Tíminn - 09.01.1966, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 9. janúar 1906
12
HVERS VEGNA
Framhald af bls. 5.
vinna sigur í því að lokum,
en á hinn bóginn brestur hann
einmitt siðferðislegan og póli-
tískan mátt og alla eiginleika
til þess að heyja mjög lang-
dregið stríð . . . “
JOHNSON forseti er einmitt
að reyna að ráða niðurlögum
þessara skoðana allra með því
að fá aðrar þjóðir með í bar-
áttuna fyrir samningaviðræð-
ræðum. Hann gerir sér vonir
um, að valdhafamir í Harfoi
fari að leggja eyrun við boð-
skap fleiri erlendra ríkisstjórna
en stjórnarinnar í Peking og
stjórnar erlendra ríkja geti
þannig átt þátt í að leiða deilu-
aðila að samningah«íinu.
Samningaumleitanir þær,
sem nú standa yfir, eru ber-
sýnilega alvarlegasta tilraunin
sem gerð hefur verið síðan
Genfarráðstefnán var haldin.
En valdhafarnir í Hanoi eru
einangraðir og tortryggnir.
Þeir eru beizkir í lund vegna
þungbærrar reynslu á liðinni
tíð og hættir til að líta á samn-
ingatilboð annað hvort sem
gildru eða veikleikavott af
hálfu Bandaríkjanna.
Norður-Vietnamar líta svo á,
að þeim hafi ávallt vegnað vel
þegar þeir börðust, en beðið
lægri hlut í hvert sinn, sem
þeir sömdu. Það er einmitt
þessi sannfæring, sem vinna
verður bug á.
RÆÐA EINARS
Framhald af 9. síðu.
er hins vegar sá að þar er í flest-
um tilfellum farið að fiska í land-
helgi sveitarfélaganna og stórlega
dregið úr aflamöguleika þeirra á
sömu miðum. Glöggt dæmi um
þetta eru nýju lögin um breytingu
á öflun tekna til Húsnæðismála-
stofnunarinnar. Til þess að standa
við hluta júní-samkomulagsins
þyrfti ríkissjóður að leggja fram
40 millj. kr. í því skyni var hækk-
aður eignaskattur á fasteignir til
ríkisins en tekjur af fasteignum
eru einn af örfáum stofnum, sem
ætlaðir eru sveitarfélögunum með
1. 69/1962. Þessa þróun tel ég
varhugaverða og hún getur auð-
veldlega leitt til þess að sveitar-
félögin verði að afla því nær allra
Framsóknarmenn í
Kópavogi
Aðalfundur fulltrúaráðs Fram
sóknarfélaganna í Kópavogi. verð
ur haldinn í Framsóknarhúsinu að
Neðstutröð 4, mánudaginn 10. jan-
úar, klukkan 9.30.
sinna tekna með útsvörum vegna
þess að ríkið væri búið að hremma
allt annað.
Þau tvö efni, sem áðurnefndar
fillögur fjalla um, snerta einmitt
þetta atriði. Þegar söluskatturinn
1960 var lagður á, var ákveðið
að hann skildi skiptast þannig
milli ríkis- og sveitarfélaga að
ríkið fengi 4/5 hluta en jöfnunar-
sjóður sveitarfélaga Vs hluta af
þeim söluskatti, sem, innheimtur
er af innlendum viðskiptum. Þá
voru leidd fram þung rök því til
sönnunar að sveitarfélög þyrftu
mjög á þessum tekjum að halda
og að sanngjarnt væri að þau
fengju þær, enda var þá mikið
talað um að horfið skyldi af
braut hinna beinu skatta, tekju-
skattur af meðaltekjum átti alveg
að hverfa og útsvörin að stór-
lækka! Upphaflegi söluskatturinn
var 3% en síðan hefur sölu-
skattur eins og kunnugt er, tví-
vegis verið hækkaður, en hluti
sveitarfélaganna eftir sem áður
bundinn við 20 prósent af upp'
haflega skattinum. Ef hinni upp-
haflegu reglu hefði verið fylgt,
mundi óhætt að reikna hluta
Reykjavíkurborgar á næsta ári ef-
laust 100% hærri en hann er nú
og munar það borgina eina um
90 milljónum króna, sem hægt
væri að lækka útsvörin á næsta
ári. Af þessu sést að hér er um
mikið nauðsynjamál að ræða og
þarf tæplega að efast um að allir
borgarfulltrúar í Re^'kjavík geti
séð sér fært að fylgja þeirri til-
lögu, sem hér er fram borin um
áskorun á Alþingi að breyta þess-
um ákvæðum.
