Tíminn - 14.01.1966, Blaðsíða 16
ÍtiÍfMI
M>. fbl. — Föstudagor 14. jarrúar 1966 — 50. árg.
Loftleiðir kynna nýja
hótelið sitt erlendis
S.T-Reykjavík, fimmtudag.
í fréttatilkynningu frá Loftleið
um segir að vonir standi til að
nýja hótelið á Reykjavíkurflug-
veUi taki til starfa 1. maí n. k..
Treg veiði er hjá
línubátum
SJ—Reykjavík fimtudag.
Fjórir bátar stunda nú línu-
veiðj frá Akranesi en afli þeirra
er sáralítill og gæftir slæmar.
Fjórir síldarbátar héldu í dag og
í gær frá Akranesi til veiða fyrir
Austurlandi.
Flugskýlið rýml
- vélin brennd!
SJ—Reykjavík, fimmtudag.
f dag fór fram dálítið ó-
venjuleg bálför á Reykja-
víkurflugvelli — eldur var
settur í „Gömlu konuna“,
flugvélina TF-KAA (De Ha-
viUand Rapid) sem var eign
Erlings Einarssonar og Dan
íels Péturssonar, sem
starfa nú hjá Loftleiðimi.
„Gamla konan“ var smíð
uð 1942 og keypt hingað til
lands 1954 og notuð við
sfldarleit í nokkur ár. Er-
lingur og Daníel keyptu síð
an flugvélina og héldu uppi
áætlunarflugi til Hólmavík
ur, Patreksfjarðar, Gjögurs
Þingeyrar, Stykkishólms og
Hellissands. „Flugfélagið
átti tvær slíkar vélar en þær
voru báðar orðnar ónýtar
þegar þessi vél flaug vest-
ur. Undanfarin tvö ár hef
ur hún verið geymd í flug
skýli á Reykjavíkurflugvelli
og ekki verið gerð upp, en
þá gerðist það að Flugmála
stjórnin leigði Eimskipafé-
laginu pláss í skýlinu og
lét henda öUum vélum, sem
þar stóðu, út á gaddinn og
þar sem þetta er timbur-
klædd vél getur hún ekki
staðið úti til lengdar „og því
brenndi ég hana í morgun",
sagði Erlingur, er við rædd-
um við hann um flugvéUna.
(Tímamynd GE.)
en bygging hótelsins hófst 1. janú
ar 1965.
í kjallara verður aðaleldhiis og
bökunarherbergi, þvottaherbergi,
sundlaug, Sauna, rakara- og snyrti
stofur.
Á 1. hæð verður hótelanddyrið
fundaherbergi, sér matsalur með
vínstúku fyrir hótelgesti og opín-
ber matsalur með vínstúku. í mat
salnum verður dansgólf og enn
fremur er kaffisalur á þessari hæð.
Hótelherbergin verða á 1. 2. og
3ju hæð. Hótelherbergin verða bú
in öllum nýjustu þægindum og
8 herbergi verða 1 sérklassa
(30 ferm.).
Verð herbergjanna er frá kr.
344,00—903,00 og kostar venju
legt tveggja manna herbergi kr.
602,00 pr. sólarhring.
í nýjum bæklingi sem Loítleiðír
hafa látið gera er aðaláherzlan
lögð á hótelið nýja og farþegar
hvattir tíl að njóta hér sólarhrings
dvalar — 24 ógleymanlegar st.und
ír í Reykjavík — hinni hrífandi
höfuðborg Sögueyjarinnar —
lands andstæðnanna."
Gýs á brem stöðum
FB-Reykjavík, fimtudag.
Nú er svo komið, að farið er
að gjósa á þremur stöðum suð-
vestur af Surtsey, en þar byrjaði
að gjósa á annan í jólum. Eitt af
varðskipum landhelgisgæzlunnar
var á þessum slóðum í morgun. og
sásl þá, að gígarnir voru orðnir
þrír. Upp úr syðsta gígnum komu
annað slagið vikurgusur, og stóðu
þær í allrt að 20 metra hæft yfir
sjávarmál. Úr hin'um gígunum
tveimur kom gufugos. Ekki bólar
enn á neinni eyju á þessum sióð
um, en mikil ólga er í sjónum.
bORRARIÓT í
vóPAVOGI
Framsóknarfélögin i Kópavog)
munu naida Þorrablót laugardag
inn 22 janúar Þorrablótið verð-
ur i íélagsheimili Kópavogs og
hefst Kiukkan , e.h. Aðgöngumiða
má panta í símum 4-11-31 og
4-17-12 12-5-04 og 4-06-56. Nánar
auglýsi síðar.
