Tíminn - 19.01.1966, Blaðsíða 9
MlöVIKUDAGUR 19. janúar 1966
TÍMINN
9
KYNÞÁTTARÉGUR
ÞEKKIST EKKI
í HÁLOFTUNUM
- segir Alda Guðmundsdóttir, flugfreyja hjá Pan Am.
Fyrir réttum 6 árum síðan
auglýsti Pan American eftir
íslenzkum stúlkum til flug-
freyjustarfa. Ungum stúlkum
hefur yfirleitt fundizt flug-
freyjustarfið freistandi og hafa
margt upp á að bjóða, en kaup
ið, sem Pan American bauð,
var miklu hærra en hjá ís-
lenzku flugfélögunum, og auk
þess fylgdu því starfi óþrjót
andi tækifæri til að síá sig um
í öllum heiminum. Þær voru
líka 70 stúlkumar, sem freist
uðu gæfunnar og sóttu um, en
það reyndist síður en svo hlaup
ið að Því að komast að. Að-
eins tvær Alda Guðmundsdótt
ir og Valgerður Jónsdóttír
uppfylltu þær kröfur, sem
Pan American setti um útlit,
menntun, greind og þar fram
eftir götunum. Valgerður lét
af störfum eftir rúmt ár, en
Alda hefur stari'að hjá Pan
American í 6 ár samfleytt, og
er alltaf jafn ánægð. Hún
er stöld hér á landi í orlofi,
og við röbbuðum smávegis við
hana á heimili foreldra henn-
ar, frú Ágústu og Guðmundar
Halldórssonar.
— Þú ert ekkert orðin leið
á því að vera alltaf á þeytingi
svona árum saman?
— Nei, ég kann alveg sérstak
lega vel við starfið, og ég bvst
við því, að það verði erfitt að
hætta, þegar Þar að kemur.
Eg er að hugsa um að halda
þessu ófram að minnsta kosti
þetta árið, en ætli ég verði
svo mikið lengur. Það hefur
auðvitað sína vankanta að
vera svona langdvölum að heim
an.
— Á hvaða áætlunarlelð flýg
ur þú?
— Eg er .á Kyrrahafsriitunní,
hef aðsetur í San Fransisco og
flýg til Ástralíu, Austur-Asíu
og London. Það kemur einstaka
sinnum fyrir að vélarnar til
London hafa viðkomu í Kefla
vík, en ég er sjaldan svo hepp
in að vera með í þeim ferðum.
Annars kem ég árlega hingað
heim í fríum en þetta er í
fyrsta skipti síðan ég byrjaði.
sem ég er heima um jólin
— Þú ert líklega búin að
fara út um allan heim?
— Já, það fer að líða að Því,
ég á víst bara eftir að sjá
eitthvað af Suður-Ameríku Það
skemmtilegasta við þetta starf
er það, hvað maður fer víða
og kynnist fólki af ólíkum þjóð
ernum og kynþáttum Maður
hefur að vísu ekki langa við-
dvöl í senn. en við komum svo
oft á sömu staðina, að við er
um farin að þekkja þá út og
inn. Eg er til dæmis orðin tals
vert kunnug Hawaiieyjum, en
vélarnar frá San Fransisco hafa
viðkomu í Honolulu. Það er
mjög skemmtilegt að ferðast
um Kyrrahafseyjarnar, fólkið
er svo elskulegt Þar og mjög
víða eimir eftir af frumstæð
um sérkennum þess, enda þótt
þau séu víða á undanhaldi
vegna vaxandi ferðamanna-
straums. í Honolulu eru þau
að mestu horfin, enda er gífur
legur ferðamannastraumur
þangað. Aftur á móti hafa þau
varðveizt á afskekktari hlut-
um eyjarinnar, sem Honolulu
stendur á. Þó er einna mest
gaman að koma til frönsku
eyjanna nálægt Tahití, því að
Þar er allt svo ósnortið og
frumstætt.
— Beinist ferðamannastraum
ur Bandaríkjamanna mikið til
Kyrrahafseyja?
