Tíminn - 14.01.1966, Side 12

Tíminn - 14.01.1966, Side 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINW ÍÞRÓTTiR FÖSTUDAGUR 14. janúar 1966 FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM REYKJAVÍKURMÓTIÐ 1. umferð 1. nmferð: GnJKmundur S.—Guðm. P. Vz—V2 Eero Böök—G. Kieninger V2—V2 OKelly—Robert Wade biðskák Friðrik—Freysteinn 1—0 Vasjúkof—Jón Kristinss. biðskák Biörn Þorsteinss. — Jón H. 1—0 Fyrsta umferð alþjóðlega skák- mótsins í Reykjavík varð ekkí vettvangur neinna óvæntra at- vika. Athygli áhorfenda beindist að sjálfsögðu fyrst og fremst að skákum erlendu meistaranna, en ekki er ósennilegt að skákir ís lendínganna innbyrðis hafi veitt þeám nokkra ánægjn, því Þær voru allar fjörlega og hvasst tefld ar. Björn Þorsteinsson varð fyrstur til að Ijúka sinni skák. Hvorki hann né andstæðingur hans Jón Hálfdánarson tefldu byrjunina ýkja markvisst, en Jón hafði síð- asta orðíð hvað það snerti og náði Bjöm þá yfirburðastöðu. Svo óþægileg var aðstaða Jóns, að hann kom engum vömum við og varð að gefast upp eftir 17 leiki eftir hatrama kóngsókn af hálfu Bjiörns. Finninn Böök og Vestur-Þjóð- verjinn Kieninger urðu næstir til að Ijúka sinni skák. Finninn náði heldur betra tafli út úr byrjun- inni og gerði sitt ítrasta t51 að auka yfirburðina, en Vestur-Þjóð verjinn varðist af mikillí seiglu og tókst að halda á sínu. Samið var jafntefli eftir um það M 30 leiki. Þeír nafnarnir Guðmundur Sig- urjónsson og Guðmundur Pálma son áttu í miklum sviftingum þetta kvöld og gerðu vist fáir ráð fyrir friðsamlegum endalokum. Sá fyrr nefndi fómaði peði í byrjuninní og náði við Það hættulegri kóngs sókn, en með hnitmiðaðri skipta munsfórn tókst andstæðingi hans að bægja frá öHum hættum og fá fram endatafl þar sem yfirburðir hins í liði, þ. e- a. s. skíptamun urinn, skiptu engu máli. Samdist þá jafntefli með keppendum. Friðrik náði snemma betri stöðu í skák sinni við Freystein, sem tefldi byrjunina ekki sem ná- kvæmast. Jók Friðrlk yfirburði (Tímamynd) Þrír af eriendu skákmönnunum, frá vinstrl: Wade, O'Kelly og Kieninger. sína hægt og sígandi og náði að síðustu hættulegri kóngssókn eftir ótímabæra atlögu andstæðingsins á kóngsvængnum. Sóknin reynd ist afgerandi og varð Freysteínn að grfast upp í 35 leik. 0‘Kelly tókst í upphafi tafls að sundra peðastöðu andstæðingsins á drottningarvængnum og skipti hann síðan upp til endatafls, þar sem hrókar hans nutu sín vel gegn bakstæðum peðum Wades, og passívum hrókum. Skákín fór í bið, en vinningurinn er aðeins tímaspursmál fyrir 0‘KeIly. Jón Kristinsson vaidi í skák sinní við Vasjúkof trausta vörn en vandteflda. Vasjúkof fór sér rólega framanaf, en með nobkurri lagni tókst honum að sfcapa sér góð færi á miðborðinu og mynda óþægilegan þrýsting, sem gerði Jóni verulega erfítt fyrir, en Jón varðist vel þrótt fyrir mikið tíma hrak og tókst nokkum veginn að halda liði sinu til haga. f bið- skákínni stendur hann að sjálf- sögðu mun verr að ví-gi, en ekki er víst að öll von sé ó£L NITTD JAPÖNSKU NinO HJOLBARÐARNIR (flostum stærðum fyrirliggjandi {Tollvörugoymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35 — Sími 30 360 EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLl KJÓTI9 ÞÉR ÚTSÝNIS, FUÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALIA DAGA. SKIPAÚTGERÐIN Framhald af 9. síðu. En nú var ekki lengur hikað af minni hálfu og Hekla send af stað til útlanda