Kexpakkar í elnnl af vertlonum borgarinnar.
(Tímamynd GE).
LORELEI LOKAR
sér dönsku kök-
FB—Reykjavík, fimtudag.
Nú er liðið eitt og hálft ár frá
því innflutningur á kexi var
gefinn frjáls. Hefur hann stöðugt
farið vaxandl og samkvæmt nýj
ustu tölum frá hagstofunni bend
ir allt til þess, að innflutningur
inn á síðasta ári ætlj að verða
helmingi meiri heldur en árið
1964. Þá er hafinn influtningur á
érlendum kökum, tertubotnum og
formkökum, og spyrja menn nú,
hvort þetta getj orðið til þess, að
íslenzkar húsmæður hætti mikið
til að baka heima, og bakarar
missi sipón úr aski sinum.
Rétt eftir áramótin í fyrra var
kexverksmiðjunnj Lórelei á Akur
eyri lokað, en verksmiðjan tók til
starfa eftir fremur skamman
tíma. Nú hefur verið gripið til
þess ráðs á ný, að loka verk-
smiðjunni, og er ekkj gert ráð
fyrir að hún verði opnuð aftur
fyrr en síðast í febrúar í fyrsta
lagi.
Fyrstu ellefu mánuði síðasta
árs voru fluttar inn 813.6 lestir
af sætu kexi fyrir 28.419 milljón
ir króna (Cif) á sama tímabili
voru fluttar inn 84.5 lestir af ó-
sætu kexi fyrir 2.055 milljónir
króna. Árið 1964 komst innflutn
Framhald á bls. 14.
ERLENT SÆLGÆTI VERÐUR
EKKIFLUTT INN NEMA
AÐ VEL YFIRVEGUDU RÁÐI
SJ—Reykjavik, fimmtudag.
Margir hafa eflaust velt fyrir
sér hvort ekki myndj senn hafinn
innflutningur á erlendu sælgæt/
— sem myndi síðan hafa svipað
ar afleiðingar og hinn gifurlegi
kexinnflutningur.
Tíminn aflaði sér upplýsinga
um þetta mál, og má fullyrða, að
ckki verði hafinn innflutningur
á erlendu sælgæti, nema ag mjög
vel athuguðu máli, og liggja til
þess vmsar ástæður.
Frambald a 14. síðu.
Meðaleyðsla í tóbak og
vín 4000 krónur á mann
HZ-Reykjavík, fimmtudag.
Aijdvirði áfengis og tóbaks sem
selt var hjá Áfengis- og tóbaks-
verzlun ríkisins árið 1965 nam
726 mllljónum króna. Árið 1964
seldist áfengi og tóbak fyrir 548
millj. og er aukningin þvi um
30% frá fyrra ári, ef ekki eru
reiknaðar með verðhækkanir sem
urðu á árlnu 1965.
Tóbak var hækkað í haust sem
leið og nam sú hækkun um 12%.
Áfengi var einnig hækkað á árinu
tvisvar sinnum, fyrst i janúar og
svo í október. Mesti söludagur árs
íns í Reykjavík var Þoriáksmessa,
en þá var áfengi selt fyrir 5V2
milljón-
Ef reiknað er út hversu mikið
hver landsbúi eyddi í áfengi og
tóbak á s. 1. ári kemur í ljós að
það er hvorki meira né minna en
rúmlega 4000 krónur Er Þá ótal
ið það áfengi og tóbak. sem smygl
að er inn i landið. Talið er að
innflutningur smyglaðs tóbaks og
áfengis sc að minnka og telja má
víst, að Langjökulsmálið hafi orð
ið öðrum víti til varnaðar. Áður
fyrr var mikið spurt um Vodka
75% í áfengisverzlunum borgar
innar (það er víntegund, sem
aldrei hefur verið seld í áfengís-
verzlunum) en nú er því að mestu
hætt.
Bridgeklúbbur
BridgeklúbUr Félags ungra
Framsóknarmanna í Reykjavík
mun taka til starfa fimmtudaginn
20. janúar n. k. spilað verður á
fimmtudagskvöldum að Tjamar-
götu 26. Byrjað verður á þriggja
kvölda tvímenningskeppni. Þátt-
tökutilkynningar þurfa að berast
til Baidurs Óskarssonar Tjamar
götu 26 í. síma 1-55-64 hið allra
fyrsta.
Framsóknarkonur
Félag Framsóknarkvenna held
ur fund í Tjarnargötu 26 miðviku
daginn 19 þessa mánaðar klukk
an 8:30. Fundarefni 1. félagsmál.
2. skýrsla frá ársfundi bandalags
kvenna, 3. erindi Valborg Bents
dóttir. Stjómin.