Tíminn - 25.01.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.01.1966, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 25. janúar 1966 14__________________________ Harður árekstur EJ-Reykjavík, mánudag. Kl. 18.48 í kvöld var lögregl- unni lilkynnt um árekstur á gatnamótum Klapparstígs og Laugavegs, en þar höfðu tvær bifreiðar lent saman. Bflstjóri annarrar bifreiðarinnar og stúlka, sem var farþegi í hinni, slösuðust nokkuð, og voru þau flutt á slysa varðstofuna. Bifreið valt HZ-Reykjavík, mánudag. f nótt valt bfll skammt frá Akureyri, en ökumaður slapp ómeiddur. Hafði bflstjórinn misst vald á bílnum og valt hann eina veltu og er stórskemmdur. Þá handtók lögreglan á Akur- eyri í nótt um fimmleytið pilt, sem var að reyna að stela bíl. Bíllinn hafði ekki farið í gang og reyndi því kauði að láta hann renna í gang en áður en það heppnaðist sá lögreglan til hans. Drengurinn var einnig með út- varpstæki á sér, sem hann sagðist hafa keypt. En í morgun kom maður á lögreglustöðina og til- kynnti hvarf á útvarpstæki úr bíl sínum. Kom þá í ljós, að tækið, sem drengurinn hafði meðferðis, var hið stolna tæki. Drengurinn var nýkominn til Akureyrar og ætlaði að hefja vinnu hjá Gefjun í morgun, en ekki varð úr því. Þessi Reykvíkingur, sem er 17 ára, var enn fremur undir áhrif- um áfengis og stóðu yfir réttar- höld í dag. í dag lentu átta bílar í árekstr um á Akureyri með stuttu milli bili, en engin meiðsl urðu og bíl- amir skemmdust lítið sem ekkert. Mikil hálka er á Akureyri og mjög kalt í veðri. Frétt frá viðskipa- málaráðuneytinu Efnahags og framfarastofnunin í París birti í dag ársskýrslu sína um efnahagsmálin á fslandi. Fjall ar skýrslan um þróun og ástand efnahagsmála á fslandi. Hér fer á eftir lokakafli skýrslunnar í íslenzkri þýðingu: „Raunverulegar þjóðartekj- ur héldu áfram að aukast á árinu 1965. Framleiðslan jókst og verzl- unarkjörin bötnuðu mikið vegna hækkunar á verði útfluttra vara. Greiðslustaðan við útlönd var áfram sterk. Það dró úr halíanum á viðskiptajöfnuði (vörum og þjónustu) og gjaldeyrisvarasjóð urinn hélt áfram að aukast. En samhliða þessari hagstæðu þróun ríkti áfram verðbólguástand. Eáð stafanir til þess að skapa aukið jafnvægi virðast þurfa að vera þríþættar. í því skyni að draga úr hinni miklu eftirspurn eftir framleiðsluþáttunum, virðist þörf á strangari stefnu í fjármálum ríkisins og einnig kann að vera nauðsynlegt að herða á útlána- reglum bankanna. Til þess að hamla gegn víxilhækkun- um verðlags- og kaupgjalds kann að vera, að stjórnarvöldin vilji ganga lengra í því að draga úr tollaverndinni. í því skyni að þróa nýja stefnu í launa- og kjara- málum, væri æskilegt að sam- ræma samninga um þessi mál betur. Ríkisstjórnin hefur látið þessi mál verulega til sín taka, en samvinna launþega, vinnuveit- enda' og bænda er grundvallar- skilyrði fyrir árangri á þessu sviði.