Tíminn - 19.01.1966, Qupperneq 16

Tíminn - 19.01.1966, Qupperneq 16
Fólk af 40 bæjum aöstoö aði við slökkvistarfið SNJOLETT Á FJÖLLUM KT—Reykjavík, þriðjudag. Um s.I. helgi fóru nokkrir ferða menn úr Reykjavík að Hagavatni undir Langjökli. Gistu þeir í skála Ferðafélagsins um nóttina, en á sunnudag óku þeir upp með ánni sem rennur úr Hagavatni, að vatn inu og upp eftir jöklinum. Eftir því, sem næst verður komizt, er þetta 1 fyrsta skiptj, sem leið þessi er farin á bifreiðum. Að sögn leiðangursmanna var færð góð alla leiðina. auð jörð að kalla og frbsin. Meðfylgjandj mynd var tekin á hálsinum fyrir sunnan vatnið, en á henni eru Geirharður Þorsteins son, Kolbrún Þorvaldsdóttir, Haf steinn Ingvarsson, Guðmundur Björnsson og Kjartan Thors. — Andrés Haraldsson tók myndina. RÆKJUVINNSLA HEFST NU UM MANAÐAMOTIN FB—Reykjavík, þriðjudag. Gera má ráð fyrir, að uni næstu mánaðamót verði hafin rækju- vinnsla á Drangsnesi og á Skaga- strönd. og verður hér um að ræða nýjan atvinnuveg á þessum stöð um. en hann byggist á því, að nokkiu fyrjr jól fundust rækju- mið á Hrútafirði, eins og skýrt hefur veri® frá, og binda menn nú miklar vonir við nýtjngu þeirra. Fjallvegir eystra eru að lokast GE—Reykjavík, þriðjudag. Gert er ráð fyrir áfram- haldandi frosti um land allt en ekk; er útlit fyrir mikla snjókomu nokkurs staðar á landinu, nema ef til vill austanlands. Útlit er fyrir, að fjallvegir á Austurlandi muni senn lokast. en færð hefur undanfarjð verið mjög góð um land allt, sam kvæmt upplýsingum, sem Tíminn fékk frá Vegamála- skrifstofunni í dag. Á Suður- og Vesturlandi má heita, að allir vegir séu færir, enda er þar ýmist Framhald á bls 14 Nú munu hafa borizt á land um 25 lestir af rækju á Hólmavík frá því um miðjan nóvember, en þar hefur öll rækjan verið lögð upp til þessa. Hefur ejnn bátur, Guðmundur frá Bæ, stundað rækjuveiðarnar, en þrír aðrir hafa fengið leyfi til veiða. en ekki getað hafið þær, þar sem Hólm- víkjngar geta ekki annað meiru en því, sem Guðmundur frá Bæ hefur fengið til þessa. Mi’kill áhugi er ríkjandi á Drangsnesi og Skagaströnd á að hefja rækjuvinnslu, og eru nú nauðsynlegustu tæki komjn til Drangsness, og búizt við, að vinnslan á Skagaströnd geti haf- izt ekki síðar en um næstu mán- aðamót Einn bálur, Pólstjarnan, sem er 12 lestir og gerður út frá Hamarsstæðj, mun leggja upp á Drangsnesi. en þar má gera ráð fyrir að 20—25 manns geti unnið við rækjuna. Frá Skagaströnd verður gerður út 16 tonna bátur. Guðjón Árna- son, á rækju. Við ræddum við Björgvm Brynjólfsson á Skaga- strönd og spurðum hann um þenn an nýja atvinnuveg. Björgvin sagðist ekki mikið geta sagt um það enn, hve miklu yrðj hægt að taka a móti af rækju, þar sem allt fólkið á staðnum værj óvant að vinna hana. Sagðist hann þó bú ast við því, að ailmargt fólk feng ist til vinnunnar, enda þótt nú væru flestir unglingar i skólum og oft hefði viljað brenna við. að fullorðnir fíéru burtu frá Skaga- strönd á veturna til þess að afla sér atvinnu annars staðar. Sagði hann. að vei gæti verið, ef svo færi að hægt væri að anna meiru en því, sem Guðjón Árnason fengj að tekið yrði á móti rækju af öðr um bátum, en úr því yrðj reynsl an að skera. Á