Tíminn - 13.01.1966, Page 8
8
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1966
TÍMINN
Magni Guðmundsson:
Verðbólga
1
í opiníberum umræðum og ||
umræðum manna á meðal bei
verðbólgu oft á góma, 03 cr
þá þá ekki úr vegi að spyrja,
hvað átt sé við með orðinu,
og síðam, hvort verðbólga sé
enn við lýði hér á landi.
Sérstök, viðurkennd >kd-
greining verðbólgu er ekkj fyr
ir hendi. Hugtakið var í upp-
hafi notaa um gífurlega aukn
ingu peninga og verðlag,- í
nokkrum Evrópulöndum að
lokinni fyrri heimsstyrjöld.
Var seðlavelta í þessum lönd-1
um stóraukin til þess að mæta |
rikisútgjöldum umfram skatt-1
tekjur. en afleiðingin varð |
hrun á verðgildi gjaldmiðils-1
ins. Öðlaðist orðig þannig al-
mennt merkinguna: Óeðlileg
aukning fjármagns í umferð
án tilsvarandi aukningar án
tilsvarandi aukningar á fram
boðnum vamingi og þjónustu,
er leiddi til hraðhækkandi
verðs ?ða hrynjandi kaupmátt
ar gjaídmiðilsins, sem er eitt
og hið sama. Á kreppuárunum
eftir 1930 og síðan er minni
áherzla lögg á fjármagn í um
ferð sem ákvarðanda fyrir
heildareyðslu og verðlag. Þá
var svartsýni og óvissa um
menn héldu að sér höndum þó
að nægjanlegt fé væri í té
látið af bönkum. Var nú farið
að iíta á tekjumar sem slíkan
ákvarðanda, enda gátu orðið
sveiflur í heildareyðslu ogverð
lagi vegna breytinga í fjárfest
ingu og neyzlu af hálfu almenn
ings, án nokkurra tengsla við
breytinga á fjármagniíumferð.
Aukin peningavelta þurfti m.
ö.o. ekki nauðsynlega að leiða
til hækkaðs verðlags.
Beindist skilgreining verð-
bólgu smátt og smátt að verð
hækkununum sjálfum. Er tal
að um óðaverðbólgu, þegar
þær eru mjög hraðar, bælda
verðbólgu, þegar verðlagi og
kaupgjaldi er haldið niðri með
stjórnarráðstöfunum o.s.frv.
En er þá verðbólga við lýði
á. íslandi í dag?
Þeirri spumingu verður því
miður að svara játandi. Ríkis
búið var rekið með halla \
fyrra og væntanlega einnig í
ár. Sljkt er aðeins unnt að
gera án hættu fyrir verðlag.
ef atvinnuleysj ríkir. Þegar
vixmuafl og aðrir framleiðslu
þættir eru nýttir til fulls, eins
og hjá okkur nú, leiðir halla-
rekstur ríkisbúsins óhjákvæmi
lega til verðbólgu.
Þessi halli er borinn uppi
með lánum frá Seðlabankan-
um. Er þag athyglisvert, því
að með stofnun Seðlabankans
hófst samhæfð stjóm peninga-
Magni GuSmundsson
mála í landinu. Bankanum var
með lögum fengið vald yfir
öðrum lánastofnunum, svo að
hann gæti stemmt stigu við
verðbólgumyndun. Slíkt vald
var ekki áður í höndum neins
viðskiptabankanna, og er því
tæplega við þá að sakast, þó
að stjóm peningamála hafi
farig í handaskolun á styrjald-
aráninum. Seðlabankanum var
með umsjá sparifjárins 1 land
inu af þjóðinni falinn mikill
trúnaður, og hvílir sú skylda
á herðum hans að spyrna öfl-
uglega vig fæti, er ríkisstjóm
gerist ógætin í fjármálura eða
æviritýrágjörn. * ' "
Til þess að stjórn á verðlagi
geti orðið virk þarf að sjálf
sögðu samstarf milli Seðla-
bankans og rikissjóðs. Ber hin
um síðarnefnda á verðþenslu-
tímum að draga sem mest má
úr framkvæmdum, sem mega
bíða. En er slíku samstarfj að
heilsa? Nei, í stað þess að
gæta hófs um opinbera fjár-
festingu eru áætlanir um
framkvæmdir stærri í sniðum
en áður hafa þekkzt hérlendis
— framkvæmdir Búrfellsvirkj
unar, Alúmínverksmiðju
og Hválfjarðar, en að auki,
skilst mér, á vegum höfuðborg
arinnar stórfelldar hita/veitu-
og hafnarframkvæmdir. Enda
þótt allt séu þetta æskilegir
hlutir. verður ekki á móti hinu
mælt að þeir eru ótímabærir.