“ LISTAMENN Framhald af bls. 1. kr. voru hækkaðar upp í 20.000 kr. og 12.000 kr. voru hækkaðar upp í 15.000. Sést á hinni óbreyttu heildartölu listamanna þeirra sem laun fá að ekki hefur verið unnt að taka tillit til eðlilegrar fjölgun ar listamanna. Listamannalaun fá ekki menn, sem hafa gefið út athyglisverð skáldverk á árinu, eins og Jóhannes Helgi, Ingimar Erlendur Sigurðsson og Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Þá hafa verið felld úr úthlutuninni m.a. skáldin Gunnar Dal, og Þor- steinn frá Hamri, sem bæði njóta viðurkenningar og voru fyrir í 18.000 kr. flokknum, eða 20 000 kr. flokknum nú. Tvær bókanir fylgdu í kjölfar þessarar úthlutunar, og mun í báðum vera vísað til þröngs fjár- hags, sem hindri a^- ýmsu leyti störf nefndarinnar og mótmælt ranglæti, sem komi fram í störf- um. Aðra bókunina undirrita Andrés Kristjánsson og Halldór Kristjánsson, ameiginlega, en hina bókunina undirritar Einar Laxness. Á VÍÐAVANG Framhald af bls. 3 fyrir nokkrum árum 6%. Hvað skyldi þessum herrum detta í hug að segja þjóðinni næst? Ég vona, að þjóðin beri gæfu til að hafna þessu braisbolti með stóriðju, sem svona óþjóð hagslega er til stofnað, og ég veit, að hún mundi hiklaust gera það, ef þjóðaratkvæði færi fram um málið. Skipstjóri.“ HVARF Framnald af bls. 1. en vegna veðurs komust þeir ekki nema stuttan spöl út úr þorpinu. Mikið norðvestan hvassviðri var á Ytra Hálsi í gær og snjókoma, og sagði fylgdarmaður, Auðuns að skömmu eftir að þeir skiidust hefði vqðrið versnað að mun. Leitarmenn frá Raufarhöfn lögðu upp aftur um kl. 22 í gærkvöldi og komust þeir leiðar sinnar. Fundu þeir jeppa Auðuns mann lausan miðja vegu milli Raufar- liafnar og Krossavíkur, en hvergi sást til Auðuns. Mun hann hafa ætlað að komast fótgangandi til byggða, en 20 kílómetrar eru frá Raufarhöfn til Krossavíkur. Friðgeir Steingrímsson hrepps stjóri á Raufarhöfn sagði blaðinu í kvöld, að leitarmenn hefðu farið af stað í dag til þess að leita að Auðuni. en engan árangur hefði sú leit borið. Væru nú allir leitar menn komnir til bæja, og ekki orðið neins vísari. Sagði hann enn fremur, að Auðunn hefði verið kominn að versta kaflanum á vegin j um yfir Ytri Háls, þar sem hann hvarf frá bílnum. Væri vegurinn þarna óupphlaðinn, og hefði hann komizt' einum til tveim kílómetr j um lengra, hefði vegurinn verið I orðinn greiðfær aftur. Auðunn j Eiríksson er maður um fimmtugt. 117 FÓRUST Framhaid aí bis. 1 Boeingþotan hafi fyrst runnið eft ir löngum jökli, en síðan lent beint á klettabeltinu Rocher de la Tournette, ekki langt frá sæluhúsi fyrir fjallgöngumem.. Flugvélin, sem hét „Kachen junga“ eftir fjallstoppi í Hima layafjöllum, var á leið frá New Delhi til New York. Hún hafði þegar millilent í Beirut, og átti að lenda í Genf, þegar árekstur inn varð. Þaðan átti hún að fara til París, London og síðan yfir Atic hafið. Flugvélin átti að lenda á flug vellinum fyrir utan Genf kl. 06.00 í morgun að :slenzkum tíma. Síð ast var haft samband við vélina sjö mínútum síðar. Að sögn brezka útvarpsins, hafði flugturn inn í Genf þá samband við flug manninn, sem taldi sig vera vel yfir hæsta *ind Mont Blanc, og spurt hann, hvort hann vildi lenda við aðstoð