Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 18.05.1974, Blaðsíða 20
vísir Laugardagur 18. mai 1974. Tala ofan af vöru- bílum á útifundi við Fella- skólann „Við hvctjum auðvitað alla til að mæta i hverfunum, en það fcr að sjálfsögðu allt eftir veðrinu, hversu inargir koma. Við höfum gamla lagið á þessu, menn taia ofan af vörubilum, en við verðum með tvo bíla”. Þetta sagði Hjálmar Hannes- son, formaður Framfarafélags Breiðholts 3, þegar við höfðum samband við hann. A mánudags- kvöldið 20. mai boðar félagið til útifundar við Fellaskóla kl. 20.00. — Hvers vegna ætti ibúi i Breið- holtshverfum að kjósa flokk minn og stefnu i komandi borgar- stjórnarkosningum? — Þessari spurningu leitast frambjóðendur allra flokka, sem bjóða fram til kosninganna 26. mai, við að svara. Hver flokkur hefur 15 minútur tilumráða, og ýmist 2 eða 3 ræðu- menn. Tvær umferðir verða. Breiðholtsbúar fá svo þjóðlaga- trióið Trióla til að hlusta á, og hljómsveit, ef veður verður gott. —EA Afmœlisheimsókn: Nœstum jafnmargir og allir okkar blaðamenn Þeir eru litlu færri en allir islenzkir blaðamenn. Rúmlega 70 manns á vegum danska Publicistklúbbsins eru hingað komnir til að kynna sér tsland á 1100 ára afmælinu. Þetta eru blaðamenn og aðrir fréttamenn fjölmiðla og úr skyldum greinum, sumir með konur sinar. Þeir sátu hádegis- verðarboðborgarstjóra igær, og i dag ræða þeir við formenn stjórn- málaflokkanna niðri i Alþingi. Fleira en stjórnmál heillar þá. Þeir munu ferðast til Eyja og um Suðurland, sitja boð sendiherra og svoframvegis. 1 gærkvöldi var móttaka, hanastél og snittur, á vegum islenzka blaðamanna- félagsins. Hinn kunni blaðamaður, Bent Koeh ritstjóri, sem jafnan hefur sýnt málum tslands áhuga, er fyrirliði þessa flokks. Danirnir verða hér fram i næstu viku. —HH Einbýlishús í Garðahreppi: Kostaði 3 milljónir í byggingu — söluverð nú um 8 til 12 milljónir — Ungt fólk stofnar byggingasamvinnufélög, sem eiga að byggja ódýrt „Markmið féiagsins er að byggja ibúðir á kostnaðarverði fyrir félagsmenn sina með þvi að nýta vinnukraft féiags- manna, notkun nýjustu bygg- ingaraðferða, fjöldaframleiðslu litilla ibúöareininga.” Þannig komst Þorvaldur Mawby að orði, er hann skýrði VIsi frá stofnun nýs féiags, sem á að bera nafniö Byggung — skamm- stöfun fyrir Byggingafélag ungs fólks. Og Þorvaldur ætti að vera orðinn kunnugur ódýrustu byggingaraðferðunum: Þegar hann var formaður Starfs- mannafélags Straumsvikur, stóð hann fyrir stofnun bygg- ingasamvinnufélags þar. Þvi félagi hefur tekizt að byggja mjög ódýrt yfir félagsmenn sina. „Samkvæmt mati sérfróðra manna er söluverð þeirra einbýlishúsa, sem við byggðum i fyrra, nú eitthvað á milli átta og tólf milljónir króna. Bygg- ingarkostnaður þessara húsa var rétt liðlega þrjár milljónir króna,” sagði Þorvaldur i við- talinu við Visi. „Nú er Byggingasamvinnu- félag Straumsvikur að ráðast i að byggja fjölbýlishús i Hafnar- firði, en þar hefur félagið byggt fimm raðhús. Félagið hefur sömuleiðis byggt tiu einbýlishús i Garðahreppi og þrjú raðhús,” sagði Þorvaldur. „Einbýlishúsin, sem ég nefndi áðan, að núna væri hægt að selja fyrir þrefalt eða fjórfalt meira en þau kostuðu i byggingu eru i Garðahreppnum. Þau eru 220 fm og eru með tvöföldum bil- skúr og standa á þúsund fermetra lóð,” sagði Þorvaldur. „Nú má gera ráð fyrir, að næst verði úthlutað lóðum á Eiðsgranda eða i Korpúlfs- staðalandi,” sagði Þorvaldur. næst. „Þar gerum við i hinu nýstofnaða byggingafélagi ungs fólks okkur vonir um að geta fengið um 50 til 100 lóðir, þar sem byggja má einbýlishús eða raðhús á sem ódýrastan hátt, þá t.d. einingahús. Það er byggingarmáti, sem ryður sér æ meir til rúms hérlendis, enda ódýrt og hagkvæmt,” sagði Þorvaldur. BYGGUNG var stofnað