Ef fram fer ekki endurskoðun
og frestun þessarra áætlana,
mun bylgja verðbólgunnar
halda áfram að vaxa og gjald
miðillinn að þynnast. Rétt er
að geta þess misræmis, að
meðan nefndar risafram-
kvæmdir eru á döfinni, stend
ur bagalega á minni fram-
kvæmdum í landinu, eins og
t.d. skólum og sjúkrahúsum.
Frh. á morgun.
Samanburður Péturs á
kóka kóla og mjólkinni
Síðastliðið sumar barst mér^í
hendur eitt tölublað af Vísi. Ég
renndi augum lauslega yfir það,
svo sem vera mun háttur al-
mennra blaðalesenda. Þó þar væri
fljótt yfir sögu farið, nægði það
til þess, að ég staldraði við við-
tal, sem blaðamaður hafði átt við
Pétur Björnsson, sem þar er tal-
inn framkvæmdastjóri kókakóla-
verksmiðjunnar. Ég hefi stöku
sinnum bragðað þennan drykk og
virzt hann leiður. En það blasti
við lestrinum loknum að mér
haíði missýnst hrapallega. Pétur
segir: „Þetta er góður svaladrykk-
ur, hressandi, svo hefur hann þann
stóra kost að maður verður aldrei
leiður á honum.“ Óneitanlega er
þetta athyglisvert. Því er ekki að
neita, að það er nokkurs virði að
geta framleitt drykk, sem enginn
verður leiður á. Þessir kostur er
í rauninni því meira virðí, sem
drykkurinn er sjálfur minna virði.
En þetta síðasttalda á sjálfsagt
ekki við um kókakóla.
SVEITARSTJQRI
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér
með eftir sveitarstjóra fyrir Vopnafjarðarhrepp
Þeir, sem áhuga hefðu á starfinu skili umsóknum
fyrir miðjan marz-mánuð n k. ti! Siaurðar Gunn-
arssonar, oddvita, Ljótsstöðum, Vopnafirði.
*
Hreppsnefnd VopnafjarSar.
Þegar Pétur var spurður: „Er
það satt, að hann (þ.e. drykkur-
inn) reynist vel við ógleði?" hljóð
ar svarið svo: „Það er tilfellið.
Læknar hafa fengið sýróp frá
okkur til þess að nota gegn maga
truflun ungbarna. Dóttir mín var
aðeins tveggja daga gömul, þegar
hún fékk kók í teskeið við maga
veiki.“ Ekki er þetta síður athyglis
vert. Það er auðgert að losa böm
við innantökur. Ef ekki er hægt
að ná í sýróp frá Pétri, ætti oft
ast að vera auðgert að ná í „kók“.
Það mun víðast fáanlegt þar, sem
verzlað er með eitthvað af nauð-
synjum, enda mun ekki alltaf
þurfa nauðsynjar til, að það sé
á boðstólum. Auk þess er það
hreint ekki svo lítils virði að geta
kennt börnum að bergja á svo
höfgum miði, að „maður verði
aldrei leiður“ á honum.
Næst var Pétur spurður: „En
hvað um þá kenningu að tann-
skemmdir geti aukizt við kók
drykkju?" Pétur svarar af hinni
mestu hæversku: „Ég held að það
sé bara áróður. Mjólkin er hættu-
legri, ef mjólkin er ekki hreins-
uð úr tönnunum, er mjólkursýran
hættulegri og einnig sítrónusýran
í gosdrykkjum. Ef þessar acidsýrur
fá að liggja í tönnum í sólarhring
valda þær meiri skaða, og kóka-
kóla er ekki hættulegri en hver
annar drykkur."