Að vísu er það áuðvitað öllum
Ijóst að ekkert hefir orðið úr'þeirri
fyrirætlan að breyta skattheimtu
úr beinum sköttum í óbeina, ef
það hefur þá nokkurn tíma verið
annað en fyrirsláttur og skrum.
Óbeinir skattar hafa að vísu verið
lagðir á í stórum stíl, en bara
til viðbótar hinum fyrri. Sam-
kvæmt þessu er auðvitað alveg
sama hvemig skattheimtunni er
háttað, skipulagið er ekkert og
eina reglan sem farið er eftir, er
að ná sem mestu. En með því að
lögfesta svo háan söluskatt sem
hér er nú gert, án þess að sveit-
arfélög fái nema mjög takmarkað
an hluta hans til sinna þarfa, er
verið að skerða tekjumöguleika
þeirra, og visa þeim nánast á út-
svörin ein, sem verður þó að
halda innan skynsamlegra marka,
ef gjaldþoli borgaranna á ekki al-
veg að ofbjóða, eins og gert var
1964.
Þegar árið 1960 var verið að
taka hér upp nýja stjórnarhætti að
því er sagt var, þá töluðu menn
um það sem tvær leiðir, að inn-
heimta opinberar tekjur annars
vegar með beinum sköttum og þá
hins vegar með óbeipum sköttum.
Menn greinir ennþá á um leiðir,
sumir vilja fara þessa leiðina en
aðrir vilja fara hina leiðina eins
og mikið hefur verið talað um að
undanförnu. En engum dettur í
hug að fara báðar leiðirnar sam-
tímis, en það er þó það, sem gert
er i innheimtu opinberra gjalda
nú upp á síðkastið og blessast áreið
anlega ekki til lengdar.
Því skora é| á háttv. borgar-
ftr. að standa saman um þá til-
lögu okkar borgarftr, Framsfl.,
sem ég hef hér verið að mæla fyrir
og geymir áskorun til Alþ. og
þá þingmanna Reykjavíkur alveg
sérstaklega að breyta reglunum í
það horf að jöfnunarsjóður fái
hluta af öllum sköluskattinum,
sem inn'heimtur er af innlendum
viðskiptum.
Á þann hátt verður að nokkru
spornað við hinni ört vaxandi
ásælni ríkisvaldsins á þær tekjur,
sem sveitarfélögum standa til ráð-
stöfunar, en nauðsyn þess ætti a.
m.k. öllum borgarfulltrúum að
vera fullkomlega ljós.
Sömu ásælninnar gætir í þeirri
ákvörðun meirihluta Alþingis að
fella út af fjárlögum þann rekstr-
arstyrk, sem héraðsrafmagnsveit-
ur ríkisins hafa haft-þar um langt
árabil með samþykki allra flokka.
