Vísir - 23.03.1974, Síða 8

Vísir - 23.03.1974, Síða 8
8 Vísir. Laugardagur 23. marz, 197^ cTVIenningarniál Þar sem ekkert gerist MYNDUST eftir Elisabetu Gunnarsdóttur og litillæti. Auðvitað voru Kjarval mislagðar hendur eins og öðrum, og þarna verður að likindum fátt sýnt annað en hans bestu verk. Þau eru lika svo sannarlega þess virði að sjá þau. Þess vegna þarf að gera allt sem hægt er til að koma i veg fyrir að Kjarvals- salurinn falli i gleymsku, likt og listasafnið við Hringbraut. Það er litill vegsauki að reisa hús yfir verk Kjarvals, ef litið er gert til að draga fólk að staðnum. Ég hef að visu engar tölur um aðsókn að Kjarvalssalnum, en þar hafa jafnan verið fáir á ferli þegar ég hef komið þangað. Ótti minn við að þetta verði grafhvelf- ing Kjarvals kann lika að stafa af þeirri reynslu sem komin er af starfsemi listasafnsins. Sú stofn- un vaknar sjaldan af þyrnirósu- svefninum, og aðsókn að þvi virð- ist lika aðallega borin uppi af gestum þjóðminjasafnsins og er- lendum ferðamönnum, enda gerist þar fátt, sem vakið gæti at- hygli á stofnuninni. Ellidauö sætsúpa Ég veit ekki hvað helst er hægt að segja um sýningu Hafsteins Austmanns. Ég held ég hafi sjald- an eða aldrei séð neitt flatneskju legra. Það er ekki einu sinni hægt að likja þessu við kunnáttuleysi og klaufaskap sunnudagamálara. Þeir eru þó margir alvarlega þenkjandi i framkvæmdum sin- um og taka þetta tómstundagam- an sitt mjög hátiðlega. En maður sem telur sig listmálara getur Hafsteinn Austmann við eitt verka sinna. öðrum salnum i Klambratúns- húsinu hefur verið skipt upp, og .eru þar nú tvær einkasýningar, þeirra Veturliða Gunnarssonar og Hafsteins Austmanns. Langt er siðan Hafsteinn hélt einkasýn- ingu siðast, en hann hefur árlega tekið þátt i haustsýningum F.l.M. Veturliði héit siðast einkasýningu í Norræna húsinu i fyrra. Báðir þessir málarar halda áfram á sömu braut og þeir hafa áður markað sér, svo fátt kemur á óvart. Flestar myndir Veturliða eru stemmingamyndir frá sjávarsiðunni, og það er sama sagan og fyrr, i hita augnabliks- ins hættir honum til að láta stemminguna bera málarann ofurliði. Veturliði er mikill náttúruunnandi og margar mynda hans eru frá átthögunum á Vestfjörðum, en eins og oft vill verða, þegar menn flytjast burtu, sér hann æskustöðvarnar gegnum ljósrauða hulu minninganna. Við- fangsefni hans er ekki daglegt lif útgerðarbæjanna, heldur rökkur- kyrrð við mannlausa bátana i fjörukambinum. Skerandi bjart sólskin eða útsynningshraglandi á ekki vel viö • ómantíkerinn. ekki endalaust haldið áfram að mála innihaldslausa útþynningu á ellidauðri sætsúpu. Um svona- lagað er best að segja sem fæst, þó einhverjir kunni að telja það fróðlegt og jafnvel nauðsynlegt að skoða alla enda og kanta mynd- listarinnar til að fá raunhæfan samanburð. Það má lika vel vera að stjórn Klambratúnshússins hafi endurskoðað afstöðu sina, frá þvi að hún úthýsti Ragnari Páli og hafi því tekið þessa sýningu inn. Sllkt er svo sem allt i íagi, ef við fáum þá tækifæri til að gera raunhæfan samanburð, með þvi að skoða eitthvað annað og merkilegra. Alltaf á óvart Það hefur, ekki verið hátt risið á starfsemi hússins undanfarið, en þá undanskil ég auðvitað Kjar- valssýninguna sem er í salnum i hinum enda hússins. Það er mikill léttir að koma þangað inn, eftir að hafa gengið i gegnum hinar sýningar tvær. Kjarval kemur á óvart i hvert skipti. Þar er engin lágkúra eða tilfinningavella. Þar er rismikill tilfinningamaður sem beitir litum og formi af kunnáttu Á FALLEGAN Sinfóniuhljómsveit islands: tónleikar i Háskólabiói, 21. mars. Stjórnandi: Karsten Andersen Éinleikari: Gisela Dcpkat. Þegar Karsten Ander- sen stjórnar sinfóniu- hljómsveitinni er eins og allt gangi vel. Hljóm- sveitarmenn eru af- slappaðir, leika af öryggi undir röggsamri stjórn Andersens. En á þessum tónleikum hefði hann mátt örva menn betur til dáða. Mér iannst hljómsveitin of dauf og bragðlaus, svo að ekki var fulla ánægju að hafa af tónleikunum. Hector Berlioz, þessi margum- deildi snillingur 19. aldarinnar var fyrstur á efnisskrá. Hann samdi alls konar tónverk, allt frá litlum sönglögum upp i mikil verk eins og Sálumessuna, sem krefst grfðarstórrar hljómsveitar, svo stórrar, að við munum sennilega aldrei heyra það