samdægurs. Kom svo skipið heim rétt fyrir miðjan apríl og fór fyrst tvær ferð ir til Vestmannaeyja um páskana og síðan 5 strandferðir fram til 29. maí með marga farþega og mikinn flutning, alls um 1800 tonn, mest frá Rvík til Austfjarð- anna. Munu ýmsir, svo sem Sveinn Guðmundsson framkvæmdastjóri í Héðni, vita, að það var mikils virði að fá Heklu í strandferðirnar á umræddum tíma, einmitt þegar haf ísinn var að lóna frá landinu og mikils þurfti við í flutningamál- unum, en vitað er að síldarverk- smiðjur á Austfjörðum urðu samt síðar tilhúnar en skyldi á síðast- liðnu vori vegna skorts á nægum, heppilegum strandferðaskipum. Ég fór sjálfur með Heklu til útlanda síðustu ferð í haust og heyrði engan talfæra, að málningu á farþegarými væri sérstaklega áfátt, þótt fólki á ströndinni hefði verið gefið tækifæri til að nota skipið í einn og hálfan mánuð áð- ur en utanlandssglingar hófust. Munu menn viðurkenna, að for- sjá og gifta fylgdi öllum mínum ráðstöfunum í þessu máli, en Emil Jónsson ráðherra mun hljóta harðan dóm fyrir sina framkomu. Stöðubreytingar. Þegar Þyrill hafði verið seldur, taldi ég það sjálfsagt, að yfirmenn þokuðust til baka í stöðum eftir þörfum á sama hátt og þeir höfðu áður hækkað. Gerði ég því m.a. ráð fyrir, að skipstjórinn á Herðu- breið, sem hafði skemmstan skip- stjóratíma hjá útgerðinni, yrði 1. stýrimaður á Heklu, sem hann hafði verið áður en hann varð skip stjóri á Herðubreið. En hvað halda menn að hafi gerzt í þessu sambandi? Emil Jónsson boðar mig upp í stjórnar- ráð og spyr með miklum þjósti, hvort ég sé farinn að gera ráð- stafanir um stöðubreytingar á skipunum án síns leyfis. Spurði ég þá, hvort hann myndi ekki, að hann væri nýbúinn að selja eitt skip úr flota útgerðar- innar. „Það er alveg sama, ég harð- banna þér a ð hreyfa nokkurn mann í stöðu nema með mínu leyfi!“ sagði ráðherrann. Leiðrétting fékkst svo ekki á þessu hjá ráðherranum fyrr en eftir langt þvarg af hálfu stétta- félaganna, Skipstjórafélags ís- lands og Stýrimannafélags ís- lands. Vakti framferði ráðherrans í þessu máli víðtæka undrun. Hagsýslumálin. Það hefur látið vel í eyrum ým- issa manna á undanförnum árum að heyra talað um hagsýslutillög- ur i sambandi við Skipaútgerð rík isins, sem áttu að geta sparað ótaldar millj. kr., en auðvitað var óhræsis forstjórinn á móti öllum endurbótum!! En hafa menn hugleitt, hve iít- ið hefur opinberlega verið skýrt frá þessum hagsýslutillögum Eru þær eitthvert feimnismál, aðeins þægilegar til að segja að forstjóri Skipaútgerðarinnar sé afturhalds- samur? Um hvað fjölluðu þessar tillög- ur? Um endurnýjun gamalla skipa, sem m.a. kostaði 21 millj. kr. að gera við á árinu 1964? Nei. Um endumýjun húsa? Já. A. Teiknaður var lítill skáli til byggingar á Grófarbryggju, en eftir að gagnrýni var beitt, viður- kenndu tillögumenn, að bryggjan væri helmingi of mjó fyrir bygg- inguna. B. Síðar var teiknaður annar skáli til byggingar á hafnarbakk- anum vestan Grófarbryggju í líkri stöðu og tollbúðarskálinn hins veg ar, sem ýmsir telja óvinsælustu byggingu við höfnina, vegna þess hvað hún kreppir að umferð, og hefði skáli Skipaútgerðarinnar auk ið þá kreppu enn meir. Ekki er beinlínis upplýst, hvað tafið hef- ur þessa skálabyggingu annað en það, að fjárveiting var aldrei látin í té. C. Engar alvarlegar tillögur komu fram um byggingu varan- legs húsnæðis fyrir meginstarf- semi