— Já, taisvert, en annars
ferðast Bandaríkjamenn út um
allar jarðir, fólk á öllum aldri
og úr öllum stéttum. Það er
mjög mikið af því að aldrað
fólk ferðist um. Það er kannski
búið að nurla saman alla ævi,
og fer svo í ferðalag í kring
um hnöttinn áður en Það hrekk
ur upp af. Einnig er mjög al
gengt að ungt fólk ferðist víða.
Það er svo ódýrt og auðvelt að
ferðast nú á tírnum, að það
er sjálfsagt að láta það eftir
sér.
— Hvað eru margar flug-
freyjur hjá Pan American?
— Eitthvað yfii tvö þúsund,
annars er varla rétt að kalla
það allt flugfreyjur, því að
Þarna eru líka karlmenn sem
gefa okkur kvenfólkinu ekkert
eftir, hvað dugnað snertir. Þjón
ustuliðið í flugvélum er af alls
konar þjóðernum og kynþátt-
um.
— Kémur það fyrir, að hvítt
fólk neiti að láta svartar flug
freyjur þjóna sér.
— Eg hef aldrei vitað til
þess, það er áreiðanlega mjög
sjaldan nokkur kynÞáttarígur
uppi í háloftunum, og ég held
að kynþáttarígur á jörðu
niðri sé miklu meiri í orði
heldur en á borði. Það má
aldrei kastast í kekki milli
hvíta manna og svartra, svo að
það sé ekki forsíðufrétt í öllum
blöðum. Eg hef nú verið í
Banlaríkjunum í 6 ár, og það
getur varla heitið að ég hafi
orðið vör við nokkurn kyn-
þáttaágreining á öllum þeim
tíma. nemá þá helzt i gegnum
dagblöð og útvarp, og satt að
segja les ég miklu meira um
þetta í íslenzkum blöðum held
ur en bandarískum Annars er
bessi kynþáttaágreiningur mik
ið vandamál, sem erfitt er að
ráða bót á. og það er ómögu-
legt að dæma um þetta fyrr
en maður þekkir það af eigin
raun.
— Eru ekki gerðar talsverð
ar kröfur til ykkar frá hendi
flugfélagsins?
— Jú, við verðum auðvitað
að vera mjög snyrtilegar og al
úðlegar, og ef það hendir okkur
að gerast dálítið þybbnar, er
tekið af okkur kaupið og við
settar á vigt og látnar megra
okkur samkvæmt læknisráði.
Við fáum að vísu ekki mikil
tækifæri til að safna spiki, þvi
að við erum alltaf á Þönum,
hlaupum allt af okkur og höf
um sjaldan tíma til að borða á
ferðunum, það er helzt að mað
ur fái sér eitthvað snarl, með
an maður er að gera upp reikn
ingana og þá borðar maður með
blýantinn í annarri hendi og
gaffalinn í hinni. En maturinn
í vélunum er alveg kóngafæða,
við fáum hann að mestu til
búinn um borð, en þurfum smá
vegis að hita hann upp og því
um líkt áður en við berum
, hann fyrir farþegana.
— Kemur ekki oft eitthvað
skemmtilegt fyrir í ferðum hjá
ykkur?
— Það er alltaf eitthvað að
koma fyrir næstum i hverri ferð
Það hefur stundum komið fyrir
að konur hafa tekið léttasótt
ina uppi í háloftunum, þótt
þeim sé eiginlega bannað að
fljúga, séu Þær komnar yfir
átta mánuði á ieið. Fyrir ekki
alllöngu síðan fæddust tvíbur
ar á leiðinni yfir Atlantshafið,
en þá var læknir með í ferð
inni til allrar hamingju. Eg
hef aldrei þurft að taka á móti
bami, en maður verður að
vera við öllu búinn á þessum
ferðum. Stundum kemur það
fyrir að fólk er látið ferðast
þvert ofan í vilja sinn. og það
er oft erfitt að eiga við það,
en ég get ekki sagt, að ég hafi
lent í beinum vandræðum með
farÞega. Fólk hegðar sér yfir
leitt skikkanlega í flugvélum
og lætur af alls konar dyntum,
sem það kann að vera með
hversdagslega. Það kemur oft
fyrir að Múhameðstrúarmenn
hafa með sér bænateppi í flug
vélum, og fá að fara aftur í
vélamar til að biðjast þar fyr
ir. Oftast sleppir þó fólk
trúarlegum seremóníum á flug
ferðum.
