Vísir - 01.07.1974, Blaðsíða 15

Vísir - 01.07.1974, Blaðsíða 15
Pabbi veröur vondur, þegar hann sér , a u g aÁL' Við getum lagaö hitt svo hann sjáiekki \ v muninn...! j Hart barizt viö mark Keflvíkinga — en ekki var þó skoraö. Ljósmynd Guömundur Sigfússon. ÁÍIir 6 móti öllu B O M M I — þegar Keflvíkingar sigruðu Vestmannaeyinga 3:1 Ekki voru liðnar nema tværi mínútur af leik Vest- mannaeyinga og Keflvik- inga i 1. deildarkeppninni í Eyjum á laugardaginn, þegar heimamenn skor- uðu. Varð þá heldur kátt í röðum áhorfenda, sem bjuggust við öruggum sigri sinna manna, jafnvel stór- sigri. En Keflvikingarnir, án Gisla Torfasonar en með Guðna Kjart- ansson i hans stað i fararbroddi, voru ekki á þeim buxunum. Þeir jöfnuðu 10 minútum siðar, og áð- ur en yfir lauk höfðu þeir bætt við tveim mörkum, án þess að Vest- mannaeyingar gætu svarað fyrir sig —ogsigruðu þviileiknum 3:1. Það var Sveinn Sveinsson, bróðir Arsæls markvarðar IBV, sem skoraði fyrsta markið eftir gott upphlaup, en Gunnar Jóns- son bakvörður IBK jafnaði eftir hornspyrnu og úr mikilli mann- þröng við mark IBV. Fleiri urðu mörkin ekki i fyrri hálfleik, en oft skall hurð nærri hælum — sérstaklega við mark IBK, þar sem Þorsteinn mark- vörður varð að taka á honum stóra sinum hvað eftir annað. Hann varði t.d. mjög vel skot frá Erni Óskarssyni með þvi að slá boltann i stöng og aftur fyrir markið, en skömmu áður hafði þversláin bjargað honum, er örn skaut i hana beint úr aukaspyrnu. Ársæll markvörður IBV hafði einnig nóg að gera i leiknum og varði hvað eftir annað mjög vel. En honum tókst ekki að verjast Steinari Jóhannessyni er hann stakk Vestmannaeyjavörnina af á 8. min. siðari hálfleiks og komst aleinn upp að marki. Sama var að segja á 85. min. leiksins, er Grétar Magnússon skoraði 3ja mark Keflvikinga eft- ir að Steinar hafði skallað til hans. Þá stóð Arsæll einn á verði, þvi að Vestmannaeyjavörnin var frosin á verðinum. Litið var um góðan fótbolta i þessum leik og ekkert skipulag á hlutunum. Voru nánast allir á móti öllum, og var þá sama, hvort boltin var nálægur eða ekki. Mikil harka var i leiknum og fengu 5 leikmenn að sjá ,,gula spjaldið” hjá Guðmundi Haralds- syni dómara — 4 Keflvikingar og 1 Vestmannaeyingur. Keflvikingarnir voru grófari aðilinn — en þeir voru lika sá aðil- inn, sem var ákveðnari, og það nægði þeim i þetta sinn. Þeirra beztu menn voru Þorsteinn Ólafs- son, Guðni Kjartansson og Stein- ar Jóhannsson. Hjá Vestmannaeyingum voru þeir Ólafur Sigurvinsson, Óskar Valtýsson og Arsæll Sveinsson einna beztir — þótt oft hafi þeir samt verið betri. -G.S.- Brazzanna. 