Tíminn - 19.01.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 19.01.1966, Qupperneq 7
BHÐVIKUDAGUR 19. janúar »66 TÍMINN MINNING HALLDÚR PÁLL JÚNSSON frá Krókstúni ENDASPRETTUR Gamanleikurinn Endasprettur, eftir enska skáldið og leikar- ann Peter Ustínov, hefur nú verið sýndur 9 sinnum við góða aðsókn í Þjóðleikhúsinu og verður næsta sýning í kvöld. Þorsteinn Ö. Stphensen leikur hið margþætta og erfiða aðal- hl'utverk og segir Baldur Óskarsson leikgagnrýnandi Tímans m. a. um leik hans í þessu hlutverki þann 30. nóv. s- L: ,,Þorsteinn Ö. Stephensen, leOoir hér aðalhlutverldð rithöf- undinn Sam, áttræðan. Leikhúsgestir fagna endurkomu Þor- steins á svið Þjóðleikhússins eftir níu ára hlé. Þorsteinn gerði hlutverkinu eins og vænta mátti fullgóð skil og náði úr því flestu, sem hægt mun að ná.“ Myndin er af Herdísi Þorvaldsdóttur og Þorsteini í aðaihlut- verkunum. F. 14. nóv. 1903. D. 23. des. 1965 Þegar prúðbúnir íbúar Hvol- hrepps gengu til Guðshúss síns á aðfangadagskvöld barst þeim sú sorgarfregn að meðhjálpari og hringjari kirkjunnar, Halldór bóndi í Króktúni hefði látizt á Landspítalaninn að kveldi Þor- láksmessudags. — í fordyri kirkj- unnar var hann vanur að standa, hress og upplitsdjarfur og heilsa krikjugestum með gleðibrag. — Þá mynd af honum munum við mörg geyma. — f fáa daga hafði hann dvalið á sjúkrahúsi og var jafnvel vonazt eftir honum heim fyrir jól, en svo barst þessi óvænta frétt um endadægrið og skugga bar á þetta ylhýra skap, sem alltaf fylgir inngangi fæðingarhá- tíðarinnar þegar við, eftir eril daganna leitumst við að láta barn- ið í okkur sjálfum koma upp á yfirborðið. Halldór Páll var fædd- ur í Þinghóli í Hvolhreppi hinn 14. nóvember árið 1903. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Jónsson og Guðbjörg Guðnadóttir, en hún dvaldi til dauðadags hjá syni sín- um og dóttur, — Halldór ólst upp að Stóra-Moshvoli við venjuleg sveitastörf og kröpp kjör þeirrar tíðar. Fór til vers á yngri árum svo sem þá var venja, en annars að eðlisfari hneigður fyrir allt sem að landbúnaðarstörfum laut glöggur dýravinur og einlægur unnandi sveitar sinnar og vildi veg hennar sem mestan. Halldór hóf búskap í Króktúni árið 1931 með heitkonu sinni, Jónínu Guð- jónsdóttur frá Brekkum, en hún hafði áður alið einn son, Óskar nú bónda í Miðtúni, sem ólst upp hjá þeim í Krókatúni. — Jónína andaðist árið 1954, en þeim hjón- unum hafði orðið fjögurra efnis- barna auðið, sem 511* eru gift og farin úr föðurhúsum, en þau eru: Guðrún húsfreyja að Ægisíðu í Djúpárhreppi, Jón bifreiðastjóra Höfðingleg gjöf tii skógtii- raunastöð varinnar á Mógilsá Fyrir skömmu afhentu böm Guttorms Pálssonar, fyrrum skógar varðar á Hallormsstað, fimmtíu þúsund króna fjárhæð að gjöf til hinnar nýju skógtilraunastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Gjöfinni skal verja til þess að koma upp bókasafni v,ið tilrauna stöðina á Mógilsá, sem tekur til starfa innan skamms. Vildu börn Guttorms minnast föður síns og starfa hans á þennan smekklega og gagnlega hátt. Guttormur Pálsson var skógar vörður á Hallormsstað í sam fleytt 46 ár. Hann tók við starfi árið 1909 og gegndi