Engu er þessi fræðsla ómerkari
Ég hefi ekki heyrt þess getið fyrr
að mjólk setjist í tennur. En það
sýnist einfalt að bæta úr því. Allt-
af má stanga úr tönnum sér. Það
gerði Þorkell hákur, en það var
nú reyndar ekki mjólk, sem settist
í tennur hans. ÞesSi hætta af
§ mjólkinni mun vera ný uppgötv-
_ un. Það er sérstaklega ábending-
arvert, að mjólkin skuli setjast i
, tennurnar. Það mun ekki hafa orð
ið okkur sveitamönnunum mjög
til meins til þessa. En heimurinn
J fer versnandi eins og allir vita,
svo við ýmsu má búast af mjólk-
inni. Hér bendir Pétur á eina
hættuna. En hvernis er það? Get
ur ekki skeð að munnvatnið nægi
til að bjarga tönnunum frá þess-
um háska? Hreinsar það ekki
mjólkina af beim. áður en hún
nær því sýrustigi að hætta stafi
af? Það er rétt hjá Pétri að m.iótk
in er ekki talin til súrra efna en
ekki basiskra. En sýrustig ný-
mjólkur er pH 6,7 og mun það
. yfirleitt ekki talið hættulegt Jaín
— vel súrmjólk sú, sem hér er á
boðstálum mun í reynd ekki súr-
ari en það, að sýrustig hennar sé
3,6. Það mun því óhætt að full-
yrða, að það mjólkursýrumagn,
sem er í nýmjólk nægi ekki til
að skaða tennur. Hún yrði því að
myndast í því mjólkurmagni, sem
sezt að „í tönnunum.“
Og enn var Pétur spurður: „Er
það satt að samsetningin fyrir
kókakóla sé leyndarmál?“ Svarið
hljóðar svo „Já, það vita fáir.
Það er það, sem er leyndarmál.
Við fáum bara hráefni samansett
á margan hátt.“ Þetta er og at-
hyglisvert. Þarna brást Pétri lær-
dómurinn, — þekkingin, og vekur
það nokkra furðu. „Þetta er góð-
ur drykkur" sagði hann skömmu
áður. Hann veit að drykkurinn
„er góður“ og þá að sjálfsögðu
hollur, því góður getur drykkur-
inn tæpast talizt, nema hann sé
hollur líka. Annars væri hann að-
eins tælandi. En Pétur veit ekki
hvernig hráefnin eru samansett og
veit því trúlega lítið um hið raun-
verulega gildi þessa góða drykks.
Ótrúlegt er að hann þegði yfir
kostum hans ef hann hefði fram-
talið á þeim handbært. Ekki virð-
ist ótrúlega ti-1 getið, að rannsókn
á þeim væri nokkurs virði.
Þetta hafa Svíar framkvæmt ný-
lega og gefið út samanburð á
mjólk og ýmsum drykkjum, sem
hliðstæðir mega teljast þeim
drykkjum, sem hér eru bornir fyr-
ir börnin í kránum. Þessar sænsku
niðurstöður líta svona út:
Ný- Syk Öl.
mjólk ur-
drykk
Feiti, % 3,6 — 0,02
Eggjahvíta, % 3,4 - 0,4
Kolvetni, % 4,6 7,3 5,3
Kalcium, % 0,12 •— 0,004
Fosfor, % 0,10 — 0,007
Járn, % mg kg. 3,0 — 0,2
Hitaein. pr. kg. 650 300 315
Það blasir við hverjum, sem
röltir um götur Reykjavíkur, að
kókakóla, (sem nokkurnveginn
mun svara til sykurdrykkjanna
sænsku), og aðrir hliðstæðir drykk
ir, munu börnum hollir. í nágrenni
flestra skóla borgarinnar hafa ver-
ið staðsettar ölkrár til þess fyrst
og fremst, að kitla nautnaþrá
þeirra ungmenna, sem í skólana
eru send. Þær eru og við flestar
götur borgarinnar, a.m.k. allar hin
ar fjölfarnari, og furðu margar við
sumar. Öllu þessu liði og öllum
þessum umbúnaði er fyrst og
fremst stefnt á sníkjur eftir aur-
um barna og ungmenna. Svo mik-
ils þykír þessi starfsemi verð. að
krárnar standa opnar til kl. 23,30
dag hvern. Þar skal og halda hinn
sjöunda dag síknan. Þar dugir ekki
minna til. Ef einhver von er til
að ungmenni dragizt saman á ein-
hverjum stað, þarf að hafa þessa
drykki á boðstólum. Á bak við
þessa boðstóla virðist öll þjóðin
standa og horfa á með velþókn
un. Svo virðist a.m.k. um alla þá,
sem einhver ráð eru falin. Má þar
nefna bæjaryfirvöld. uppeldismála
ráðamenn. barnaverndarlið, heil-
brigðismálastofnanir og mætti svo
enn telja Þessii geysivíðfeðmu
valdhafar legg.ia blessun sína vfir
allar þessai stofnanir. án þess að
gera sér nokkra rellu út af því,
hvers virði þessir drykkir eru, né
hvert uppeldisgildi drykkjukránna
er Má þo vel ætla. að áhrif þeirra
á umhverfið. auki ekki siðrænt
gildi skólagöngunnar sem neinu
nemur. Mun ýmsum jafnvel ekki
grunla-ust um hið gagnstæða.