radarsins, eða hvort TfMINN hann teldi sig geta lent án slíkr ar aðstöðar. Taldi flugstjórinn út sýnið nægilega gott til þess að lenda án aðstoðar. Síðan heyrð- ist ekkert frá vélinni. Flugmaður þyrlu, sem ilaug á slysstaðinn og kom til Charx monix í kvöld, sagði, að ef vélin hefði flogið 200 metrum hærra þá hefði hún komizt yfir fjalls toppinn. Það var hríðarveður og þoka á Mont Blanc, þegar flugvélin kom inn yfir Alpana. Skömmu eftir flugslysið, ttilkynnti ítalska lög- reglan, að hálfbrunnin bréf heíðu komið svífandi af himni ofan við St. Didier í frönsk-ítölsku ölpun- um. Þegar voru hafnar miklar björg unaraðgerðir, og voru m.a. þrjár þyrlur sendar á staðinn. Björgun- armennirnir gátu brátt staðfest, að enginn hefði komizt lífs af. Brak úr vélinni hafði dreifzt um stórt svæði ásamt miklum farangri. Talið er, að um 6 metra djúpur snjór sé nú á Mont Blanc, og að mikill hluti flaksins liggi því undir snjónum, svo og lík margra hinna látnu. Flugvélin var ekki á radar- skerminum, er áreksturinn átti sér stað. Er talið, að áreksturinn hafi orðið rétt áður en radarinn á Cointrin-flugvellinum fyrir utan Genf átti að taka við af ítalskri radarstöð, sem fylgdi vélinni inn yfir Alpana. Sérfræðingar segja, að ýmis- legt bendi til þess, að flugstjór- inn hafi séð fjallstoppinn og að hann hafi reynt að komast yfir hann, en það hafi ekki tekizt. Ekkert hefur verið sagt opinber- lega um orsök flugslyssins, en að sögn brezka útvarpsins eru ýmsar skoðanir á lofti, m.a., að bilun hafi verið i mælitækjum. Árið 1950 rakst önnur flugvél frá Air India — „Malabar Princ- ess“ — á þennan sam1! fjallstopp. 20 farþeganna áttu að fara úr í Genf, 54 í París, 24 í London og 8 í New York. Dr. Bhabha, sem var 55 ára, var þekktur og virtur vísindamaður á alþjóðavettvangi. Hann ætlaði upphaflega að fara til Genf í gær, en frestað för- inni um einn dag á síðustu stundu. Hann var á leið til fundar í sérstakri rannsóknarnefnd sem er á vegum kjarnorkustofnunar Sam einuðu þjóðanna. LEITiN Framhald af bls. 1. in um hið fundna björgunar- vesti, var leitinni hætt annars staðar en við Norðfjarðarflóa. AÖ því er Arnór Hjálmarsson flugumferðarstjóri sagði blað inu í kvöld, er flugvélin nú talin af en leitinni verður hald ið áfram að takmörkuðu leyti Á verkstæði Flugmálastjórnar er i smíðum stór sjónauki, sem á að gera mönnum kleift að leita í talsvert miklu sjávar- dýpi. Á smíði sjónaukans að ljúka á morgun, en síðan verð ur hann reyndur við fyrsta tækifæri, en veður. hefur ver- ið mjög óhagstætt um nokkurt skeið. Með þessu má segja, að lok ið sé umfangsmestu leit, sem hér hefur farið fram, en í henni tók þátt geysilegur fjöldi manna. Á hverjum degi hafa tekið þátt í leitjnni 10— 16 flugvélar. Þá hafa nokkrir bátar og skip leitað á sjó. Flugmennirnir, sem stjórn- uðu hinni týndu fiugsýnarvél. hafa báðir mikla reynslu í stjórn flugvéla. Þeir eru báð ir kvæntir og fimm barna feð ur Nöfn þeirra eru eins op kunngt er Sverrir lónsson flugstjóri, og Hössuldur Þor- steinsson, flugmaður. HLÍFARFUNDUR