útgerðarinnar, en ósk af minni hálfu um það efni var mætt með því að ekki væri tímabært að ræða um slíkt. Þó kom það fram, að fengi Skipaútgerðin ein- hvern tíma að reisa umrætt fram- tíðarhús, þá ættu hæðirnar í því sennilega að vera aðeins 2,5 m., en sérfræðingar í vöruhúsabygg- ingum á vegum Efnahagssamvinnu stofnunar Evrópu, sem hér voru á ferð í opinberum erindum fyr- ir fáum árum og ég ræddi þá við, töldu hiklaust, að hæðir í fram- tíðarvöruhúsi Skipaútgerðarinnar ættu að vera 6 metra háar. Eg er reiðubúinn að ræða nán- ar við Emil Jónsson um hinar stórbrotnu og nytsömu hagsýslu- tillögur á hans vegum í sambandi við Skipaútgerðina. Um dýra umbúðakassa og fleka til flutnings í skipum, sem ekki voru smíðuð eða henta fyrir slík- an flutning, og sem tæki og að- stöðu vantar víðast á höfnum til þess að lyfta og færa til, en flytja yrði að mestu án allrar hleðslu aðra leiðina (til Reykjavíkur). Eg er reiðubúinn að ræða nán- ar um hagsýslutillögur, þar sem höfuðskepnunum við ísland var að mestu gleymt; stormum, sjávar- gangi og mismunandi hæð sjávar; tillögur, þar sem talið var heppi- legt, að skip, sem hafa megintekj- ur af árstíða- og tækifærishundn- um vöruflutningi, skyldu vera mín útubundin á öllum höfnum árið um kring samkvæmt löngu fyrir- framgerðum ferðaáætlunum, og skyldi þetta einnig gilda um staði eins og Hornafjörð með 8—10 mílna straumi í ósnum á föllum og eins Krókfjarðanes, þótt Gils- fjörður sé næstum þurr um fjör- una og í opinberri leiðsögubók fyrir sjómenn við ísland standi: „Gilsfjörður er alllangur en mjög grunnur fjörður milli Kaldr- ana og Króksfjarðarness. Hann er ekkí skipgengur’’. Ég er reiðubúinn að ræða nán- ar þá hagsýslutillögu að breyta hinu gamalkunna og vinsæla skipi Esju í skoffín með því að rífa úr henni 2. farrými og breyta í vörurúm, þótt burðarþolið myndi vart aukast við það nema um 10 —15 tonn eða samsvarandi þunga innbyggingar, sem úr væri rifin, en skipið hefur nú fyrir tiitölu- lega mikið lestarúm miðað við burðarþol, full 100 rúmfet á mót tonni. Ég er tilbúinn að ræða þá hag- sýslutillögu að gera Herjólf með 10.000 rúmfeta lestarými að hring ferðaskipi kringum land, þótt Herðubreið og Skjaldbreið með 14.000 rúmfeta lestarými^ séu allt of litlar til sinna ferða. f nefndri tillögu um Herjólf, sem fléttuð var inn í víðtækari samgönguáætl- un fyrir þjóðina, var fastur svefn- rúmafjöldi farþega misreiknaður 64 í stað 21, en það gerði tillög- una bara enn fráleitari en ella. Hvaða erindi átti skip með nefnd- um einkennum í hringferðir kring- um land? Eg er tilbúin,, að ræða nánar þá hagsýslutillögu að gera Djúpa- vog að mikilli umhleðsluhöfn fyr- ir Austurland, þótt þar sé vara- söm höfn, samanber m.a. eftir- greinda umsögn í leiðsögubók fyr- ir sjómenn við ísland: „Innsiglingin er einnig þröng og varasöm fyrir ókunnuga, því bæði eru rif og sker beggja vegna, og auk þess grunnur kollur mjög ná- lægt leiðarlínunni. Af fleira er að taka í þessu efni, en framangreint skal látið nægja í bili. f stórletruðum breiðbálki hinn 8. þ.m. töldu hjálparkokkar Emils við Alþýðublaðið, að hann hefði skorið forstjóra Skipaútgerðarinn- ar niður við trog, og stóðu þeir auðheyrilega með uppbrettar erm ar og hlökkuðu til að fá slátrið, en blessaðir piltarnir mega vara sig á því, að ekki lendi annar í troginu en ætlað var. Guðjón F. Teitsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.