Vísir


Vísir - 23.03.1974, Qupperneq 6

Vísir - 23.03.1974, Qupperneq 6
6 Vísir. Laugardagur 23. marz, 1974 VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Ouglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Heigason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Ilverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur t lausasölu kr. 25 eintakið. Blaðaprent hf. ".-O o—— Ðraugur við stýrið „Engin stjórn hefur ráðið við verðbólguna,” segja menn gjarnan. Þetta er að þvi leyti rétt, að rikisstjórnum hefur gengið verr en þær hefðu kosið að hafa hemil á verðbólgunni. Þegar verð- bólga er orðin nokkuð yfir tiu af hundraði á ári, fer margt úr böndunum i efnahagsmálum. Aug- ljósasta dæmið er rýrnun sparifjár, þegar vextir af þvi eru nokkrum prósentum lægri en verðbólg- an, svo og vandkvæði við að halda gengi krónunn- ar, þegar verðbólgan innanlands er mun meiri en i þeim löndum, sem kaupa af okkur vörurnar. Rikisstjórnir hafa ekki getað stöðvað verðbólg- una, og þær hafa ekki getað hindrað, að hún yrði of mikil. En við sjáum nú bezt, að barátta þeirra hefur engan veginn verið árangurslaus. Með þvi að striða linnulaust við drauginn tókst að halda honum i skefjum. Verðbólgan var þrátt fyrir allt ekki meiri en svo, að unnt var að halda sæmilegri sparifjármyndun, útflutningsatvinnuvegir efld- ust og viðskiptaleg einangrun íslands var rofin. Nú er annað uppi á teningnum. Vaxandi vel- megun þjóðarbúsins á timum rúmlega tiu pró- sent verðbólgu virðist hafa sefjað marga. Menn fóru að gera litið úr verðbólguvandanum. Undan- látssemi fór vaxandi og að sama skapi kröfugerð. Þetta hafði greinilega þær afleiðingar, að núver- andi rikisstjórn lét sig verðbólguna litlu skipta. í fyrsta sinn var litið sem ekkert barizt við draug- inn. Sjálfrátt eða ósjálfrátt varð sú afstaða rikj- andi hjá stjórnvöldum, að þetta væri bara litill draugur. Rikisstjórnin hafnaði þvi hlutverki að veita hagsmunahópum föðurlega leiðsögn, gefa for- dæmi i viðbrögðum við dýrtiðinni og gera ráð- stafanir gegn henni. „Eftir höfðinu dansa lémirn- ir” «r að orði haft, og vafalaust hafa forystumenn hagmunahópa og allur almefmingur búizt við, að þessi stjórn mundi, eins og hinar fyrri, kosta nokkurs kapps um að koma i veg fyrir óðaverð- bólgu. Þsgar svo varð ekki, var ekki við þvi að búast, að gðrir gætu tekið forystu i þvi. Afleiðingarnar blasa við. Verðbólgan er ekki aðeins rúm 10 prósent. Húft stefnir óðfluga að 40 prósentunum á þessu ári. Hún> hefur verið yfir 32 prósent siðustu tólf mánuðina. Verðbólga af þessu tagi hefur jafnan haft hörmulegar af- leiðingar i þeim fáu tilvikum, sem hennar hafa verið dæmi erlendis. „Andi undanlátsseminnar” hefur rikt, eins og Jónas Haralz bankastjóri komst að orði. Hags- munahópar hafa ekki átt annarra kosta völ en að gera sem mestar kröfur. Ella hefðu þeir dreg- izt aftur úr i kapphlaupinu. Forysta rikisstjórnar hefur engin verið. Þvert á móti hefur rikisstjórn- m verið með á sprettinum engu siður en aðrir. „Þúsund ára rikið var ekki komið”, svo að enn sé vitnað i ummæli Jónasar Haralz. Þegar for- ystumenn stungu höfðinu i sandinn, tók verð- bólgudraugurinn við stjórn. Hann ræður nú ferð- inni. Hann velur og hafnar fyrir okkur. Hann tek- ur ákvarðanirnar, mælir fyrir munn okkar, held- ur um hendur okkar. Hann ræður nú rikjum á íslandi. — HH Björn Bjarnason: III tíðindi fró ríkisstjórninni — samstaða um varnarleysi Engum blöskrar lene- ur, þótt ill tiðindi berist frá rikisstjóm Islands. Svo válega hafa ráð- herrarnir farið með málefni þjóðar sinnar, að ekkert virðist þeim ofvaxið i þeim efnum. Siðustu fréttir eru þó verstar, þegar það virð- ist ljóst, að Fram- söknarflokkurinn ætlar að fylgja fram stefnunni um varnarlaust ísland. ' Á sama tima, sem forsætisráð- herra og forseta sameinaðs alþingis eru afhent skjöl, sem hafa að geyma áskorun 55.522 is- lenzkra kjósenda, um að rikis- stjórnin falli frá ótimabærum áformum sinum um uppsögn varnarsamningsins og brottvisun varnarliðsins, ráðgerir rikis- stiórnin hið gagnstæða. Við upp- haf undirskriftasöfnunarinnar gekk þingflokkur Alþýðuflokksins fram fyrir skjöldu og lýsti stuðningi sinum við hana. Nú hef- ur þessi sami flokkur lengt lif þeirrar rikisstjórnar, sem ætlar að traðka á vilja almennings i varnarmálunum. Var það ekki vanhugsuð ráðstöfun, ekki sizt með tilliti til stefnu stjórnarinnar i öryggismálum? Mörg furðuleg ummæli hafa verið látin falla um undirskrifta- söfnunina. Jafnvel