Vísir - 01.07.1974, Blaðsíða 24

Vísir - 01.07.1974, Blaðsíða 24
Mánudagur 1. júli 1974. vfentsm: Hvernig lizt þér á kosningaúrslit- in? Þórúlfur Þorsteinsson, — Mér lizt alveg ljómandi úrslitin, skal ég segja þér. Hvaö er svona ágætt? Aö viö Sjálfstæö- ismenn skyldum hafa staöiö okk- ur svona vel. Sveinn Sæmundsson, fyrrv. rann- sóknarlögreglumaður: — Þaö er greinilegt, aö fylgi Samtakanna i siöustu kosningum hefur nú snúiö til sins heima. Ég átti nú von á þessu. En hvernig á nú aö mynda stjórn? Steinþór P. Ardal verstjóri: — Al- veg ágætlega, auövitaö; þvi aö ég sé aö sjálfstæöismenn hafa aukiö fylgi sitt. Aö fá 7 menn inn I Reykjavik er mjög glæsilegur sigur. Uuðjón Gislason, verkamaður: — Þetta fór eins og ég bjóst viö. Mér lizt engan veginn á þetta. Mér finnst, aö verkafólkiö hafi svikiö þessa stjórn, sem hefur komiö ýmsu góöu til leiöar. Sigurður Jónsson, starfsmaður á póstinum: — Mér lizt bara sæmi- lega á þessi úrslit. Ég er ánægöur meö, hvernig Sjálfstæöisflokkur- inn hefur aukiö fylgi sitt. Núna finnst mér þingmannaf jöldi þeirra hæfilegur. Asta Kristinsdóttir, starfsstúlka hjá Nóa: — Ég hlustaöi nú ekki á úrslitin, en ég var aö heyra, hvernig útkoman heföi oröiö. Og i sannleika sagt,lizt mér illa á þetta fylgi sjálfstæöisfólksins. Ég œtla ekki að vera lítil segir yngsti frambjóðandinn, sem varð annar varamaður Sjálfstœðisflokksins á Reykjanesi ,,Ég var bara það syfjuð, að ég gat ekki haldið mér vakandi fram eftir nóttu. Maður hafði verið að hamast I að vinna fyrir flokkinn allan daginn niöri á alþingi sem áhorfandi og ekki þótt þaö mjög eftirsóknar- vert. Margir hafa sagt, vegna þess aö ég var alltaf að skipta mér af pólitlk, aö ég ætti eftir aö hafna á þingi, en hvort þetta er til frambúöar hef ég enga hug- mynd um. Ég ætla ekki aö vera litil þæg stúlka, ef ég tek ’ sæti á alþingi. Nei takk, það eru mörg áhugaverö mál, sem ég ber fyrir brjósi, og ég ætla ekki aö láta stjórnast af öörum I minni skoöanamyndun. Mér er stundum sagt, aö þetta sé bara pabbapólitik En ég hef hugsaö mikiö um þessi mál og þaö er aö yfirveguöu ráöi, aö Sjálfstæöisflokkurinn er minn flokkur. Stefna hans á bezt viö minn smekk. Ég á bágt meö aö trúa, aö þeir hafi valiö mig af handahófi I sjötta. sætiö I Reykjaneskjör- dæmi. Ég held bara, aö þeinj hafi þótt tlmi til kominn aö koma ungu fólki aö”. ~ eltandi atkvæði út um allt land”. Þetta sagði Guðfinna Helgadóttir, yngsti frambjóðandinn i al- þingiskosningunum, er hún kom til vinnu sinnar á skrifstofu Eimskips i morgun, Guðfinna er annar varamaður Sjáifstæðis- flokksins i Reykjaneskjördæmi. „Þiö megið ekki hafa þaö eftir mér, en ég sótti eitt atkvæöi alla leiö austur I Grimsnes. Mér lizt aö sjálfsögöu vel á þau úrslit, sem ég hef þegar heyrt um. Úrslitin I Reykjanesi voru t.d. ágæt. Ég bjóst nú alltaf viö þessu. Fólk var jafnvel fariö að spyrja hvenær ég hygðist; flytja jómfrúræöuna mina. Þar sem ég er annar varamaöur, má ég lika búast við þvi, aö að þvl komi. Ég þarf bara aö kynna mér betur alla starfshætti þarna á alþingi. Ég hef stundum veriö Guðfinna Heigadóttir var að koma til vinnu sinnar i morgun, er við tókum þessa mynd, Hún er aöeins tvitug og þvi yngsti fram- bjóðandinn I þessum kosningum. Þar sem hún er annar vara- maður Sjálfstæðisfiokksins á Reykjanesi, má hún eiga von á að sitja á þ.ingi á næsta kjörtlmabili Ljósm.Bragi Enduðu fyrír ofan miðju ?