því til 1955. Guttormur var borinn og barn fæddur á Hallormsstað. Faðir hans var Páll Vigfússon, stúdent, r;t- stjóri og bóndi á Hallormsstað, en móðir hans var Elísabet Sigurðar dóttir prests Gunnarssonar á Hallormsstað. Páll andaðist fyrir aldur fram 1885, þegar Guttormur var á fyrsta ári. Hann ólst upp með móður sinni og systur á Hallormsstað, og þegar leitað v« eftir ungum mönnum til skógar varðarnáms árið 1905 var Guttorm ur einn af þeim, sem valinn var til námsins. Var þetta í sama mund ög Hallormsstaðaskógur var frið aður, en Elísabet móðir hans lét skóginn af hendi til friðunar, því að hún hafði þá ábúðarrétt á jörðinni, og mun þá strax hafa verið gert ráð fyrir að, Guttorm ur settist þar að síðarmeir. Þegar Guttormur Pálsson hafði lokið 3 ára verklegu og bóklegu skógarvarðarnámi eftir dvöl á lýð háskólanum í Askov, settist hann að á Hallormsstað og tók þar við búsforráðum. Hann kvæntist Sigríði Guttorms dóttur frá Stöð skömmu eftir heim komu sína. Þau áttu 4 börn, Berg ljótu, kennara i Reykjavík, Pál, skógarverkstjóra á Hallormsstað, Sigurð, bónda á Hallormsstað og Þórhall, kennara í Reykjavik. Sig ríður Guttormsdóttir lést árið 1930. Síðari kona Guttorms var Guðrún Pálsdóttir frá Þykkvabæ ' Landbroti, pau eignuðust 5 börn, Margrétu. kennara Reykiavík, Gunnar, járnsmið í Reykja- vík, Hjörleif, líffræðing og kenn- ara í Neskaupstað, Loft, sagnfræð ing og kennara í Reykjavík og Elísabetu, stúdent í Reykjavík. Segja má með nokkrum sanni, að Guttormur hafi verið samgró inn á Hallormsstað. Þar hafði hann lifað bernsku- og æskuár sín, og þegar honum er falin umsjón skógarins var hann nýlega frið aður. Hann átti því láni að fagna að sjá kræklótt kjarr breytast í fallegan birkiskóg og stór rjóður, móa og mela skrýðast skógi á ný. Jafnframt því uxu upp margar tegundir erlendra barrtrjáa, er sumar hverjar hafa unnið sér þegnrétt í gróðurríki íslands, und ir handleiðslu Guttorms. Hallorms staðaskógur er nú orðinn ein- hver dýrmætasti staður á öllu ís- landi. Allur hugur Gur.tornis Pálsson ar var bundinn skóginum á Hall ormsstað og skógræktinni í land inu. Af reynslu sinni sá hann hylla undir betra og fegurra land í framtíðinni, og hafði hann oft orð Framhald á 14. síðu. hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi. Björgvin múrari á Selfossi og Elísabet sem einnig er búsett á sama stað. Eftir að eiginkona Halldórs féll frá bjó hann áfram í Krókatúni með systur sinni, Guðbjörgu Daní- ellu og ólu þau upp dótturson Hall- dórs, Daníel Gunnarsson, sem lagði þeim gott lið við búskapinn, þótt enn sé ungur að árum. Halldór í Króktúni var einstæð- ur greiðamaður þess nutum við, sem byggjum Hvolsvallarkauptún og þess nutu og eigi að siður aðr- ir sveitungar hans. Þyrfti einhver aðstoðar með eða hjálpar var hringt í Halldór í Króktúni og leið þá ekki langur tími þar til hann var kominn o t hefði starf- ið án hálfvelgju í orði og athöfn. Þrek sitt sparaði hann ekki, en buddan mun sjaldnast hafa verið bústnari að kveldi, svo að silfri safnaði hann ekki. Það var ekki einungis gott að Framhald á bls. 14. I HLJÓMLEIKASAL fá hann til að leysa starf af hendi, þð