Framhald af 16. síðu. „Fundur haldinn í Verkamanna félaginu Hlíf, sunnudaginn 23. jan. 1966, þar sem atvinnumál Hafnarfjarðar eru til um- ræðu, ítrekar fyrri ályktanir slíkra funda, um að framtíð bygg- ingarlagsins krefjist hraðari þró unar í atvinnumálum Hafnarfjarð ar. Bæði varðandi bætt skilyrði ti! aukningar sjávarútvegs og nýt- ingar afla þess, sem á land berst. Fundurinn fagnar aukningu bátaflota Hafnfirðinga, bygg- ingu vöruskemmu og tilkomu hinnar nýju niðursuðuvck- smiðju. Hins vegar telur fundurinn að gerðaleysi það, sem ríkt hefur um langan tíma, varðandi endurbæt ur og lagfær'ingu hafnargarð- anna, vera til mikils tjóns og sam dráttar í rekstri Bæjarútgerðar- innar skaði Hafnarfjörð. Fyrir því lýsir fundurinn yfir, að nauðsynlegt og alkallandi sé, að ráðist verði í eftirfarandi fram kvæmdir: að gert verði við skemmd- ir sem orðnar eru á nyrðri hafnar garði og lokið verði við byggingu hans (lengingu). ★ að byggð verði smábáta- höfn og bryggjur við syðri hafn- argarðinn svo og verbúðir og þar með bætt skilyrði fyrir vélbáta- útveginn. ★ að aðstaða verði sköpuð fyr- ir smærri báta (trillubáta) við uppsátum og viðleguplássi í höfn- inni. ★ að bólverkið fvrir framan bæjarútgerðina verði stækkað að mun, og skilyrði til aksturs til og frá því mikið bætt. ■fc að Bæjarútgerðin verði auk in, með kaupum og rekstri skut togara af hæfilegri stærð og allur rekstur Bæjarútgerðarinnar færð ur í nýtízku horf. ★ að gerðar verði undir búningsráðstafanir til að afla ILafnarfirði hitaveitu með bor unum eða með leiðslu á heitu vatni frá Krísuvík." Þá samþykkti fundurinn eftir farandi ályktun um vatnsskortinn í Hafnarfirði: „Fundur haldinn í V.m.f. HJlf, sunnudaginn 23. jan. 1966. telur slíkt ófremdarástand hafa skap azt af vatnsskortinum í bænum á sl. sumri, að algerlega óviðunandi sé. Fyrir því skorar fundurinn á Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hefj ast nú þegar handa um raun hæfar úrbætur, svo tryggt sé, að Hafnfirðingar fái gnægð af góðu vatni til drykkjar og iðr.aðar." Og að lokum var samþykkt eft irfarandi ályktun um deilur vegna sjúkrakostnaðar við St. Jósefs spflrlar’- í Ilafnarfirði: „Fundur haldinn í V. m. f. Hlíf skorar á Bæjarstjórn Hafnarfjarð ar, að gera þegar í staó ráðstaf anir, sem tryggi það, að sjúkl- ingar, sem lagðir eru inn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, njóti fullra réttinda og bóta, svo sem lög um almannatryggingar ákveða og þeim sjúklingum, sem orðið hafa að greiða hærri sjúkra kostnað en greiddur er á ríkis spítulum, verði endurgreiddur mis munurinn. Fundurinn telur það fráleitt, að almenningur skuli látinn gjalda deilu Tryggingarstofnunar ríkis isins, og lækna og stjórna hinna kaþólsku sjúkrahúsa og því sé Bæjarstjórn skylt, að hlutast til um á þann vey, st..i mæit er f^. .