Tíminn - 09.01.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.01.1966, Blaðsíða 7
SUNNUDAUR 9. jimíar 1996 TÉMiNN Fyrsta unpienna- félagið sexíugf „Á nýársdag 1906 var fundur haldinn í Góðtemplarahúsinu á Akureyri. Þar voru saman komnir nokkrir ungir menn og áhugasamir. Tilæílun þeirra var að stofnalílag æskumanna, er hefði fyrir mark og mið: að vekja áhuga og samhug á öllu þvi, sem þjóðlegt væri og ramm íslenzfc? Jafnframt skyldi efla og stæla hvern og einn til að leggja fram sína ítrustu krafta þvi til viðreisnar og eflingar. En þessir ungu menn vildu annað og meira. Þegar umræður hófust, kom öllum málshefjend- um saman um, að mjög brýna nauðsyn bæri til að auka and- lega starfsemi manna á meðal. Það þyrfti að fá æskulýðinn til þess að vera betur samtaka, þeg ar um framfaramái lands og þjóðar væri að ræða. Öllum þóttu bersýniiegir örðugleikarn- ir, sem þessi félagsskapur mundi eiga við að stríða. Samt Stofnendur Ungmennafélags Akureyrar 7. janúar 1906. Þeir eru tallS að ofan og frá vlnstri Jóhannes Jósefsson, Þórhallur Bjarnarson, Jónas Þórarinsson, Jón Þórarinsson, Pétur V. Snæland, Eggert Stefánsson, Pétur Jónass., Jakob Kristjánss., Jóhannes Jónass., Gísll R. Magnúss., Davíð Tómass., Magnús Jósepss., Jón Stelngrímsson, Gunnlaugur Tryggvi Jónsson. MENN OG MÁLEFNI mæltu allir með því, að hann yrði stofnaður.“ Þannig hefst frásögn í sögu- riti Ungmennafélags fslands, sem gefið var út fyrir þrjátíu árum, um stofnun fyrsta ung- meimafélagsins á landi hér, Ung mennafélags Akureyrar, en þessa dagana eru einmitt liðnir réttir sex áratugir síðan þessi meridiega og heillaríka félags- hreyfing festi rætur hér á landi. Og ennfremur segir svo um fé- lagsstofnunina: „Árla morguns, sunnudaginn 7. janúar, voru saman komnir 12 tilvonandi stofnendur félags- ins í litiu húsi, Lundargötu 15, niðri á Oddeyri. Þar voru upp lesin lögin, fyrst öll í einni heild, síðan hver grein sér ...“ Af þungum svefni Tilgangur félagsins, sam- kvæmt lögum og skrifum félags manna var í fyrsta lagi að reyna að safna æskulýð lands- ins undir eitt merki, þar sem þeir geti barizt sem einn mað- ur með einkunnarorðunum, sannleikurinn og réttlætið fyrir öllu. í sameiningu gætu þeir afl að sér líkamlegs og andlegs þroska. Segir svo um þetta: „Vér viljum reyna að vekja æsku- lýðinn af hinum þunga svefni hugsunarleysis og sljóleika fyr- ir sjálfum sér, til einingar og framsóknar, vekja lifandi og starfandi ættjarðarást i brjóst- um íslenzkra ungmenna, en eyða flokkahatri og pólitiskum flokkadrætti.“ Hér var orðum klætt háleitt markmið, og mundi mörgum nú á dögum verða undarlega við, ef svipuð grein væri gerð fvrir félagsstofnun þessi árin og álíta að lítið mundi verða um pfndir. En ungmennafélagið á \kur- eyri kafnaði ekki undir fyrir- heitum sínum. Það óx undra- fljótt á legg, náði vinsældum og áhrifum meðal ungs fólks og varð vísir einnar giftusamleg- ustu félagshreyfingar, sem fest hefur rætur með þjóðinni fyrr og síðar. Þarna voru og að verki atgervismenn, og þeir áttu með sér byr þess frelsisstorms, sem með þjóðinni var vakinn. Eru ungmenna- félögin úrelt? En félagshreyfingar eru auð- vitað böm síns tíma oftast nær eins og mennirnir, þó að sum- ar séu bomar til meira lang- lífis en aðrar. Ýmsir hafa á síð- ustu áratugum látið það álit í ijós, að ungmennafélögin mundu úrélt með þjóðinni á nýjum tíma fengins