Vísir - 04.06.1974, Síða 6

Vísir - 04.06.1974, Síða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 4. júni 1974. VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjaid 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Alira lítilmannlegast Er vit i þvi að halda verðlagi i skefjum, svo að ekki þurfi að hækka kaupið, með þvi að skrifa gúmmitékka á galtóman rikissjóð? Er vit i þvi að afla fjár i rikissjóð með þvi að skuldbinda innflytjendur til að leggja inn á reikning i Seðla- bankanum 25 prósent af þvi, sem þeir kaupa vörur fyrir, svo að af leiði vöruskortur á nauð- synjum og rekstrarvörum atvinnuveganna? Þessum spurningum munu vist fáir svara nema neitandi. Þessar og aðrar slikar aðferðir rikisstjórnar- innar eru brandari á hvers manns vörum, nema þeirra, sem þurfa að borga reikninginn nú þegar, til dæmis stórkaupmanna. En engum dylst hvað er að gerast. Rikisstjórnin hefur tekið „skyndi- lán” til að komast hjá þvi, að almenningur greiði reikninginn fyrir stefnu hennar fyrr en eftir kosningar. Rikisstjórnin ein telur sig sjá vit i þessu. Hún telur, að hún geti þolað háð og spé alþýðu manna án þess að tapa verulega i kosningunum. Hún vonar, að menn láti brandarann nægja, en hugsi litið til þess, hvað i honum felst. Vist muni menn skilja, að tjaldað sé til einnar nætur. En menn muni samt ekki veita Framsóknarflokknum, Alþýðubandalaginu og flokki Magnúsar Torfa Ólafssonar þá ráðningu, sem þessir flokkar hlytu, ef fólk fengi að sjá reikninginn sjálfan. Sumir Framsóknarmenn hafa beðið um, að litið sé á Ólaf Jóhannesson sem mikinn foringja. Hann hafi tekið af skarið, ekkert verið að hlusta á skraf um rétt og rangt, heldur sent þingmenn heim til sin, þótt meirihluti þeirra vildi ekki fara. „Þetta”, hafa sumir framsóknarmenn verið að segja”, er karl i krapinu”. En hið sanna er, að Ólafi fórst ekkert stórmannlega. Hann átti þess kost að „taka af skarið”, en hann þorði það ekki. Ólafur Jóhannesson hefði getað tekið á efna- hagsmálunum, snúið við blaðinu með raunveru- legum aðgerðum og lagt spilin á borðið i kosning- unum. Hann hefði getað sýnt þjóðinni reikninginn og staðið eða fallið með honum. Hann hefði vafa- laust fallið, þvi að reikningurinn var orðinn alltof hár. Þetta hefði þó verið stórmannlegri afstaða, að viðurkenna skyssur sinar og taka afleiðing- unum. I stað þess fórst Ólafi Jóhannessyni litilmann- lega, það verður að segjast blátt áfram vegna staðhæfinganna um hið gagnstæða. Rikisstjórnin tók þá afstöðu, sem litilmótlegust er, að skrifa innistæðulausar ávisanir og tina eitthvað til i rikissjóð úr Seðlabankanum, sem tæki með þvingunum fé að láni hjá stórkaupmönnum, fá- mennum hópi. Stefnan er þessi: Verðið lækkað með niðurgreiðslum, sem teknar verða af og fjár aflað til að greiða eftir kosningarnar, þvingað lán af stórkaupmönnum, sem verður endurgreitt þeim eftir kosningarnar, boðið heim vöruskorti, sem dynur aðallega yfir eftir kosningarnar, gengislækkun „laumað inn” fyrir kosningar með það fyrir augum, að stór gengisfelling komi ekki fyrr en að 'kosningunum loknum. Hrunið komi sem sé ekki fyrr en eftir að búið er að kjósa. Hvergi er tekið i alvöru á hinum raunverulega efnahagsvanda. Þetta er sú litilmannlegasta afstaða, sem hugsazt getur. Það er hvergi vit i henni. „tþróttakonungurinn” um borö I skútu sinni „Norna X”. Hann vann til gullverölauna á ólympiuleikun- um i Amsterdam 1928. konungur V Eins og Hákon VII. bjó soninn undir ævistarfiö, sem beið hans, býr Ólafur V. Harald krónprins undir framtiöina. Ólafur Hann var jafnan kall- aður Alexander, og hlaut enda að skirn nafnið Alexander Ed- ward Christian Freder- ik. En eftir að Carl Danaprins, faðir hans, var kjörinn konungur Noregs, var honum valið nafnið Ólafur. Hann er fimmti konungur Norð- manna, sem ber það nafn. A morgun kemur Ólafur Noregskonungur i þriöja sinn i opinbera heimsókn til íslands. t fyrsta sinnið kom hann áriö 1947, þá krónprins, færandi Islend- ingum að gjöf styttu af Snorra Sturlusyni. t annað sinn kom hann 1961. Ólafur konungur er ekki fæddur i Noregi. Hann fæddist i Englandi 2. júni 1903. Faðir hans var eins og áður segir danskur, en móðir hans ensk. Var Ólafur orðinn tveggja og hálfs árs, þegar hann var borinn fyrst á norska fold. En þegar ungi prinsinn komst á legg, veittu Norömenn fljótlega athygli þessum unga manni, sem var á sifelldum ferðalögum um landið. Var haft á orði, að varla væri sú byggð til i landinu, sem krónprinsinn hefði ekki heimsótt. Þrátt fyrir danskt faðerni og enskt móðerni, samdi hann sig svo fljótt að háttum og siðum Norðmanna, að það var tekið til þess, hve fagra norsku hann tal- aði. Þegar Hákon konungur VII féll frá þann 21. september 1957, og Ólafur konungur sté i hásæti, hafði hann verið búinn vel undir ævistarf sitt. Naut hann ekki slzt föður síns, þvi að Ólafur hafði verið nánasti samstarfsmaður hákons konungs allt frá þvi að hann náði 21 árs aldri. En aðeins þrem árum áður en Ólafur missti föður sinn, hafði hann orðið fyrir öðrum sárum ástvinamissi, þegar eiginkona hans, Marta krónprinsessa, lézt á bezta aldri. Hún var kona vinsæl, glæsileg og geðþekk. Þegar Ólafur sótti sér brúði til Sviarikis, var þvi vel fagnað af þjóðum beggja landanna. Opin- berun trúlofunar þeirra þann 14. jan. 1929 þótti farsæll endir á mis- sætti þvl, sem var milli landanna fyrir 1905, meðan Noregur laut Sviþjóð. Þeim hjónum varð þriggja Ólafur konungur V. flytur hásætisræöu viö setningu norska stórþingsins. Honum til vinstri handar er Haraldur krónprins . —HH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.