum þakklátir, bjóða hon-
um gull og græna skóga, en
hann og Malla kjósa heldur að
snúa heim, því mamma þeirra
hljóti að vera farin að óttast um
þau. Kóngurinn gefur Magga að
skilnaði stórfallegan ost, hnoss-
gætið mesta, og prinsessan gaf
Möllu fallegustu brúðuna sína. Þá
er ekki annað eftir en stíga inn
í eldflaugina og fljúga heim til
jarðar. Ekki skuluð þið halda, að
Ingibjörg Þorbergs t. v. samdl lögin og Inglbjörg Jónsdóttir skrlfaöi leik.
rltlð. (Hún heldur á dóttur sln'ni.
Malla (Margrét Guðmundsdóttir) músamamma (Nína Sveinsdóttir)
og
Aðstoðarmaðurinn (Lárus Ingólfsson) og prófessorinn (Bessi Bjarnason) búnir að læsa Magga mús og Möllu
Maggi mús (Ómar Ragnarsson)
i búrinu.