1 fyrri hálfleiknum hafði lið Argentinu leikið vel, en svo virtist sem tveir váramenn, sem settir voru inn á strax eftir leikhléið, kæmu öðrum leikmönn- um úr jafnvægi. Sigurmark Jairzinho var sér- lega fallegt — Ze Maria, bakvörð- ur, geystist upp kantinn og gaf mjög vel fyrir til Jarizinho, sem þurfti ekki nema ýta knettinum i markið. Sjálfsöryggi leikmanna Braziliu er nú orðið miklu meira en I fyrstu leikjunum á HM — pressan þá virtist hafa mjög þvingandi áhrif á leik liðsins, en Já, við verðum að — Unnu öruggan sigur ó Argentínu í gœr 2-1 Heimsmeistarar Brazilíu bundu endaá HM- vonir Argentínu t Hanno- ver í gær — sigruðu með 2—1 og mæta því Hollend- ingum í hreinum úrslita- leik á miðvikudag — en Argentína er úr leik eftir tvo tapleiki í A-riðli. Rivellino náði forustu fyrir Braziliu á 31. min. en aðeins fjór- um min. siðar jafnaði Brindisi fyrir Argentinu og er það fyrsta markið, sem Brazilia fær á sig i keppninni. A 48. min. skoraði Jairzinho fyrir Braziliu og það reyndist sigurmark leiksins. Lið Braziliu lék betur i leiknum — einkum i siðari hálfleik — og verðskuldaði sigurinn. Vörnin varð þá erfið fyrir Argentinu gegn snöggum sóknarlotum eftir þvi sem lengra hefur liðið á keppnina án taps, er leikur liðsins orðinn betri. Siðasta stundarfjóröunginn sótti Argentina talsvert — gerði örvæntingarfullar tilraunir til að jafna metin, en tókst ekki. Ayala hjá Atletico Madrid var þó nærri að skora — og leikurinn var tals- vert harður, en aldrei grófur. Tveir leikmenn Argentinu voru bókaðir af dómara leiksins. Eftir eltingaleikinn hittast Bommi, Lolli og Polli á felustaðnum! I Y Já, en nefið Erégmeðglóðarauga? á mér? Nú vantaði Barcelona Cruyff illa Sextán ára gömul banda- risk stúlka, Heather Green- wood setti glæsilegt heims- met 1400 m skriðsundi á móti I Santa Clara I Kal< forniu á föstudag. og laugardag. Hún synti á 4:17.33 sekúnd- um, en eldra heimsmetið var 4:18.07 min. og átti Keena Rothhammer, Santa Clara, það.' — Shirley Babashoff varð önnur á 4:19.94 min. í 200 m. skriösundi sigraði Greenwood einnig á 2:05.73 min. — en hún varð i öðru sæti i 100 m. skriðsundi á 59.0 sek. og þar sigraði Baba- shoff. Mjög góður árangur náðist i mörgum greinum á mótinu. Robin Backhaus sigraði i 200 m. skriðsundi á 1:56.66 min. rétt á undan Bruce Furniss, sem synti á 1:56.78 min. 1 200 m bringusundi sigraði John Hencken á 2:24,62 min. en skozki heimsmethafinn Dave Wilkie varð 3ji. Heimsmet Real Madrid varð spánsk- ur bikarmeistari i knatt- spyrnu, þegar liðið vann deildarmeistara Barcelona með 4-0 I úrslitaleik bikars- ins I Madrid. Barcelona vantaði nú iila Johan Cruyff, sem var aðalmaður liðsins á siðasta keppnistimabiii — já, liðið var aðeins skuggi af þvi sem var með Cruyff. Fyrir Real Madridskoruðu Santillana á 7 min. Rubinan, bakvörður á 47. min. Aguilar á 50 min. og Pirri lokamark- ið á 85 min. Þetta er i 12.sinn sem Real Madrid verður spánskur bikarmeistari, en keppt hefur verið i bikar- keppni á Spáni i 73 ár. Barce- lona hefur unnið bikarinn 17 sinnum og liðið ætlaði sér nú að vera deilda- og bikar- meistari, en slikt hefur ekki skeð siðan 1962 að Reai Madrid vann „tvöfalt”. Sjálfsöryggi Brazzanna vex með hverjum leik!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.