Vísir - 18.05.1974, Page 1

Vísir - 18.05.1974, Page 1
64. árg. — Laugardagur 18. mai 1974. — 78. tbl. Lýðrœðisflokkur stofnaður — býður fram til alþingis — sjá bls. 3 Gera gras- flugvöll á Selfossi — sjá baksíðu Gengu 200 km á eftir golfboitanum Um 140 manna hópur ís- lenzkra golfara dvaldi I Skot- landi I siðustu viku, þar sem menn og konur á öllum aldri örkuöu um heimsfræga golf- velli berjandi litinn hvitan bolta á undan sér. Þeir sem harðastir voru af sér gengu um 200 kilómetra þá 9 daga sem fcrðin stóð yfir. Sjá nánar grein og myndir úr ferðinni á bls. 10. D O Forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins svarar róðuneytinu ,/Hin stálharða klöpp nakinna staðreynda" - bls. 3 a □ Hreint ekki hrœddur — viðtal við flugmanninn — sjá bls. 2-3 Feikileg aukning á niðurgreiðslum, þrátt fyrir halla á ríkissjóði Hálfur Björn unninn Rikisstjórnin tekur með geysimiklum niður- greiðslum tæpan helm- ing, eða 8 stig, af þeirri kauphækkun, sem ella hefði orðið 1. júni vegna undangenginna verðhækkana. t»ann rúmlega helming, sem eftir verður, er talið, að stjórnin muni taka með þvi að ,,kippa visitölunni úr sambandi” með bráðabir gðalögum. Aukning niðurgreiðslna er sögð munu kosta rikið hundrað og sjö- tiu milljónir á mánuði. Rikis- sjóður stendur fyrir i verulegum halla. Verðlækkunin á Iandbúnaðar- vörum, sem niðurgreiðslurnar valda, er talin vera 37,4%. Nýtl verð tekur gildi á mánu- daginn. Mjólk i 2ja litra fernu kostar 41,60 i stað 66,50 kr. Rjómi i fjórðungslitra hyrnu lækkar úr 66,70 i 49 kr. Kilóið af skyri lækkar úr 73 kr. i 48,40 kr. Feiknarleg er lækkunin á smjöri, þar sem kilóið lækkar úr 464 kr. i 200 krónur! 45% ostur lækkar úr 376 kr. i 246 kr. Kjötvörur lækka einnig mikið. Kiló af súpukjöti til dæmis úr 300 kr. i 183 kr. Kiló af læri úr 337 kr. i 217 kr. Af kartöflum lækkar kilóið i 5 kg pokum úr 29,60 kr. i 9 kr. eða um 20 krónur. — HH Klofningi spáð í Samtökunum Magnús Torfi með sérlista? Alger klofningur er sagður yfirvofandi i Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna á fundi fiokksins, sem verður um helg- ina. Þvi er spáð, að þar takist á llannibal og Magnús Torfi og muni Magnús verða undir. Magnús berst gegn kosninga- samstarfi við Alþvðuflokkinn. Er taliö að hann muni bjóða l'ram sérstaklega i Reykjavík til dæmis F-lista, en annars yrði kosningabandlag Alþýðuflokks-i ins og Samtakanna, nteð ,1-lista.1 llugmyndir eru um, að Magnús Torfi semji við vinstri framsóknarmenn um framboð. Þá er talað um, að llannibal verði efstur á sameiginlegum lista fylgismanna hans og Alþýðuflokksins i Reykjavik. — HH Höfuðfatið, sem Guðrún Erla ber á myndinni, er spánskt og nefnist mantilla. t útslitakeppninni munu allar stúlkurnar bera þjóöbúning Spánverja, en viðhann er þessi höfuöbúnaöur hafður. Ljósm. BG Leppnin Uog, borgfirzk stúlka á óspóni: vegum vísis í keppnina Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir, 23 ára Borgfirðingur, fór utan i morgun til að taka þátt I hinni alþjóðlcgu La Maja fegurðarsamkeppni á Spáni, en VIsi bauöst að velja fulltrúa tslands I keppnina. Tilboðið um að senda fulltrúa Islands i keppnina barst til Visis fyrir nokkrum mánuöum frá forráöa- mönnum keppninnar I Zaragoza. Guðrún Erla, sem varð fyrir valinu, nemur I öldungadeild MH. Auk þess afgreiðir hún I tizkuverzluninni Jósefinu. Hún mun dvelja 10 daga á Spáni. Eftir viku fer fram sjálft valið á La Maja International. Sú sem hreppir fyrsta sætið hlýtur 400 þúsund krónur i verðiaun. La Maja keppnin hefur verið haldin niu sinnum áður. Þátttakendur frá 30 löndum taka þátt I keppninni. Vikan fram að krýningunni sjálfri verður sannkaliaður dans á rósum hjá stúlkunum, þvi ekki mun ganga á ööru en veizlum og skemmtunum og ferðalögum þann tima. Keppnin er haldin i borginni Zara- goza, en stúlkurnar munu einnig ferðast viðsvegar um Spán. Ætlun Visis er, að i framtiðinni verði þátttakandi Islands i La Maja valinn úr hópi sumarstúlkna blaðsins. — ÓH Bréfahnifinn, sem Guðrún Erla er að skoða á myndinni hjá Hall- dóri gullsmið, valdi hún scm gjöf handa borgarstjóranum í Zara- goza. A bréfahnifinn er nafn Is- lands skráð með rúnaletri, ásamt kveöjum. Ljósm. BG.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.