Tíminn - 13.01.1966, Page 9

Tíminn - 13.01.1966, Page 9
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1966 TIMINN 9 Hópsýning úr leikritinu. Ljósmyndir TIMINN GE ÞJOÐLEIKHUSIÐ: Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur - sönglög eftir Ingibjörgu Þorbergs. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. - Dansar: Fay Werner. Hljómsveitarstjóri: Carl Billich - Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarnason HLUTVERK og LEIKENDUR: MAGGI MÚS ........f........ Ómar Ragnarsson MALLA MÚS ................. Margrét Guðmundsdóttir MÚSADAMA .................. Nína Sveinsdóttir PRÓFESfORINN .............. Bessi Bjamason Aðstoðarmaður hans, KOBBI .... Lárus Ingólfsson AGGA PRINSESSA .... Sigríður Guðmundsdóttir FALSKONUNGURINN ........... Jón Sigurbjömsson ALLI VARÐMAÐUR ............ Jón Júlíusson NALLI VARMAÐUR ............ Sverrir Guðmundsson RALLI VARÐMAÐUR SLÖKK VILIÐSSTJ ÓRINN BRANDUR VARÐSTJÓRI LOGI BÍLSTJÓRI 1. SLÖKKVILISMAÐUR Jón Gunnarsson Árni Tryggvason Valdimar Lárusson Þorgrímur Einarsson Sverrir Kjartansson 2. SLOKKVILIÐSMAÐUR .... Sighvatur Jónsson 3. SLOKKVILIÐSMAÐUR KONUNGURINN BORGARSTJÓRINN KONA PRÓFESSORSINS DANSMEYJAR ....... Ekki getur þakklátari leíkhús gesti en börn, það sannaðist enn einu sinni, er Þjóðleikhúsið frum Ketill Larsen Klemenz Jónsson Gisli Alfreðsson Anna Guðmundsdóttir Kristín Bjarnadóttir, Guðrún Ant- onsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Odd- rún Þorbjörnsdóttir, Þorgerður Arnadóttir, Margrét Gunnarsdótt- ir, María Sveinsdóttir, Björg Jóns dóttir, Brynhildur Sch. Thor- steinsson. sýndi barnaleikritið Ferðina til Limbó á sunnudaginn að var við feikifögnuð yngstu leikhúsgest- Höfundarnir Ingíbjörg Þorbergs og Ingibjörg Jónsdóttir. anna. sem ætíð bíða með mikilli óþreyju eftír að sýningar hefjist, er þau fá veður af því að nýr barnasjónleikur sé í vændum, þá sjaldan leikhúsin gefa sér tíma til að sinna þeim, sem vonandi verður þó héðan frá minnst eitt leikrit á ári. En ég fæ ekki betur séð en leikhúsum, sem - styrkt eru með almenningsfé. beri skylda til þess sem lista- og uppeldisstofnanir að sinna þessu verkefni meira. Eða vilja forráðamenn leíkhúsanna nú ekki láta svo lítið að veita eitt- hvert svar í þessu efni? Hefji leik húsin ekki bamaleiksýníngar í byrjun leikárs, virðist fara ósköp vel á því, eða er það ekki sjálf- sagt Uka, að gera börnum enn meiri dagamun um jólin með því að frumsýna barnasjónleikína þá og halda sýningar sem flestar áður en jólin eru um garð gengin. Vegna anna í Þjóðleikhúsinu við önnur verkefni næst fyrir þessi jól var barnaleijcrítið látið sitja á hakanum, hátíðin Þar skyldi fyrst og fremst fyrir fullorðna fólkið. börnin gerð að homreku. En í sambandi við ofanskráð orð um það, hve börnin séu þakklátir gestir í lelkhúsi verður það og að segjast, að höfundar mega ekki nota sér það, hve þau hungr ar í sögur og leiki af þessu tagi, með því að vinna sér verkið sem léttast eða mbba einhverri leik- ritsmynd upp til sýningar á sviði. Skriffinnar skulu ekki halda að Það sé eintómur baraaleikur að skrifa handa börnum. Og það er heldur enginn maður að minni þótt hann leggi það fyrir sig. Barnabækurnar eftir snillingana okkar þrjá íslenzku. Jón Sveins- son, Sigurbjörn Sveinsson og Stef án Jónsson, lifa trúlega miklu lengur en hávaðinn af öllum þeim bókum, sem gerðar hafa verið á íslandi síðustu mannsaldrana, og það er reyndar aðall góðra bama bókmennta. að allir, á hvaða aldri sem er. fái nntið þeirra Sú er raunin um Nonnabækurnar. Bemskurnar hans Sigurbjöms og bækumar hans Stefáns. En Það er fleira matur en feitt kjöt. Og margt getur veríð boðlegt, þótt ekki sé af slíkum snillingum fram reitt. Því miður ber þetta fyrsta sviðs- leikrit Ingibjargar Jónsdóttur þess vott, að hún hafi unnið sér verkíð alltof létt. Ýmislegt bendir til að henni láti vel að segja sögur. Sag an í þessum leik er mörgum börn um þegar kunn, því mér skilst, að Ferðin Limbó hafi áður verið flutt í barnatíma Ríkisútvarpsins í ein hverri annarri gerð en að megin- éfni sama. Það er vitaskuld ekki hægt að heímta að svona frum- verk á sviði sé snurfusað til full komnunar. Og ég veit ekki. hvaða breytingum það hefur tekið til batnaðar frá fyrra flutningi í út varpinu. En mér er næst að