Vísir - 18.05.1974, Side 7

Vísir - 18.05.1974, Side 7
Visir. Laugardagur 18. mai 1974. cTVlenningarmál Af rithöfundaþingi: Eru rithöfundar stétt? Á nýloknu rit- höfundaþingi i Reykjavík tókst loks margumtöluð sameining rithöfunda í eitt stéttarfélag. Með sinn nýja félagsskap að bakhjarl-i má víst vænta þess að rit- höfundar taki brátt upp ákveðnari baráttu í hags- munamálum sínum en hingað til hefur orðið framgengt. Og þá er nóg að vinna — ef marka má mál manna á þinginu og samþykktir sem þar voru gerðar. Það eitt verður raunar nógu fróðlegt að sjá hversu fjölmennt hið nýja rithöfundasamband reynist þegar það verður komið á fót. Ýmsum hefur hingað til þótt félagatal hinna fyrri rithöfunda- félaga alveg óeðlilega hátt: af þvi að dæma áttu vist að vera uppi einir 150-200 atvinnurithöfundar hér á landi um þessar mundir. En hvað skyldu þeir annars véra margir? Rithöfundasambandið nýja á að verða stéttarfélag fólks sem leggur það fyrir sig, að ein- hverju leyti i atvinnuskyni, aö semja svonefndar „listrænar bókmenntir” af öllu tagi, þar með taldar „þýðingar fagurbók- mennta”. Þá eiga væntan- lega allir jafnan rétt til inn- göngu i sambandið sem samið hafa og fengið útgefin einhverja tiltekna tölu ritverka — eina, tvær þrjá bækur — af þvi tagi sem til- greint er i lögum félagsins. Verk- efni félagsins verður að fara með þá hagsmuni þeirra sem þessum hóp manna eru sameiginlegir og gera um þá lágmarks-samninga fyrir þeirra hönd. Stéttarfélagið nýja var sem sé stofnað á sunnudaginn og þvi kjörin stjórn. Jafnframt stjórn- inni var kosið svonefnt „rit- höfundaráð”, skipað 12 fulltrúum 5 starfsgreina innan sambands- ins, skáldsagnahöfundum, ljóð- skáldum, leikritahöfundum, barnabókahöfundum og þýðend- um, og á það að sögn að „gæta menningarlegra hagsmuna rit- höfunda”. Dálitið er þetta óljóst verksvið að sjá að svo komnu. En rithöfundaráði var ásamt stjórn sambandsins falið það mikils- verða verkefni i fyrstu að yfirfara drög að félagslögum sem fram voru lögð á þinginu ásamt framkomnum breytingatillögum og semja endanlegt lagafrum- varp fyrir aðalfund sambandsins að ári. Ritlaun og söluskattur Eitthvert fyrsta verkefni rit- höfundasambandsins hlýtur að verða að taka upp kjarasamninga við helztu viðsemjendur rit- höfunda, bókaútgefendur og út varpið. Að þvi mun stefnt að koma nú loks á svonefndum ramma — eða viðmiðunar- samningi útgefenda og rithöfunda þar sem gengið sé út frá þvi að ritlaun reiknist hið minnsta 15% af útsöluverði bókar. Þótt þetta kunni að vera betri kjör en rit höfundum einatt hafa boðist fer þvi fjarri að slik ritlaun tryggi höfundum almennt lifvænlegar tekjur af verkum sinum. En jafn- framt hafa undanfarin ár verið uppi hugmyndir um svonefnd ,,v i ð b ó t a r - r i 11 a u n ” eða „launatryggingu” rithöfunda og sé varið til þeirra sem næst þeirri fjárhæð sem rikið innheimtir i söluskatt af bókum islenskra höfunda. Með einföldu dæmi má sýna hvernig ritlaun geta reiknast með þessum tvöfalda hætti. Ef bók kostar t.d. 1000 krónur frá forlagi og bóksala greiðir kaupandi fyrir hana, 1130 krónur með 13% söluskatti. Láta mun nærri að frumsamin islenzk skáldsaga seljist á fyrsta ári i 1500 eintökum að meðaltali eða litlu meir. Rit- laun af þessari bók yrðu þá á fyrsta ári 225.000 krónur, en yrðu að visu meiri þegar frá liði, þar sem meðalupplag frumsaminna