— Það kemur náttúrlega oft
fyrir. að farþegar taki ykkur
tali og spjalli við ykkur um
alla heima og geima.
— Það er nú ekki mjög mik
ið um það, en þó kemur það
fyrir. Eg er oft spurð að Því
hverrar þjóðar dg sé, og það
er alveg mesta furða, hvað
fólk virðist vita mikið um ís
land. Það skeggræðir um Surts
ey, Heklu og Geysi. og spyr mig
oft ýmissa spurninga um ]and
mitt og þjóð. Eg held að út
lendingar yfirleitt séu alls ekki
Ljósmynd TIMINN-GE.
Alda Guðmundsdóttir.
svo ófróðir um ísland, og
margir vilja vera að lát a þeir
vita gjaman talsvert meira um
það, en íslendingar um aðrar
fjarlægar þjóðir. Það kemur
stundum fyrir, að ég hitti ís
lendinga um borð. Maður er
kannski búinn að tala heil-
langa stund við þá á ensku, og
svo verður maður allt í einu
var við einhvern kunnuglegan
hreim, Það er alltaf mjög gam
an að hitta landa, en það
skeður nú ekki oft, og ég hef
aldrei heyrt fólk tala saman á
íslenzku um borð í vélunum.
Stundum ber það við að fólk
tekur mig tali og segir mér
ævisöguna. Fyrir skömmu hitti
ég ansi sniðugan karl, sem
ræddi heillengi við mig og
sagði mér frá fyrstu flugferð
inni sinni. Hann var að fljúga
yfir Arabíuskaga og var hvorki
meira né minna en tuttugu
daga á leiðinni. Já það má nú
segja að tímarnir hafi breytzt-
þarna er maður átta kiukku-
tíma á leiðinni yfir þvert Kyrra
hafið- Oft er ýmislegt frægt
fólk um borð hjá okkur og
mér finnst alltaf jafngaman af
því að sjá andlit. sem maður
þekkir af forsíðum heimsblað
anna. Um hálfs árs skeið flaug
ég mikíð með fólkið úr Hvíta
húsinu, og Þá sá maður mikið
af frægu og fínu fólki. Eins
þykir mér mjög gaman að sjá
fræga leikara og fegurðar-
drottningar. Það er ekki langt
síðan ég flaug nieð Leslie Car
on. Hún er víst komin hátt á
fertugsaldur, en er alveg eins
og stelpa bæði í útliti og fasi
og hún er alveg sérlega elsku
leg, einu sinni fiaug ég með
þrjá fræga leikara með mjög
stuttu millibili, Marlon
Brando. Wince Edwards og
Richard Dunn. Þegar svona
frægt fólk er í ferð með
manni, er maður alveg með
augun á stilkum og fylgist með
hverjum svipbrigðum hjá því.
Þegar við fljúgum með feg
urðardrottningar, sem kemur
ósjaldan fyrir, Þá mælum við
þær út og krítiserum þær okk
ar á milli, og segjum giarnan:
„Uss, hún °r ekkert sæt, þessi
Þarna við hliðina á henni gæti
fullt eins verið fegurðardrottn
ing“ auðvitað látum við ekM
stelpugreyin hevra þetta, það
væri nú skárra. Pan American
býður farþegu.n sínum upp á
mikil þægindi, sem eru vel þeg
in hjá farþegunum. Þeir geta
horft á kvikmyndir, og hlustað
á tónlist eftir vild, því að hver
farÞegi hefur hjá sér hlustun
artæki og getur valið úr tíu
liðum skemmtiefnií. án þess
að það hafi truflandi áhrif á
aðra, sem Kannski kjósa held
ur að líta í bók.
— Þú segist hafa ferðazt um
víða veröld ertu þá ekki orð
in feikilega góð í landatræði?
— Það er nú mesta furða,
hvað maður getur ruglast, sér
staklega með þessi nýju Afr
Framhald á bls. 14.