Vísir - 20.07.1974, Qupperneq 3
Vísir. Laugardagur 20. júll 1974.
3
■ lj 81*1»
■ 1 1
eS fl !■
r ... . . ■ -v.: ■ itip-t q
Sjúkrahúslœknar
segja upp störfum
,,Það er rúm vika
siðan Læknafélag
Reykjavikur sendi
Reykjavikurborg, og
Læknafélag | íslands
sendi viðkomandi
stjórnvöldum bréf, þar
sem óskað er eftir, að
heilbrigðisyfirvöldin
hefðu samband við full-
trúa spitalalækna út af
uppsögnum þeirra.”,
sagði Pálli Þórðarson
framkvæmdastjóri
læknafélaganna i við-
tali við blaðið i gær.
„Ekkert svar hefur enn bor-
izt, en við verðum að vona, að
það verði komizt að einhverri
niðurstöðu sem fyrst.” sagði
Páll.
Þegar hafa borizt 38 uppsagnir
til rikisspitalanna samkvæmt
upplýsingum Péturs Jónssonar
starfsmannastjóra þar.
Kaup lækna er frá tæpum 72
þús. hjá kandídat, sem er aö
koma út úr háskóla og um 120
þús kr. fyrir sérfræðing:, sem
unnið hefur I 6 ár.
,,Viö þetta bætist svo mis-
munandi mikil yfirvinna, en
dæmi eru til þess að kandidatar
fari upp i allt að 170 klst. á mán-
uði, en það er þó ekki oft,” sagði
Pétur.
Ef læknir er kallaður út að
nóttu, fær hann greiddar minnst
tvær klst. kr. 1340, en rafvirki
fær til samanburðar kr. 1140
fyrir útkailið. — EVI —
HESTAR GERÐU
SÉR VEIZLU í
SKÓLAGÖRÐUM
Tiu hestar voru komnir inn I
skólagarðana i nánd við Árbæjar-
safn I gær. Tröðkuðu þeir þar
á reitum barnanna og átu græn-
metiö, sem þau eru að rækta.
Þessir hestar eru hluti af öllu
þvi stóði, sem gengur laust um
borgarlandið vegna trassaskapar
eigenda þcirra og vegna þess að
girðingar halda þeim ekki utan
bor ga rmarkanna.
Vörzlumaöur borgarlandsins
var á ferð i fyrrinótt, að stugga
burt ágengum hrossum, sem
sóttu inn I garða og álpuðust út á
vegi.
Lögreglan I Arbæjarhverfi
hefur haft mjög mikil afskipti af
hrossunum og kemur varla sá
dagur, að ekki þurfi að kalla á
vörzlumanninn.
Garðaeigendur i Arbæjarhverfi
w
hafa búið viö þetta ástand I
hverfinu undanfarin ár. Það eru
ekki aðeins hross, sem angra þá,
heldur og lika ágengar kindur. Að
sögn lögreglunnar, þá eru þetta
mikið til sömu menn ár eftir ár,
sem eiga lausagangsdýrin.
Þeir flytja þau á beit rétt út
fyrir borgarlandið og hirða svo
sjaldnast um þau, það sem eftir
er sumars.
Umferð kvikfénaðar um götur
getur llka verið stórhættulegur,
þegar bilar eru að aka á skepn-
urnar. Þar að auki veröa bil-
eigendur sjálfir að bera skaðann
á sinum bil og tapa bónus og
greiöa sjálfsábyrgð, ef þeir aka á
búpening, nema ef bilarnir eru
kaskótryggöir.
—ÓH
Jslands þúsund
ór' hundrað óra
Nú nálgast aldarafmæli
þjóðsöngsins okkar, en hann var
fyrst fluttur 2. ágúst 1874 i Dóm-
kirkjunni. Og þess verður að
sjálfsögðu minnzt með pompi og
pragt, eins og vara ber nú um
þjóðhátiðina.
