Tíminn - 14.01.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.01.1966, Blaðsíða 9
1 FÖSTUDApUR 14. janúar 1966 TÍMINN Nú var sem kunnugt er hin mikla gengisbreyting ákveðin á ári’nu 1960, og hækkaði hún auð vitað endurbyggingamat (vátryggt verð) umræddra skipa, og skapað ist við það nokkurt vandamál. Þegar keypt er full kasková- trygging er reiknað með, að meirihluti iðgjaldanna gangi til að bæta viðgeranleg tjón á skip- unum sjálfum eða mannvirkjum, föstum eða fljótandi, sem þau kunna að rekast á. Eftir umrædda gengisbreytingu var tilætlunin að halda innlend- um kostnaði niðri þannig að hann hækkaði ekki í samræmi við gengisfellinguna, og á þeim for sendum var eindregið farið fram á það við vátryggjendur nefndra skipa að lækka iðgjaldaprósent- una_ en á það vildu þeir ekki fallast. Virtust ekki treysta því, að viðgerðakostnaðinum yrði hald ið niðri, enda stundum áður slæm reynsla af slíku, þegar t.d. tjóna viðgerðum á bolum skipanna hafði verið frestað í nokkur ár á milli flokkana. Við mat þess málefnis, sem þarna lá fyrir, sagði ég m.a. í ít- arlegu bréfi til ráðuneytisins dags. 16. des. 1960: „Samkvæmt framangreindu er töluvert vafasamt, hvað réttast er að gera í sambandi við umræddar vátryggingar, en ætti undirritað ur umrædd skip persónulega, án bindingar af skuldum, myndi hann væntanlega óska að tryggja skip- in samfev. fskj. nr. 3, ef það feng- ist Yrðu þá Hekla og Esja með fulla kaskótryggingu, en Herðu- br., Skjaldbr. og Þyrill aðeins tryggð gegn algeru tapi og björg un’’. Ekki vildi ráðherra fallast á þessa tillögu mína og ákvað að kaupa aðeíns hina ófullkomnari tryggingu fyrir öll umrædd skip á árinu 1961. Við árslok 1961 kom mál þetta á ný til álita, og skrifaðj ég þá ráðherra hinn 27. des. 1961 meðal annars á þessa leið: ,,Tjón hafa verið í minna lagi á umræddum skipum vorum hin síðustu 2—3 árin, en þó hafa þau að jafnaði náð ca. helmingi þeirr ar fjárhæðar, sem kaskóvátrygg ing virðist nú fáanleg fyrir. Má segja, að þama sé ekki lengur um að ræða stórkostlega álagn ingu af hálfu vátryggjendanna, þar eð ekkj er hægt að búast við að þeir vilji taka að sér trygging amar meg fyrirsjáanlegu tapi. Fram er tekið af hálfu deildar- stjóra Samvinnutrygginga, að ekk; sé víst, að erlendir endur- tryggjendur fáist til að styðja hugmynd hans um kaskovátrygg ingarkjör fyrir umrædd skip, en fengist slík endurtrygging, mundj undirritaður telja viðunandi að samiþykkja trygginguna”. Bréfj þessu fylgdi ég svo eft ir með persónulegu viðtali við ráðherrann, þar sem ég mælti enn frekar með þvi en gert var í bréfinu að taka fulla kaskóvá- tryggingu fyrir öll umrædd skip en þá var þeim meðmælum mætt með hreinni ó'kurteisi. Afgreiddi ráðherrann mig með ummælum eitthvað á þá leið, „ag ef ég þyrfti að vera ag mæla með þessu þá yrði hann að fá annan til að sjá um cnálið”. Þeir tala stundum djarflega sem völdin hafa, þótt gðan máls- stað skorti. Þetta var nú undanfari óhappa ársins 1962, þegar Skjaldbreið strandaðj í Breiðafirði snemma árs og Esja í Eyjafirði í desemb- er. En fyrir lok nóvember 1962 hafði ég enn kannað þetta mál og skrifaði ráðuneytínu hinn 4. des. 1962 m.a. á þessa leið: ' „Verið getur, að nefnt tjón á Esju hindri, að staðið verði við vilyrði um nefnd tryggingarkjör en verði Þeim ekkí breytt. mynd um vér leggja til að taka fulla kasbótryggingu á öllum skipunum. Vér viljum þó geta þess, að oss virðist hin boðnu tryggingarkjör fyrir Heklu og Esju tiltölulega hagstæðari en fyrir hin skipin”. Ekki vildi ráðherra frekar en áður kaupa kaskótryggingu fyrir umrædd skip. og stóð svo þar til hafísvandræðin hófust um mánaða mót febr./marz 1965. Sá ég þá, hver vá var fyrir dyr um að beita 5 skipum að meira eða