Vísir - 20.06.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Fimmtudagur 20. júni 1974 Bókahnífur * i tilefni afmœlisins Hér gefur að lita bókahnif, sem Jens Guðjónsson gull- smiöur er að setja á markað- inn I tilefni 1100 ára afmælis- ins. Jens hefur getið sér sér- staka frægð fyrir smíðisgripi sina og má þar m.a. nefna jólaskeiðarnar, sem hann hefur gert undanfarin ár. Hann gerði einnig skeið i til- efni fyrstu lendingar mannaðs geimfars á tunglinu og þegar Noregskonungur var hér á dögunum, var honum gefinn hnifur, sem Jens hafði gert. Og þá má lika minna á skák- hnifinn, sem Jens setti á markaðinn I tilefni skákein- vigis þeirra Fishers og Spasskys. „Þeir minjagripir seldust upp á stuttum tima”, segir Jens. „Mest þótti mér gaman að heyra ánægju Fischers með þann grip. Hann kom á vinnustofu mina og bauð háar fjárhæðir fyrir hring, sem væri með sama munstri og hnifurinn. Hann sat yfir mér i tvo klukkutima og þrábað mig, en án árang- urs. Verkið var of viðamikið og timafrekt, en Fisher áleit að ég gæti afgreitt á meðan hann biði...” — ÞJM/Ljósm: Bragi. Mjög ánœgð að dansa hér á fslandi segir Sveinbjörg Alexanders „Mér finnst afar gam- an að vera komin hingað heim til íslands og dansa hér, en það eru fjögur ár siðan ég dans- aði hér siðast.” Þetta sagði Svein- björg Alexanders, þegar við náðum tali af henni niður i Nausti, þar sem hún var að borða hádeg- ismatinn klukkan rúm- lega tvö i gærdag. Sveinbjörg sagði okkur, að hún kæmi oft til íslands I leyfum. Hún hefði t.d. verið hér I fyrra. Þegar hún og maðúr hennar, Gray Vere- don frá Nýja Sjálandi, og strákur- inn þeirra 6 ára, Simon, eru hér, þá finnst þeim mest gaman að ferðast um landið og vera I tjaldi. Símon, sem ekki er með þeim núna af þvi hvað þau stoppa stutt, vill helzt búa á Islandi: „En'da allt svo frjálst hérna ekki svo mikiö um boð og bönn eins og svo áberandi er I Þýzkalandi. Mér llkar mjög vel að búa I Þýzka- landi, en Þjóðverjar geta stund- um verið einum of nákvæmir.” segir Sveinbjörg. Hún er nýkomin úr 6 daga ferðalagi til. Dublin. „Það lá nærri, að hætt væri við ferðina, vegna þess að sprengja hafði ný- lega orðið 20 manns að bana þar I borg. Þakklátari áhorfendur hef ég varla haft og húsfylli á all- ar sýningar. Þeir trúðu þvi naum- ast, að við hefðum raunverulega lagt I að koma. En ósköp var eitt- hvað auðnulegt á kvöldin, fólk sást varla á götum. Enda tilmæli lögreglu að það skyldi halda sig innandyra. Það var leitað að sprengjum á hverjum einasta á- horfanda sem koni i leikhúsið”. Aöspurð um, hvort sonurinn væri farinn að læra ballett líka, fyrst bæði hjónin væru svona frægir ballettdansarar, (að visu setur Gray Veredon ballettinn að- allega á svið núna og semur ball- etta): Aldeilis ekki, hann ætl- ar að verða vélfræðingur og helzt ætti mamma hans að vera skrif- stofustúlka. Hvers vegna? Jú, mamma vinar hans vinnur á skrifstofu. — EVI — Sveinbjörg Alexanders og mótdansari hennar Wolfgang Kegler á æfingu I Þjóðleikhúsinu. Þau eru aðal- dansarar hins fræga þýzka ballettflokks „Tanz Forum”. En flokkurinn ferðast vlðs vegar um heiminn og fer héðan til