En þó því væri sleppt, virðist
ekki fjarri að hið raunverulega
gildi slíkra drykkja væri rannsak-
að. Trúlegt er, að fremur einföld
tilraun gæti gefið nokkuð ákveð-
in svör. Er líklegt að hana mætti
gera á hundum. t.d. taka tvo mán-
aðar gamla hvolpa og ala þá svo
sem eitt misseri, annan á mjólk
en hinn á kókakóla. Ólíklegt er
að samstöðu mundi skorta til rann
sóknarinnar, og nógan -höfum við
lærdóminn til að framkvæma hana
þannig, að þekkingarinnar njóti
til ful-ls. Við höfum tilraunaráð,
skipað hinum lærðustu mönnum.
Það á innangengt til Alþingis, þeg-
ar mikið liggur við. Við höfum
heila háskóladeild í heilsufræðum
og fjölda margra hálærða lækna,
sem ljúft mundi að styðja slíka
rannsókn með ráðum og dáð. Við
höfum allfyrirferðamikið heilbrigð
ismálaráðuneyti og yfir því heil-
brigðismálaráðherra, sem þekktur
er fyrir áhuga á lærdómi og þekk
ingu. Okku vantar því ekki menn,
sem stöðu sinnar vegna hljóta að
hafa áhuga á að fá úr því skorið,
hvort m-undi hollara, ungum sem
eldri: Kókakóla og aðrir hliðstæð
ir drykkir eða nýmjólk. íslend-
ingar hafa stundum spurt um
smærra, án þess að minnka af.
Hér kemur og enn fleira til
álita. Verzlunin með kókakóla er
líka þess virði að við hana sé
staldrað. Hver flaska af þvi á að
skila kaupandanum 18 ccm. Þett
innihald kostar í heildsölu kr. 3,04
og mun þá miðað við að flösk-
unni sé skilað að búðardyrum
kaupmannsins. Hver lítrl þessa
„góða“ drykkjar kostar því þar
kr. 16,89. Hver flaska er seld til
neytenda á kr. 4,50, svo hver lítri
kostar þvi þar kr. 25,00. Hann
hækkar því á þessari leið um kr.
8,11. Grunlaust mun ekki, að það
þætti leiðinlega hár liður, ef mjólk
ætti i hlut.
En sagan mun ekki fullsögð
enn. Það mun líka vera hægt að
fá kókakóla og hliðstæður þess á
opnum markaði hér í Reykjavík,
enda trúlega víða um land, fyrir
kr. 30,00 innihaldið í einni flösku.
Þá kostar lítrinn kr. 166,50. Er
hækkunin frá heildsöluverðí þá
orðin kr. 149,61. Það leynir sér
ekki, að þessi viðskipti eru ís-
lenzkri kaupmennsku einkar hag-
stæð enda trúlegt að þau séu henni
hollari en þeim ungmennum, sem
þessar veigar þamba, þrátt fyrir
vottorð Péturs um ágæti þeirra.
Og þessi verzlun, — þessi óveru-
lega álagning, — er ekki umtals-
verð, þegar kaupmennskan heldur
sín höfuðþing. Þar er mjól)Gn
mun sárari þyrnir í augum, ekki
sem vandamál kaupsýslunnar, held-.
ur sem vandræðamál þjóðfélags-
ins. Þegar framanritað er athug-
að, vekur það enga furðu, þó Reyk-
víkingum þyki mjólkin dýr á kr.
7,65 hver lítri, þegar unnt er að
drekka kókakóla eins og lyst hvers
leyfir fyrir aðeins 25,00 kr. lítr-
ann. þegar í bakhöndinni er iíka
markaður, sem lætur hvern lítra
falan á kr 166,50, ef aðeins er
fyrir hendi aðstaða til að vaka
eftir verzluninni. — aðstaða til
að vaka eftir þvi að þessi mark-
aður opnist.
Guðm. Jósafatsson
frá Brandsstöðum.