minna leyti í hafísbreiður fyrir Austur-, Norður- og Vestur landi ókaskovátryggðum og leitaði ég því á ný tilboða í fulla kaskó vátryggingu, þótt búið vær; að taka hina ófullkomnari tryggingu fyrir árið, en afþakka hina. Bjóst ég því við afarkostum í þessu sambandi, en hinn 8. marz lá skýrt fyrir, að hægt var að fá sömu kaskovátryggingarkjör og boðin voru síðla árs 1962 (fyrir árið 1963) án nokkurrar álagning ar vegna aukinnar dýrtíðar eða hinnar nýju ísahættu. Skrifaðj ég ráðuneytinu ítar- lega um þetta mál hinn 9. marz 1965 og óskaði eftir skjótu sam- þykki til ag kaupa fyllri trygging ar, en samþykkj ráðherra reynd- ist ófáanlegt fyrr en hinn 31. marz, þótt ég hringdi oft til ráðu neytísins út af málinu og sýndi fram á, hve ástandið væri hættu- legt. Skal í þessu sambandi upplýst, að síðasta daginn, sem beðið var eftir nefndu svari, án þess að hægt væri að ganga frá fullri tryggingu frá og með þeim degi, varð Herðubreið fyrir ístjóni við Norðurland, sem reikningar liggja nú fyrir um, að kostaði nærri 700 þús. kr. og tók 29 daga að gera við. en hefði tillaga mín um fyllri tryggingu verið samþykkt þegar i stað, þá hefði trygginga- kostnaður skipsins aukizt um tæp lega 18 þús. kr. í marzmánuði. Fleiri ístjón frá nefndum tíma eru enn óviðgerð og verður fróð legt að vita, hvort ráðherrann, sem fór með mál Skipaútgerðar- innar mestan hluta ársins 1965, muni finna hvöt hjá sér til þess að kenna forstjóra Skipaútgerðar inna um þann aukna rekstrar- halla, sem af þessu leiðir. Annars skal það tekið fram, að ekki hafði verið tilætlun mín að deila opinberlega á umræddan ráðherra vegna tjónanna, þar eð vátryggjendur reyna oftast að jafna töp sín með hækkun ið- gjalda Þó er ekkj víst, ag slíkt komi verulega fram beinlínis hjá þeim, er fyrir tjónum hefur orð ið. Á ekki að gera það. þótt hætt an sé et.v meíri. þar sem ríkið á i hlut. Þessum málum. sem flestum öðrum, verður þvi að stjórna af nærfærni og hyggindum þvj að kuldi og vfirlæti bjóða ófarnaði heim. Þag er ekki einu sinni hægt að stjóma bíl á slíkan hátt. svo vel fari. hvað þá stóru fyrirtæki Fyrir mig sem forstjóra var auðvitaí viðsjárven að hafa skip in ókaskóvátryggð vegn-a hættu af ádeilu út af auknum rekstrar- halla á þeim árum, þegar tjóna skellir kæmu fram í reikningum, eins og t.d. á árinu 1964. Gat ég búizt við árásum út af þessu úr ýmsum áttum. en að höfuðárásin skyldj koma frá ráð- herranum, sem bar persónulega þunga ábyrgg í þessu sambandi, því hafði ég sízt búizt við. Mun ekki þama um að ræða dæmafátt gáleysj af hálfu ráð- herra og drengskaparleysi? Fyrr og síðar Það mun vera rétt, að Emil Jónsson hafj fyrr á árum sýnt mál efnum Skipaútgerðarinnar meiri skilning en upp á síðkastið, og meðal annars mun hann þá hafa samþykkt tillögu þeirra Pálma Loftssonar forstjóra og Lárusar Blöndai skipstjóra um það að Skipaútgerðin tæki að sér rekst- ur Þyrils, sem íslenzka ríkið fékk fyrir lítið úr búi vamarliðsins og fjármálaráðuneytið hafði umráða rétt yfir. „Þegar ég ákvað, að Skipaút- gerðin skyldj kaupa Þyril 1947,” segir Emil í varnargrein sinni, en fer þar með villandi eða rangt mál, því að Skipaútgerðin keypti aldrei Þyril í þess orðs merkingu heldur tók að sér nokkra stand- setningu á skipinu og síðan út- gerð þess. Var það í mörg ár, að fjármálaráðuneytið taldj sig hafa æðstu umráð skipsins og meira að segja slapp það einhvern tíma við verkfallsstöðvun af þeirri á- stæðu. Skoðanamunur „Forstjórinn, Guðjón Teitsson, brást raunar eins og vant var öf- ugur við tillögum ráðuneytisins“, segir Emil Jónsson í grein sinni. Þetta gefur mér tilefni til að rifja upp atrigj í viðbót við þau, sem greind era hér að framan, sem ég held, að ráðherrann geti átt við. Það