Fram tii þessa hefur sá háttur
verið ágreiningslaust hafður á, að
ríkissjóður greiddi verulegan
hluta af halla rafmagnsveitna rík-
isins, enda sýnist það í alla staði
eðlilegt að rafvæðing dreifbýlisins
sé studd af sameiginlegum sjóði
landsmanna. Nú er því hins vegar
haldið fram af þeim, sem gerzt
mega um bera, að hagur ríkis-
sjóðs sé orðinn slíkur undir stjórn
núverandi ríkisstjórnar, þrátt fyr-
ir gífurlega skattheimtuaukningu
á yfirstandandi Alþingi, að leysa
verði ríkissjóð undan þeirri fjár-
hagsbyrði, sem hann hefur borið
af þessum sökum. Það sem um-
rædd lagasetning raunverulega
fjallar um, er því almenn skatt-
heimta af rafmagnsnotendum en
í þágu ríkissjóðs. Það er haft uppi
sem rök hjá þeim, sem lögunum
mæla bót, að með þessari skatt-
heimtu sé verið að hygla raforku-
notendum í dreifbýlinu og efla
rafvæðingu þar, og háttv. borgar-
stjóri lagði áherzlu á þennan þátt
hér áðan. Þetta er þó ekki svo,
þar sem. orkunotkun í dreifbýlinu
og þar á meðal rafmagnsveitna
ríkisins er skattlögð með sama
hætti og önnur orkunotkun. Hér
hefur einnig verið talað um verð-
jöfnun á rafmagni, en henni er
þó engan veginn til að dreifa,
því að öllum rafmagnsnotendum
er gert að greiða jafnháan orku-
skatt, þeim sem búa við hæsta
raforkuverðið jafnt og öllum hin-
um. Það sem hér um ræðir er
því einfaldlega ekkert annað en
það, að ríkissjóður er að velta af
sér byrðum yfir á rafmagnsnotend
uma. Ég tel að það sé mjög
óheppileg aðferð að afla ríkistekn-
anna með álagi á raforkuverð, því
þar er um hreinan nefskatt að
ræða, sem legst á heimilin með
fullum þunga án tillits til þess
hverjir möguleikar þeirra eru til
að mæta þeim útgjöldum. Þetta er
því einhver hinn almennasti af
öllum sköttum og því af þeirri
gerðinni sem núverandi fjármála-
ráðherra varaði alveg sérstaklega
við þegar hann settist í stólinn.
Hann er því óheppilegur í sjálfu
sér, og þegar af þeipri ástæðu til-
efni til að mótmæla, honum. En
auk þessara almennu sjónarmiða
hefur svo þessi framkvæmd þann
eiginleika að með honum er farið
inn á svið sveitarfélaganna og
möguleikar héraðsrafveitnanna
mjög rýrðir, en flestar þeirra
þurfa á eins háu raforkuverði að
halda og framast er unnt að gera
borgurunum að greiða. Þess vegna
er eðlilegt aó rafveiturnar líti
þessa breytingu Alþingis óhýru
auga og hafa mótmæli borizt víða
að. Má þar nefna rafveitumar á
Akureyri, Hafnarfirði, Siglufirði
og bæjarstjórn fsafjarðar, og e.t.'v.
fleiri, sem ekki vilja una þessu
aukaálagi mótmælalaust. En í
Reykjavík gerist það hins vegar
að sjálfur borgarstjórinn stígur
fram til þess að þakka fyrir þessa
sendingu. Hann um þá skoðun
sína, en þetta þakkarávarp flytur
hann áreiðanlega ekki í nafni hins
almenna borgara. í stað þess að
hneigja sig og kyssa á vöndinn
væri sæmra að samþykkja mótmæli
gegn þeirri ráðstöfun, sem hér
um ræðir. Rafmagnsverð í Reykja-
vík verður áreiðanlega nógu hátt
þótt því sé hlíft við því að byrð-
um ríkissjóðs sé ekki velt ofan
á það. Ekki sízt verður sú raunin
á hér, þegar haft er í huga að
gróðasjónarmið íhaldsins hafa
teygt loppu sína inn á. vettvang
Landsvirkjunar, svo' sem ákveðið
var með lögum frá s.l. Alþingi,
en þá var sem kunnugt er feilt
úr gildi það ákvæði Sogsvirkjunar-
laganna að álagning hennar mátti
ekki vera meira en 5% ofan á
útreiknað kostnaðarverð og í stað
inn sett ótakmörkuð heimild
Lands virkj unars tj órnar til að
ákveða raforkuvérðið í heildsölu,
að vísu með samþykki ráðherra
svo sem er með allar gjaldskrár
þessarar tegundar.