skáldsagna er svo sem 500-1000 eintökum meir en þetta. Af þess- ari bók innheimtir hins vegar rik- ið i sinn hlut 195.000 krónur i sölu- skatt, eða ' næstum þvi sömu upphæð og höfundurinn hreppir, en rynni söluskatturinn til hans næmu ritlaunin 420.000 krónum þegar á fyrsta ári. Það lætur mjög nærri þvi að samsvara 25% af raunverulegu útsöluverði bók- arinnar, 1130 kr. eintakið. Ekki munu þetta þykja há árslaun — en þó samsvara þau kröfum Alþýðusambandsins um lág- markslaun i siðustu kjara- samningum þess, og um þetta tekjubil hefur i umræðum um efnahagsmálin að undanförnu verið dregin markalina milli algerra láglauna og meðallags- launa. Við þetta má bæta þvi að hér er um lágmarkstölur að ræða, bækur að minnsta kosti „viður- kenndra höfunda” seljast að jafnaði i meira og stöku bók i miklu meira upplagi en 1500 eintökum i fyrstu lotu. Margar slikar bækur hafa i haust kostað meir en 1130 krónur eintakið, og verða áreiðanlega sýnu dýr- keyptari i haust. Og nú er sölu- skattur kominn upp i 17% svo að brátt munu söluskattstekjur rik- isins verða meiri en ritlaun höfundar af bók sinni. Skattur og bókaverö. En fleiri hafa ágirnd á sölu- skattsfé af bókum en rithöfundar og rikisvaldið. Bókaútgefendur héldu þing með sér i sama mund sem rithöfundar og samþykktu þar ályktun þess efnis að söluskattur af bókum skyldi þegar i stað felldur niður — i þvi skyni, að ég hygg, að bókaverð yrði lægra sem þvi svaraði. Nú er það kannski spursmál hvort söluskattur á bókum spillir til muna fyrir bóksölu meðan skatt- ur leggst á alla verzlun og verð- hækkanir á bókum verða samfara verðhækkun á allri annarri vöru. Ætli bókin i dæminu hér að ofan, frumsamin islensk skáldsaga sem selst i tæpu meðallagi, ætli hún hefði selst til muna meir þótt hún væri 130 krónum ódýrari? Það má svo sem vera — en það veit enginn með vissu. Hitt er vafalaust að útgefendur hefðu þörf fyrir að fá meiri hlut- deild i raunverulegu bókaverði. Af þeim 1130 eða 1170 krónum sem kaupandi i dæminu að ofan greiðir fyrir bók sina renna um það bil 700 krónur til útgefandans, og þar af 150 krónur til höfundar ef miðað er við 15% ritlaun, en allur framleiðslukostnaður og annar kostnaður forlagsins á að greiðast af helmingi bókarverðs- ins. Areiöanlega eru það krapparí kjör en bókaútgáfa býr annars- staðar við. Og það er vitanlega hagsmunamál útgefenda að þeim verði kleift að greiða sómasam- leg ritlaun, og fá þá væntanlega að þvi skapi betri bækur til út- gáfu, eins og það eru hagsmunir rithöfunda að verð á bókum þeirra verði ekki svo hátt að fæli frá kaupum. Enda var það ein af ályktunum útgefenda á bókaþingi þeirra i Borgarnesi að „aukin verði sam- vinna höfunda og útgefenda og henni komið i fastara form” en verið hefur. Þetta hlýtur að merkja að þeir séu nú reiðubúnir til formlegra kjarasamninga við samtök rithöfunda. Uppbót eöa launatrygging 1 vetur var sem kunnugt er i Fyrri grein eftir W Olaf Jónsson fyrsta sinn úthlutað hinum nýju viðbótar-ritlaunum: 220.000 krón- um i hlut. En ekki var látið heita svo að hér væri um endurgreiðslu söluskatts að ræða, t.a.m. frá árinu 1972,heldur var fé þessu út- hlutað til 54 valinna höfunda úr hóp 120 umsækjenda, sem gefið höfðu út bækur árin ’70-’72. Eins og vænta mátti urðu ýmsir þeir ókvæða við sem ekkert fengu i sinn hlut. En nú mun fram komið lagafrumvarp þess efnis að stofna