Vísir - 23.03.1974, Side 9
Visir. Laugardagur 23. marz, 1974
9
Sveit Guðmundar
Péturssonar efst
í tvísýnasta
móti um árabil
Ellefu umferðum er
nú lokið i meistara-
keppni Bridgefélags
Reykjavikur og hefur
sveit Guðmundar
Péturssonar tekið
forystuna með þvi að
vinna sveit Þóris
Sigurðssonar i siðustu
umferð.
6. Sveit Braga Jóns-
sonar 133
7. Sveit Helga Jóhanns-
sonar 104
8. Sveit Sigurðar Sverris-
sonar 93
Næsta umferð verður spiluð
miðvikudaginn 3. april i Domus
Medica og spila þá saman m.a.
sveitir Braga og Guðmundar.
Spilið i dag kom fyrir milli
sveita Guðmundar og Þóris.
Staðan var allir utan hættu og
austur gaf.
Röð og stig efstu sveitanna er
nú þessi:
1. Sveit Guðmundar Péturs-
sonar 173
2. Sveit Hjalta Elias-
sonar 166
3. Sveit Harðar Arnþórs-
sonar 164
4. Sveit Gylfa Baldurs-
sonar 160
5. Sveit Þóris Sigurðs-
' sonar 158
yD-G-6
aA-7-4-3
#A-D
4 K
M8-7-4-3
fG-9-8-6
4 9-8-5-3
4 A-D-G-10-7-6-4-2
P
410-7-4
4 engin
-A-K-l
Ik-d-i
4K-G-6
1 lokaða salnum valdi austur
að opna á tveimur tiglum, sem
sýnir þrílita hendi:
Austur Suður Vestur Norður
Benedikt Þórir Vilhj. Hallur
24 4.4 P P
P
Eftir nokkra umhugsun kom
tigultvistur, spaöi og nian átti
slaginn. Þá kom hjarta, gosinn
og kóngur. Aftur fór sagnhafi
inn á tigul og spilaði nú laufi.
Norður var feginn að drepa á
ásinn og spila sig út með
drottningunni. Siðan fékk hann
slag á tromp, tveir niöur og 300
örn Guðmundsson og Gunnar
Guðmundsson: „Bezta par”
Bridgefélags Keykjavikur. Þeir
fengu hezta útkomu úr tvi-
meuningskeppnum félagsins
1973-74 og þar með ofangreindan
titil. Þeir spila i sveit
Guðmundar. sem cr efst i
sveitakcppni Bridgefélags
Revkjavikur.
Eflaust hafa bæði a-v hvor um
sig haldið að makker ætti
spaðalengd, þvi öðruvisi er ekki
hægt að útskýra sagnirnar.
Suður hirti sina upplögðu 11
slagi og fékk 450.
1 opna salnum kaus austur að
opna á einu laufi (Bláa laufið)
og sagnirnar voru þannig:
Austur Suður Vestur Norður
Stefán örn Simon Gunnar
1 * . 44 P P
4 G p 5 4 D
P P 5 ♦ D
5 V P P D
P P P
Suður lét út tigul, sex, ás og
kóngur. Meiri tigull, drottning
og tromp. Spaðaás kom næst og
sagnhafi trompaði.
til n-s.
Sagnhafi getur sloppið einum
betur eins og spilið liggur með
þvi að spila hjartasjöi, þegar
hann spilaði laufinu. Ef norður
leggur ekki á, þá kemur lauf
næst, en ef norður leggur á, þá á
sagnhafi innkomu á hjartaáttu
til þess að spila á laufið.
Þær fréttir berast frá ítaliu,
að Garozzo, Belladonna,
Forquet, Bianchi ásamt hinum
ungu Evrópumeisturum frá
Ostende, Franco og deFalco
muni liklega verja heims-
meistaratitilinn þann 20. mai á
Excelsior-hótelinu i Feneyjum.
Verði tillaga forseta heimssam-
bandsins um skilrúm og
sagnmiða samþykkt, verður
þaði fyrsta sinn, sem þannig út-
búnaður verður notaður i keppni
um heimsmeistaratitilinn.
Fimm sveitir
hafa möguleika
til sigurs
Undankeppni fyrir tslands-
mótið i tvimenning verður
haldin dagana 26. og 27. marz og
er spilað i Domus Medica.
öllum meðlimum bridgefélag-
anna er heimil þátttaka og skal
hún tilkynnt til stjórna viðkom-
andi félaga.
Undankeppni fyrir Islands-
mótið i sveitakeppni lýkur á
morgun, en fjórar efstu sveit-
irnar munu spila til úrslita um
Reykjavikurmeistaratitilinn.
Láttu ganga
Ijáóaskrá
Þingmannskaupið þyrfti að hœkka
Rósberg G. Snædal hefur ort margar
smellnar visur og gamanbragi. Hann
hefur Ifka safnað saman gamansögum og
gamanvtsum eftir ýmsa höfunda og gefið
út i bókunum Nú er hlátur nývakinn, Nú
er grátur tregur, Nú er ég kátur nafni
minn, Nú er ég mátulegur.