sjálfstæðis og ger- breyttra h'fshátta. Þau mundu ekki framar ná að fylkja æsk- unni til dáða og menningarsókn ar, varðstöðu um sjálfstæði og manndómslíf. Til þess þyrfti nýj ar hreyfingar. En á s.l. sumri sannaði ung- mennafélagshreyfingin svo ótví- rætt og eftirminnilega, hve mik- ill lífsmáttur, gróska og mann- dómur býr þar enn, að betri afmælisgjöf var varla unnt að gefa þjóðinni á sextugsafmæli ungmennafélaganna. Það kqm fram á landsmóti ungmennafé- laganna á Laugarvatni. Hér skal ekki lýst þeirri stórmynd- arlegu þjóðhátíð, sem fullyrt er, að engin önnur félagshreyfing i landinu hefði getað haldið með jafn miklum menningarbrag. Það hefur verið gert svo oft áð- ur. En óhætt er að fullyrða, að einmitt þá hafi fjöldi manna fengið nýja trú á hreyfingunni. Þess vegna er skylt að minn- ast með þakklæti og aðdáun Ungmennafélags Akureyrar á sextugsafmælinu og þá ekki sizt hetjunnar Jóhannesar Jósefsson ar, fyrsta formanns þess og stofnanda. Tuttugu þúsund nýir kjósendur Það er stundum talað um það um þessar mundir, að nú séu hinir geysifjölmennu árgangar ungs fólks, er vaxið hafi upp eft ir styrjöldina að ganga inn í. háskólanám og atvinnulíf. Það er rétt, og þetta unga fólk kem- ur þessi missirin inn á fleiri svið þjóðlífsins, kemur til dæm- is inn í þjóðmáiabaráttuna og lætur að sér kveða. Við næstu alþingiskosningar, sem fram fara ekki síðar en vorið 1966, munu um tuttugu þúsund ungs fólks, karla og kvenna öðlast kosningarétt í fyrsta sinn, eða m.ö.o., að fjórði hver kjósandi er nýr, greiðir atkvæði í fyrsta skipti. Þessir ungu og nýju kjós- endur verða því ekki lítið afl í framvindu þjóðmálanna á Is- landi næstu árin, en jafnframt leggst á herðar þeirra mikil ábyrgð. Þótt ekki þurfi nú að fylkja liði til Þess að heimta þjóðfrelsi úr hendi erlends valds, eru blikur margar á lofti og hættur yfirvofandi, jafnvel svo að gæzla þjóðfrelsisins og nægileg styrking þess í sessi er litlu minni vandi og alveg eins mikilvæg og frelsissókn ung- mennafélaganna eftir aldamót- in. Þess vegna munu hugsjónir og frelsisviðhorf ungmennafélag anna áreiðanlega eiga erindi við það æskufólk, sem nú gerist merkisberar þjóðar sinnar. Eng inn skyldi þó ætla, að þangað sé unnt að sækja allt, sem t.il þarf. Allt veltur á, að nýtt hús sé byggt á grunninum, nýiar og tímabærar hugsjónir ræktaðar í hinni gömlu frjómold. Sættir unga kynslóð sfe við þetta? Örlög og sjálfstæði þjóðarinn ar næstu áratugi og ef til vill um enn lengri framtíð munu mjög fara eftir því, hvernig sú unga og fjölmenna liðssveit, sem nú snertir tauma landsstjórnar- innar með atkvæði sínu og þjoð málaþátttöku, markar stefnuna. Menn hljóta því að spyrja, hvernig henni muni að skapi sú stjórnarstefna, sem nú er mörk uð. Er hún í hennar anda, og sættir hún sig við að falla í þetta pólitíska far og fljóta með straumi þess, eða á hún hug- sjónir og manndóm til þess að tísa gegn því og brjóta nýja braut? Er það henni að skapi að afhenda útlendingum stærstu verkefnin í íslenzkri uppbygg- ingu atvinnulífs, eða ætlar hún sjálfri sér þann hlut? Er það henni að skapi að leggja höft á ungt og hugmyndaríkt fram- tak sem aðeins er fjár vant, með sérstökum vaxta- og lánahöft- um? Er það hennar vilji að dug- miklum æskumönnum sé vikið aftur fyrir erlent peningavald og þeim boðið í þjónustu þess í stað tækifæris til þess að byggja upp þróttmikið