hefur jafn fáránlegum skoðunum verið halfið á loft og þeim, að undirrit- endurnir séu upp til hópa gjör- spilltir af hermangi og annars konar daðri við vaonarliðið. Slíkar skoðanir dæma sig sjálfar. Þeir, sem telja sig hafa efni á þvi að fordæma undirskriftirnar á þeirri forsendu, að þar hafi „múgmennskan” komið fram og þess vegna þurfi ekkert tillit að taka til áskorunarskjalsins, eru óforbetranlegir i sérvizku sinni. Um allan hinn lýðfrjálsa heim, þar sem þjóöunum er gefinn kost- ur á þvi að ráða nokkru um stjórn eigin málefna sjást þess merki, að stjórnmálamenn njóta þverr- andi trausts. Með þetta i huga má llta á gifurlegan áhuga almenn- ings á : undirskriftasöfn Varins lands. Þegar söfnuninni var hleypt af stokkunum höfðu varnarmálin verið að þæfast i rikisstjórninni um 30 mánaða skeið. Ljóst var, að um málið var rætt án tillits til varnarþarfar og öryggishagsmuna landsins. Eins og ávallt endranær forðaðist rikisstjórnin efnislega meðferð vandamálsins, það var notað eins og hvert annað pólitiskt bitbein. Alltaf seig þó á ógæfuhliðina, þvi að hinir veiklundaðri létu undan skoðunum öfgamanna. Þegar augljóst varð, að ekkert viðnám var að finna i stjórnarflokkunum, var ekkert annað að gera en leita til almennings og fá álit hans til að sporna við ógæfunni. Viðbrögðin voru meiri en nokkurn grunaði. Niðurstöðu undirskriftasöfnun- arinnar ber fyrst og fremst að skoða sem áfellisdóm yfir hringlandahætti Framsóknar- flokksins. Ætli ráðherrar flokksins að halda honum áfram þrátt fyrir það umboð, sem þeir hafa nú fengið frá 55.522 kjósendum, eru þeir sannarlega heillum horfnir. Þess er ekki að vænta, að þessir kjósendur hafi minnstu áhrif á Magnús Kjartansson og skoðana- bræður hans. Magnús sagði ný- lega opinberlega, að undirskrifta- söfnunin styrkti herstöðvaand- stæbinga, þvi að upphafsmenn hennar hefðu orðið fyrir vonbrigðum með árangurinn af erfiði sinu!! Rökin eru ekki merkilegri hjá ráðherranum. Það er einmitt slikur umsnúningur staðreynda, sem veldur þvi, að fólki finnst, að stjórnmála- m^inirnir séu ekki trausts verðir. Traustið hefur hins vegar ekki rýrnað á iðnaðarráðherra innan rikisstjórnarinnar, þvi að meðráðherrar hans hafa látið hann leiða sig i gapastokkinn i varnarmálunum. Tillögur utanrikisráðherra voru nógu slæmar, þegar þær voru lagðar fram sem umræðugrundvöllur innan rikis- stjórnarinnar. Þær eru þó öllu verri, þegar Alþýðubandalagið hefur fengið fram breytingartil- lögur sinar á þeim og þær eru orðnar erindisbréf utanrikisráð- herra i viðræðunum við Banda- rikjamenn. 1 rikisstjórninni gerðist það, að forsætisráðherra gekk fram fyrir skjöldu og studdi öll sjónarmið Alþýðubanda- lagsins nema kröfuna um það, að Bandarlkjamönnum yrðu settir úrslitakostir. Var ráðherrann að launa undansláttinn i samnings- gerðinni við Breta um 50 milurnar? Eitthvert laumuspil hefur verið á ferðinni, þvi að með rökréttri athugun á öllum aðstæðum er ógerningur að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að tsland má ekki varnar- laust verða við núverandi að- stæður. Þegar forsætisráðherra var spurður að þvi við afhendingu undirskriftaskjalanna hvort sá vilji, sem þar kemur fram, mundi hafa einhver áhrif á stefnumótun rikisstjðrnarinnar i varnarmálun um, svaraði hann stuttlega ,,Ne- hei”. Sé tekið mið af þessu svari ráðherrans, hlýtur sú spurning að vakna, til hvaða ráða kjósendur þurfa að gripa til að hafa áhrif á stefnu rikisstjórnar- innar. Rikisstjórnin hét þvi i haust, að allar frekari ákvarðanir i varnarmálunum yrðu bornar undir Alþingi. Það er þó ekki ætlunin að bera erindisbréf utanrikisráðherra undir þingið. Stjórnin hefur ekki þingstyrk til að gera landið varnarlaust. Þvi verður ekki trúað að óreyndu, að Alþýðuflokkurinn komi stjórninni til hjálpar i varnarmálunum, þótt flokkurinn hafi lengt lif stjórnar- innar og gert henni kleift að stiga örlagarikasta skrefið i öryggismálunum til þessa. Frá afhendingu undirskriftalista Varins lands. Dr. Þorsteinn Sæmundsson les bréf forgöngumanna söfnunarinnar til lorsætisráðherra og forseta sameinaðs alþingis. f bréfinu segir m.a.: „Undirskrift- irnar eru talandi vottur þess, að mikill meirihluti hinnar islenzku þjóðar telur öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar bezt borgið með þvi að treysta samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins og álitur ótima- bært að visa bandariska varnarliðinu úr landi.”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.