Vísir - 23.03.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 23.03.1974, Blaðsíða 10
Vlsir. Laugardagur 23. marz, 1974 KR (ON) á Valsbúningi! Því hefði maður aldrei trúað að óreyndu — en það verða stórir stafir á Vals- búningnum í sumar og tveir þeir fyrstu eru KR. Já/ KR á Valsbúningi í knattspyrnu — en það verður að baeta því viö, að tveir aðrir stafir fylgja á eftir, ON. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis auglýsir sem sagt á Valsbúningnum — KRON. Valur verður þannig fyrsta Reykjavíkurliðið i meistara- flokknum i knattspyrnunni, sem setur auglýsingu á búning sinn. Félögin úti á landi eru mörg hver með auglýsingu á búning sinum — og öll Reykjavikurliðin i 1. deildinni i handboltanum eru með auglýsingu — til dæmis LOFTLEIÐIR á fjórum, hjá Vik- ingi, Fram, ÍR og Armanni. Það er KRON, sem ríöur á vað- ið með auglýsingu i knattspyrn- unni — og líklegt að önnur fyrir- tæki fylgi á eftir á buningum ann- arra Reykjavfkurfélaga, einkum þó þeirra, sem eru i 1. deildinni. Fram, KR og Vikingur leika þar auk Vals. fjölbreytt f ram smjörs: sérsah létfcahað - ósahi • • Fjölbreytni er krydd lífsins. Og nú er ekkert til lengur, sem heitir „bara" smjör. Nú velur maður smjör eftir smekk; létt- saltað uppá gamla móðinn, sérsaltað til að fá svoldið bragð á tunguna, ósaltað (til dæmis) ef læknirinn hefur mælt með því. Við höfum einnig aukið fjölbreytni í gerð pakkninga til að gera þér hægara um vik að borða og bjóða smjör við öll tækifæri. Okkur finnst þú eiga rétt á því. • -" ¦ - ~s*e> l IA/K / SMJÖR VA"" "*«"'/^..... r-, ^s. '¦»>>„ \XV TEITUR TÖFRAMAÐUR Annar leikurinn I meistara- keppni KSt vcrður háður i dag og leika þá Valur og Fram. Leikur- inn verður á Melavellinum og hefst kl. tvö. t fyrsta leiknum uröu úrslit þau, að Keflavik og Valur gerðu jafntefli 0-0 I Keflavik. Þriðji leikurinn verður svo um aðra helgi milli Fram og Keflavikur. Allir beztu leikmenn Fram og Vals leika með liðum sinum I dag HLAUP Vlðavangshlaup tslands verður háð á morgun og hefst hlaupið kl. tvö á Há- skólavellinum. Hlaupið verður I Vatnsmýrinni. Þátt- takendur eiga að mæta á Melavelli kl. eitt. Gifurleg þátttaka er I hlaupinu. 1 kvennaflokki eru 77 stúlkur skráðar — meðal annars Ragnhildur Pálsdóttir, sem sigraði I fyrra. t piltaflokki eru keppendur 95 og þar er einnig sigurvegarinn frá i fyrra, Guðmundur Geirdal. t drengja/lokki eru 49 þátt- takendur og 40 I karlaflokki. BLAK Fyrstu landsleikir fslands i blaki verða háðir i dag og á morgun. Mótherjarnir eru Norðmenn. Fyrri leikurinn verður á Akureyri i dag og hefst kl. tvö i iþrótta- skemmunni. Á morgun leika fslendingar og Norðmenn annan landsleik og hann verður háður I iþróttahúsinu i Hafnarfirði annað kvöld — hefst kl. 20.30. KARFA Þýðingarmiklir leikir verða 11. deild I körfuboltan- um um helgina. t dag leika ÍK og Valur I 1. deildinni — en á undan verður leikur tS og HSK. Sá leikur hefst kl. fjögur. Á sunnudag leika KR og Ármann — afar þýðingarmikill leikur. Fyrst, kl. sex. leika tS og UMFN. HANDBOLTI Það verður mikill hand- bolti á dagskrá um helgina. t dag verða tveir leikir á Akureyri — Þór-Haukar I 1. deild karla og Þór-Vfkingur I 1. deild kvenna. Þar verður hart barizt um fallið. t Laugardalshöll er úrslita- leikur 2. deildar karla, þar sem Grótta og Þróttur berj- ast um réttinn til að leika I 1. deild næsta keppnistlmabil. Leikurinn hefst kl. sex.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.