Istanbul. „Samtökin" í Reykjavík klofin í miðju — Tvö blöð Einn hlutinn með „Þjóðmál' — annar með „Ný Þjóðmál „Við leyfum þeim að sigla sinn sjó,” sagði Bragi Jósepsson i gær. Bragi átti við „Samtökin,” sem hafa breytt nafni blaðs sins úr „Þjóðmál” I „Ný Þjóðmál”, og er „Ný” sett framan við blaðhausinn með litlu letri. „En við ætlum áfram að gefa út blaðið „Þjóðmál”, segir Bragi, „Þjóðmál verður málgagn þeirra, sem voru I „Samtökun- um”, en vilja ganga með Al- þýðuflokknum, en ekki Möðru- vallahreyfingunni. Bragi Jósepsson og félagar eru á þeirri linu og ráða útgáfu- félagi blaðsins Þjóðmál. Stjórn útgáfufélagsins hefur skipað þriggja manna ritnefnd, sem i eru Daniel Kjartansson, Jakob Ólafsson og Valborg Böðvars- dóttir, fólk, sem var i Samtök- unum. Blað á að koma út i vik- unni. Megintilgangurinn er, að sögn Braga, að styðja samein- ingarmálið og „slá skjaldborg um Alþýðuflokkinn”. Framkvæmdastjórn Samtak- anna bauð Braga þá málamiðl- un, að Samtökin gæfu út Þjóð- mál til 1. júli, en fengju á meðan ekki á sig kröfur um lögbann. Þessu hafnaði Bragi og hans menn. Hins vegar ætlar Bragi nú að láta óátalið, að Samtökin gefi út „Ný Þjóðmál”. „Um 80 manns úr Samtökun- um eru aðstandendur okkar blaðs,” segir Bragi um „Þjóð- mál”. „Eftir i félagi Samtak- anna i Reykjavik munu hafa verið um 60 félagar eftir klofn- inginn, en við hafa bætzt siðan allmargir úr Möðruvallahreyf- ingunni, sem hefur yfirtekið fé- lagið,” segir hann. — HH. „Ekki landkynningarmynd af flfimlll dfÁlflhllltl^^ Sigurður Sverrirog Magnús Magnússon yuilliu 3KUIUIIUIII fú milljón til kvikmyndagerðar „Þrjár ásjónur íslands” heitir mynd, sem Sigurður Sverrir Pálsson og Magnús Magnússon hafa fengið styrk til að kvik- mynda. Þetta er hinn árlegi styrkur Menntamálaráðs, og nemur hann nú einni milljón króna. Sigurður Sverrir starfar við sjónvarpið hér, en Magnús Magn- ússon er starfsmaður BBC i Skot- landi. Sigurður sagði, að sam- vinna þeirra hefði byrjað, er þeir störfuðu saman að gerð myndar um landhelgina. Hefði sú sam- vinna gengið vel og vildu þeir nú reyna á ný. „Þrjár ásjónur íslands” er landkynningarmynd. „En þetta er ekki landkynningarmynd af gamla skólanum,” sagði Sigurður Sverrir. „Beinagrind handritsins liggur fyrir. Við lltum landið aug- um 1 a n d n á m s m a n n a n n a Hrafna-Flóka, sem leizt illa á landið, Herjólfs, sem lýsir bæði kostum og löstum landsins og Þórólfs smjörs, sém lofar landið mjög. Við munum því reyna að lýsa landinu sem hörðu, góðu og mjög góðu. Við notum lika atriði úr þjóðhá- tiðarhöldunum inn i myndina, þar sem það á við, þannig að hún verður jafnframt eins konar heimildarmynd um hátíðahöldin. Ég kem til með að taka mynd- ina og Magnús að stýra henni. Við gerum þetta þvi sennilega mest sjálfir, en fáum hljóðupptöku- mann til hjálpar og annan kvik- myndatökumann, þegar svo ber undir. Við reiknum með, að verkið kosti milli 2 og 3 milljónir. Styrk- urinn er 1 milljón, en afganginn reynum við að fá með þvi að selja myndina fyrirfram,” sagði Sig- urður Sverrir að lokum um vænt- anlega mynd sina. — JB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.