i marzmánuði, og boðaði Heimdallur til þess fundar. Stofnfélagar urðu 150, en nú er tala félagsmanna óðfluga að nálgast annað hundraðið. „Félagið gengst fyrir fundi að Hótel Esju klukkan tvö næstkomandi sunnudag, og verða þar rædd nánar framtiðarverkefni félagsins. A þeim fundi getur ungt fólk gengið i félagið,” sagði Þor- valdur að lokum. Hann vildi jafnframt, að það kæmi fram, að unnið er að stofnun byggingafél^ga, af sama toga i Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði að frumkvæði félaga ungra sjálfstæðism. - ÞJM nokkurra daga gamlir. En þess- ir tveir eiga von á félaga, þriðja kálfinum, einhvern næsta daginn. (Ljósm. VIsis Bj. Bj.) „Tekið hef ég hér kálfa tvo, — hvað skal viö þá gera?” spyr Jón Kr. Gunnarsson, for- stööumaður Sædýrasafnsins, þar sem hefur oröið fjölgun i hreinahjörðinni. Þeir eru reikulir, greyin litlu á fótunum, svona nýfæddir, rétt Sements- verksmiðjan hrósar sigri „Þetta sannar bezt, hve tilefnisiausar og fráleitar ákærurnar um verðlagsbrot voru”, sagði Svavar Pálsson, for- stjóri Sementsverksmiðjunnar, i viðtali við VIsi í gær. Saksóknari hefur, að undangenginni dómsrannsókn, lýst þvi yfir, að ekki sé tilefni til aðgerða á hendur verksmiðjunni. Með þvi er visað frá ákæru Jóhannesar Bjarnasonar verk- fræðings á hendur vérksmiðjunni fyrir verðlagsbrot og vörusvik. Mál þetta vakti mikla athygli á sinum tima, þegar ákærurnar komu fram. „Ákærurnar um vörusvik byggðust á misskilningi”, segir Svavar Pálsson. Hann segir ennfremur og skirskotar til réttarskjala, að ákærandi hafi lýst þvi yfir fyrir rétti, að málið væri hafið, enda þótt sér væri ekki kunnugt, hvernig verðlagning færi fram. —HH „Möðruvell- ingur" só af sœti Magnús Gfslason bóndi var varamaður Björns Pálssonar, þingmanns frá Ytri-Löngumýri, og hefði eftir þvi átt að taka við sætinu, þcgar Björn hættir nú þingmennsku. En Magnús hefur skipað sér i fylkingu „Möðruvallahreyfingar- innar” og gert uppreisn gegn flokksforystu Framsóknar. Niðurstaðan hefur þvi orðið, að i 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins i Norður- landskjördæmi vestra verður Páll Pétursson frá Höllustöðum, frændi Björns. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra verður áfram i 1. sætinu. —HH Gera flugvöll á Selfossi — Flugklúbbur stofnaður og eitt markmiðið að koma upp gras- flugvelli „Vélflugfélag tslands hefur hug á þvi að fjölmenna hingað austur á Selfoss 24. ágúst nk„ og þá er meiningin að reyna að vera búinn að koma flugveliinum upp”, sagði Einar Elíasson, bygginga- meistari á Selfossi, i viötali viö Visi, en nú hyggjast nokkrir ungir og gamlir flugáhugamenn á Selfossi byggja þar flugvöll. Á fimmtudagskvöldið var stofnaður flugklúbbur á Selfossi, og á Einar sæti i stjórn hans. 1 flugklúbbnum eru menn, sem eru að læra flug, og svo flugáhuga- menn. Eitt af markmiðunum er að koma upp flugvelli. Áætlað er að koma upp aðal- braut, 600 metrum á lengd, og svo þverbraut, 400 metrum á lengd. Flugvöllurinn verður grasvöllur og sáð i hann siðar i sumar. Enn er málið aðeins á byrjunarstigi, en gengið hefur verið frá öllum samningum, búið er að mæla völlinn út, og aðeins er beðið eftir vélum til vinnslu. Flugáhugamennirnir munu allir vinna við völlinn, en hann verður á árbökkunum neðan við Haga svokallaðan, eða sunnan við Selfossþorp. Er landið leigt hjá bændum i Sandvikurhreppi, sem létu það i té á hagstæðum kjörum fyrir velvild. Meiningin er sú, að minni vélar geti lent á vellinum, og það er alveg óhætt að segja, að flug- völlur á Selfossi er enginn óþarfi. Til hans verður áreiðanlega mjög oft gott að gripa, i stað þess að verða að fara beina leið yfir heiðina til Reykjavikur, ef veður versnar. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.