Tíminn - 25.01.1966, Síða 5

Tíminn - 25.01.1966, Síða 5
t i ' t > l , , i Í i ] t f: r l. I, SUNNTJDAGUR 23. janúar 1966 TÍMINN Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndrifSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- hösinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Listamannalaun ^'Mutun listamannalauna fyrir árið 1966 hefur far- ir 'u og skrá um þá listamenn og rithöfunda, sem hi ' hafa laun að þessu sinni, hefur verið birt. Að sjálísögðu verða eins og fyrr skiptar skoðanir um út- hlutunrna og þarf ekki að undra, eins og allt er í pott báið. Þó mun hætt við, að úthlutunin sæti nú enn meiri gagnrýni en undanfarin ár, enda er til þess stofnað með ýmsom hætti. Alls eru 126 listamenn á skránni, og er það sama tala og í fyrra, en eðlilegt hefði verið, og í samræmi við það kerfi, sem gildir í úthlutuninni, að þeim hefði eitt- hvað fjölgað, þar sem gróska í íslenzku listalífi er mikil, enda virðist sá ljóður á úthlutuninni stinga einna mest í augu, að viðurkenndum skáldum er rutt brott og geng- ið framhjá alltof mörgum ungum og snjöllum rithöfund- um og listamönnum, sem birt hafa mjög athyglisverð verk hin síðustu missiri Er vart að furða, þótt ekki hafi orðið fullt samkomulag um úthlutunina i þeirri sjð manna nefnd, sem með hana fer, og sérbókanir til mót- mæla komið fram. Virðist nú, sem meirihluti nefndar- innar færi sig upp á skaftið í því efni að leggja pólitísk- an mælikvarða á röðun til listamannalauna, og góðir rithöfundar og listamenn njóti varla sanngirni, ef þeir eru kunnir að því að gagnrýna jafnframt það, sem miður fer í fjármálalífi og stjórnmálum þjóðarinnar. Þarf ekki um að ræða, hve slíkt viðhorf til listamats er háskalegt og fordæmanlegt og sver sig í þá ætt, sem verst er, við- horfið til bókmennta og lista austan tjalds, sem rétti- lega er mjög gagnrýnt hér á landi svo sem skýr dæmi eru um hina síðustu daga. En annmarkar þeir, sem á úthlutuninni eru, eiga sér öðrum þræði rætur í hinni naumu fjárveitingu ríkisins, en hún hefur síðustu árin farið hlutfallslega mjög minnk- andi. Hækkunin í ár er aðeins 9% og nær því ekki einu sinni launahækkun opinberra starfsmanna, hvað þá almennri launaþróun og dýrtíð, og engin hækkun til samræmis við hina miklu fjölgun góðra listamanna síð- ustu árin. Einnig ber á það að líta, að meðan fjárveiting er svo naum, er meginhluti allra túlkandi listamanna utan launa, en mikill fjöldi slíkra listamanna, hámenntaðra og snjallra hefur einmitt bætzt þjóðinni á síðustu árum. Úthlutunarnefndinni mun og vera það fullljóst, að með hverju árinu, sem líður, verður örðugra að búa við gildandi úthlutunarkerfi og fjárhæð. Engar fastar laga- reglur gilda um þetta. og nefndin aðeins kjörin til eins árs í senn, svo að hún getur ekki komið á gerbreytingum tU frambúðar á eigin spýtur. Hins vegar ritaði hún menntamálaráðuneytinu í fyrra bréf með tilmælum um, að farið væri að undirbúa löggjöf um þessi mikilvægu mál, en undirtektir hafa engar orðið enn, og ekki sinnt rökstuðningi hennar um nauðsyn á hækkun fjárveiting- ar til listamannalauna, svo sem fjárveitingin í ár ber greinilega með sér. Óhætt er að fullyrða, að mikil gróska ríkir nú í lista- og bókmenntalífi þjóðarinnar, enda er hún á öru vaxtar- skeiði í þessum efnum, og þar eru nú að koma fram ávextir þjóðírelsis og framfara > landinu síðustu ára- tugi. Ríkið þyrfti að geta ýtt undir þessa þróun með já- kvæðum og öflugum stuðningi, þar sem sanngirni, rétt- læti og víðsýni ríkir. Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: Vestfjarðaáætlun Stjó.rnarblöðin hafa verið margorð um það undanfarna daga, að mehntamálaráðherra hafi sagt í ræðu, að nú myndi vera gengið svo nærri þorsk- stofninum á íslandsmiðum, sem hann frekast þyldi eða jafnvel meira en það. Engin ástæða er til að bera brigður á þá frétt, og telja margir glöggir menn, að sama kunni að eiga við um fleiri nytjafiska Það er raunar dálítið einkenni legt, að stjornarblöðin skuli allt í einu kippast við eins og þeim hefði opinberazt vitrun með ræðu Gylfa. en gott var það sannarlega, að augu þeirra opn uðust fyrir þessari staðreynd. Það er ekkert nýtt í því, að takmörk séu fyrir því, hve mikla veiði fiskstofnamir þola. fslendingar nafa vitað það marga áratugi að fiskimiðin verð ur að vernda. Með þeim rökum hafa þeir barizt fyrir rýmri land helgi og meira valdi yfir fiski- slóðunum kringum landið. Og skýrslur og áiit fiskifræðing- anna