Tíminn - 14.01.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.01.1966, Blaðsíða 5
5 FÖSTUDAGUR 14. janúar 1966 TlMINN tnmm Otgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndrifB G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Ang- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasiml 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — f lausasölU kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f. Aðgæzlan verðlaunuð Hið nýja hagsbótakerfi til handa varfærnum og góð- ur ökumönnum, sem Samvinnutryggingar hafa beitt se • ^yrir og komið á, mun áreiðanlega mælast vel fyrir og reynast drjúgur og góður áhrifavaldur í því skyni að hvetja til aðgæzlu í akstri og fækka umferðarslysum. 'TOnrrig er eðlilegt, að ógætnum ökumönnum sé refsað mtíð þeim hætti að láta þá búa við hærri tryggingaið- gjölcL Munu og önnur tryggingafélög fara sömu og svip- aða leið í þessu. Hæfilegur greinarmunur á aðgætnum og hirðulausum ökumönnum hefur til þessa verið allt of lítill í trygginga- kerfinu, en með þessari breytingu vonast menn til, að mfkil breyting verði til hins betra. Þá hafa Samvinnutryggingar einar tekið upp athygl- isvert og mjög þarft nýmæli, sem er tryggingar ökumanna og farþega í bifreiðaslysum, þar sem skyldu- trygging nær ekki til. Slík slys eru einmitt alltíð, ekki sM í veglitlu landi, þar sem slys eru tíð, án þess að um tilverknað annars ökutækis sé að ræða, og einnig er illt, að t.d- ökumaður bifreiðar, sem völd er að slysi, skuli ótryggður og kemur stundum niður þar sem síst skyldi. í þessum efnum sem svo mörgum öðrum hafa Sam- vinnutryggingar haft ötula forustu um tryggingaumbæt- ur. Eru slíkar umbætur nú orðnar margar, sem sam- vmnumenn hafa komið á með fordæmi sínu, auk þess sem Samvinnutryggingar tryggja ætíð viðskiptamönnum sfnum sannvirði 1 tryggingum og endurgreiða afgang, reynist tryggingaiðgjöld óþarflega há. • • Oruggur akstur Annað framtak Samvinnutrygginga um þessar mundir er og mjög líklegt til þess að hafa stórfelld umbótaáhrif í umferðinni. Það er stofnun og starf klúbbanna ,,Ör- uggur akstur” og fyrirhuguð landssamtök þeirra. Sam. vinnutryggingar tóku upp þann hátt fyrir löngu að verð- launa þá með sérstökum hætti, sem ekið hafa bifreið sinni án þess að valda tjóni í fimm eða tíu ár. Þessi hópur manna myndar nú með sér félög til þess að vinna að umbótum í umferðinni, og hafa þegar verið stofnuð í allmörgum bæjum og byggðum. Landssamtökin eru líkleg til þess að verða sterk og geta haft mikil áhrif í þessum málum. Nú á næstunni verður félag gætinna öku- manna stofnað í Reykjavík. Norræn skáldhefð Menn biðu með forvitni úrslita um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni sem fyrr. en fáir munu hafa látið sér detta í hug sænska Ijóðskáldið Gunnar Elkelöf. Að sjálfsögðu er hann mikið og snjallt Ijóðskáld. en nokkuð einhæfur, torræður og fylgdarlítill í norræn- um bókmenntum. í fyrra var norrænt stórskáld vanvirt með því að ætla honum helft. t ár munu margir hafa óskað þess, að reynt yrði að rétta hallann með bví að verðlauna skáld norræns anda. mann sem ysi af upp- sprettulindum eða endurnýjaði styrk norrænnar skáld hefðar, skáld með rætur í norrænu mannlífi og lífsskoð- un, fremur en leitanda í fornum og fjarlægum görðum og dýrkanda fölnaðrar stundarstefnu í túlkun. ERLENT YFIRLIT Aukakosningin í North Hull Tapar Verkamannaflokkurinn vegna sprengiframboðs? ANNAN fimmtudag verður aukakosning í North Hull-kjör dæminu, sem vekur þegar orð ið meiri athygli í Bretlandi en nokkur slik kosning, sem hefur farið fram um langt skeið, Ástæðan er sú, að nokkur vafi er talin leika á því, að Verka mannaflokkurinn haldi kiör- dæminu, en tapi hann því, hef ur hann aðeins eins atkvæðis meírihluta á þingi. Ýmsir telja, að Wilson verði þá neyddur tÚ að efna til almennra kosninga innan tiðar. Fyrir Verkamannaflokkinn væri einnlg óhagstætt að tapa þessari aukakosningu vegna þess, að skoðanakannanir hafa sýnt sívaxandi fylgi hans að undanfömu. Fólk myndi missa trú á fylgisaukníngu flokksins, ef aukakosningin gengi gegn honum. Það getur haft veru legt að segja, ef til almennra kosninga kæmi fljótlega. hvert væri álit manna um þetta efni. í KJÖRDÆMI því, sem hér um ræðir, fékk Verkamanna flokkurinn haustið 1964 20.664 atkv., íhaldsflokkurinn 19.483 og Frjálslyndi flokkurinn 7. 