Hólmavík er nú verið að at- ari vertíð, en þar var samþykkt á hreppsnefndarfundi fyrir nokkru að stofna rækjuvinnslufélag, eins huga, hvort hægt verði að fá þangað rækjupillunarvél á þess- og skýrt hefur veri5 frá. Er það mikið hagsmunamál fyrir íbúa Hólmavíkur að geta fengið rækju- pillunarvélina sem allra fyrst þar sem þrír rækjubátar verða að liggja í höfn, þott næg rækja sé á miðunum, úr því ekki er nógu margt fólk tii þess að vinna hana. HZ—Reykjavík, þriðjudag. Mikill eldur brauzt út á Neðra- Hálsi i Kjós um hádegisbilið í dag. Þegar var hafizt handa um að ráða niðurlögum hans, og einn ig var hringt í Slökkviliðið í Reykjavík, sem sendi tvo bíla upp eftir til aðstoðar. Tíminn hafði tal af Gísla Andrés syni, hreppstjóra á Neðra-Hálsi í dag, þegar búið var að slökkva eldinn. — Við sátum inni í eldhúsi og vorum að borða kl. hálf eitt í dag. Konan mín kom fram í eldhúsið og fann brunalyktina niður af loft inu. Síðan hljóp hún upp á loft, og þá var þar allt orðið fullt af reyk. Nágrannarnir komu okkur til hjálpar, líklega af einum fjöru- tíu bæjum, fleiri en einn frá sum um. Við sóttum vatn í Laxá og bárum á eldinn. Strax var hringt í slökkviliðið í Reykjavík, og komu tveir bílar frá þeim. Þeir voru komnir hingað um hálf tvö leytið og lokið var við að slökkva um fjögur-leytið. Eldurinn komst aldrei á neðri hæðina, þó að hús ið sé gamalt timburhús, frá 1892 en mikið skemmdist uppi á efri hæðínni, þar sem svenfherbergin eru. Það brann lítið, því að rúm- Framhald á bls. 14. cramsóknarkonur Félag Framsóknarkvenna held ur fund í Tjarnargötu 26 í dag miðvikudag 19. jan. klubk- an 8:-tt Fundarefm í félagsmál. 2. skýrsia fr? ársfundi bandalags kvennt 3. erindi Valborg Bents dóttir Stjómin. Framsóknartnenn í Árnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn í sam- komusal KÁ á Selfoss} miðvjku- daginn 26. jan. og hefst kl. 9.30 síðdegis Auk venjulegra aðal- fumdarstarfa ræða þingmenn flokksins í kjördæminu um stjórn málaviðhorfið GUÐMUNDUR PÁLMASON í VIÐTALIVIÐ TÍMANN: „Fríðrík er jafn líklegur sigurvegarí og Vasjúkof SJ—Reykjavík, þrjðjudag. Þar eð stórmestarnn okkar Friðrik Ólafsson, hefur ekki teflt neitt að ráði undanfarin tvö ár. voru margir, sem kviðu því að æfingaleysi myndi há honum i viffureign við erlendu gestina á Reykjavíkurmótinu 1966. Það, sem af er mótinu. hefui Friðrik sýnt mjög ör- ugga og skemmtilega tafl- mennsku og tilefni af þvi hringdum viff til Guðmundar Pálmasonar og háðum hann m a. að segja alit sitt á tafl- mennsku Friðrjks. — Eg het nú ekki skoðað skákn hans neitt að ráði en finnst hann hafa gert betur en ég hafði búizt við, og æf- ingaleysi virðist ekki há hon- um neitt. Eg vil engu spá á þessu stigi málsins en það er enginn vaf, a því, að hann er a.m.k. jafn líklegur sigurveg ari og Vasjúkof. Hann hefur unnið skákir sínar skemmti- lega og létt að því er virðist Aftur á móti hef ég orðið fyr- ir vonbrigðum með Jón Hálf danarson og virðist hann ekki vera í m;kilh æfingu. Þetta mót er ekkj eins sterkt og fyrra Reykjavíkurmótið. og aS því reyti ekki eins spennandi. en bað er að sjálfsögðu mikili Framhald á bls. 14. Friðrik Ólafsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.