Vísir - 02.03.1974, Page 2

Vísir - 02.03.1974, Page 2
2 Visir. Laugardagur 2. marz 1974. vfeusm: Ilvaöa álit hafiö þér á prófkjöri stjórnmálaflokka? Jóhannes Atlason, iþróttakenn- ari: — Prófkjör gefa kjósandan- um tækifæri til að velja stjórn- málamenn til framboðs. Samt getur það vel verið, að vinsælir menn hafi meiri möguleika en aðrir til að komast áfram. En mér finnst, að fólk eigi að nota þetta, þvi hér er um gott tækifæri að ræða til að koma sinum manni að. \ Örn Friðrik Clausen, læknanemi: — Þau eru ágæt leið fyrir hvern flokk til að kanna innbyrðis veik- leika og góð leiö til að fá mat fólks á þeirri aðstöðu, sem flokkurinn er i. Þá koma kannski i ljós óvin- sælir menn, sem ekki borgar sig að tefla fram. Eirikur Pétursson, háseti: — Ég held, að fólk hafi ekki almennt áhuga á prófkjörum. Það vill helzt láta rétta sér pólitikusana upp i hendurnar, eins og alltaf hefur verið. Róbert Róbertsson, lögreglu- þjónn: — Ég held, að flokkarnir stjórni hvort sem er innan frá og hafi mest áhrif á, hver verður hvað, svo ég held, að prófkjör séu ekki áhrifamikil. En þau geta verið til að gefa linuna. Guöný Helgadóttir, húsmóöir: — Ég tel þau heppileg fyrir þá, sem vilja velja stjórnmálamenn i sviðsljósið. Svo verður barátta við þetta, þvi auðvitað vilja allir komast að sem bjóða sig fram. Baldur Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri: — Prófkjörin veita aðhald, fólkið vill velja sér sjálft menn til framboðs. Og auð- vitað eiga menn ekki að geta hlaupið inn á framboðslistana fyrirhafnarlaust. „Hún á nú heldur ekki að vera nein bjútí- queen, bless- unin" „Þeir sem fara út í leiklistina verða að vera reiðubúnir til þess að túlka margbrotnustu manngerð- ir. Maður hefur ekki leyfi til þess að vera hrokafullur fyrir sina eigin persónu. Annars er þetta ekkert ný reynsla fyrir mér, vegna þess að ég hef þurft að setja mig i spor annarra, til dæmis i Hárinu og Klukkustrengjum, og það þýðir ekkert að leika bara góðu manneskjurnar, drottninguna eða prinsessuna.” Þetta sagði Brynja Benedikts- dóttir leikkona, þegar við röbbuð- um við hana, en i leikriti Jökuls Jakobssonar, Kertalog, fer hún með hlutverk konu, sem i ofboði sinu rifur utan af sér öll fötin og stendur nakin á sviðinu með bak- ið i áhorfendur. ,,Ég veit, að þetta getur vakið umtal um mig, sem ég hefði getað komizt hjá annars, en i þessu fagi lærir maður að brjóta af sér allt slikt,” sagði Brynja ennfremur. „Það er kannski erfitt fyrir miðaldra konu að láta sjá svona aftan á sig, en hún á nú heldur ekki að vera nein „bjútiqueen” blessunin.” — EA. — segir Brynja Benediktsdóttir, sem afklœðist í leikriti Jökuls Jakobssonar, Kertalog. ILESENDUR HAFA ORÐIÐ £ Gömul bílnúmer Hilaeigandi simaöi: „Ég er einn i hópi þeirra,sem hafa verið að endurnýja bila sina að undanförnu. Viðskipti min við Bifreiöaeftirlit rikisins hvetja mig til að skýra frá furðulegum vinnubrögðum, sem þar tiðkast. Fyrir hálfum mánuði lagði ég inn númeraspjöldin af „gamla” bilnum, sem ég hafði þá nýlega selt, og sagði starfsmanni eftir- litsins, að þau ættu að fara á nýjan bil siðar i mánuðinum. Ég tek það skýrt fram, að núm- er þau, sem ég tók af bilnum voru algjörlega gallalaus og jafngóð nýjum.