590. Verkamannaflokkurinn fékk því aðeins 1181 atkv. meira en íhaldsflokkurinn. í þingkosníngunum 1959 vann íhaldsflokkurinn kjördæmið. Hann fékk þá 23.612 atkv., Verkamannaflokkurinn 22.910 og Frjálslyndi flokkurinn 5. 604. Báðir aðalflokkarnir töp uðu þannig atkvæðum til Frjáls lynda flokksíns í kosningunum 1964. íhaldsflokkurinn þó meiru. Þátttakan var líka held ur minn; 1964 en 1965. íhaldsmenn byggja nú sigur vonir sínar á tvennu. Annað er það, að þeír muni ná aftur hægri sinnuðum kjósendum, sem kusu með Frjálslynda flokknum 1964. Þessir kjósend ur voru þá óánægðir með ríkis stjóm íhaldsflokksins, en eru nú taldir óánægðir með þann jtuðning sem Frjálslyndi flokk irínn veitir ríkisstjórn Verka mannaflokksins. Hitt er það, að komið hefur til sögunnar ó- háður frambjóðandi, sem þyk ir líklegur til að ná eitthvað af atkvæðum frá Verkamanna- flokknum. Þangað t.il hann kom tíl sögunnar. þótti nokkura veginn víst, að Verkamanna- flokkurinn héldi kjördæminu. Það er hinsvegar talið vafasam ara nú, þar sem litlu hefur mun að á aðalfiokkunum í undan- förnum kosningum. Maður sá, sem hér um ræð- ir, heitir Richard Gott. Hann hefur til skamms tíma unnið við Guardian (áður Manchester Guardian) og ritaði m. a for- ustugreinar blaðsins Hann er gáfaður maður en einþykkur Hann er mikiil andstæðingur Bandarík.ianna i Víetnam-styrj öidinni og hefur mjög gagn rýnt stjórn Wilsons fyrir að lýsa stuðningi við stefnu Banda ríkjanna í Víetnam Hann býð ur sig Hka fram í heim eina tilgangi að mótmæla afstöðu Wilsons í Víetnammálinu Hann segist bjóða sig fram tíi þess að kjósendur sem séu Richard Gott andvígir stefnu Wilsons í þessu máli, fái tækifæri til að láta þá skoðun í ljós. Af hálfu vinstrí manna í Verkamannaflokknum, sem eru mótfallnir Wilson í Víetnam málinu, hefur mjög verið reynt til þess að fá Gott til að hætta við framþoð sitt, þar sem það sé aðeins til stuðnings íhalds flokknum. Gott hefur samt set- ið fast við sinn keip. ÞAÐ ER framboð Gotts. sem hefur átt aðalþátt í því að auka spenningin í sambandi við aukakosninguna og gera hana ó- ráðna. Þess vegna er hún að verða eitt helzta umtalsefni blaðanna og flokkarnir leggja meira kapp á kosningaáróður en dæmi eru til í sambandi við aukakosningu. Búið er að aug lýsa, að a. m.k. tíu ráðherrar muni mæta á kosníngafund um í kjördæminu, og átta af tíu þingmönnum Frjálslynda flokkslns. Boðuð hefur verið koma allra helztu aðalforingja íhaldsflokksins. Útvarp og sjónvarp hafs sérstaklega búið sig undir ays greina sem ítar- legast frá kosningabaráttunni og öll heiztu blöðin hafa sent sérstaka fréttarltara á vett,- vang Undir þessum kringumstæð um munu s.iálfir frambióðenrl urnir hverfa í skuggan. Báðir aðalfiokkarni,. bjóða fram unga menn. sem eru rúmlega þrítug ir, og hafa þeir ekki þótt standa sig vei. en vera nokkuð áþekkir Frambjóðandi Frjáls lynda flokksins er 36 ára göm- ul kona, sem einnig var fram- bjóðandi í kjördæminu 1964. Hún þykir standa sig bezt af frambjóðendunum, en vegna þess hve keppnín er hörð, vofir sú hætta yfir Frjálslynda flokknum að missa atkvæði til beggja hinna flokkanna. Sem persóna nrðist Gott vekja einna mesta athygli af fram- bjóðendunuro ÚRSLIT þesarar aukakosning ar geta haft mikil áhríf. Ef Verkamannaflokkurinn tapar, getur Wilson neyðst til þess að efna fljótt til almennra kosn inga. Vinní Verkamannaflokkur inn glæsilega. mun það hins vegar styrkja afstöðu og álit Wilsons. Það myndi einnig veikja Heath, hinn nýorðna foringja íhaldsflokksins, því að þetta er fyrsta kosningin, er reynir verulega á forustu hans. Fyrir Frjálslynda flokkinn geta úrslitin líka haft mikla þýð- ingu. Það yrði áfall fyrir Grí mond, ef flokkurinn tapaði verulega fylgi. Grimond er nú allmikið gagnrýndur fyrir þann óbeina stuðníng, er flokk urinn veitir stjórn Wilsons á þingi. Það hefur einnlg veikt aðstöðu Grimonds, að hann hef ur nýlega gefið í skyn, að hann muni hætta flokksforustunni eftir næstu almennar þingkosn ingar. Ýmis hin frjálslyndari blöð, hafa gagnrýnt hann fyrir þetta og talið þetta líklegt til að veikja bæði hann sjálfan og flokkinn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.