var sálarhressandi að blanda við hann geði, því hann átti í rík um mæli þá guðsgjöf að sjá hin- ar björtu og broslegu hliðar til- verunnar þar sem alltaf sjá má „Sólskinsblett í heiði“ og álfa hoppa hjarni á. — Hann setti svip á samfundi manna og lífgaði upp. Það var þvi að vonum, að hann var vinsæli maður og átti óskipt- an vinarhug sveitunga sinna og samferðamanna. Nú, þegar hann er horfinn af sviðinu söknum við góðs drengs og tryggs félaga. Vissulega trúum við því að menn með eðliskosti Halldórs í Króktúni eigi heimvon góða. Útför hans var gerð frá Stór- ólfshvolskirkju næst síðasta dag ársins og fylgdi honum hið mesta fjölmenni. Megí nýárssólin %tja aðstand- endum líknarráð. Pálmi Eyjólfsson. ÞORRABLÓT í KÓPAVOG! Framsóknarfélögin í Kópavogi munu halda Þorrablót laugardag 5nn 22. janúar. Þorrablótíð verð ur í félagsheimili Kópavogs og hefst klukkan 7 e. h. Aðgöngumiða má panta í símum 4-11-31 og 4-1712 12504 og 40656. Nánar auglýst síðar. Sinfóníutónleikar Fyrstu tónleikar Siníóníu- hljómsveitarinnar á þessu ári fóru fram í Samkomuhúsl Há skólans undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, en fiðuleikari var Fredell Lack frá Bandaríkj unum. Á þessum tónleikum var frumflutt hér Sinfónía nr. 3 í D-moll eftir austurríska tón skáldið Anton Bruckner. Eft ir hann liggja hvorki melra né minna en 9 sinfóníur, 3 mess ur og Te-deum er hann not aði sem lokakafla í síðustu sin fóníu sína, er aldrei varð full gerð. Sinfóníur hans eru hin ar hefðbundnu, nema hvað formið er útþanið og sá stuðn ingur sem hann hefir haft af Wagner gengur eins og rauð ur þráður gegn um flest hans verk, og lesa má sean af op- inni bók áhrif klassikeranna og ýmissa samtíðarmanna af verk um hans. — í litríkum hljóma samböndum og stundum magn aðri „instrumentation“ geta sum verk Bruchners skapað viss áhrif. eins og t. d. keonuf t'yrir i 7■ sinfóníu hans. En er til lengdar lætur hjaðnar það sem gefur svo stór fyrirheit og eftir situr svo hlustandi allt að því tómhentur. Mynd sú er Róbert A. Ottós- son brá upp af þessu verki, var ótrúlega sannfærandt f stórum ramma og dráttum, náði hann sterkum heildarsvip, og efa ég stórlega að áheyrendur hefðu borið meira úr býtum þótt stór og fullkomin hljóm- sveit utan úr heimi hefði verið. að verki. — Bandaríska lista konan Fredell Lack lék fiðlu konsert Mozarts nr. 216 í g dúr. Frú Lark sem er starfandi fiðlu leikari og kennari, sýndi með leik sínum tvímælalausa túlk unarhæfileika, hljómfagran tón og lýtalausa tækni. Túlkun hennar á Mozart bar vott um smekkvísi og góðan skilning. enda leikur hennar allur hinn vandaðasti. Undirleikur Kamm erhljómsveitar var allgóður í fyrsta þætti, en í tveim þeim síðari skorti nokkuð á eðli legan og léttan leik í sam spili. Forleikurinn „Leikhús- stjórinn" eftir Mozart var fyrsta verkið á efnisskránni og má segja að túlkun hljómsveit arinnar á þessu heillandi verki væri með miklum ágætum, Stjórn Róberts A. Ottóssonar á þessum tónleikum var mjög örugg og staðfesti hann, sem svo oft áður að hann veldur fullkomlega því sem honum er trúað fyrir. Unmir Amórsdéttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.