Ég ætla aö gægjast fyrst i bókina, Nú er
hlátur nývakinn. *
Skagfiröingar eru hestamenn miklir
eins og allir vita. Þeir hafa einnig, fyrir
utan venjulega hesta, beislað Pegasus
töluvert. Húnvetningur nokkur kvað
þessa visu til Skagfirðings.
tilefnis visnanna og yfirleitt höfurida. Ég
verð þvi miður rúmsins vegna að stytta
formálann verulega, en vona að það komi
ekki að sök.
Sigurborg Björnsdóttir á Akureyri
yrkir, þegar innheimtumaður hafði
heimsótt hana.
Settu upp hattinn, hnepptu frakkann,
haföu á þér fararsnið.
Mér finnst betra að horfa i hnakkann
heldur en sjá i andlitið.
Næstu visu gerði þekkt skáld um uppruna
sinn.
Aður fyrri, einu sinni-
enn er sem ég til þess finni,
skreið ég út úr móður minni-
mér fannst nokkuð heitt þat inni.
Sveinn frá Elivogum sendi svo-
hljóðandi miða til nágranna sins.
Vist til lasinn verka hér
— vonir slasast finar.
Það eru 20 ár siðan þessi bók kom út,
sem ég er nú að vitna i. Margt hefur
bíeyst á þeim tima i veröldinni, trúlega
einnig á Akureyri, þótt ég viti það
auðvitað ekki. En fyrir 20 árum var rekið
almenningssalerni á Akureyri. Þar var
selt ýmislegt smálegt. Maður kom til
salernisvarðarins og kvað.
Ileyrðu vinur viltu tvo
„Wellingtona” Ijá mér?
Fyrir krónu kúka ég svo
kannski bráðum hjá þér.
Ég lét þess einhvern tima getið i þættin-
um, að kimnigáfu okkar tslendinga væri
svo farið, að okkur þætti fátt skemmti-
legra en hrakfarir náungans og klám.
Mér finnst það klám skemmtilegast, sem
ekki er klám.
Eftir perlum andans gróf
aldrei djúpt að vonum,
en staðist hefur pungapróf,
pilturinn, hjá konum.
Þingmannskaupiö þyrfti að hækka,
að þeirra dómi tima hvurn.
E11 mér finnst að það mætti lækka
og miða það við cftirspurn,-
öfugm ælavisur hafa tiökast um
langan aldur.
Sjómenn veiða svin i net,
sild um loftin flýgur.
Uxar borða apaket,
aldrci skrcytinn lýgur.
A fjöllum lifa fiskar helzt,
fljótin sækja á brattann.
i himnariki hólpinn kvelst
og hefur mök við skrattann.
Nú vita allir, hvernig kosningum er
háttað i Rússlandi. Björn Kristjánsson
fyrrum alþingismaður Norður-Þing-
eyinga talaði um þetta á framboðsfundi.
Þá var kveðið.
Lýðræðið er sem ljós 1' vindi
litið er þar um skjól og vörn.
Þó eru mikil mannréttindi
að maöur þarf ekki að kjósa Björn.
Þú munt hljóta harðan dóm,
heimskur jafnan þykja.
Er á þinum skáldaskóm
Skagafjaröar-mykja.
Skagfirðingurinn svaraði að sjálfsögðu.
Tóbaksvasinn tæmdur er,
tryllast nasir mínar.
í næstu visu yrkjast þeir á, Kristján frá
Djúpalæk og Rósberg. Kristján segir:
Aðurskráð visa var um heppinn kvenna
mann, næsta vfsa er um heppinn kven-
mann.
Lifsins nautna njóta kunni
nakin undir léttum dún.
Af náttúrunnar nægtabrunni
náðarmeðul þáði hún.
Áður en þingmenn ákváðu kaup sitt
sællar minningar, voru laun þeirra langt
frá þvi að vera mannsæmandi. , Egill
Jónasson orti forðum um lágu launin
þingmannanna.
Vegna fréttar, sem birtist i dagblaði
norðanlands, þess efnis, að engin færilús
hafi fundist i sláturfé Suður-Þingeyinga,
en fréttin var höfð eftir Baldri oddvita á
öfeigsstöðum, orti Rósberg.
Penna beita Baldur kaus,
blöðum reit hann glaður:
Nú er sveitin lúsalaus,
lofsverð breyting, maður!
Þættinum er lokið.
Ben. Ax.
Eflaust mundi ásjóna
ykkar hreinni þvkja,
ef heimskusvipinn húnvetnska
hyldi kúamykja.
Formáli að visunum er alltaf mjög
skemmtilegur hjá Rósberg. Þar er getið
Af hverju er öll þessi rigning sprottin,
er að koma syndaflóð á ný?
Rósberg svarar:
Skyldi þá ekki almáttugur drottinn
ætla mér að leika Nóa i þvi?