- um í tillögun- ' DÁLÍTIÐ SMEYK I' ramhald aí Dls 16 sandsins sem komst í þær. Það gerðisi sem sagt ekkert söguiegt um Dorð. — Við höfðum það prýðilegt í Vík, hélt Mecklenburg áfram og okkur þótti verst að hafa ekki tíma til að tala við Ragn ar Þorsteinsson, sem var fyrir björgunarsveitinni. Hann var víst í Fleetwood á stríðsárun- um. — Eg er að sjálfsögðu mjög ánægður yfir því, að togarinn skyldi nást út. Það verður að teljast mikil heppni. Mér skilst að þetta sé undantekning. Það er verið að athuga hugsanlegar skemmdir, en ég býst við, að hann þurfi ekki að fara í slipp svo að útgerðin sendir líklega mannskap hingað, og togar- inn fer þá beint á veiðar. Það er verið að yfirfara rafkerfið og miðstöðvarlagnir, en það sprungu leiðslur í frostinu. — Eg hef verið skipstjóri í fjögur ár. og þetta er fyrsta óhappið, er hendir mig, — ja, ég var reyndar einu sinni tek inn í landhelgi! Mér þótti gaman að vera sjómaður, en þetta er ekkert gaman lengur — ekki síðan landhelgin var færð út._ Eg hef alltaf fiskað hér við ísland og það var cnik ill munur, þegar hægt var að sigla undir land og gera að afla í sæmilegum sjó. — Þetta er þrælavinna, og mannskapurinn verður að vinna eins og hann getur stað- ið. Það hefur ekkert breytzt. Aflinn minnkar ár frá ári, en verðið hækkai ekki að sama skapi. Hlutur minn er 5% af aflaverðmæti og stýrimaður fær 4%. Ætli háseta þyki ekki gott að fá 800—1000 pund á ári, og það er betri afkoma en t.d.. hjá verksmiðjufólki í landi. Og þegar spurt var um hvort þeir þremenningarnir ætli ekki að lyfta sér upp og skoða borgina. þá voru þeir ekki enn búnir að fá peninga, en það hlýtur að hafa staðið til bóta. FROSTIÐ Framhald af bls. 1. hins vegar verið vonzkubylur N og NV, 8—9 vindstig. Sem dæmi um kuldann hér sunnanlands nefndi Páll, að á Eyrarbakka, Þing völlum og Hellu á Rangárvöllum hefði frostið náð 20 stigum en svo mikið frost hefði einnig verið í Búðardal og á Grímsstöðum á Fjöllum. Tímtnn hafði tal af Jóhannesi Zoega, hitaveitustjóra og sagði hann, að ástandið hefði verið nokk uð slæmt í hitaveitumálum Peykja víkur að undanförnu og þá sér staklega á Gömlu hitaveitusvæð unum. Þá sagði Jóhannes, a'ð tvær borholur hefðu verið teknar i notk un síðari hluta desember og hefði það bætt ástandið dálítið. en vegna frostanna hefði ekki verið hægt að láta fara fram nauðsynlegar endurbætur á dælum og enn hefði ekki verið hægt að taka borholuna við Hátún í gagnið. Ekki kvaðst hitaveitustjóri hafa haft iregnir af beinum skemmd um á hitaveitu vegna frosta, en sagði. að ekki væri gott að vita nema -einhvers staðar hefði frosið á svæðum, sem útundan hefðu orð ið, eða þar sem loft hefði komizt á kerfin. Af þessum orsökum hefði Hitaveitan beint þeim tilmælum til þeirra, sem hafa völ á kyndi tækjum, að þeir notuðu þau. til þess að létta dálítið undir með þeim. sem byggju við skort á heitu vatni Þá hefði sundlaugum verið lokað í dag til sparnaðar á vatni. Þá hafði Tíminn samband við nokkrar sendibílastöðvar og höfðu allir sömu sögu að segja. Mjög mikil eftirspurn hefði verið eftir sendibifreiðum til þess að draga bíla í gang. Bifreiðar Nýju Sendi bílastöðvarinnar höfðu t. d. dreg ið 400 bíla í gang um hádegið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.