flutt hér á landi. En óperur hans voru mislukkaðar að mestu, og er það undarlegt, þvi þær virtust hæfa skapgerð hans bezt. Frábær cellóleikur Við heyrðum forleikinn að óperunni Benvenuto Cellini, þann fyrri, en hann samdi tvo, þekktari er Carnavai Romain, sem er for- leikur annars þáttar. Stef þessa fyrri þáttar eru að mestu tekin úr óperunni sjálfri, en siðari hlut- arnir eru byggðir á eintalsariu kardinálans, söng trúðsins, og ástardúetti Cellinis og Teresu. Hljómsveitarstærðin er i engu óvenjuleg, nema hvað slagverkið er aukið um bassatrommu og pákur, en Berlioz hafði mikið gaman af miklu slagverki. Hljómsveitin lék forleikinn af miklu öryggi, og sérstaklega var stef kardinálans fallega unnið. Allt verkið var ieikið af ákveðni og snerpu, þar sem við átti, en einnig viðkvæmni og fegurð. Stjórnandinn náði án fyrirhafnar fram þvi sem hann vildi, hljóm- sveitin var eins og vel smurð vél. Margir reglulegir tónleikagest- ir hafa efiaust ekki gert sér grein fyrir hve frábæran ,1. cellista við höfum i sinfóniunni. Gisela Gep- kat hljóp i skarðið fyrir Gunnar Kvaran, sem forfallaðist vegna veikinda. Frábær tónmyndun, Gisela Depkat. öryggi og festa i framsögn, fall- egar hendingar: allt þetta færði okkur cellókonsert Roberts Schu- manns á fallegan máta. Schu- mann samdi fjóra konserta, fyrir pianó, fiðlu og einn sérlega Bach- legan, fyrir fjögur horn. Hann var aldrei fyllilega ánægður með celló-konsertinn, það var ekki hans hljóðfæri, og hann var sifellt að gera einhverjar breytingar. Hann var fljótur að semja kon- sertinn, hann lauk við einleiks- hljóðfærið á einni viku, i október MÁTA eftir Jón Kristin Cortez 1850, og áður en mánuðurinn var úti, var hljómsveitarútsetningin að mestu fullbúin. En eins og áður sagði, var hann sifellt að breyta, svo verkið komst ekki i prentun fyrr en 1852. Enn tók það tvö ár að fullkomna verkið, af sömu ástæðum. Schumann heyrði kon- sertinn sennilega aldrei, þvi hann fór sjálfur á geðveikrahæli þar sem hann lézt 1856. Gott jafnvægi var yfirleitt i flutningi einleikara og hljóm- sveitar, þótt það vildi brenna við, að miðsvið einleikshljóðfærisins vildi kafna. Cellótónn Depkat er ákaflega fallegur, að visu nokkuð grannur að minum smekk, en mjög jafn. Vantaði neista Beethoven samdi þriðju sin- fóniu sina, ,,Eroica”, árið 1804. 1 sjálfu sér er ekkert undarlegt við það ártal, nema það sé skoöað i ljósi verka hans. Fyrstu sinfóni- una samdi Beethoven árið 1800, aðra sinfóniuna 1802, en eins og fyrr segir, þá þriðju 1804. Þegar Beethoven samdi verkið, voru miklir umrótstimar i Evrópu. Hann var ákaflega hrifinn af Napóleon, og var sinfónian til- einkuðhonum, eða þar til Napóle- on krýndi sjálfan sig sem keisara. Þá reiddist Beethoven gifurlega, sem frægt er orðið, og reif titil- blaðið i sundur, en verkið stóð eftir, mikilfenglegt og hetjulegt i uppbyggingu. Hljómsveitin hefur áður leikið þetta verk betur. Það var full- mikil afslöppun yfir flutningnum, vantaði þann neista sem þarf til fullkomnunar. Strengirnir náðu ekki tökum á upphafi annars kafla, Sorgarmarsinum, það var ekki fyrr en óbóið og að lokum öll hijómsveitin var komin i spilið, að treginn og söknuðurinn fékk útrás. Strengirnir voru ekki góð- ir, þeir voru ekki nógu samtaka, það getur verið erfitt að spila mjög veikt, sérstaklega i jafn við- kvæmu stefi og upphafsstef Sorg- armarsins er. öllu betur tókst með tvöföldu fúguna, þar var snerpan og ákveðnin mun meiri, og er sorgarstefið kom i lok kafl- ans, tókst mun betur tii. Beethoven notar þrjú skógar- horn I þessari sinfóniu. Var það næsta fátitt á þessum timum, en hann fór — sem vitað er ekki allt- af eftir þvl, sem ,,átti” að gera. Þau eru uppistaða triókaflans. Það er ekki auðvelt að leika hrað- ar nótnarunur á horn, en horn- leikararnir gengu ákveðnir til verks og tókst vel að mestu. Karsten Andersen FRJY JFL UGFELÆGIIVU Radíóvirki óskast Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða radióvirkja til starfa á verkstæði félags- ins. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrif- stofum félagsins, sé skilað til starfs- mannahalds i siðasta lagi 1. april n.k. Upplýsingar hjá Aðalsteini Jónssyni, yfir- manni radiódeildar. FLUCFELAC ISLANDS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.