Þegar ég i gær ætlaði að fá skirteini á nýja bilinn, var mér sagt, að innlögðu skiltunum hefði verið fleygt fyrir viku og ég yrði þvi strax að panta ný, greiða fyrir þau kr. 500 og biða siðan eftir þeim i eina viku. Mér sýndist margir verða fyrir þessu sama þá stuttu stund sem ég beið þarna af- greiðslu. Eina skýringin, sem fékkstá þessu, var sú, að húsnæði væri ekki fyrir hendi til þess að geyma númerin. Hreinsab væri út einu sinni i viku og ekkert mat færi fram á ástandi innlagðra númera. Þarna virðist enn um að ræða algjört skeytingarleysi um hag bifreiða- eigenda, og jafnvel vaknar sú spurning, hvort einhverjir annar- legir samningar hafi verið gerðir við framleiðanda skiltanna um aukin viðskipti. Að öllu athuguðu er þarna um að ræða mikið og óþarft bruðl rikisstofnunar á kostnað bifreiða- eigenda, auk þess tima, sem glat- ast við þetta amstur.” „EIGNARRETTUR SVIVIRTUR I HAFNARFIRÐI" Trésmiöur úr Hafnarfirði kom að máli við Visi: „Það þykir flestum ánægjuefni að fá i hendur jákvætt svar við lóðarumsókn. Hætt er hins vegar viö, að sú ánægja verði skamm- vinn, þegar lesin er önnur siða úthlutunarskilmála bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar. Þar eru væntanlegum hús- eigendum settir slikir kostir, að önnur eins skerðing á persónu- frelsi imannréttindum og ekki sizt eignarrétti hefur ekki þekkzt sið- an á myrkum dögum konungs- veldis á Islandi. Lóðarhafa er óheimilt samkv. skilmálum að ráðstafa eign sinni (raunar eign bæjarstjórnar) að eigin þörfum i a.m.k. fimm ár. Venjulegur byggingartimi húss er frá einu og hálfu ári til tveggja og hálfs árs. Þrjú ár þurfa svo að liða frá þvi að húsið er ibúðarhæft og þar til ibúðarhafi hefur rétt til að skoða það sem sina eign. Það er rétt að leyfa skilmálum bæjarstjórnar að koma fyrir augu væntanlegra lóðarumsækjenda i Hafnarfirði. Orðrétt segir i skilmálunum: „Lóöinni er úthlut- að til viðkomandi lóöarhafa til byggingar fbúðar til eigin afnota. Er honum óhcimilt aö ráöstafa lóöinni eða tilhcyrandi mannvirkjum til annarra aöila i næstu þrjú árin frá þvi húsiö er orðið íbúðarhæft.... Brot á ákvæðinu varða þvi, að bæjarsjóði er heimilt að aftur- kalla lóðarveitinguna og/eða segja upp lóðarsamningnum, og fellur þá lóðin aftur til bæjarins með tilheyrandi mannvirkjum án nokkurs endurgjalds fyrir lóöina, en fyrir mannvirkin skal þá lóðarhafa einungis greiddur sannanlegur útlagður byggingar- kostnaður.... vextir greiðast ekki af slikum greiðslum....” Ef „lóðareigandi” neyðist til að hverfa frá „eignum” sinum á þeim fimm árum, sem ég nefndi að framan, þá þýðir það miðað við núverandi verðlag a.m.k. 3,5 milljóna tjón fyrir viðkomandi. Lóðargjöld yrðu nefnilega ekki endurgreidd — 500 þúsund — við- komandi fengi ekki greitt fyrir eigin vinnu, sem i 90% tilfella er vægilega reiknuð 20% af byggingarkostnaði þ.e.a.s. 1,4 milljónir. Visitölubætur yrðu ekki greiddar, sem lágt metnar eru um 2 milljónir, ef húseignin væri þjóðnýtt af bænum eftir þrjú ár. Hvenær verður hafizt handa um byggingu Hafnarfjarðarmúrsins (sbr. Berlinarmúrsins)?”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.