Tíminn - 13.01.1966, Side 12
/
12
TÍMiMN
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1966
þá tillögu
verður.
q,- vJg
'
mm m
i ' j
Landsmót skáta aí HreSavatni
Landsmót skáta verður hald
ið að Hreðavatni í Borgarfirði
dagana 25. júlí til 1. ágúst
1966. Búizt er við miklum
fjölda þátttakenda, bæði ínn-
lendra og erlendra skáta. Þar
á meðal verða hópar frá Norð
urlöndum, Bretlandseyjum,
Bandaríkjunum og Kanada auk
minrii hópa frá meginlandi
Evrópu, í allt líklega 200—300
erlendir skátar. Undirbúningur
að mótinu er þegar í fullum
gangi, enda í mörg horn að líta,
þegar undírbúa skal jafn fjöl
mennt mót. Þarna verða skátar
á öllum aldri, frá hinum yngstu
er lokið hafa nýliðaprófi til
hinna elztu. Til þess að gera
eldri skátum og fyrrverandi
skátum hægara um vik, verða
staðsettar fjölskyldubúðir á
mótinu þar sem þeir geta dval
ist með fjölskyldu sinni lengri
eða skemmri tíma. í því sam
bandi verður Þarna líka leikvöll
ur með fjölda leiktækja fyrir
yngstu mótsgestina.
Mótsstjóri verður Ingólfur Ár-
mannsson.
75 ára í dag
SVHNN HALLDORSSON
leikari, Kópavogi
Flestum mun svo finnast, sem
til þekkja, að fullvegið væri fram-
lagið hans Sveins okkar Halldórs-
sonar til leiklistar með þvi, sem
hann hafði snarað á vogirnar hjá
þeim Bolvíkingum og síðan nábýl-
ingum okkar í Garðinum. Að stóra
verkið og ævistarfið væri þegar
unnið, er hann settist að hér í
Kópavogi. Sagðar hafa mér verið
sögur af því, þvílíkur risi Sveinn
hafi verið til verka og sköpunar
fyrr á árum, að hefði ég ekki
Nýtt blað um
tízkuna á
Norðurlöndum
FB—Reykjavík, miðvikudag.
Nýtt blað Scandinavian Fashi-
ons hefur hafið göngu sína. Blað-
inu, sem skrifað er bæði á ensku
og norðurlandamálunum er ætlað
að veita upplýsingar á sviði fata-
tízkunnar á Norðurlöndum og
verði til þess að auka útflutning
á tízkuvörum frá Norðurlöndun-
um til annarra landa.
Scandinavian Fashions á að
koma út 1. marz, 1. júní, 1. sept-
ember og 1. desember og er upp-
lagi þess ætlað að vera 15.200 ein-
tök. Ritstjóri og ábyrgðar maður
er Heidi Nielsen, en útgefandi
Fashion Press í Kaupmannahöfn.
Blaðið er offsetprentað í fjórum
litum, og mjög vandað að sjá.
áeinna reynt sannleika þessa í
kynnum við leikarann Svein Hall-
dórsson hefði mér verið næst að
halda, að þverbrestur væri í sög-
unni. Á öndverðu árinu 1957 er
Leikfélag Kópavogs stofnað. Frá
þeim degi og til þessa er Sveinn
virkur félagi í því. í stjórn hefur
hann setið löngum.
Öll störf hans sem stjórnar-
manns hafa verið til mikillar bless
unar og góðs. Sveinn Halldórsson
er, ásamt frú Huldu Jakobsdótt-
ur, gerður að heiðursfélaga L.K.
árið 1961. Var það mjög verð-
skuldað og stórt gleðiefni okkar
allra félaganna, að hann hlyti
sæmd þá. Mörg verða spor hans
líka á sviðinu eftir að hann setur
bú hér, vinnur stór verk og
sigra og heggur vítt til fanga. Ég
leyfi mér að nefna leik hans í
Alvörukrónunni, léttur og ótrúleg-
ur leikur. Þá lítið, en ^ skemmti-
! æga unnið hlutverk í Útibúinu í
Arósum. Síðan fylgir stórt og
vandasamt hlutverk lögreglufor-
ingjans í Gildru Roberts Thomas.
Afburða glæsilega gert. Annan bú-
álfinn í barnaleikritinu Húsið í
skóginum tókst honum að lifa svo,
að mér er ekki grunlaust að slík-
ir búi á hanabjálkalofti hugans
hjá mörgu barni síðan. Það er
reyndar ekki frítt við, að mér
sýnist sjálfri ég síðan verða vör
við sitthvað ekki alveg trúlegt á
mínu lofti. Þá eru það síðustu af-
rekin hans hér í Kópavogi, Arn-
grímur holdsveiki í Fjalla-Eyvindi
og síðast flutningur hans á köfl-
um úr æviminningum Matthíasar
á Matthíasarkvöldi, er hald-
ið var hér i Kópavogi fyrr i vet-
ur til kynningar á skáldverkum
og leikritaþýðingum Matthíasar
Jochumssonar. — Þeir sögðu upp-
lestur — það var enginn lestur —
mér fannst klerkurinn frá Akur-
eyri kominn þar, gnæfandi hátt
sem jötunn og skuggar risans
flökta um loft og veggi — tal hans
eldur og logi. Þannig verður skáld
skapur lifandi. Eldur sem öllu ylj-
ar, öllu lýsir og öllu brennir.