-"fW i» , 1 ] r # ' | J |T|§1|9 — sáust lítið í notkun á kjördag Limmiðamálið tók á sig óvænta stefnu daginn fyrir kosningar, þegar útgefandi limmiðanna, fulitrúaráð Sjálfstæðisflokksins, hvatti fólk til þess að hafa þá ekki uppi við á kjördag. Fulltrúaráöiö haföi áöur sent orösendingu meö límmiöunum, þar sem sjálfstæöismenn voru hvattir til að hafa þá uppi fram yfir kjördag. A laugardag var auglýsing I út- varpinu frá fulltrúaráðinu, þar sem þaö hvatti menn til aö hafa ekki miðana límda upp á kjördag. Var sagt, aö þaö væri samkvæmt tilmælum lögreglustjóra. Eins og kunnugt er, lýsti yfir- kjörstjórn Reykjavlkur miöana ó- heimilan kosningaáróöur I ná- grenni kjörstaöa og á þeim sjálf- um. Lögregluþjónar höföu vakandi auga meö þvl, aö tilmælum yfir- kjörstjórnar væri framfylgt. Margir bllar meö llmmiða uppi voru stoppaöir. Bentu lögreglu- þjónar á, aö þaö væru tilmæli, aö miöarnir væru ekki haföir I allra augsýn viö kjörstaöi. Fólk tók yfirleitt mjög vel orö lögregluþjónanna, og annaðhvort reif miöana af bilum slnum eöa lagöi þeim fjarri kjörstaö. Hins vegar var engum bannaö aö nota þessa limmiöa, enda eng- in stoö fyrir slíku banni. A.m.k. tvær stórar langferða- bifreiöir voru staösettar á stórum gatnabótum I bænum, og rúöurn- ar I þeim fylltar meö skrautleg- um kosningaáróöri A-listans.óH. Kosningarnar í ensku pressuna Kosningarnar hér á landi sleppa ekki viö þaö aö komast I heimspressuna, eöa a.m.k. hluta af henni. Jim Whightman, blaöamaöur frá Daily Telegraph I London, er staddur hérna til aö skrifa um kosningarnar. Whightman er mikill áhugamaöur um Islenzk málefni og dvaldist hér I fjóra mánuöi I fyrra til aö skrifa um þorskastríöið. Hann kom hingað á miðvikudag og er þegar búinn aö senda fjórar greinar um kosningarnar til blaös slns. Þá seinustu sendi hann I nótt og sagöi þar frá tölum og kosn- ingaspám. Whightman telur þaö hvlld fyr- ir sig aö starfa hér á landí. Kann- ski engin furöa, þvi undanfarna mánuöi hefur hann verið I Liban- on, Sýrlandi, Norður-írlandi og fleiri óróastöðum. Whightman átti aö fara I þess- ari viku, en hefur mikinn hug á aö dveljast hér lengur og skrifa þá sitthvaö fleira um tsland i blað sitt. — óH. í sínum ríðli Islendingar gerðu jafnt við Frakka I slðustu umferð ólympiu- mótsins I skák I Nice, 2 á móti 2, en unnu hins vegar Túnis í næst- siðustu umferðinni, 2 1/2 gegn 1 1/2. Sá árangur dugöi þó ekki til þess aö mjaka þeim I efstu sæti I slnum riöli. Þar enduöu þeir númer sjö I riðlinum, en I 23. sæti yfir heildina. Rússar uröu ólympiumeistarar I tólfta sinn með 46 vinninga en Júgóslavla hreppti annaö sætiö 8 1/2 vinning á eftir. Mest var spennan I baráttunni um þriöja sætiö, þar sem Banda- rikin, Búlgaria og Spánn áttu svipaða möguleika. Lauk henni svo, aö Bandarikin, sem urðu aö vlsu jöfn Búlgarlu meö 36 1/2 vinning, náöu 3. sætinu vegna fleiri unninna skáka. Fræknust var frammistaða rússnesku sveitarinnar, sem tap- aöi ekki einum einasta leik I öllu mótinu. Þær Katrln Þorkeisdóttir og Dóra Hlin Ingólfsdóttir eru ánægðar meö búningana slna og finnst þeir þægilegir. LÖGREGLUKONUR FÁEINKENNISBÚNING Það hafa sennilega margu rekið upp stór augu við kjör- staðina I gær, þegar þeir sáu stúlkur I lögreglueinkennisbún- ingi. Þetta eru fyrstu stúlkurnar á islandi, sem fá slfkan búning. Að visu hefur kvenlögregiudeild verð starfandi innan lögregl- unnar slðan 1953. Hafa þær aðaliega fengizt við vandamál unglinga og kvenna. Fyrsta verkefni lögregiu- stúlknanna I búningi var aö leysa samstarfsmenn sina af sterkara kyninu af á kjörstöö- um, til þess að þeir gætu fariö aö kjósa. Annars hafa stúlkurnar, sem heita Dóra Hlln Ingólfs- dóttir og Katrín Þorkelsdóttir, veriö starfandi I lögreglunni slö- an I okt. 1973. Þá settust þær á skólabekk I lögregluskólanum ásamt karlmönnunum. Menn þurfa aö vera 8-10 vikur I skól- anum, þar sem kennd er m.a. íslenzka, skýrslugerö og judo. Stúlkurnar þurftu llka aö læra aö handjárna eins og karlmenn- irnir. Þær Katrln og Dóra Hlin hafa aöallega veriö viö störf I um- feröárdeild lögreglunnar og veröa þaö áfram til aö byrja meö. Þær eru I 16. launaflokki, en eftir aö þær ljúka viö seinni hluta lögregluskólans I haust, fara þær upp I 17. flokk. Ein stúlka enn er starfandi I lögreglunni, þótt ekki sé hún I einkennisbúningi, en þaö er GuÖlaug Sverrisdóttir. Hún hefur veriö starfandi I nokkur ár og er varöstjóri. — EVI-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.