Af því, sem fram kom í máli
háttv. borgarstjóra hér áðan
fannst mér augljóst að við erum
að verulegu leyti sammála um
þessi efni. Ég tók svo eftir að
hann sagði að hann hefði samúð
með því að stuðningur við raf-
orkuframkvæmdir í dreifbýli komi
úr ríkissjóði, en U því nefndar
áliti sem hann vitnaði í og ég
hef undirritað er einmitt gert ráð
fyrir þessu og meira að segja í
ríkara mæli en gert hefur verið
fram að umræddri breytingu. Sam
kvæmt mínu áliti á ríkið að halda
áfram að inna af hendi þann
stuðning sem ég tel sjálfsagðan
og borgarstjóri hefur samúð með,
en leiðin til þess er ekki að velta
byrðunum yfir á aðra og ganga á
þann hátt inn á verksvið sveitar-
félaganna. Ég vil enn vona að
háttv. borgarstjóri átti sig á þess-
ari hugsanavillu sinni og snúi sér
að því að gæta hagsmuna borg-
aranna eins og honum ber stöðu
sinni samkvæmt gagnvart ásælnu
og óprúttnu ríkisvaldi.
í áðurgreindu nefndaráliti dags.
14. f.m. sem ég gaf út á Alþingi
ásamt Skúla Guðmundssyni og hér
hefur verið gert að umtalsefni er
sagt, að sá verðmunur, sem er á
rafmagni á hinum ýmsu stöðum
á landinu, eigi að hverfa. Allir
landsmenn eigi að njóta sömu við-
skiptakjara hjá rafmagnsverzlun
ríkisins. Og við kveðum svo fast
að orði að þetta sé réttlætismál.
Ég bið engrar afsökunar á því,
sem í þessu nefndaráliti segir og
fagna því að borgarstjóri les upp
úr því hér á borgarstjórnarfundi.
En sá hluti þess, sem fjallar um
verðjöfnun snertir ekki það mál,
sem hér um ræðir, vegna þess að
engin verðjöfnunarákvæði er í
lögunum að finna, gjaldið kemur
jafnt á allt rafmagn. Þær upp-
lýsingar, sem borgarstjóri var að
fala hjá mér snerta því ekki þetta
mál. Sé ég því enga ástæðu til
þess að tefja tíma þessa fundar
með frekari umræðum um þetta
atriði. En ég get vel athugað að
koma umbeðnum upplýsingum til
borgarstjóra síðar, ekki sízt ef það
gæti hjálpað honum til að átta
sig betur á þessu máli, en á þvi
tel ég óneitanlega þörf þar sem
hann lýsti því hér yfir áðan að
hann væri algjörlega andvígur
allri verðjöfnun, heldur verði all-
ir að búa við þau skilyrði til
þeirra hluta, sem fyrir hendi eru
hjálparlaust. Mun ég athuga þetta
síðar, því óneitanlega vil ég tals-
vert á mig leggja ef verða mætti
til þess að fá svo góðan liðsmann
við rafmagnsmálið eins og hátt-
virtan borgarstjóra. En það vil ég
segja, að ef menn á annað borð
meina eitthvað með því tali, sem
gerist æ almennara, að byggð
þurfi að dreifa um landið, þá
koma vissulega rafmagnsmálin
einna fyrst upp í hngann því.
tómt mál er um að tala að fólk
geri sér að góðu búsetu á þeim
stöðum sem ekki bjóða upp- á þæg-
indi rafmagnsins.
Vegna ummæla Óskacs HaH-
grímssonar hér áðan vil ég aðeáns
segja þetta:
Það er ekki rétt að rafmagns-
notendur í dreifbýli eigi að búa
við bætt kjör hvað verð snertir,
eftir þá lagabreytingu, sem gerð
var hinn 17. des. s.l. Þar er ekki
um neina nýja aðstoð við þá að
ræða heldur aðeins það, að aðstoð
sem áður var veitt samkvæmt fjár
lögum er nú tekin af rafmagns-
notendum sjálfum, þar með því
fólki, sem nú býr við hæsta raf-
orkuverðið. Þess vegna verka lög-
in til hækkunar á rafmagnsverði
þessa fólks en ekki lækkunar og
allt tal borgarfulltrúans um þetta
efni því úr lausu lofti gripið.