Mér finnst, sem haldi ég tveim
fagurskyggðum perlum, sinni í
hvorri hendi, er ég hugsa um þess-
ar tvær síðustu gjafir hans til okk-
ar hinna. Ég kreppi hnefa og
opna til skiptis, hrædd og for-
viða, hvort hverfa muni gersem-
arnir. En djásnin eru þar og munu
alltaf verða, sem gjöf frá þér,
Sveinn, og eign okkar, dýrmæt
eign okkar, sem höfum séð þig
vera á sviðinu, lifað þar og starf-
að með því, og við segjum —
hafðu hjartans þökk.
Ekkisens fjandans bull er í stelp-
unni, ætlar hún ekki að hætta, nú
er nóg komið, hugsar hann Sveinn
nú. En það er svo, að aldrei verð-
ur sögð öll sagar, af honum Sveinj
Halldórssyni. Bæði er, að afköst
mannsins, persóna hans og líf
allt, er svo viðamikið að meira
þyrfti en smágrein til að gera
nokkur skil. Enn lætur Sveinn
pennann hvissa hratt yfir
ævibókina og er alls ekki
hættur. Þú hefur reyndar oft sagt
að nú værir þú hættur, en það
verður ekki og má ekki verða í
bráð. Því þegar 'sá eldurinn logar
skærast og brennur heitast, sem
lengst hefur brunnið, þá ber hon
um að ylja og orna hinum, sem
ekki var gefin slík gnægð. Og nú
á 75 ára afmælinu þínu ertu vest
ur í Bolungarvík að starfa . og
vera með Bolvíkingum. Þac fer
vel á því —; en mikið ^jandi öf-
unda ég þá. Ég tala ekki um, hvað
ég öfunda þá af því ag vera með
þér á morgun og eiga og eyða
deginum með þér. Ég vildi vera
komin þangað til að drekka lúkku
laði, eins og Gestur sagði í gríni
og eins og var svo gaman að gera
þegar þú varst sjötugur. Ég óska
þér svo til lukku með daginn og
Bolvíkinga og þeim með þig. —
Farðu svo að koma suður, því að
við þolum ekki, að eldurinn sé
langt frá oss svo lengi — okkur
er kalt á klónum, og hana nú.
morgum stulkum listsaum og
aðrar þær hannyrðir, sem konur
má prýða.
Frá 1943 annaðist Guðríður
stjórn og kennslu við bama
skóla Hlíðar-skólahverfis og ann
aðist það til hinzta æviárs.
Auk nefndra starfa tók Guð-
ríður mikinn Þátt í félagsmálum
sveitar sinnar og héraðs. Hún
var formaður kvenfélags Hlíðar
hrepps og jafnan fulltrúi félags
síns á fundum Kvenfélagasam-
bands Austurlands, og hafði verið
kosin heiðursfélagi þess. Vottar
það atgjörvi hennar og álit.
Börn þeirra hjóna eru: Sigur-
björn, Svavar bóndi í Sleðbrjóts
seli ásamt föður sínum, Sólveig og
Sigríður Ása báðar búsettar í
Reykjavík.
Auk eigin barna ólu þau hjón
upp þrjú fósturbörn: Magnús Guð
mundsson bónda í Vopnafirði, Guð
mund Björgvinsson vélstjóra, Eg
ilsstöðum og Jónínu Magnúsdóttur
Skammbeinsstöðum, Rangárþingi.
Frá mörgum ferðalögum mínum
um ^lúlaþing fyrr á árum eru
mér í minni alúðlegar móttöukr
hinnar svipprúðu og háttprúðu
húsfreyju í Sleðbrjótsseli. Og
Þannig mun mynd hennar og
minning lifa í hugum þeirra allra
sem henni kynntust.
Halldór Stefánsson.
Fleiri bátar ætla
að sigla með sí
SJ-Reykjavík, föstudag.
Eins og Tíminn skýrði frá fyrir
skömmu ætla Reykjaborg og Jör-
undur 2. að sigla með sfldarafla
til Þýzkalands. Nú hefur frétzt að
fleiri bátar ætli að sigla, þ. á m.
Guðmundur Þórðarson og Þor-
steinn.
ÍÞRÖTTIR
Framhalð af bls. 13
Merki Glímusambands fslands.
Glímusambandið hefur ákveðið
að eignast sérstakt merki. í því
sambandi hefur glímusambandið
í huga að efna til hugmyndasam-
keppni um gerð merkisins, og þá
að veita sérstök verðlaun fyrir
að merki, sem valin
raai syiiinyai cuu,
Gamansöngleikurinn Járnhausinn hefur nú veriS sýndur 46 sinnum viS
mjög góða aðsókn og verður næsta sýning leiksins á föstudag. Það eru
aðeins eftir fáar sýningar á ieiknum.
Myndin er af Val Gíslasyni og Helgu Valtýsdóttur í hlutverkum sinum.