1 samtali við Jón Þdrarinsson,
sagði hann, að þessa væri minnzt
á tvennan hátt. Fyrst laugar-
daginn 3. ágúst og siðan á sunnu-
dagskvöldið þar á eftir.
Klukkan 15.25 verður af-
mælisins minnzt á Arnarhóli og
hefst með þvi, að biskup tslands,
hr. Sigurbjörn Einarsson, flytur
ávarp. Þar á eftir verður
þjóðsöngurinn fluttur af Söng-
sveitinni Filharmoniu og
Sinfóniuhljómsveit Islands.
Stjórnandi verður Jón Þórarins-
son.
A sunnudagskvöldiö veröur svo
hátiðarsamkoma i Dómkirkjunni
I tilefni afmælsins. Þar flyt-
ur Andrés Björnss. útvarpsstjóri,
erindi um séra Matthias
Jochumsson, höfund
þjóðsöngsins, og siöan flytur Jón
Þórarinsson erindi um tón-
skáldiö Sveinbjörn Sveinbjörns-
son. Þvi næst flytur Dómkórinn
undir stjórn Ragnars Björns-
sonar, og fleiri aðilar tónlista
eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
-EA.
MAÐUR INNI I STOFU
VARÐ FYRIR ÁFALLI
ER BÍLL SKALL
Á HÚSI HANS
Hörkuárekstur í Þingholtunum:
Minnisvarði um fyrstu lögin
Svo sem áður hefur verið frá
skýrt, er áformað, að fram fari i
dag stutt athöfn að Breiðabólstað
i Vesturhópi, þar sem afhjúpaður
verður minnisvarði, reistur af
Lögmannafélagi Islands sem gjöf
til þjóðarinnar i tilefni af, að liðin
eru 1100 ár frá upphafi Islands-
byggðar og tii minnis um, að vet-
urinn 1117-18 fór fram fyrsta
skráning almennra laga á tslandi
hjá Hafliða Mássyni á Breiða-
bólsstað.
Formaður Lögmannafélags ts-
lands, Páll S. Pálsson, flytur
ávarpsorö.
Viðstaddir verða, sem heiðurs-
gestir, forseti hæstaréttar, Bene-
dikt Sigurjónsson og ráðuneytis-
stjóri dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins Baldur Möller, svo og
fulltrúi þjóðhátiðarnefndar, Egill
Sigurgeirsson hrl.
Athöfnin hefst kl. 15.30. —EVI—
Afleiðingar hörkuáreksturs á
horni Amtmannsstigs og Þing-
holtsstrætis I Reykjavik urðu
meiri cn þær, að aðeins farþeg-
ar bilanna slösuðust.
Samtals voru fimm manns i
tveimur fólksbilum, sem rákust
á á þessu horni. önnur fólksbif-
reiðin kastaði hinni upp að húsi,
sem stóð þar á horninu. Bif-
reiöin, sem kastaðist á húsið,
klesstist upp við húsvegginn,
braut gluggarúðu og múrhúðun.
Inni i húsinu var fullorðinn
maður staddur, sem er hjart-
veikur. Honum varö svo mikiö
um hið óvænta högg á húsið, aö
hann fékk hjartaáfall, og var
fluttur á sjúkrahús.
Bifreiðin, sem kastaöist á
húsið, er talin gjörónýt.
— ÓH
Skipt
um
hlutverk
Það má segja, að þeir hafi
skipt um hlutverk, Hjálp-
ræðishersmenn og unga fólkiö
úr hópi svokallaðra Guðs-
barna. Guðsbörnin héldu
nefnilega tölur á göngugöt-
unni i Austurstræti, en Hjálp-
ræðisherinn horfði á. Yfirleitt
hefur það verið herinn, sem
fólk hefur horft og hlustað á,
en i þessu tilfelli var það her-
maðurinn, sem var áhorfandi
og áheyrandi.