var t.a. töluverður ágrein- ingur á milli okkar um það, hve- nær utanlandssiglingar Heklu ættu að hefjast á vorin. Mér var það ljóst, að vegna knappra fjárveitinga varð ég að láta skipið hefja utanlandssigling- ar strax og það var talið gefa veru lega betri raun en strandferða- þjónustan, en ég taldi rökstudda ástæðu til að álíta, að ekki borg- aði sig beinlínis og sízt óbeint, að láta skipið hefja untanldaasigling ar fyrr en í fyrstu eða annarri viku júnímánaðar, þar eð útgerð skipsins er að langmestu leyti háð farþegaflutningi, en útlendingar treysta yfirleitt ekki veðráttunni á íslandi fyrr en seint f júní og íslendingar hafa varla reynzt komnir í mikið ferðaskap með skipinu fyrr en en þá Oft eru miklir flutningar á ströndinni á vorin, þegar vetrar- vertíð og skólahaldi ar að ljúka og atvinnulíf til sjávar og sveita er að rakna úr dróma vetrarins og kallar á aukna flutningaþjónustu. en vegakerfið víða svo viðkvæmt, að spurning er, nvort það ekki bíður tjón upp á tugi millj. króna á þessum tíma ár bvert vegna óhæfileg-ar þungaumferðar, sem oft fer fram af illri nauðsyn En sjórinn skemmist ekki neitt bótt um hann ó siglt Kem cg hér að atriði þar sem ég tel að stjórnmálamönnunum yfirleitt hafi missýnst á undan- förnum árum, þar eð þeir hafi látið strandferðaþjónustuna helt- ast úr lest í þróun samgangnanna. Virðist tvímælalaust að þjóðfé- lagi okkar henti góðar strandferða samgöngur með hentugum skipum við hlið annarra samgangna og leyfi ég mér að vísa til tillagna, sem ég hefi áður gert i þessu máli og birzt hafa í blöðum og útvarpi. Kem ég þá aftur að ágreiningi mínum við Emil Jónsson um nefnt efni. Hann virtist helzt vilja setja Heklu í utanlandssiglingar þegar í maí að undangengnum venjuleg- um 3. til 4. vikna viðhaldstíma, sem þýddi það, að skipið myndi falla út úr strandferðum um miðj- an apríl eða í síðasta lagi á mán- aðamótum apríl og maí. Var þetta fyrirkomulag reynt eitt sumar að fyrirlagi ráðherr- ans, en gaf slæman rekstrarárang ur, eins og ég hafði búizt við, og lét þá ráðherrann kyrrt liggja að ég breytti þessu í fyrra horf, en virtist samt ekki sáttur við mig í málinu. Flokkunarviðgerð á Heklu 1965 En i fyrravetur skarst fyrst verulega í odda á milli okkar á þessu sviði. Fyrir dyrum stóð veigamikil flokkurnarviðgerð á Heklu sem frestað hafði verið árið áður vegna mikils flokkunarkostnaðar annarra skipa. Vissi ég ógerla hversu mik- inn tíma þyrfti að áætla fyrir þessa flokkun, en við gerð ferða- áætlunar fyrir 1965, sem samin var í okt. 1964, áætlaði ég tím- ann frá 4. marz til 21. apríl. Hafði ég þá í huga viðgerð er- lendis og það. að yrði henni lokið t.d. viku fyrr en að ofan er greint, þá mætti e.t.v. nota skipið í arð- gefandi farþegaflutningsferð um páskana. Ef viðgerðatímanum væri hins vegar prjónað næst framan við utanlandssiglingatímann, sem | ákveðið var að hæfist hinn 5. júní og mátti varla haggast, þá var verra að eiga við málið. Reyndist hinn áætlaði viðgerðatími of stutt- ur, þá var slíkt stórbagalegt og myndi m.a. kosta vonbrigði fjölda manna, en reyndist hann of lang- ur, þá var það einnig ókostur, því að þjónustugildi strandferða er mjög háð hinum fyrirframgerðu áætlunum, sem dreift hefur verið löngu fyrirfram, og nýtast þvi skyndiaukaferðir oft miður en skyldi. Fólksflutningar með strandferða skipum í marzmánuði eru venju- lega mjög daufir og vöruflutning- ar heldur ekki í meira lagi, og hafði ég því að gjörhugsuðu máli áætlað áður greindan tíma til flokkunarviðgerðar á Heklu. Hafði ég ekki minnsta grun um. að ráðherra hefði nokkuð við þessa áætlun að athuga, fyrr en að mig minnir seint í janúar 1965, að ég átti tal við hann aðalleg um ann- að efni. en þá kom mér á óvart að