Vísir - 23.03.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 23.03.1974, Blaðsíða 7
Vísir. I.augardagur 23. marz, 1974 7 ENGINN UR AÐ EFTIR í BARNASTÓLL ER ÞAÐ ÖRUGG- HÆGT SÉ AÐ SKILJA BARNIÐ HONUM — En hvers ber að gœta þegar keyptur er barnastóll? Eitt mikilvægasta atriðið er að stóllinn nái vel upp að matar- boröinu, þannig að barnið geti setið þar og borðað eins og aðrir i fjölskyldunni. Allir þeir barnastólar sem við sjáum hér á meðfylgjandi myndum, eru tiltölulega öruggir, eru stöðugir og sterkir. En enginn barnastóll sem fram- leiddur er, er þó nógu öruggur til þess að hægt sé að setja barn i stólinn og hafa hann þar sem enginn sér til. Barnið I stólnum verður alltaf að vera i augsýn. Mikilvægast að barnið geti setið við matar- borðið Það mikilvægasta sem hafa verður i huga þegar keyptur er barnastóll, er það að stóllinn sé nógu hár. Það er að segja, að barnið geti setið i stólnum við matarborðið og borðað eins og aðrir i fjölskyldunni. Það er ekki eins mikilvægt að hægt sé að nota stólinn einnig fyrir barnið til þess að það geti leikið sér i honum. En þó verður stóllinn að vera það rammgerður, að hann þoli vel að' barnið leiki sér i honum dags daglega, og einnig nógu sterkur til þess að barnið geti leikið sér að honum sem leik- fangi, eins og þegar börn nota stólana á heimilinu fyrir báta eða hús. Barnastóllinn verður að vera þægilegur fyrir barnið. Hann verður einnig að vera svo stöðugur að hægt sé að treysta honum fyrir þvi að halda barninu. En hversu stöðugur sem stóllinn er, er aldrei óhætt að skilja barnið eftir eitt i stólnum, þar sem enginn sér til þess. Stóllinn gæti dottið, eða þá að barnið klifrar upp úr honum og kemst niður. Hann getur fallið þá, og lika ef barnið gerir tílraun tíl þess að komast sjálft upp i hann. Þeir stólar sem við sjáum hér á meðfylgjandi myndum hafa allir verið þaulreyndir, og allir uppfylla þeir þær kröfur sem gerðar voru. Hafið þetta i huga við kaupin: Mikilvægt er að stóllinn sé sterkur. Stóllinn verður að passa við matarborðið heima. Það væri æskilegt að kaupand- inn gæti fengið stólinn lánaðan heim og reynt hann áður en hann er keyptur. Við flest matarborð hæfir stóll sem hefur setuna i 52-77 cm hæð. Fjarlægðin á milli setunnar og tröppu fyrir fætur, ef einhver fyrirfinnst, ætti að vera 16-19 cm. Setupíássið i stólnum má ekki vera stórt, en það má heldur ekki vera of litið. Annars fer þetta að sjálfsögðu eftir stærð barnsins. Strjúkið yfir stólinn til þess að sannreyna að hann sé vel frá genginn. Það er, að hvergi standi úr honum flisar, sem barnið gæti stungið i fingur sér. 011 horn og kantar eiga að vera ávöl. Stóllinn verður að vera mjög stöðugur. Gætið lika að þvi við kaupin hversu auðvelt það muni vera að halda honum hreinum. Ef hann er að einhverju leyti Umsjón: Edda Andrésdóttir NYVERSLUNAÐ INGÓLFSSTRÆTI5 þar verslum við með okkar vinsœla loðskinnsfatnað, ágóðum greiðsluskilmálum ... Alafosslopa ílitaúrvali ásamt prjónauppskriftum frá Haandarbejdets Fremme og valinn íslenskan prjónafatnað sími 28130 GRÁFELDUR HE STEKKUR HE honum matarslettur eða önnur óhreinindi. Ef ólareru i stólnum, gætið þess þá, að þær haldi barninu örugglega, en þær mega alls ekki vera of þröngar. —EA bólstraður, er þá hægt að taka klæðið af og þvo það? Þolir stóllinn það að honum sé stillt undir sturtuna og þveginn á þann hátt? Þetta verður að athuga vel, þvi að barna- stóllinij er fljótur að missa glansinn, ef erfitt er að má af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.