Tíminn - 09.01.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 09.01.1966, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 9. janúar 1966 Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarino Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingriimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðsluslmi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.t Gatnagerðin í Rvík Það er alkunn staðreynd, að Reykjavíkurborg hefur undanfarna áratugi verið mjög á eftir erlendum borg- um, sambærilegum að stærð og aldri, í gatnagerð- Ef til vill var það fyrr á árum ekki sérstakt tiltökumál, en eftir að þjóðinni og borginni óx fiskur um hrygg, er sleifarlagið í þessum efnum ^óþolandi og engu öðru að ken-na en einstakri óstjórn og silahætti íhaldsins, sem stjórnað hefur alltof lengi og lítur á borgina sem óðal sitt. Fyrir 1940 vottaði fyrir viðleitni til þess að sækja á í malbikun gatna, en síðan kom alveg einstakt stöðn- unartímabil á miklu vaxtarskeiði borgarinnar. Síðan 1960 hefur íhaldið svo reynt að klóra í bakka og ofurlítið unnið að malbikun, enda hefur sú framtakssemi óspart verið auglýst og talið helzta skrautblómið á barmi íhaldsins í borgarstjórn Reykjavíkur þessi missiri. En raunar er staðreyndin aðeins sú, að aukningin í gatna- gerðinni hefur aðeins orðið á kostnað annarra fram- kvæmda, svo sem skóla, barnaheimila og leikvalla, sem eru og hafa verið einstakar homrekur á fjárhagsáætlun borgarinnar. í skýringum með fjárhagsáætlun Rvíkur 1966 er þess getið, að í ársbyrjun 1965 hafi malbikaðar og steyptar götur í Reykjavík verið 78.3 km. að lengd. en malár- götur 91.2 km eða 13 km lengri. Staðreyndin er því sú, að þrátt fyrir allt gumið eru enn 54% gatna í höfuð- borgrnni malargötur, en aðeins 46% malbikaðar. í árbók Reykjavíkur árið 1940 má finna tölur til samanburðar. Þá var heildarlengd gatna í borginni 49 km. Þar af voru malbikaðar 28 km eða 57% en malar. götur 43%. Tölumar sýna, að eftir allt saman var meiri hluti gatna í Reykjavík malbikaður árið 1940 heldur en 25 árum síðar, árið 1965, eða með öðrum orðum, að hlutfallstala malbikaðra gatna í borginni hefur lækkað úr 57% í 46% á síðasta aldarfjórðungi. Hvernig er þá um annað í stjórn borgarinnar, þegar hið græna tréð er svona. Skólabyggingar minnka Fyrir seinustu bæjarstjórnarkosningar var það eitt helzta loforð íhaldsins í Reykjavík að standa þannig að skólabyggingum á kjörtímabilinu, að þrísetningu í barna skóla borgarinnar skyldi algerlega lokið á árinu 1963. Nú undir lok tímabilsins er augljóst. að þetta hefur verið svo gersamlega svikið, að þrísetning er enn í mörgum barnaskólum og hefur farið vaxandi, en ekki minnkandi síðustu tvö árin. Skólabyggingarnar hafa gengið mjög seint og illa, og þær hafa auk þess verið sérstök horn- reka á fjárhagsáætlun Reykjavíkur síðustu árin. Eftir- farandi dæmi sýnir táknrænar tölur um þetta: Árið 1959 voru á fjárhagsáætlun 11 millj. til skóla- bygginga frá borginni sjálfri- Það voru rúm 4% af heild- arupphæð áætlunarinnár það ár. Fyrir árið 1966 em ætlaðar 25 millj. kr. af hálfu borgarinnar til skólabygg- inga- Það eru aðeins tæp 3% af heildarupphæð fjárhags- áætlunar. Með öðmm orðum: framlag borgarinnar til skólabygginga er einum fjórða minna árið 1966 heldur en 1959, og þó raunar enn minna, þegar miðað er við hækkun byggingarkostnaðar. Mátti þetta framlag þó sízt minnka. __TÍMINN JAMES RESTON: Hversvegna er stjórnin í Hanoi ófús til friðarsamninga? Sigrast verður á sögulegri tortryggni Víetnama HO CHI MINH ENN FURÐA MENN sig hvað mest á því í sam- bandi við stríðið í Víetnam, hvers vegna kommúnistar hafi ekki þegið boð Bandaríkja- manna um skilyrðislausar und- irbúningsviðræður um friðar- samninga. Ástand mála þarna eystra er kommúnistum mjög svo hag- stætt. Þeir ráða yfir miklum meirihluta af landi Suður-Viet- nam. Bandaríkjamenn hafa undirgengist að sætta sig við hverja þá ríkisstjórn, sem hlýt- ur fylgi þjóðarinnar í almenn- um kosningum, sem fram fara undir alþjóðlegu eftirliti. Her Norður-Vietnama er öflugri en her Suður-Vietnama og stjórn- in í Norður-Vietnam er að mun traustari í sessi en stjórnin í Suður-Vietnam. Að svo miklu leyti sem unnt er að gera sér grein fyrir