verða þess var, að einhver var búinn að hafa áhrif á hann í mál- inu. Lét ráðherra á sér skilja, að hann teldi réttast að umræddur viðgerðatími Heklu félli fast upp að utanlandssiglingatímanum. Ræddum við þetta lítið í það sinn, en ég skrifaði ráðuneytinu ítar- legt bréf um málið hinn 26. jan. ________________________________9 og benti á flest framangreind rök. Þóttist ég fullviss um að þau rök, sem ég færði fram, væru svo veiga- mikil, að fúslega yrði á þau fall- izt. Ferðaáætlun var samin löngu áð ur og dreift í þúsundatali um land allt, raðað niður viðhaldstímum skipanna og aðrar undirbúnings- ráðstafanir gerðar, og virtist mjög óskynsamlegt að hrófla við þessu án ríks tilefnis. Hinn 29. jan. gat ég sent ráðu- neytinu tilboð Aalborg Værfts um viðgerð Heklu á umræddum tíma með vaktaskiptavinnu á lágmarks tíma, og enn skrifaði ég ráðu- ne-ytinu um sama hinn 12. febr. og benti á, að þá væri aðeins knappur mánuður til stefnu, þar til viðgerðin ætti að byrja, og hefði þetta verið undirbúið með uppsögn skipverja niður í lágmark (20), en festa þyrfti slipp og mannafla erlendis, að öðrum kosti gæti tilboð um viðgerð runnið úr höndum okkar. Ekki hafði til þessa borizt neitt svar við nefndum bréfum mínum frá ráðuneytinu, og fór ég því á fund ráðherra til þess að fá sam- þykki hans, en hann tók mér mjög þunglega. Færði þó fá rök gegn mínum, önnur en helzt þau, að farþegar á ströndinni gengju oft svo illa um skipið, að það yrði að litlum tíma liðnum óboðlegt fyrir millilandafarþega. Mótmælti ég nefndri viðbáru sem hégóma einum og benti á, að millilandafarþegar með Heklu væru yfirleitt alþýðufólk, innlent og erlent, á ósköp líku menning- arstigi og farþegar á ströndinni, og skiptu litlu máli, hvort máln- ing í herbergjum værj t.d. mán- uðinum eldri eða yngri. Ráðherrann virðist skilja, að erfitt væri að breyta áætlun minni um útferð skipsins, sem hann kvaðst ekki banna, en lét fylgja alls konar dulbúnar hótanir í minn garð, sem ég tjáði honum að ég teldi jafngilda banni, en vonaði að breyting yrði á við nán- ari athugun. Liðu nú dagarnir an þess að já eða nei fengist frá ráðherranum í umræddu máli, þótt oft væri spurt, og gat ég því ekki staðfest viðgerðapöntunina í Álaborg. Hafísinn lagðist upp að iandinu i febrúarlok Heklu var snúið við á Húsavík hinn 1. marz austur fyrir land af ótta við innilokun, og kom skipið til Reykjavíkur að morgni 3. marz, þá komið út úr áætlun inn á sinn ráðgerða flokkunartíma. Var ber- sýnilegt, að lítið siglingasvigrúm yrði fyrir strandferðaskipin: Heklu Esju, Herðubreið og Skjaldbreið fyrst um sinn og oglæsilegt að beita þeim ókaskovátryggðum í ís breiðurnar við strendur landsins, t.d. dýrasta skipinu. • Þá höfðu farmenn þegar hér var komið boðað verfall hinn 15. marz, og töldu nú flestir sjálfsagt, að samþykki ráðherrans fengist tafarlaust til þess að senda Heklu út, ef tækist að losa Esju úr hættulegri ískví við Norðurland. Það heppnaðist næsta dag, fimmtu daginn 4. marz, en ekki fékkst samþykki ráðherra. Föstudagur 5. marz leið á sama hátt og Hekla lá í reiðuleysi. Laugardagur 6 marz leið fram undir hádegi. Gest- ir og heimamenn gengu um skrif- stofur Skipaútgerðarinnar fullir undrunar og hneykslunar yfir framferði ráðherrans, en þá loks hringdi Brynjólfur Ingólfsson ráðu neytisstjóri til mín, en við hann hef ég ávallt haft hina ágætustu samvinnu, og bar mér þau skila- boð frá ráðherra, að hann vildi ekki banna að ég sendi Heklu út, en sá böggull fylgdi „að ég vissi hug ráðherrans.“ Með öðrum orð- um, hér var í i.. ’.n og vera alveg sama afstaðan og dulbúnu hótan- irnar og áður, þegar ég átti hið persónulega viðtal við ráðherrann. Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.