Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Föstudagur 7. júni 1974 5 UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND FÆKKA EKKII VARN- Umsjón: BB/GP ARUÐINU I EVROPU Tillaga Mike Mansfield um fækkun í herafla Bandaríkjanna erlendis var í gær felld með 54 at- kvæðum gegn 35 af öld- ungadeild Bandaríkja- þings. Tillagan gekk út á, að fækkað yrði um 125.000 hermenn i liðsaflanum er- lendis, sem alls hefur að NÝKOMIN AF SPÍTALA Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður, og kona hans, Joan, sjást hér koma úr Arlington-kirkjugarðinum, þar sem þau heim- sóttu i gær grafreit Robert Kennedys. Joan er annars nýkomin af sjúkrahúsi, þar sem hún lagðist inn af streitu, þá tiitöluiega nýkomin úr ferðalagi þeirra hjóna um A-Evrópu. Hefur margt sótt að heimili þeirra að undanförnu. M.a. varð að taka annan fótinn af elzta syni þeirra vegna beinkrabba. Rannsóknarréttur í Bandaríkjunum hefur ákveðið, að gefin skuli út ákæra á hendur Patriciu Hearst fyrir árás og vopn- að bankarán, sem framið var í april í San Francisco. Patriciu Hearst, dóttir blaða- kóngsins Randolph Hearst, var rænt i febrúar af hópi, sem kallar sig Symbionesiska frelsisherinn. — Siðar kom frá ræningjum segulspóla, þar sem heyra mátti rödd hennar lýsa yfir, að hún hefði af frjálsum vilja gengið i lið með ræningjum sinum. Eftir að mynd birtist, sem þótti sanna, að hún hefði tekið þátt i ráni með ræningjaflokknum, var hún eftirlýst af lögreglunni fyrir að bera vopn án leyfis. En verði hún fundin sek um vopnað rán, getur hún átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi. Þegar 200 manns lögreglulið umkringdi hús eitt i Los Angeles 17. mai s.l., þar sem 6 úr Symbionesiska frelsishernum höfðu búið um sig, óttuðust menn, að Patricia væri meðal þeirra, en öll 6 létu lifið i skotbardaganum og húsbrunanum. En svo reyndist ekki vera, og hefur ekkert bólað á henni. geyma um 433.000 her- menn. Þegar þessi tillaga Mansfields var fallin, bar hann ásamt öðrum fram nýja tillögu, þar sem lagt var til, að fækkað yrði um 76.000 hermenn erlendis. Hún var einnig felld með 46 atkvæðum gegn 44. 1 báðum tilvikum gerði Mansfield ráö fyrir því, að fækkunin færi fram á 18 mánuðum. Meirihluti öldungadeildarinnar studdi þannig sjónarmið Henry Kissingers utanrikisráðherra. Hann hafði sagt, að niðurskurður heraflans nú gæti spillt fyrir samningaviðræðunum, sem nú fara fram við Sovétrikin um gagnkvæman samdrátt herafla i Mið-Evrópu. Fylgismenn Mansfields, leið- toga demókrata i öldungadeild- inni, vilja skera niður heraflann erlendis á þeirri forsendu, að það sé alltof dýrt fyrir bandarisku þjóðina að halda honum úti. Mansfield sagði, að það mundi kosta Bandarikjamenn 19 millj- arða dollara á þessu ári að hafa 313.000 bandariska hermenn og 235.000 fjölskyldumeðlimi þeirra i Vestur-Evrópu. Hann sagði einnig, að fækkun um 125.000 hermenn mundi spara 1.5 milljarð. Fækkun um 76.000 mundi spara 900 milljónir doll- ara. Sú rœnda sjálf eftirlýst fyrir vopnað bankarán irska lögreglan óttast, að þe'ir, sem á mánudag rændu jarlinum af Donoughmore og konu hans, kunni að hafa myrt þau I hræðslukasti. Lögreglan hefur þess vegna byrjað mjög viðtæka leit i ám og vötnum i nágrenni óðals jarlsins. Sonur jarlsins hét þvi i gær, að hver sá, sem gæti veitt upp- lýsingar um afdrif foreldra sinna, fengiþað rikulega launað. Hann sagðist ekki nefna neina fjárhæð og kvað mannræningjana ekki hafa verið i sambandi við sig eða skyldmenni sin. Ekki þykir fullsannað, að Irski lýðveldisherinn standi að baki ráninu. í upphafi var talið, að það væri framið i þvi skyni að krefjast þess, að fangarnir fimm, sem eru i hungurverkfalli á Bretlandi verði fluttir til Norður-irlands. Engar slikar kröfur hafa enn komið fram. Málefni þessara fanga ber nú daglega á góma i fréttum i Bret- landi, eftir