al- mennum viðhorfum í umheim- inum virðast þau allt annað en hliðholl Bandaríkjamönn- um. Yfirleitt virðast menn fylgjandi friði, jafnvel þó að hann kunni að fela í sér þá hættu, að landið komist allt undir yfirráð kommúnista. Innan Bandaríkjanna sjálfra eru skoðanir manna skiptar um stríðið. Hafa verður einnig í huga, að Norður-Vietnamar hafa ekki einungis sigrað her Frakkka á liðinni tíð, heldur hafa þeir einnig átt í fullu tré við heri Suður-Vietnama og Bandarikjamanna, sem eru þó bæði fjölmennari og búnir betri vopnum en þeirra her. EN HVERS vegna hafa Norð- ur-Vietnamar neitað að taka þátt í undirbúningsviðræðum um friðarsamninga? Margt virðist bera til þess. í fyrsta lagi eru þeir ber- sýnilega þeirrar skoðunar, að þeir hafi tvisvar verið sviknir í samning'um við Vesturveldin, einmitt þegar þeir töldu sig í þann veginn að ná yfirlýst- um, pólitízkum markmiðum. í heimsstyrjöldinni síðari börðust Vietnamar gegn Jap- önum og nutu bandarískrar að- stoðar. En þegar stríðjnu lauk komust þeir að raun um, að bæði Bretar og Frakkar not- uðu bandarísk vopn i baráttu sinni fyrir að koma landinu á ný undir yfirráð Frakka og drottinvald. Að baki þessu lá að vísu margt fleira en hér er á bent, en að áliti Vietnama voru þeir sviptir lögmætum ár- angri í sjálfstæðisbaráttu sinni og við þá sviptingu var eink- um stuðst við bandarísk vopn og bandarískar birgðir. í öðru lagi unnu Norður- Vietnamar sigur 1954 í viður- eigninni við Frakka og töldu, eftir samningana í Genf. horf- ur á að þeim auðnaðist að ná völdunum i landinu í frjálsum kosningum, sem heitið var i samningunum. En svo neitaði stjórn Bandaríkjanna að láta kosningar fara fram þegar til kastanna kom. — Norður-Viet- namar d~aga auðvitað undan, að þeir brutu einnig Genfar- sáttmálann sjálfir með því að beita valdi. í ÞRIÐJA lagi eru það sörnu mennirnir, sem nú stjórna hernaðaraðgerðum frá Hanoi og áður stjórnuðu her Norður- Vietnama í stríðinu gegn Frökk um. Svo virðist sem þeir þyk- lis sjá, í andstöðunni gpgn isríðinu innan Bandaríkjanna, isömu klofnings og veikleika- Imerkin, sem vart varð hjá IFrökkum á sinni tíð og ullu lað síðustu ósigri þeirra árið 11954. í fjórða lagi ber þess að gæta, að Norður-Vietnamar eiga að baki langa sögu samfelldra erlendra yfirráða, fyrst Kín- verja og Japana og síðar Frakka. Þeir trúa þvi, sem Ho Chi Minh hélt fram* við páf- ann rétt fyrir áramótin, eða að tilgangui Bandaríkjamanna sé að breyta Suður-Vietnam i hernaðarbækistöð og nýja itegund nýlendu í þjónustu •bandarískrar heimsveldis- istefnu.“ Þannig hefur reynsla •þeirra verið af samskiptum við ■aðrar voldugar þjóðir og hví skyldu þeir ekki búast við hinu •sama af hálfu Bandaríkja- 'manna? Að lokum ber að minnast, að Kínverjar hafa styrkt þá i þessari skoðun á tilgangi Banda ríkiamanna og Rússar raunar einnig, þó að í minna mæli ■sé. Kínverjar hafa auk þess sín ■ar eigin hugsjónalegu og efna- hagslegu ástæður til að snúast ‘eindregið gegn allri viðleitni til að koma á umsömdum friði. MEÐAN Norður-Vietnamar balda sínum hlut fyllilega í 'viðureigninni við jafn öflugan 'her Bandaríkjamanna og raun ber vitni eykur það á sannleiks ■gildi þeirrar kenningar Kín- verja, að rétta leiðin til að veikja Bandaríkin og drepa orku þeirra á dreif sé einmitt að beita minni háttar skæru- 'hernuðum eins og þessum. Og meðan stríðið geisar svona nærri landamærum Kína geta 'kínverskir valdhafar notfa^rt sér ógn erlendrar innrásar í baráttunni við erfið viðfangs- efni innan lands og aukið mik- ilvægi þeirra í augum almenn- ings, en það er fyrst og fremst aukning iðnaðar- og landbún- aðarframleiðslu kínversku þjóð 'arinnar. Allt hefur þetta að minnsta kosti verið tínt til í skýring- um manna hér heima fyrir í Bandarfkjunum á þrákelkni Norður-Vietnama í afneitun allra samningsviðræðna að und anförnu. Varla geta Norður- Vietnamar látið sig dreyma um að bera sigurorð af ban<larísku herveldi, en þeir trúa sýnilega, að í langvarandi stríði verði raunin sú, sem Vo Nguyen Ciap, æðsti hershöfðingi þeirra heldur fram og orðar á þessa leið: „Óvinurinn lendir í öng- þveiti. Hann verður að draga stríðið á langinn til þess að Framhald á bls. 1?.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.