íslenzkt atvinnulíf? Hvort vill þessi æska heldur sækja rétt sinn til land- grunnsins og færa út landhelg- ina með djörfung og sjálfs- ákvörðunarrétti eða biðja Breta um leyfi til þess? Hvert er hennar skap? Undir því á ís- land meira en nokkru sinni fyrr. Undir því er ekkert minna komið en sjálfstæði íslands í framtíðinni. Vill hún sjálf hafa sitt sjónvarp og vera einráð um það í landi sínu, og heimtar því skýr svör stjórnarvalda um það, eða ætlar hún að hafa það við hlið erlends hersjónvarps? Vill hún virkja fossa landsins sjálf og nýta afl þeirra í þágu þjóð- arinnar og íslenzkra atvinnu- vega, eða hyggur hún betra að fara í slóð þeirra, sem seldu þá til útlanda á öldinni sem leið? Þannig þyrpast spurningarn- ar að, og þeir eru margir sem l I !1J.f 11 i 111 v..i (t *.) >. |! 'J {j í 7 líta með von og trausti til þess unga fólks, sem gengur að kjör borðinu næst. Það er ekki æskubragurinn á þeirri íhaldsstjórn, sem nú stjórnar landinu eftir gömlum og úreltum auðsjónarmiðum qg telur ýmsar efnahagsráðstafanir góðar vegna þess eins, áð er- lendir „hagspekingar“ segja þær réttar, þó að stjórnin verði jafnframt að játa, að reynslan hafi sýnt, að þær eiga ekki við á íslandi. Vanmættisstefna afturhaldsins Það væri móðgun við æsku- fólkið í landinu að spyrja, hvort hún sé því að skapi sú van- mættisstéfna afturhaldsins, sem nú ræður ríkjum í iandinu, þessi óhrjálega íhaldsvantrú á því að þjóðin geti sjálf byggt og nytjað land sitt, þessi stjarfa smámennska, sem setur alla von sína á erlenda aðila og tekur framkvæmdaaflið af ungu, ís- lenzku fólki og fær það í hend- ur útlendingum. Hér þarf að verða stefnubreyting. Hin fjöl- menna unga sveit verður á næstu árum að knýja hana fram. Ungt fófk til forustu og framkvæmda í þessu sambandi er ástæða til þess að vekja atliygli á eft- irfarandi orðum Eysteins Jóns- sonar, formanns Framsóknar- flokksins, er hann lét falla í áramótahugleiðingum sínum hér í blaðinu, er hann ræddi um unga fólkið og núverandi stjórnarstefnu og þá nýju stefnu sem þarf að koma: „Þýðingarmikill liður í fram- kvæmd þessarar stefnu væri sá að bjóða út unga fólkinu í land- inu, bæði í einkarekstri, félags- rekstri og opinberri þjónustu, til þess að glíma við ný verk- efni efir nýjum leiðum. Unga fólkið er líklegra en aðrir til þess að geta rifið sig út úr þvarginu um nýjan skatt hér og nýjan skatt Þar, losað sig úr hringekju nýrra álaga og láns- fjárhafta og gripið í þess stað á kjarnanum. Losað sig við verð bólgusvimann, sem heltekur allt í stjórnarherbúðunum. Brotið í blað og byggt frá grunni. Valið heppileg verkefni og fylgt þeim eftir, og séð um að þau verði ekki úti, vegna þess að eitt reki sig á annars horn í framkvæmd- inni. Það yrði ennfremur einn þátt ur hinnar nýju stefnu að kveða niður vantrú á framtaki ís- lendinga sjálfra, sem nú er ástundað að rótfesta með þjóð- inni. Ilefja harða sókn gegn úr- tölumönnum okkar tíma, sem halda þeirri kenningu að ungu kynslóðinni, að íslendingar þurfi að hlíta í vaxandi mæli forsjá annarra í sínu eigin landi til þess að vel fari. Kveðja ætti til úrvalslið vísindamanna og framkvæmdamanna til þess að leggja með þekkingu sinni á gæðum lands og sjávar og ný- tízku vinnuaðferðum grundvöll- inn að framfarasókn lands- manna sjálfra í samvinnu viS kjörna fulltrúa þjóðarinnar.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.