Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Laugardagur 18. mai 1974. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP FROSKUR MEÐ KRAFTADELLU Bill Steed, sem er sjálfskipaður doktor i sálfræði froska, hefur ástæðu til þess að brosa. Einn „nemenda” hans er aö æfa sig I „lyftingum” fyrir árlega stökkkeppni froska í Kaliforníu. Steed segist þjálfa froska sina með þvi að kenna þeim, á meðan þeir sofa, auk þess scm hann beiti dáleiðslu. Froskar Steeds hafa 6 sinnum unnið stökkkeppnina, sem efnt er til i þvi skyni að minn- ast sögu Mark Twain um stökkmeistara froskanna i Cala- veres-liéraði. SKIPT UM HELLUR Á RAUÐA TORGINU Hérsjást Moskvubúar reyna að gægjast inn fyrir nýju „Krcml- múrana” á Rauða torginu. Skyndilega og orðaiaust reistu hermenn þar fleka-girðingu á dögunum. Siðan komu háværar vinnuvéiar og byrjuðu að skipta um jaröveg i torginu. Þegar þvi er lokið er ætlunin að setja nýjar hellur á torgið. Sagt er, að þess- ara aðgerða sé þörf, þar sem torgið hafi ekki lengur þolað þau þungu hergögn, sem flutt eru um það á sovézkum hátiðis- dögum. Drepum Pide-menn! Þannig hljóðuðu slagorðin, sem hrópuð voru á götum Lissabon, eftir að herforingjarnir höfðu tekiö völdin i sinar hendur. PIDE er skammstöfun á pólitisku lögreglunni I iandinu, en hún var augu og eyru gömiu einræðisstjórnarinnar. Hér á myndinni sjá- um við einn af starfsmönnum PIDE undir vernd hermanna. Þeir björguðu honum frá þvi að verða drepinn af æstum múgi, sem þekkti hann á götu úti og ætlaði að hengja hann umsvifalaust. Herforingjastjórnin stöövaði öll slik morð án dóms og laga. Myndin er tekin, þegar Alvaro Cunhal, foringi kommúnista i Portúgal (t.v.) sneri aftur til ættjarðar sinnar 5 dögum eftir valdatöku hersins. Cunhal fiúði land 1960 og dvaldist síðan i Austur-Evrópu hjá flokksbræðrum sinum, þar til hann kom heim 30. apríl s.l. í vikunni var Cunhal gerður að ráðherra án ráðuneytis og mun láta nýlendumál Portúgala i Afriku til sin taka á næstunni. Sá, scm stendur til hægri á myndinni á bak við kommúnistafánann, er Mario Soares, foringi portúgalskra sósialista. Nú I vikunni var hann skipaður utanrikisráðherra. Hann segist fylgjandi aðild lands sins aö NATO og ekki munu hrófla við bandariskum herstöðvum á Atlantshafseyjum Portúgala, fyrst um sinn að minnsta kosti. W BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ T.d. M. BENZ 220'64 Opel Kapitan Vauxholl VIVA Fiat 850 og Cortina BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.