að einn þjáningabróðir þeirra andaðist úr lungnabólgu i fangelsinu. Hann verður jarð- settur i irska lýðveldinu á morgun. Roy Jenkins innanrikisráð- herra,sem hefur vald til þess að flytja fangana til Norður-Irlands segist ekki geta gert það og látið þannig undan hótunum. Fangarn- ir verði fyrst að hætta hungur- verkfallinu og siðan verði mál þeirra skoðað. Ein af leynimyndavélum bankans I San Francisco tók þessa mynd af Patriciu Hearst, þegar rániö var framið I april. Nixon œtlaði að láta mœla lygar undirsátanna „Nixon Bandarikjaforseti í- hugaði að láta nokkur HUNDR- UÐ ÞÚSUND starfsmenn þess opinbera ganga undir lygamæi- ingar, þegar leitað var dyrum og dyngjum árið 1971 að upplýsinga- lekanum,” hermir AP-fréttastof- an eftir heimildum i rannsóknar- nefnd fulltrúadeildar þingsins. Ein hljóðritunin hafði að geyma saintal, þar sem Nixon ræddi þennan möguleika, en féll svo frá hugmyndinni, þegar honum var bent á. að af þvi mundi leiða upp- sagnir i stórum stil. — i staðinn fyrirskipaði hann lygamælingar á Í000 starfsmönnum i stjórnarráði og á vegurn varnarmálaráöu- neytisins. Ekkert er vitað um, hvort þvi var siðan hrundið i framkvæmd. tVill Wilson úrEBE? Edward Heath, fyrrum for- sætisráðherra, sagði i gær, að , eftirmaður hans, Harold Wil- son, hefði ekki umboð til að < taka Bretland út úr Efnahags- bandalaginu. — Til þess skorti 1 stjórn Wilsons og Verka- mannaflokksins meirihluta neðri deildinni. Flokkur Wilsons vann flest þingsæti i kosningunum i feb., en vantar 17 til að hafa meiri- hlutann. Hann myndaði minnihlutastjórn og hefur sið- an lagt að EBE að endurskoða inngönguskilyrði Breta bandalagið. Heath var við stjórn, þegar Bretar fengu inngöngu i EBE. Sagði hann vonlaust að krefj- ast endurskoðunar svona strax eftir undirritun samn- inga, og bæri það einungis keim af þvi, að reynt væri að , kippa að sér hendi og Bretum úr bandalaginu. Jarlinn enn í hers höndum ÍRA-menn fasta í fangelsum ennþá Heath skrifaði undir samning- ana, sem Wilson vill nú breyta. Kardináli ásakar þögn páfans Jósep Midszenty, kardináli ' og fyrrum yfirmaður kaþólsku kirkjunnar i Ungverjalandi, á- sakar páfagarð fyrir að þegja þunnu hljóði við kúgun komm- únista i löndum á borð við, Ungverjaland. „Það er illa komið fyrir > kaþólsku kirkjunni i Ung- > verjalandi”, sagði kardinálinn 1 á blaðamannafundi i gær i San Franciskó. Segir hann kirkj- unnar menn kúgaða og trúað fólk ofsótt. Kardinálinn leitaði hælis 1956 i ameriska sendiráðinu i Búdapest i Ungverjalands- byltingunni og gat ekki stigið þar út fyrir dyr i 15 ár vegna hættu á hefndaraðgerðum kommúnista. Loks leyfði stjórn Kadars honum að færa sig til Rómar og halda áfram útlegðinni þar. Fyrir skömmu leysti Páll páfi hann frá störfum sem yf- irmann kirkjunnar i Ung- verjalandi. — Er Midszenty á ferðalagi um þessar mundir um Bandarikin. Finna meiri olíu Oliufélagið BP tilkynnti i gær, að fundizt hefði olia á nýjum stað i Norðursjónum eða um 145 sjómilur norð- vestur af Aberdeen i Skotlandi I tilkynningu BP, sem er að meirihiuta til i eigu rikisins, var sagt, að boraðar yrðu fleiri holur, til þess aö unnt yrði að ganga úr skugga um, hve mikill olia leyndist þarna. Hóta leiðtogunum Róttækir Palestinuskærulið- ar hafa hótað að drepa Yasser Arafat, leiðtoga skæruliða- hreyfingarinnar, og fleiri for- vigismenn Palestinuflótta- fólks, ef þeir taki þátt i friðar- ráðstefnunni i Genf, þar sem fjallað er um Austurlönd nær. Beirut-blaðið A1 Yom ber skæruliða sjálfa fyrir þvi, að nokkrir úr hópi þeirra séu þegar búnir að koma sér fyrir i Genf „til að fylgjast með þvi, hverjir leiðtogar Palestinu komi þangað og siðan að fullnægja dómi fólksins gegn hverjum þeim, sem ætlar að semja við óvininn”. Arafat: Skæruliðar hans hóta honum sjálfum núna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.