Þetta veit jafnglöggur maður og
Ó.H. auðvitað mæta vel, þótt hann
telji sér ekki fært af öðrum ástæð-
um að vera með tillögu okkar
bftr. Framsfl., sem mótmæli þess-
um flutningi byrðanna af ríkis-
sjóði yfir á hinn almenna neyt-
anda.
Ég hef þá gert grein fyrir þess-
um tveim tillögum, er við flytjum
borgarfulltrúar Framsóknarfl. og
skal ekki fjölyrða frekar um þær.
Áður en ég fer héðan úr ræðu-
stólnum langar mig til þess að
víkja örfáum orðum að tillögu frá
bfh. Óskari Hallgrímssypi. Tillag-
an byrjar á því að lýsa því yfir,
að Borgarstjórn Reykjavíkur sé
ljóst gildi þess að fylgt sé fyrir-
framgerðum áætlunum um allar
meiri háttar framkvæmdir borgar-
iniiar og stofnana hennar. Þetta
hljótum við allir að taka undir
svo augljóst og sjálfsagt sem þetta
er. Þó er það staðreynd, sem er
okkur hér til vansa, að mörg und-
anfarin ár hafa sams konar tillög-
ur verið bornar fram hér í borg-
astjórn, eins og t.d. af K.B. i
fyrra, án þess að þær hafi verið
samþykktar og án þess að nokkuð
hafi komið fram sem geri slíka
samþykkt óþarfa. Auðvitað þarf
að vera fyrir hendi framkvæmda-
áætlun, sem taki til allra meiri
háttar framkvæmda á vegum borg
arinnar og stofnana hennar svo
sem fbúðabygginga, byggingar
skóla, dag- og vistheimila, leik-
skóla og leikvalla, útivistarsvæða,
gatnagerðar, hafnargerðar, raf-,
vatns- og varmavirkjana og fram-
kvæmda vegna skipulags, eins og
tillagan segir. Heildarsýn yfir all-
ar framkvæmdir borgarinnar er
auðvitað algjör nauðsyn, sem ekki
þarf um að deila. Slíkar áætlan-
ir eru auðvitað sjálfsagðar og
skylt að fara eftir þeim eftir því,
sem frekast er kostur, og algjör
óskapnaður að viðhafa annan hátt.
Þess vegna er ég því sammála,
sem tillagan fjallar um, og myndi
ekki hafa talið ástæðu til að gera
hana að umtalsefni af því einu.
En einu atriði tillögunnar er ég
ekki sammála og skal ég víkja
að því. Ég tel hæpið, þrátt fyrir
augljósa þörf framkvænidaáætlun-
ar, að sú borgarstjórn er nú situr
og aðeins á eftir nokkra mánuði
af kjörtímabilinu, fari nú að gera
áætlun, sem gildi í næstu 4 ár,
eða því sem næst allt kjörtíma
bil næstu borgarstjórnar. Varhuga
vert er að binda hendur næstu borg
arstjórnar á þennan hátt og skýt
því fram til athugunar hvort ekki
megi í staðinn samþykkja almenns
skyldu borgarstjómar til að geri
framkvæmdaáætlun t. d. í upphaf
hvers kjörtímabils.
HÚSNÆÐI
70 ferm. húsnæði á jarðhæð til leigu, hentugt
fyrir skrifstofur, læknastofur, snyrtistofu eða
léttan iðnað.
Tilboð sendist Tímanum, merkt „Húsnæði'.
Búnaðarfélag Islands
óskar eftir að ráða stúlku til skrifstofustarfa, þarf
að vera vön vélritun og íslenzku, ensku og skandi-
naviskum málum. Ráðning hálfan daginn getur
I
komið til greina. Upplýsingar á skrifstofu Búnað-
arfélags íslands, Bændahöllinni, sími 19 200.