skuli launasjóð rithöfunda sem verja skuli til að tryggja höfundum lágmarks-greiðsiu fyrir verk sin. Eiga þeir þá rétt á uppbót úr sjóðnum á sin raun- verulegu ritlaun að einhverju nánar tilgreindu hámarki, en þeir sem hærri ritlaun hljóta en svo eiga ekki launarétt úr sjóðnum. Hvernig sem þetta dæmi er reiknað er hér augljóslega um að ræða sama viðfangsefni: að tryggja einhverjum tilteknum hóp rithöfunda lágmarks-tekjur af verkum sinum. Þá er spursmál hvort það sé ekki réttlátara og jafnframt hagkvæmara bók- mennta-starfseminni i landinu að bækur og höfundar njóti slikrar tryggingar eftir þvi sem þær raunverulega standa sig á mark aði — án tillits til þess hvernig verkin falla i smekk listrænna eða pólitiskra fagurkera i tilskipaðri nefnd að útdeila fénu. Hið póli- tiska fjárveitingavald i menning- armálum hefur ekki gefist svo vel til þessa að vert sé að auka það enn. Og hvor hátturinn sem er val- inn verður eftir sem áður þörf á annarskonar fjárveitingum til bókmennta og rithöfunda, starfs- styrkja og listamannalauna eins og verið hefur. Skynsamleg markaðskjör bókmenntanna i landinu mundu á hinn bóginn auð- velda til muna skynsamlega ráð- stöfun slikra fjármuna. — Um þessi efni, viðmiðunar- samning við útgefendur og ráð- stöfun viðbótar-ritlauna, var að sönnu ekki mikið rætt á rit- höfundaþingi. En þar voru gerðar samþykktir i ýmsum öðrum málum sem varða bæði höfunda og lesendur, bókmenntaflutning i útvarp og samskipti og samningsgerð rithöfunda og rik- isútvarpsins, og um bókasafns- mál á meðai annars. 1 annarri grein verður nánar vikið að sumu þvi sem á góma bar á þinginu. AUGLYSING LYFJATÆKNASKÓLI ÍSLANDS Lyfjatæknaskóli íslands tekur til starfa á þessu ári. Samkvæmt 2. kafla reglugerðar um nám og starfsréttindi lyfja- tækna nr. 183/1973 eru inntökuskilyrði gagnfræðapróf eða hliðstæð próf. Umsóknir um skóiavist skal senda skólastjóra Lyfjatæknaskóla íslands, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, fyrir 10. júni 1974. Samkvæmt6. gr. ofannefndrar reglugerðar skal umsókninni fylgja: 1. Staðfest afrit af prófskirteini. 2. Almennt læknisvottorð. 3. Vottorð samkvæmt 36. gr. lyfsölulaga (berklaskoðun). 4. Sakavottorð. 5. Meðmæli (vinnuveitanda og/eða skólastjóra). Umsóknir um undanþágu til að gangast undir próf án undangeng- innar skólagöngu, sbr. ákvæði 1 til bráðabirgða i greindri reglu- gerð, sendist skólastjóra Lyfjatæknaskóla islands, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, fyrir 30. júni 1974. Umsókninni þarf að fylgja vottorð samkvæmt ofannefndri 6. gr., svo og vottorð lyfsala um starfstima i lyfjabúð. Slikt próf verður haldið samkvæmt ákvæðum 4. kafla nefndrar reglugerðar, væntanlega i október næstkomandi. Skólastjórn er heimilt að stytta námstima væntanlegra nema, sem þegar hafa lokið verklegu námi i lyfjabúð og námskeiði fyrir starfsfólk i lyfjabúðum. Próf og löggilding slikra nema getur orðið árlega frá birtingu auglýsingar þessarar, þó i siðasta sinn árið 1976. Þeir aðilar, sem ætla að notfæra sér þetta bráðabirgða- ákvæði, geta leitað til skólastjóra skólans, sem veitir frekari upplýsingar. Skolastjon. 17. mai 1974. Siguröur A. Magnússon var kjörinn formaður hins nýja Rithöfundasambands fslands. Hann hefur unnið manna mest að sameiningu rithöfunda I einu stéttarfélagi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.