halda, að Það hafi verið með nokkrum ólíkindum í fyrri mynd, hafi það nú verið ýkja mikið endurbætt. Höfundur virðist virkilega ætla að velja sér nútímaefni í leíkritið, sjálfa geimferðaöldina, sem ný- lega er gengin í garð, -og er ekk- ert út á það að setja, leikurinn fer dálaglega af stað, en ósköp verður höfundi lítið úr því að gera sjálfa ferðina um himingeim inn girnilega til fróðleiks, og virð ist það í lófa lagið. Það eru dáskemmtileg atriði, en hugmynd irnar koma héðan og þaðan og skortir nokkuð á samhengi og rökhugsun í þessum geimvísinda leik. Hlutur annarra, sem leggja hér hönd að verki, er mun meiri. Söng lög Ingibjargar Þorbergs sanna það enn, sem við raunar þóttumst þekkja áður af Aravísu-lagínu og öðrum, að hún er lagvís og liggur sennilega sérlega vel fyrir henni að semja leikhúsmúsík. Lögin í þessum leik eru að vísu dálítið refja-kennd, ef svo mætti segja, en þau eru létt og snotur og mjög auðlærð, svo búast má við því að flestir krakkar syngi þau úti og inni áður en langt um líður. Og þessi músfk Ingibjargar Þorbergs í hljómsveit arflutningi undír stjórn Carls Billichs setur ákaflega léttan svip á sýninguna. Sömuleiðis dansarn ir, þeir eru ágætt krydd í og með, það fer varla mílli mála, að Þjóðleikhúsinu hafi verið mikill fengur að slíkum starfskrafti sem dansmeistarinn, ungfrú Fay Wern er er, hún hlýtur að geta verið leikstjómm mikil hjálparhella með að fá leikara til að hreyfa sig eðlilega á sviðinu. En mest mæð ir hér auðvitað á leikstjóranum, Klemenz Jónssyni, sem kann nú orðið margt fyrir sér í því að fást við mennska menn, álfa og tröll í barnaleikritum, og tekur sér skáldaleyfi, ef því er að skipta, eins og sniðugum leikstjóra byrjar að gera. Nokkuð sterkum brögðum beitir hann sums staðar, og senni lega væri réttara að deyfa eitt hvað skothvellina, því það eru ekki einungis hinir yngstu í saln- um, sem hrökkva i kút, þegar skot ríður af. Eða lyktín, maður minn. Það er ekki sparað púðrið í Þjóðleikhúsinu þessa dagana. Og þykir þó ekki öllum nógu mikið púður í. Loks er að geta þess, sem er ein mesta prýði sýningar innar, sem sé leikmyndir og bún ingar Gunnars Bjarnasonar. Segja má um íbúana á Limbó, sem nefnast Boltar eftir kroppalagi sínu, að þótt ekki stigi þeir í vitið. hefur það þó nægt til að gera allt fínt í kring um þá. Hús eru þar flest líkust höllum, og klæði hin Þtríkustu. Það verður heldur lítið úr vesælum jarðarbú um, Magga mús og Höllu systur hans, í samanburði við öll þau fínheit. Hins vegar er heilabú músabaraanna mun betur innrétt að. Og fyrir snjöll og snör ráð sín fær Maggi líka að verðlaun um mesta sælgætið í heiminum, kóngurinn á Límbó gefur honum bezta ostinn í nesti. þegar Maggi og Malla halda heim á Ieið, áður en mamma fari að óttast um þau. G.B. MINNING Guöríöur Guðmundsdðttir húsfreyja Sleðbrjófsseli Miðvikudaginn 5. janúar var 'til moldar borin í Fossvogsgrafreit, Guðríður Guðmundsdóttir, hús- freyja frá Sleðbrjótsseli í Jökuls árhlíð. Hún hafði látizt í Lands spítalanum 20. des. Guðríður var fædd 31. des. 1893 að Ásum í Gnúpverjahreppi, dótt ir Guðmundar bónda þar, Þor- varðssonar og konu hans Sigriðar Höskuldsdóttur. En hún ólst upp í Hafnarfirði hjá Finni Gíslasyni skipstjóra og Sólveigu Sumarliða, dóttur konu hans. Voríð 1908 lauk Guðríður prófi við Flensborgarskóla og kenn araprófi lauk hún sex árum síðar. Næstu fjögur árin var hún kenn ari við barnaskóla Hafnarfjarðar og jafnframt var hún stundakenn ari við Flensborgarskólann Árið 1919 breytti Guðríður ráði sínu og giftist (7. júlí) Bimi bónda Guðmundssyni í Sleðbrjóts seli. Hann var búfræðingur frá Hólum og hafði einnig stundað nám við Lýðháskólann á Eiðs- velli Má því segja að líkt væri ákomíð um mennt þeirra og einnig um atgjörvi, sem samsveit ungum þeirra og samhéraðsmönn um er kunnugt. Það voru mikil umskipti og ærín vandi á lífsferli Guðríðar að mmmm m! hverfa frá kennslustörfum í kaup stað að húsmóðurstörfum og stjórn á fólksmörgu og annasömu sveítaheimili, en þeim vanda reyndist hún vaxin. Hún var jafn víg á ræktun lands sem lýðs. Hún hafði áhuga á matjuratarrækt, og blómarækt stundaði hún bæði inn an veggja og utan. Hún var einn ig listelsk og listhög og kenndi Framhaid a DJs. 12

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.