nú ættu að vera okkur hvöt til að gera meira og vinna betur á því sviði. Vestfirðir eru byggilegir í dag vegna þess, að þar eru góðar hafnir sem liggja vel við fiski miðum, og iandkostir til búskap ar svo, að vel má duga talsverðri sjávarbyggð Hins vegar hefur þar gerzt sama saga og víða ann ars staðar á landi hér, að byggð hefur ekki þróázt þar neitt í lík ingu við Faxaflóasvæðið og því dregizt aftur úr. Mikið heíur verið talað um Vestfjarðaáætlun undanfarið, og menn í öðrum héruðum virð- ast jafnvel halda, að þar sé um að ræða einhverja heildaráætl- un um alhliða framkvæmdir til uppbyggingar i atvinnulífi og öðru. En hér er í rauninni ekki um annað að ræða en lántöku til samgöngubóta og sundurlið- un á því lánsfé til vega, hafna og flugvalla Þar sem ríkisstjóm og þingmeirihluti viidi ekki ljá máls á því að afla lánsfjár til þessara hluta á almennum frjáls urn lánamarkaði eins og t.d. fyr- ir Keflavíkurveginn, var þessi lántaka bundin við Flóttamanna sjóð Evrópu, en því fylgir sú kvöð að leggja þarf jafnmikið á móti annars staðar að, og er því fé ráðstafað um leið. Þar með er því ráðstafað og bundið vemlegt af því fé, sem á fjár- lögum og samkvæmt vegaáætl- un gengur til samgöngubóta á Vestfjörðum. Halldór Kristjánsson Þessi Vestfjarðaáætlun er ekki víðtækari en þetta. Þær fram- kvæmdir, sem þar er rætt um, eiga vitanlega að bæta aðstöðu til að reka atvinnu á Vestfjörð- um og víst er þar almenn á- nægja eneð það, að loks hefur verið sinnt óskum Vesffirðinga um lántöku til að flýta fyrir samgöngubótum í héraðinu. En það þyrfti að gera raun verulega Vestfjarðaáætlun, sem miðaðist við blómgun atvinnu- lífsins og menningarlífs héraðs- ins í heild. Og þá áætlun á að géra í samráði við það fólk, sem þefur haldið upp.i og heldur uppi byggð í héraðinu í dag og margt hvað leggur örlög sín og hamingju við örlög byggðar- innar. Eðlileg viðbrögð gegn þeim vanda, sem íslenzk þjóð horfist í augu við í dag, eru að full- komna fiskiðnaðinn. Það er oft talað um hagvöxt nú á dögum, og í því sambandi mætti hug- leiða, hvort ekki myndi það vera hollast fyrir hagvöxtinn að leggja rækf við fiskiðnað, þar sem svigrúm er til að byggja hann upp á hafnarbakka og þar sem byggðin leyfir, að fólk geti gengið til vinnu sinnar og frá en ekki þurfi að flytja bæði fólk og hráefni langar leiðir með ærnum tilkostnaði. Það þarf að gera Vestfjarðaáætlun, sem mið ast við það að fiskiþorpin á Vestfjörðum taki við eðlilegum hluta af fjölgun þjóðarinnar. Það eiga þau að gera af því, að það er íslenzkri þjóð fyrir beztu. Þar eru verkefni fyrir fólk, ef miðað er við náttúruskilyrðin, og það er hagkvæmast, að þau verkefni séu unnin þar. Þegar svo þorpin hafa fiskveiðar og fiskiðnað aö undirstöðuatvinnu fyrir hæfilega margt fólk skap- ast skilyrði fyrir iðnaðarmanna- stétt og fjöibreytt þjónustustörf og jafnframt blómlegan landbún að í sveitunum í kring. Slík Vestfjarðaáætlun félli sannarlega vel inn í það heildar verk, sem íslenzk þjóð verður nú að vinn? til að tryggja fram tíð sína og sjálfstæði sitt sem frjálsrar þjóðar, sem á land sitt sjálf og ræður því. Það væri ægileg skammsýnl og meiri háttar slys, ef fiskimið in kringum ísland yrðu rányrkt svo á þessari vísindaöld, að til ördeyðu kæmi, eða þau færu að gefa af sér minna magn en þau gera og geta gert. Það væri glæpur gegn mannlífinu á þess ari jörð. En það eru líka ó- glæsileg vinnubrögð að mala vertíðarþorsk og Norðurlands- síld eins og skít. Sú þjóð. sem býr við þessi mið og hefur helgað sér hluta þeirra hefur hér hlutverki að gegna Það hlutverk er skylda hennar við sjálfa sig, fortíð sína og sögu, en - eins og engu síður skylda hennar við enann- kynið allt. Vestfjarðaáætlun sú, sem hér hefur verið vikið að er eðlilegur og raunar óhjákvæmilegur þátt ur í þvi ætlunarverki, sem ís- lenzk þjóð hefur í samfélagi þjóðanna í dag. Eg fæ ekki ann að séð en það sé skylda okkar sem þjóðar að gera hana og framkvæma. Hitt skulu menn svo gera sér ljóst, að hér duga ekki orðin ein. Hér verður skammt komizt áleiðis öðruvísi en að höfð sé stjórn á fjárfestingunni í land inu og beinlínis að því unnið, að þær framkvæmdir. sem hér heyra til, séu forgangsfram- kvæmdir. Þær verða aldrei unn ar ef hin blinda sogdæla peninga lögmálsins er óhindruð látin halda áfram að sjúga fólk og fjármagn burt úr vestfirzkum byggðum. ÞRIÐJUDAGSGREININ ISAFJORÐUR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.